Tíminn - 24.01.1991, Page 18

Tíminn - 24.01.1991, Page 18
18 Tíminn Fimmtudagur 24, janúar 1991 ÁRNAÐ HEILLA u L •7»^r vm TÖLVUNOTENDUR 90 ára Eyþór Stefánsson Víð í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvínnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á lager. Reyníð viðskiptin. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 íc OOO w ■ umj % Allsherjar atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarráðs í Félagi starfsfólks í veitingahúsum. Listum eða til- lögum ber að skila á skrifstofu félagsins, Ingólfs- stræti 5, fyrir kl. 12.00 á hádegi 31. janúar 1991. Kjörstjóm. Kveðja að norðan Eyþór Stefánsson, tónskáld og heið- ursborgari Sauðárkróksbæjar, varð níræður í gær. Hann er Skagfirðing- ur í ættir fram og á ættir að rekja til Borgar-Bjarna eins og fleiri söng- listarmenn fyrr og síðar hér um slóðir. Eyþór Stefánsson er fæddur á Sauðárkróki 23. janúar 1901 og hér hefur hann lifað og starfað í sinni æskubyggð alla sína löngu ævi. Ey- þór var um áratugi farsæll forystu- maður í menningarmálum bæjar og héraðs, lögin hans mörg og falieg hafa sungið sig inn í hjörtu Skag- firðinga og landsmanna yfirleitt. Hann var kirkjuorganisti í Sauðár- krókskirkju lengur en nokkur annar maður hefur verið til þessa og jafn- framt söngstjóri kirkjukórsins. Einnig leikstjóri og leikari hjá leik- félagi Sauðárkróks um langa tíð og kannski hefur hann verið fjölhæfasti leikarinn sem stigið hefur á fjalirnar hjá því ágæta félagi. Þá var Eyþór einnig eftirminnilegur og frábær lesari, í flutningi hans stækkuðu mörg kvæði góðskáldanna og nutu sín afar vel. Minnisstætt er m.a. að hafa heyrt hann flytja kvæðið „Hin hvíta hind“ eftir Davíð Stefánsson. Eins og áður er getið hefur Eyþór Stefánsson haldið fulla tryggð við Sauðárkrók og Skagafjörð alla tíð, hér vann hann sitt ævistarf meðan heilsa og þrek entist. „Þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn,“ var einhvern tíma sagt. Fyrir öll þessi merku störf þakka Skag- firðingar af heilum hug og senda listamanninum Eyþóri Stefánssyni hugheilar kveðjur á þessum merkis- degi. Að morgni afmælisdagsins 23. janúar kom bæjarráð Sauðárkróks- bæjar saman til fundar og gerði eft- irfarandi samþykkt: í dag er Eyþór Stefánsson, heiðursborgari Sauðár- króks, 90 ára. í tilefni þess og sem þakklætis- og virðingarvott við margháttuð störf Eyþórs að menn- ingarmálum, samþykkir bæjarráð Sauðárkróks að leggja fram kr. 1.000.000, eina milljón, til stofnun- ar sjóðs sem beri nafn Eyþórs. Skal sjóðnum ætlað það hlutverk að efla tónlistarlíf á Sauðárkróki. G.Ó. Til sölu: Nýr vinnuskúr. 18m2 sem skiptist í anddyri, geymslu, snyrtingu og kaffistofu. Upplýsingar í síma 652964 Til sölu rafall Til sölu rafall 3x380 volt O. 1500 snúninga, 22 KvA. Upplýsingar í síma 30640 eftir kl. 19. Jón Helgason Guðni Ágústsson Sunnlendingar igir stiórnmálafundir og viðtalstlmar þii þingmanna Framsóknarflokksins Árlegir stjórnmálafundir og verða haldnir á eftirtöldum stöðum Þortákshöfn í Duggunnl, fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30 Akureyringar Guðmundur Bjamason heilbrigðis- og tryggingaráðherra verður til viötals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, laugardaginn 26. janúar kl. 14-16. FrBmsóknarfélögin. Guömundur Akranes - bæjarmál Opinn fundur með bæjarfulltrúum verður haldinn laugardaginn 26. janúar kl. 10.30 I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Munið morgunkaffið og meðlætiö á staðnum. Bæjarmálará ð. Félagsvist Spiluð verður félagsvist að Eyravegi 15, Selfossi 29. janúar og 5. febrúar kl. 20.30. Kvöldverðlaun. - Heildarverðlaun. Fjölmennum Framsóknarfélag Sclfoss Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur að Hafnarstræti 20, fimmtudaginn 24. janúar kl. 19.00. Við tökum forskot á þorrann og borðum saman þorramat. Þær, sem eiga myndir úr félagsstarfinu, góöfúslega takið þær með á fundinn. Fjölmennið Stjómln. Borgnesingar- Bæjarmálefni (vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúarflokksins I Borgarnesi verða á staðnum og heitt á könn- unni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnes- bæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Guömundur Valgeröur Jóhannes Geir Húsavík - nærsveitir Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Húsavík sunnudaginn 27. janúar kl. 15.00. Framsögumenn: Guðmundur Bjamason Valgerður Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Framsóknarfélögin. FUF - Akranesi Laugardaginn 26. janúar verður haldinn almennur fundur hjá Félagi ungra framsóknarmanna á Akranesi, að Sunnubraut 21 kl. 14.00. Gestir fundarins verða efstu menn á lista flokksins til alþingiskosninga, framkvæmdastjórn SUF og stjóm FUF. Mætum öll, heitt kaffi á könnunni. Stjómln Kópavogur- Þorrablót Hið landskunna þorrablót framsóknarmanna ( Kópavogi verður haldið I Félagsheimilinu laugardaginn 26. janúar nk. Ávarp: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Eftirhermun Jóhannes Krístjánsson. Veislustjórí: Siguröur Geirdal. Hljómsveit Helga Hermanns leikur fyrír dansi. Tryggið ykkur miða tímanlega. Pantið i slma 41590, 45918, Inga, og 40650, Vilhjálmur. Framsóknarmenn á höfuðborgarsvæðinu eru velkomnir. Stjómin Framsóknarfélag Kjósarsýslu Almennur fundur í Helgarði I kvöld kl. 20.30. Páll Guðjónsson bæjarstjóri kemur á fundinn, ræðir bæjarmál og svararfyrirspumum. Ennfremur mæta á fundinn efstu menn á lista flokksins á Reykjanesi. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Kópavogur Skrifstofa Framsóknarfélaganna ( Kópavogi er opin á mánudags- og mið- vikudagsmorgnum kl. 9-12. Slmi 41590. SJ'óm fulltrúaráðs Framsóknarfólk Húsavík Framvegis verður skrifstofan I Garðari opin á laugardagsmorgnum kl. 11- 12. Létt spjall og heitt á könnunni. Fnamsóknarfélag Húsavíkur Reykvíkingar Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi verður til viötals mánudagana 28. janúar og 4. febrúar nk. á skrif- stofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20, kl. 15:00 til 18:00. Allir velkomnir. Borgarmálaráð. SígrÚn M. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verður á staðnum. Simi 92-11070. Framsóknarfélögin. Reykjanes Skrífstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Kópavogur Opið hús að Hamraborg 5 alla laugardaga kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fulltrúaráðið Norðuriand vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefurveriðfluttfrá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum ( Fljótum. Hægt er að ná I ritstjóra alla daga I sima 96-71060 og 96-71054. _________________________________________K.F.N.V. Þorrablót - Reykjavík Laugardaginn 9. febrúar verður hið landskunna þorrablót Framsóknarfé- laganna I Reykjavík haldið ( Norðurljósasal i Þorskaffi. Verð miða er kr. 3500. Upplýsingar og miðapantanir fást hjá Þórunni eða Önnu I sima 624480. Akumesingar- nærsveitir Þorrablót verður haldið föstudaginn 8. febrúar nk. ( Kiwanishúsinu við Vesturgötu. Nánar auglýst siðar. Undirbúningsnefndin Suöuriand Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til aö lita inn. KS.F.S. Borgnesingar- nærsveitir Spiluð verður félagsvist i Félagsbæ föstudaginn 25. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.