Fréttablaðið - 27.02.2009, Page 25

Fréttablaðið - 27.02.2009, Page 25
4 föstudagur 27. febrúar M ataráhugi er mér í blóð borinn og ég held ég hafi fæðst með svuntuna. Hins vegar var ég eitthvað seinni til að byrja að vaska upp,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona, móðir og háskólanemi. Friðrika er mætt aftur í sjónvarp og mun sjá um matarinnslag á miðvikudög- um í Íslandi í dag þar sem hún ætlar að kenna Íslendingum ein- faldar leiðir að ýmsum þekkt- um og óþekktum réttum. „Það eru alltaf allir að flýta sér og því ætla ég að vera með þægilegar og stuttar leiðir að góðum réttum. Ég ætla að elda allt mögulegt og réttirnir munu endurspegla það,“ segir hún brosandi. SJÓNVARP DRAUMURINN Friðrika lærði matreiðslu í Lond- on fyrir tíu árum og hefur síðan starfað við mat þó hún hafi ekki unnið á veitingahúsi. Hún segist ansi nálægt draumastarfinu sínu þessa dagana enda hafi draum- urinn verið að stýra eigin mat- reiðsluþætti í sjónvarpi. Auk vinn- unnar er hún að læra næringar- fræði í Háskóla Íslands og hún segir þá þekkingu skila sér í sjón- varpið. Þar fyrir utan sinni hún fjöl- skyldunni en hún og eiginmaður hennar, Stefán Hilmarsson, eiga tvo litla drengi. Sá eldri, Gunnar Helgi, er tveggja ára en sá yngri, Hinrik Hrafn, tíu mánaða. „Það er kostur að eiga börn með svona stuttu millibili. Þeir eiga eftir að verða eins og tvíburar, bilið stytt- ist alltaf á milli þeirra,“ segir hún og bætir við að hún sé dug- leg að elda hollan og góðan mat handa sonunum. „Ég gef þeim t.d. ferskt grænmeti og ávexti, lifrar- pylsu og kjúkling sem ég gufusýð og mauka handa þeim yngri. Ég passa að þeir fái fjölbreytta fæðu og ég læt þá alltaf taka lýsi. Ég hef tröllatrú á lýsi og það sleppur enginn út úr húsi án þess að taka lýsi á mínu heimili. Sér í lagi yfir vetrarmánuðina þegar við fáum enga sól.“ EKKERT SAMVISKUBIT Friðrika segist elda alls konar mat en einhverra hluta vegna sé margt úr ítalskri átt. „Ég dett samt alveg í sætindi og sósur enda á fólk að leyfa sér það annað slagið. Að- alatriðið er að borða með góðu hugarfari og alls ekki vera með samviskubit því þá sest óhollust- an frekar á mjaðmirnar og mag- ann. Ef við njótum matarins fáum við líka svo miklu meira út úr líf- inu og það sama á við allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef við tökum á móti hverju verkefni með góðu hugarfari komumst við lengra en með því að berjast á móti hlutunum,“ segir hún og bætir við að henni hafi alltaf tek- ist að horfa á björtu hliðarnar. „Sumum finnst ég kannski óþol- andi jákvæð og það fer kannski í Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona segir mataráhugann sér í blóð borinn en hún ætlar að kenna Íslendingum að elda í þættinum Ísland í dag. Friðrika þekkir erf- iðleika af eigin raun en eldri sonur hennar kom í heiminn eftir tæplega 26 vikna meðgöngu. Hún segir lífsreynsluna hafa kennt sér margt. Viðtal: Indíana Ása Hreinsdóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason HORFI ALLTAF Á BJÖRTU HL taugarnar á einhverjum að ég sé aldrei í fýlu en ég er alveg með skap. Lífið hefur bara upp á svo margt skemmtilegt að bjóða,“ segir hún hress í bragði. MATARBOÐIN Í KREPPUNNI Aðspurð hvort matarinnkaup- in hennar hafi breyst í dýrtíðinni segir hún svo vera. „Ekki spurning. Í dag geymi ég alla strimla úr búð- unum og skoða þá vel og hneyksl- ast á hvað allt er orðið dýrt og auðvitað reyni ég að skera niður,“ segir hún en bætir við að fólk verði að gleðja sig einhvers stað- ar mitt í þessu dimma skammdegi og slæma efnahagsástandi og þá sé matur góð leið til þess. „Matur er tilfinningatengdur og gefur okkur svo mikla gleði. Ég held við ættum að reyna að spara alls staðar annars staðar ef við getum. Það er líka hægt að vera með hnitmiðaðri innkaup, skrifa innkaupalista, kaupa fyrir fleiri máltíðir í einu, frysta mat og passa að hann skemmist ekki í ísskápnum,“ segir Friðrika sem telur að fólk haldi frekar matar- boð heldur en að fara út að borða núna, enda séu þau kjörin vett- vangur til að rækta vinina. BÖRNIN MIKILVÆGUST Þrátt fyrir að alvarlegt ástand ríki í samfélaginu lætur Friðrika það ekki draga sig niður. Hún þekk- ir erfiðleika af eigin raun en þau hjónin eignuðust eldri dreng- inn eftir aðeins tæplega 26 vikna meðgöngu og var tvísýnt um líf hans um tíma. Gunnar Helgi var aðeins 3,5 merkur og 33 cm þegar hann kom í heiminn og varð að eyða þremur fyrstu mánuðum ævi sinnar á vökudeild Landspít- alans. Í dag er hann stór, sterkur og orkumikill og það má með sanni segja að hann sé kraftaverkabarn. Þar sem Friðrika hafði ekki feng- ið að sjá Gunnar Helga fyrsta sól- arhringinn fannst henni afar sér- stakt að geta farið heim með yngri drenginn strax daginn eftir að hann kom í heiminn. „Mér fannst hann líka svo stór og skildi ekki að börn gætu verið svona stór en hann var 15 merkur,“ segir hún hlæjandi. Hún segir reynsluna af því að hafa eignast fyrirbura hafa kennt sér margt og efast um að hún liti sömu augum á það sem er að ger- ast á landinu í dag ef hennar nyti ekki við. „Þessi lífsreynsla breytti sýn minni á allt lífið. Börn eru- það mikilvægasta sem við eigum og skipta mestu máli. Eftir að hafa verið svona nálægt dauðan- um gerir maður sér grein fyrir að ýmsir hlutir sem fólk er að hafa áhyggjur af eru í rauninni svo lít- ilvægir.“ Hún segir seinni meðgönguna hafa gengið vel en þá fór hún tvær vikur fram yfir. „Mér tókst að halda í bjartsýnina og grínaðist með það á þrítugustu viku hvort hann færi ekki að láta sjá sig,“ segir hún og bætir við að bræðurnir séu góðir vinir. „Þetta gengur mjög vel eða svo lengi sem Hinrik lætur dótið hans Gunnars Helga í friði,“ segir hún hlæjandi. VÖKUDEILDIN FRÁBÆR Friðrika segist eiga starfsfólki vökudeildar Landspítalans mikið að þakka. „Þetta er frábær deild og ein sú besta í heiminum á sínu sviði og þarna starfar afar vel valið fólk. Barnaspítalinn er mér hug- leikinn og þess vegna höfum við reynt að styðja við bakið á honum eins og við getum. Mamma vann t.d. milljón í happdrætti um dag- inn og ákvað að gefa Gunnari Helga peninginn svo hann gæti gefið vökudeildinni hann,“ segir hún og bætir við að vonandi birtist meiri nágrannakærleikur í samfélaginu samfara öllu því sem er að gerast. „Vonandi setur fólk fjölskylduna enn frekar í forgang og við lærum að meta lífið út frá öðrum gildum en áður. Í dag gildir mestu að fólk standi saman, fari ekki í sundur og peppi hvort annað upp. Það er mikilvægt að hugsa fallega og já- kvætt og hitta vini og halda utan um hvert annað. Líka að bjóða vinum í mat, hreyfa sig og byggja upp líkamann. Ef þetta er það sem kemur út úr kreppunni getur hún ekki verið alslæm.“ Jákvæð Friðrika Geirsdótt- ir horfir alltaf á björtu hliðarnar og fer aldrei í fýlu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.