Tíminn - 24.01.1991, Page 10

Tíminn - 24.01.1991, Page 10
10 Tíminn Fimmtudagur 24. janúar 1991 i/Iiðvikudagur Tíminn T \mm, ^• : **■»* *-»w, « Vegir yfir hálendið myndu stytta vemlega ökuleiðir milli landshluta, en alltaf er viss sjarmi yfir háiendisferðum, einkum ef fólk lendir í hæfilega hættulitlum vandræðum sem tekst að ráða fram ú Slíkt heita gjaman ævintýraférðir. Heyra brátt slíkar férðir sögunni til? 1 Landsvirkjun þarf að leggja vegi i í tengslum við háspennulínur. Vegagerðin vill vera með en á ekki fé: gsgæsss i Hálendisvegir mynda heild styrkir landsbyggðina Ekki virðist líta út fyrir að í bráð geti orð- ið af samstarfi Vegagerðar ríkisins og Landsvirkjunar um lagningu svokallaðra hálendisvega. Landsvirkjun þarf á allra næstu árum að leggja veg norður yfir Sprengisand, samfara lagningu háspennu- línu, en vegalagning samfara línulagningu þykir mjög til hægðarauka og er orðin við- tekin venja við slíkar framkvæmdir. Sam- fara lagningu háspennulínu norður yfir Sprengisand, á allra næstu árum þarf að leggja slíkan veg og hefur Landsvirkjun óskað eftir samvinnu við Vegagerðina þar um. Vegagerðin kveðst hins vegar ekki geta ljáð þessu máls, þar sem ekki séu til nægir peningar til að halda vegum í byggð í við- unandi ástandi og því verði fjallvegirnir að mæta afgangi. Þetta kom meðal annars fram á athyglisverðri ráðstefnu um hálend- isvegi og áhrif þeirra, sem haldin var í Mý- vatnssveit um síðustu helgi og Ferðamála- félag Mývatnssveitar gekkst fyrir. Hálendis- vegir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, meðal annars í ljósi hug- mynda sem Trausti Valsson skipulagsfræð- ingur hefur sett fram, um hvernig slíkir vegir geti stuðlað að byggðajafnvægi í land- inu. Góðar samgöngur styrkja byggðir Trausti Valsson skipulagsfræðingur hefur verið einn helsti hugmyndasmiður um væntanlega hálendisvegi. Hann hefur ný- lega gefið út bók, Framtíðarsýn: ísland á 21. öld, þar sem meðal annars er fjallað um hálendisvegi og áhrif þeirra. Þar segir að á meðan atvinnuhættir og annað fljóti áfram f sama farvegi sé ekki flókið að skipuleggja. Þegar vegakerfi þarf aftur á móti að fara að þjóna nýjum atvinnugreinum eins og ferða- málum, þurfi að endurskoða kröfur okkar til vegakerfis rækilega. Nú þurfi að huga að endurskoðun þegar séu að verða ýmsar grundvallarbreytingar á verðmætamati heimsins, þannig að landið sjálft sé að verða dýrmæt auðlind. Trausti fjallar um hve íslendingar séu fastheldnir á það byggðamynstur, sem ríkt hafi hér á landi, og hann telur að eitt helsta markmið nú- verandi byggðastefnu sé að koma í veg fyrir breytingar á byggðamyndinni. Trausti segir að snúa verði við þeirri þróun sem ríkjandi hafi verið, að þéttbýlisbúar flýi á suðvestur- hornið. „Og er ekki hætta á öðru en að ís- lendingar vilji nýta sér landið ef samgöngur um það eru góðar. Með góðu vegakerfi yrði lfka kominn grunnur að miklum og dreifð- um ferðaiðnaði, sem getur gert mikið til að styrkja hinar dreifðu byggðir." Trausti segir því hér með öðrum orðum að með hálend- isvegum, þ.e. öflugum og góðum samgöng- um, megi mynda eina heild sem jafnframt styrki stöðu íandsbyggðarinnar. Lína yfir Sprengisand Staðsetning væntanlegrar háspennulínu norður yfir Sprengisand hefur um nokkurt skeið verið til athugunar hjá Landsvirkjun. Áætlað er að línan muni liggja frá Búrfells- virkjun, norður eftir Búðarhálsi og þaðan í sem næst beina stefnu að Fjórðungsvatni, sem er á miðjum Sprengisandi. Frá þeim stað hafa, varðandi línustæði til Akureyrar, ýmsir valkostir verið skoðaðir. Það, sem helst kemur til greina nú, er að leggja lín- una um Bárðardal, Hellugnúpaskarð, Fnjóskadal og Bíldsárdal og þaðan til Akur- eyrar. Línustæði frá Fjórðungsvatni að tengipunkti til Fljótsdalslínu yrði í stórum dráttum nærri núverandi Sprengisandsleið. Tengipunktur yrði syðst í Bárðardal, þar sem línan færi annars vegar á Akureyri og svo hins vegar í Fljótsdalsvirkjun, þvert yfir Ódáðahraun, sunnan Herðubreiðartagla um Fljótsdalsheiði og að virkjuninni. Og svo þarf að leggja vegi. Allt frá Búrfelli og að Hreysiskvísl á Sprengisandi hefur verið lagður varanlegur vegur, alls 123 km. Víða á því svæði voru aðstæður til vega- gerðar þó mjög góðar, hægt að ýta upp burðarlagi vegarins og því varð kostnaður við vegagerðina mjög lágur, 850 þúsund á km. Og nú þarf að leggja alls um 300 km á væntanlegum línustæðum. Tekið er fram í áætlunum að eftir því sem norðar dragi séu aðstæður til vegagerðar þó víða verri og að sama skapi dýrari. Og miðað við að nýtt álver taki til starfa, þá þarf að gera þessa hálendisvegi strax í sumar. Helgi Bjarnason segir að hér sé ver- ið að tala um slóða, sem gætu orðið vegir í fyllingu tímans. Hálendisvegir sem gætu verið opnir 6 til 8 mánuði á ári. „Við hjá Landsvirkjun viljum fyrir alla muni að þeir fjármunir, sem við verjum til slóða- og vegagerðar á hálendinu, nýtist öllum. En það hefur strandað á því að Vegagerðin hef- ur ekki haft úr svo að segja neinu fjármagni að spila til hálendisvegagerðar," sagði Helgi. Lítið sett í hálendisvegi Eymundur Runólfsson, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, sem talaði á ráðstefn- unni, sagði að erfitt væri fyrir Vegagerðina Eftir Sigurð Boga að taka þátt í lagningu hálendisvega, því hún hefði lítið fjármagn til slíkrar vega- gerðar. Á síðasta ári hefði verið úthlutað 23 miljónum til fjallvega og sú upphæð hefði rétt dugað til að hefla helstu fjallvegi í sum- arbyrjun. Eymundur segir að það sé stefna Vegagerðarinnar og stjórnvalda að á meðan margir vegir í byggð séu ekki í viðunandi ástandi, þá verði fjallvegir einfaldlega að mæta afgangi. „Málið er það að á þessu ári lítur út fyrir að það komi yfir 400 miljónir frá Landsvirkjun á þessu ári til línuvega. En mig langar til að þeir vegir muni geta nýst almenningi síðar meir og þar með að Vega- gerðin geti komið með eitthvert mótfram- lag til þess að fá einhverju að ráða. En það má segja að það strandi á peningaleysi hjá okkur, en það vantar ekki viljann," sagði Eymundur. Víða eru veðraskil Ómar Ragnarsson fréttamaður talaði á ráðstefnunni, meðal annars um snjóalög á hálendinu, eitt býðingarmesta atriðið í þessu sambandi. Ómar sagði að á stærstum hluta þeirra svæða, sem væntanlegir há- lendisvegir muni liggja um, sé snjólétt, jafnvel snjóléttara en af er látið. Hann segir ástæðu þess að núverandi hálendisvegir séu svo oft ófærir á vetrum vera þá að þeir séu niðurgrafnir. Þannig megi á vetrum sjá úr lofti að hinir niðurgröfnu vegir séu eins og hvít lína um flekkótt land. Einnig sagði Ómar að víða á hálendinu væru glögg veðraskil og „með tilkomu hálendisvega verður hægt að opna möguleika til þess að fara á skömmum tíma með ferðamenn af svæði í slæmu ferðaveðri yfir á svæði með björtu veðri". Dregur úr utanvegaakstri Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, sagði á ráðstefnunni að stefna í nýtingu hálendisins væri ekki til, jafnvel þó að hálendið væri mikið nýtt til ferðalaga, orkuvinnslu og beitar. „Upp- byggður vegur, sem mannvirki, um Spreng- isand í Bárðardal er ekki vandamál frá nátt- úruverndarsjónarmiði," sagði Þóroddur, „en vegur um Bleiksmýrardal er það hins vegar. Uppbyggður vegur úr Bárðardal til Mývatns getur legið á nokkrum stöðum sem allir þarfnast ítarlegrar skoðunar með tilliti til náttúruverndar.“ Þóroddur sagði að þögnin væri eitt af því sem gæfi hálend- inu gildi og þannig gæti hraðbraut rýrt gildi þess. Aftur á móti hefði það sýnt sig að góðir vegir og merkingar drægju úr utan- vegaakstri og þar með úr álagi á umhverfi hans. Hugmyndin býsna snjöll Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi á Húsavík, segir hugmyndina um að samnýta línuvegi Landsvirkjunar yfir hálendið með þjóðvega- kerfi vera býsna snjalla. Hann sagði þó að gagnvart Húsavík yrði Ifklega ekki um mikla breytingu að ræða, þar sem þetta myndi stytta leiðina til Reykjavíkur óveru- lega og því yrði lítill sparnaður í því að fara hana. Hann sagði að þó gæti þetta skipt ein- staka aðila máli, s.s. verktaka sem gætu starfað á mun stærra svæði en fyrr. Einnig gæti þetta skapað aukin tengsl milli Suður- og Norðurlands og gæti það skapað mögu- leika á vöruflutningamiðstöð á Selfossi. „Áhrifin yrðu mest í kringum ferðamanna- iðnað. Það myndu skapast nýjar leiðir sem gætu verið verulega áhugaverðar, ekki síst í ljósi þess að erlendir ferðamenn gætu þá komist ýmist beint á Egilsstaða- eða Akur- eyrarflugvöll," sagði Ásgeir Leifsson. Veitt verði fjárveiting í ráðstefnulok var samþykkt samhljóða svohljóðandi ályktun: „Fundur ráðstefnu um hálendisvegi og áhrif þeirra, haldinn í Hótel Reynihlíð við Mývatn 20. janúar 1991, beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar og Alþingis að sem allra fyrst verði gengið formlega frá samstarfi Vegagerðar ríkisins og Landsvirkjunar vegna línuvega. Veitt verði sérstök fjárveit- ing til þessa verkefnis, án skerðingar á al- mennu vegafé. Lögð verði áhersla á að vegastæði verði valin þannig að þessir vegir nýtist almennri umferð í framtíðinni, verði á snjóléttum svæðum og tekið verði tillit til náttúruverndarsjónarmiða." sbs. ..._____

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.