Tíminn - 24.01.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 24.01.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 24. janúar 1991 Tíminn 7 UR VIPSKIPTALIFINU Comecon, Ráð gagnkvæmrar efna- hagslegrar aðstoðar, var formlega lagt niður á fundi framkvæmda- stjómar þess í Moskvu 5. janúar 1991. Þau viðskiptalegu samtök stofnuðu Ráðstjómarríkin með Austur-Evrópurílqum (öðrum en Júgóslavíu) fyrir fjórum áratugum sem mótvægi við efnahagslegrí samvinnu landa Vestur-Evrópu upp úr Marshall-áætluninni. Við taka „Samtök um alþjóðlega sam- vinnu". Viðskipti á milli aðildarlanda þeirra — fyrrum aðildarlanda Comecon — verða á heimsmarkaðsverði og greiðslur í skiptanlegum gjaldmiðl- um. Jafnframt munu Samtökin vinna að auknum efnahagslegum samskiptum við Vestur-Evrópu. Um íiskveiðistefnu EBE í Efnahagsbandalaginu þykir ein- sýnt að með tilliti til afla og ástands fiskstofna á miðum þess séu fiski- skip þess of mörg. í fyrra, 1990, lagði Alþjóðlega hafrannsóknarráð- ið (Intemational Council for the Exploration of the Sea, ICES) til að úthald fiskiskipa yrði takmarkað fremur en afli, þar eð kvóta sé síður stranglega hlýtt. Mælti Hafrann- sóknarcáðiíWneíWcHjthakyreiira yrði skert um 30%, en af þeirri skerðingu vænti það a.m.k. 20% skerðingar afla. í desember 1990 lagði fram- kvæmdastjórn EBE ýmsar tillögur fyrir sjávarútvegsráðherra aðildar- landa þess. Hélt hún sig við afla- kvóta fyrir allflestar tegundir og lagði til nokkra smækkun þeirra, þá mesta að minnka um 15% þorsk- og ýsukvóta í Norðursjó. Ráðherr- amir helminguðu þá skerðingu. Að auki mæltist framkvæmdastjómin til að á tveimur ofveiddum miðum í Norðursjó yrði veiði þorsks og ýsu bönnuð 10 daga samfleytt í mánuði hverjum, en gegn þeim tilmælum snemst Belgía, Danmörk, Frakk- land og Þýskaland. Enn ein tilmæli framkvæmda- stjómarinnar vom um bann við reknetum lengri en 2,5 km, en þeim höfnuðu Frakkland og Spánn. Þá vísuðu ráðherrarnir einróma frá til- mælum hennar um stækkun möskva í trolli upp á 12,0 sm, en féllust á stækkun þeirra upp í 9,0- 11,0 sm á bátum sem lúta „átta daga takmörkunum". í desember 1990 samþykkti Evr- ópuþingið að auka framíög til úr- eldingarsjóðs fiskiskipa. (Fylgt er frásögn New Scientist, 5. janúar 1991.) Fjármarkaðir: Málhefð og frumatriði Um fjármarkaði (financial mark- ets) er enn ekki íslensk málhefð, þótt greint sé á milli peninga- markaðar (money market) og fjár- magnsmarkaðar (auðmagnsmark- aðar, capital market), en á milli þeirra eru oft óglögg mörk. Þann- ig eru skammtímalán á stundum endumýjuð hvað eftir annað og ríkisskuldabréf til Iangs tíma ganga kaupum og sölum. Á peningamarkaði eru boðin lán til skamms tíma. Fyrir aldarfjórð- ungi var peningamarkaði í New York lýst sem neti símalína á milli Seðlabankans (sem fer með umboð fjármálaráðuneytisins), fimm helstu banka í viðskiptum með verðbréf og tylftar verðbréfa-sölu- stofa í kringum Wall Street og síð- an milli þeirra og annarra sölu- stofnana verðbréfa (banka og ann- arra), alls konar peningamiðlara og stórra banka um öll Bandaríkin. Hvað um það, á peningamarkaði eru boðin til sölu verðbréf, öðru nafni skuldabréf, til sex mánaða eða skemmri tíma (en vegna lágra upphæða samt nokkru lengur). Hin helstu þessara skuldabréfa eða verðbréfa eru víxlar ríkis og fyrir- tækja, en bréfin eru margs konar. Á fjármagnsmarkaði eru út gefin skuldabréf, þ.e. verðbréf, og hluta- bréf, sem ekki eðli sínu samkvæmt eru alla jafna án innlausnartíma og þess vegna ekki skuldabréf. Fyrir- tæki afla sér yfirleitt fjár til fram- kvæmda og uppbyggingar tækja og aðstöðu með sölu verðbréfa sinna á fjármagnsmarkaði, og þá ríki og þekkt fyrirtæki líka á útlendum sem innlendum. Sakir hugsan- legra breytinga á gengi viðkom- andi gjaldmiðla, er afrakstur (vext- ir og afföll) yfirleitt hærri á útlend- um verðbréfum en innlendum. Þá skal þess getið, að ríkisvíxlar og önnur ríkisskuldabréf þykja án beinnar áhættu, og er afrakstur yf- irleitt lægri af þeim en verðbréfum fyrirtækja. Gagnverkanir eru þó þeirraámilli. Coca Cola og Nestlé bjóða kaffi og te Nestlé SA, svissneska matvælafyr- irtækið, og Coca Cola, bandaríska drykkjarfangafyrirtækið, tilkynntu í Sviss 29. nóvember 1990 um myndun helmingafélags þeirra á milli um sölu á kaffi og te (þ.e. Nescafe og Neste), sem Nestlé legg- ur fram, en Coca Cola selur í 170 löndum ásamt coca-cola og öðrum gosdrykkjum sínum. Upphaflegur höfuðstóll helmingafélagsins er 100 milljónir $. Leg godt! í heimi öllum mun sala leikfanga nema um 30 milljörðum $ á ári, og er sala dönsku leikfangagerðarinn- ar Lego sögð nema um 1 milljarð $, en hún er í hópi hinna stærstu ásamt Mattel, Fisher Price, Has- bro, Milton Bradley, Nintendo og Tonka (en tvær hinar síðastnefndu eru japanskar). Ole Kirk Christiansen stofnaði Lego 1932 í Billund á Jótlandi, en það nafn er dregið af Leg godt! Og er Lego enn í eigu fjölskyldu hans. { fyrstu seldi það bíla úr tré. Það var 1949, að Lego fór að búa til plastkubba, áþekka þeim, sem breskar leikfangagerðir buðu (svo sem Minibrix, sem nú er löngu hætt störfum). Á áttunda áratugn- um var uppgangur Lego ör. Þá náði það aílstórri hlutdeild í leik- fangamarkaði í Vestur-Þýskalandi og líka í Bandaríkjunum, þótt þungt væri þar undir fæti sakir samkeppni við Tyco, fimmtu stærstu leikfangagerð Bandaríkj- anna. Á síðustu árum hefur Lego haft á boðstólum um 300 gerðir af „kubba“- samstæðum, en plast- gripir þess eru um 1300. Um þriðj- ung samstæðna (,,kits“) sinna end- urnýjar það á ári hverju, ýmist með nýmælum eða tilbrigðum við eldri gerðir. Lego hefur 6.300 starfsmenn og söluumboð í 115 löndum. Utan Danmerkur hefur það leikfanga- gerðir í Sviss, Vestur-Þýskalandi, Brasilíu, Suður-Kóreu og Banda- ríkjunum. Aðalstöðvar Lego eru enn í Billund. Stígandi Efnahagsmál Þýskalands eftir sameininguna Vöruviðskipti Þýskalands og þjónustu við önnur lönd 1990 voru því hagstæð um 75 milljarða marka, eða m.ö.o. um liðlega 3% vergrar þjóðarframleiðslu þess (í stað 105 milljarða marka 1989), og vænst er, að þau verði því hagstæð um 2% hennar 1991. Á þýskum ríkisbúskap varð hins vegar halli 1990, sem nam um 4% vergrar þjóðarframleiðslu, og líkur eru á, að hann verði nokkru meiri 1991, eða um 5% hennar. (Aftur á móti var ríkisbúskapur Vestur- Þýskalands nær hallalaus 1989.) Ástæða þessa halla á ríkisbúskapnum er kostnaður af sameiningu Þýska- lands. „Eftir hina efnahagslegu og pen- ingalegu sameiningu var (Austur- Þýskalandi) þegar í stað búin sam- keppni frá hinum háþróuðustu löndum í vestri. Hillur í búðum voru á einni nóttu hlaðnar vörum frá Vesturlöndum; eftirspurn eftir austur-þýskum vörum skrapp saman. Önnur lönd í austurblök- kinni voru líka opnuð varningi úr vestri, þannig að úr eftirspurn þeirra eftir austur-þýskum vörum dró. Aðrir viðskiptaaðilar Austur- Þýskalands urðu uppi skroppa með gjaldeyri. Sakir þessa gekk framleiðsla saman í ríkjum (fyrr- verandi Austur- Þýskalands). Að- eins með ríkisstyrkjum (og lánum á lausafé) til fyrirtækja var komið í veg fyrir frekari samdrátt. Vegna þessa samdráttar jókst atvinnu- leysi hröðum skrefum í iðnaði; enn meira jókst hluta-vinna, sem nú tekur tií meira en 20% vinnu- aflsins." Svo segir aðalhagfræðing- ur Deutsche Bank, Norbert Walter, í Financial Times 3. janúar 1991. „Hækkanir launa í (fyrra) Vestur- Þýskalandi um 6% upp á síðkastið eru vissulega í hærra lagi. Innan skamms íþyngja þær vörufram- leiðendum, sem keppa við varning frá Bandaríkjunum og Austurlönd- um fjær. — Hækkun launa um 20- 50% í (fyrra) Austur- Þýskalandi sumarið og haustið 1990 þóttu viðsjárverðar og hættulegar at- vinnustigi í framtíðinni. Mun það sanni nær um margar iðngreinar og margt lítt þjálfað verkafólk ... En þessi hækkun svaraði til raun- verulegs ástands á markaðnum, einkum með tilliti til... fyrri jaðar- svæða (og Berlínar) og faglærðra verkamanna, albúinna að sækja vinnu langan veg. í huga þarf að hafa, að meira en helmingur verkamanna í hinu fyrrverandi Austur-Þýskalandi gæti daglega sótt vinnu til vestanverðs Þýska- lands. Margir takast þegar þá ferð á hendur." Innflytjendur til Þýskalands voru nær 1 milljón 1990, og um 1 millj- ón voru þeir líka 1989. Og vænst er, að þeir verði um 500.000 1991. Sakir þessa hefur fólksfjöldi aukist um 1% á ári. Hins vegar jukust vinnutækifæri um 3% í Þýskalandi vestanverðu 1990. Að efnahagslífi heimsins þrengir nú. „Þar eð þýskt efnahagslíf er svo mjög undir efnahagslífi heimsins komið, verður ekki komið í veg fyrir, að úr hagvexti dragi. Þannig er vænst um 2% hagvaxtar 1991 í stað liðlega 4,5% hagvaxtar 1991." Mat Lawsons á inn- göngu Bretlands í EMS Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Nigel Lawson, birti grein í Financial Times 8. október 1990 um upptöku Bretlands í „skipan evrópskra peningamála“ (EMS) og sterlingspunds í samknýtingu gjaldmiðla EBE-landa (ERM) annarra en Portúgals. I greininni segir: „Nú á dögum er það yfirleitt viður- kennt, að ögun í peningamálum þurfi til að halda verðlagi í skefj- um. Að kenningum getur sú ögun annað hvort átt sér innlenda stoð, þar sem eru stjórnartök á (megin- liðum) innlends peninga(magns), eða útlenda, þar sem eru stjórnar- tök á gengi gjaldmiðla. í sögunnar rás höfum við tíðast treyst á þá út- lendu, hvort sem verið hefur gull- fótur (einkum á tímaskeiðinu fyrir fyrri heimsstyrjöldina) ellegar dollarafótur á tímaskeiðinu eftir síðari heimsstyrjöldina. Afléttun hamía á sviði fjármála (sem gengið hefur sérlega langt á Bretlandi) og útvíkkun peninga- markaða yfir heiminn allan nú á dögum hafa gert (meginliði) pen- ingamagns að sérlega ótraustum 1. HLUTI leiðarvísi. Af þeim sökum er auð- sjáanlega betra að treysta á hina útlendu ögun, ef þess er kostur. Og að sjálfsögðu hefur hún staðið til boða frá 1979 í formi gengis- samknýtingar (Exchange Rate Me- chanism) í „skipan evrópskra pen- ingamála" (EMS), sem sjálf hvílir einkum á þýska markinu. í reynd er auk þess tvenns konar ávinningur af útlendri peninga- legri ögun, byggðri á gengi gjald- miðils. Sú fyrri er, að hún er miklu auðskiljanlegri almenningi, — við lýðræði skyldi ekki lítið úr því gert. Og hinn síðari, sem að nokkru leyti er samtengdur hinum fyrri, að á henni er miklu meiri tiltrú. Mestu varðar þörf atvinnurek- enda til að halda niðri vinnukostn- aði yfirleitt, einkum launatöxtum, því að þeir vita, að gengi sterlings- punds verður ekki fellt þeim til bjargar. Á það er trúnaður lagður, og til þess segir þess vegna meira en viðvörun um hlífðarlausa stefnu í innlendum peningamál- um. Trúin á, að þessu sérlega mark- miði í gengismálum verði náð, er komin undir því, að trúverðug þyki skipan evrópskra peningamála (EMS) sem kerfi, sern ekki sé verð- bólgu undirorpið. Á mörkuðum er óhaggað traust borið til hvors tveggja sakir framgangs þeirra á síðustu undanförnum árum. Gildir þetta einkum um þýska markið. Undir traust á því rennur sú stoð, inter alia, að stefnan í þýskum pen- ingamálum er á ábyrgð seðla- banka, (stjórnvöldum) óháðum að lögum, sem fela honum að halda uppi stöðugleika í peningamálum. Meðal annarra orða, af því getum við líka dregið lærdóma, en þeir bíða síns tírna."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.