Tíminn - 24.01.1991, Síða 20

Tíminn - 24.01.1991, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu. _____S 28822 Ókeypis auglýsingar fýrir einstaklinga PÓSTFAX 91-68-76-91 £3 NISSAN Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sœvartiöföa 2 Sfmi 91-674000 Framboðsfundur Dagsbrúnar í gær: ÁBYRG STJÓRN EPA UPPHLAUPSTRÁKA? Framboðsfundur Dagsbrúnar var haldinn í Bíóborginni í gær, þar sem framboð A-lista stjórnar og trúnaðarráðs og B-lista mótframboðs voru kynnt. 20 ræðumenn tóku til máls á fundin- um sem var nokkuð fjölmennur. Á fundinum skiptust forsvars- menn listanna á skoðunum og viðruðu sín stefnumál. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, tók fyrstur tii máls og gerði grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur í verð- lags- og kjaramáium með þjóðar- sáttarsamningunum. Hann sagði að hlutverk Dagsbrúnar í því að vernda og viðhalda þjóðarsáttinni væri stórt og tók sem dæmi verð- gæslueftirlitið, sem sett var á fót til að fylgjast með verðiagi, og sagði að starfsmaður þess, Leifur Guðjónsson, hefði unnið mikið og gott starf. Því til staðfestingar sagði hann að tvær verslanir und- irbyggju nú málaferii á hendur Leifi Guðjónssyni vegna starfa hans í verðgæslunni. Guðmundur minntist einnig á þær samþykktir og mótmæli, sem Dagsbrún hefur sent frá sér vegna verðhækkana, og sagði að ekkert stéttarfélag í landinu veitti eins öflugt aðhald í verðlagsmálum og Dagsbrún. Hann sagði að þeir sem stæðu að mótframboðinu hefðu ekkert tek- ið þátt í þessum nauðsynlegu að- gerðum, heldur hefðu þeir eytt kröftum sínum í að níða og ófrægja stjórn Dagsbrúnar. Þeir hefðu til dæmis kallað baráttuna gegn vaxtahækkunum bankanna sirkus, og sagðist Guðmundur telja að þeir sern skulduðu mikið væru ekki sammála mótfram- boðsmönnum í því. Þá vék Guðmundur að samn- ingamálum og sagði að brátt yrði að fara að undirbúa næstu samn- ingagerð. Hann sagðist búast við erfiðum samningum og sagði að jöfn prósentuhækkun kæmi ekki til greina, því tryggja yrði hag þeirra sem lægst eru launaðir. Hann sagði að Dagsbrúnarmenn yrðu að standa þétt saman og ekki mætti koma upp sundrung í fé- laginu. Hann bjóst við hörðum slag við hálaunafólk og sagði að Dagsbrúnarmenn myndu bregð- ast hart við ef reynt yrði að skerða næstu samninga með gengis- lækkunum og verðhækkunum, og rjúfa samningana. Guðmund- ur sagði að þeir hefðu ekki tíma til að berjast hver við annan, þeir yrðu að standa þétt saman; það þyrfti að efla félagið og styrkja, því hinir blásnauðu verkamenn, sem stofnuðu Dagsbrún árið 1906, ættu það inni hjá þeim. Jóhannes Guðnason, forsvars- maður mótframboðsins, sagði að framundan væru tímamót í sögu félagsins. Hann skoraði á félags- menn að móta nýja stefnu í verka- lýðshreyfingunni með því að kjósa nýja stjórn. Jóhannes sagði að kosningaþreyta ætti ekki að hrjá menn, enda væru 18 ár síðan kosið var síðast. Hann sagði að meðal stefnumála þeirra væri veruleg hækkun lægstu launa, Iækkun skattleysismarka, komið yrði á hátekjuskattsþrepi, einn líf- eyrissjóður yrði fyrir alla lands- menn og fleira. Mikil óánægja kom fram hjá Jóhannesi með síð- ustu samninga og kallaði hann þá núllsamningana. Hann sagði að núverandi forysta væri orðin þreytt og það væri farið að dofna yfir henni. Forystan hefði staðnað og brugðist launamönnum gjör- samlega. Jóhannes var ósammála því að mótframboðið klyfi Dagsbrún og taldi það frekar til góðs. Hann sagði að hið nýja framboð myndi láta verkin tala, öfugt við núver- andi stjórn. —SE Tíniinn FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991 Þjóðhagsspá: Þjóðarhagur versnandi? Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra kynnti drög að endur- skoðaðri þjóðhagsspá frá Þjóðhags- stofnun á ríkisstjómarfundi í gær. Þessi endurskoðun er gerð nú vegna þróunar sem hefur átt sér stað í loðnuveiðum og einnig ef ekki verður ráðist í framkvæmdir við ál- bræðslu á þessu ári. „Ég er að láta endurskoða þjóð- hagsáætlun og sérstaklega skoða hvaða áhrif ýmsar breytingar munu hafa á hana. í fýrsta lagi ef það verð- ur engin loðnuveiði nú á vetrarver- tíð, í öðru lagi ef ekki verður úr byggingu álbræðslu og í þriðja lagi ef enginn loðnuafli yrði á árinu öllu og ekki heldur álbræðsla," sagði Steingrímur í samtali við Tímann í gær. Steingrímur sagði að þetta myndi m.a. hafa þær afleiðingar að „spáin um einn og hálfan af hundr- aði vöxt í þjóðarframleiðslu félli nið- ur í einn ef það verður enginn loðnuafli núna á vetrarvertíð, síðan niður í núll ef heldur ekki verða hafnar virkjunarframkvæmdir við byggingu álbræðslu og niður í mín- us hálfan ef það verður heldur eng- inn Ioðnuafli í lok ársins." Steingrímur sagði að afleiðingarn- ar myndu hafa m.a. aukið atvinnu- leysi í för með sér. En í þessari spá er ekki tekið tillit til breytinga á olíu- verði, því þar ríkir mikið óvissu- ástand nú. „Semsagt að sá litli hag- vöxtur, sem við gerðum ráð fyrir, getur að engu orðið.“ —GEÓ Ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðir í níu liðum til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna: „Vér mótmælum allir U Rfldsstjórn samþykkti í gær að grípa til aðgerða í níu liðum til stuðnings ríkjunum þremur við Eystrasalt, sem nú berjast blóðugri baráttu við sovéska herinn um að fá að halda sjálf- stæði sínu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði eftir fundinn að mikilvægast værí að ísland reyndi með öllum ráðum að vekja athygli hins alþjóðlega samfélags á málstað Eystrasaltsríkjanna og þeim voðaverkum, sem sov- éski herínn hefur unnið á óbreyttum borgurum þessara ríkja. Ríkisstjómin samþykkti einróma í gær að krefla Sovétstjómina skýrínga á athæfi hersveita Rauða hersins gegn ríkisstjómum og þegnum Eystrasaltsríkjanna. Frá vinstrí: Helga Jónsdóttir aðstoðarmaður for- sætisráðherra, Júlíus Sólnes umhverfisráðherra, Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og Ólafur Ragnar Grímsson flármálaráðherra. Timamynd: Ami Bjama Ríkisstjórnin ákvað að fela sendi- herra íslands í Moskvu að afhenda sovéskum stjórnvöldum formlega orðsendingu og krefjast upplýsinga og skýringa á athæfi sovéskra her- Starfsræksla reglubundinnar neyð- arvaktar hefst að nýju á vegum Tánnlæknafélags íslands á Reykja- víkursvæðinu eftir nokkurra ára hlé. Árið 1986 sagði Reykjavíkurborg tannlæknavaktinni upp húsnæði því, sem hún haföi verið rekin í um áratuga skeið. og ekki tókst að út- vega annað. I fréttatilkynningu frá Tánnlæknafélagi íslands segir að það hafi samt sem áður verið al- kunna að mikil þörf væri á þessari sveita gegn lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum og þegnum Eystra- saltsríkjanna. Þessi ósk er borin fram með tilvís- un til þess kafla í lokaskjali Vínar- þjónustu um helgar hér í Reykjavík og í næsta nágrenni. Nú hafa 11 tannlæknar myndað með sér vinnu- hóp og skiptast þeir á að vera með vaktina á stofum sínum. Neyðarvaktin verður alla laugar- dags- og sunnudagsmorgna milli kl. 10.00 og 12.00 og gefur símsvari í síma 681041 upplýsingar um á hvaða tannlæknastofu hún er hverju sinni. Neyðarvakt verður einnig um stórhátíðir. khg. fundar Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu frá 1986, sem fjallar um hinn mannlega þátt ráð- stefnunnar. Samþykktirnar kveða m.a. á um að þátttökuríki verði við skriflegum beiðnum um upplýsing- ar, sem fram eru bornar, og lúta að hinum mannlega þætti ráðstefn- unnar og gefi svar innan fjögurra vikna. í orðsendingunni er vísað til at- vika, sem átt hafa sér stað í Litháen og Lettlandi og varða dauða 16 manna, og einnig er spurt um örlög þeirra 29 sem saknað er í Litháen. í öðru lagi mun ríkisstjórnin beina því til Alþingis að sendinefnd þing- manna fari nú þegar til Eystrasalts- landanna og að gengið verði frá gagnkvæmum samningi milli Ai- þingis og þjóðþinga Eystrasaltsríkj- anna um skipti á fastafulltrúum þinganna. Að sögn Guðrúnar Helga- dóttur, forseta Sameinaðs þings, er þetta nú í athugun, en óvíst hvenær getur orðið af ferðinni. Hugsanlegt er að utanríkismálanefnd þingsins fari þangað, en nefndin mun fara ut- an annarra erinda í febrúar. í þriðja lagi mun utanríkisráðherra formlega leita samvinnu við utan- ríkisráðherra Norðurlanda um sam- eiginlegar aðgerðir á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, m.a. að boðað verði til ráðstefnu á vegum samtak- anna þar sem fjallað verði um pólit- íska lausn á ágreiningsmálum Eystrasaltsríkjanna og Sovétstjórn- arinnar, á grundvelli þjóðréttar. Verði um frekari ofbeldisaðgerðir að ræða í Eystrasaltsríkjunum mun ísland fara þess formlega á leit að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman. í fimmta lagi hefur utanríkisráð- herra falið fastanefnd íslands hjá Atlantshafsbandalaginu að vinna áfram að því á vettvangi pólitísku nefndar bandalagsins að bandalagið og aðildarríki þess láti málefni Eystrasaltsríkjanna til sín taka í auknum mæli. í sjötta lagi ætlar ríkisstjórnin að hefja viðræður við stjórnvöld í Lit- háen um hvernig megi koma á formlegu stjórnmálasambandi ríkj- anna. Ríkisstjórnin lítur svo á að með ferð utanríkisráðherra til Lit- háen hafi framkvæmd stjórnmála- sambands ríkjanna verið staðfest. í sjöúnda lagi hefur þeim tilmæl- um verið beint til fulltrúa íslands á þingi Evrópuráðsins, sem haldið verður í næstu viku, að hafa frum- kvæði að ályktun þingsins um mál- efni Eystrasaltsríkjanna. í áttunda lagi hefúr þeim tilmælum verið beint til forsætisnefndar Norð- urlandaráðs að ráðið taki skýra af- stöðu með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Að síðustu verður hafinn undir- búningur að nánari sambandi við Eystrasaltsríkin á sviði viðskipta- og menningarmála. -EÓ Neyðarvakt hefst

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.