Tíminn - 13.03.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 13.03.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn • Miðvikudagur 13. mars 1991 Innflutningur á nýjum hænsnastofni til kjöt- og eggjaframleiðslu hefst í lok vikunnar: SKILAR SÉR í LÆGRA VERÐI TIL NEYTENDA Samtök eggja- og kjúklingaframleiðenda á íslandi munu í vikunni skrifa undir samning við samtök eggja- og kjúklingaframleiðenda í Noregi, Norsk fjörfeavlslag, um innflutning á nýjum stofni varp- hænsna og kjúklinga. Sem dæmi má nefna að hver varphæna af þessum stofni skilar um 18 kílóum af eggjum að meðaltali á ári, meðan þær sem nú eru í landinu skila 13-14 kílóum á ári. Forsvars- menn kjúklinga- og eggjaframleiðenda segja það augljóst að þetta muni skila sér í mun lægra verði til neytenda. Eiríkur Einarsson, starfsmaður Fé- lags eggjaframleiðenda, sagði að um þessar mundir héldi stjóm Norsk fjörfeavlslag fund á íslandi og ástæð- an fyrir því væru þessi fyrirhuguðu viðskipti. Eiríkur sagði að sá stofn sem nú væri í landinu kæmi upphaf- lega frá Noregi en endurnýjun í hon- um hefði ekki verið nægileg og hann væri orðinn úrkynjaður og væri því ekki eins hentugur til framleiöslu. Hann sagði að ástæðan fyrir því að þeir völdu að hafa viðskipti við Norð- menn væri sú að þeirra stofn væri mikið til laus við sjúkdóma miðað við önnur lönd. Einnig standi þeir sig mjög vel á alþjóðlegan mæli- kvarða og þessi stofn þeirra komi mjög vel út í samanburði við stofna frá öðmm löndum. Eiríkur sagði að fyrirkomulagið yrði þannig að frjóvguð egg yrðu flutt inn á nýja einangrunar- og inn- flutningsstöð sem verið sé að koma í gang á Hvanneyri. Afkomendur þeirra fugla yrðu síðan notaðir til kjöt- og eggjaframleiðslu. Hann sagði að engin kynbótastarfsemi sem slík yrði stunduð hér á landi þar sem erfitt sé að koma því við á svo smá- um markaði. Frjóvguð egg þarf að flytja inn þrisvar á ári fyrir kjúk- lingabændur en aðeins einu sinni á ári fyrir eggjabændur og þannig mun þetta ganga fyrir sig á hverju ári í framtíðinni. Hann sagði að fyrsta sendingin af frjóvguðum eggj- um kæmi í lok vikunnar. Eiríkur sagði að þó svo að innflutn- ingurinn á eggjunum hæfist bráð- lega þá kæmu egg eða kjöt af þessum stofni ekki á markaðinn fyrr en eftir eitt til eitt og hálft ár. Aðspurður sagði Eiríkur að það væri dýrt að flytja þetta inn en afkastageta þessa nýja stofns væri mikiu meiri. „Stofn- kostnaðurinn er töluverður en það er alveg pottþétt að þetta kemur til með að lækka verð á kjúklingum og eggjum til neytenda. Hversu mikið það lækkar er erfitt að segja nú,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að þessir fuglar nýttu fóðrið betur, verptu fleiri eggjum og stækkuðu hraðar. Jón M. Guðmundsson, bóndi á Reykjum í Mosfellsbæ, sagði að- spurður að ástæðan fyrir þessu væri sú að þeir væru einfaldlega að sækj- ast eftir því að fá afurðameiri fugla. Hann sagði að þessi fuglar ætu jafn- mikið af fóðri og þeir fuglar sem þeir væru með nú, en verptu 3-4 kílóum meira á ári. Þannig næðist hagræð- ing sem skilaði sér í lægra verði til neytandans. Hann sagði að munur- inn á kjúklingunum væri sá að í stað þess að slátra þeim 7-8 vikna þegar hver væri búinn að éta tæplega 4 kíló af fóðri, þá myndi þeir slátra þeim 6- 7 vikna og þá væri hann búinn að éta rúmlega 3 kíló af fóðri. Hann sagði að þarna sparaðist mikill fóður- kostnaður og neytendur fengju jafn- stóra og góða fugla eftir sem áður. Hann sagði að enginn munur yrði á kjötinu því það færi fyrst og fremst eftir fóðrinu og þeir notuðu alltaf sömu fóðurblöndurnar og væru nú með góðar blöndur. Jón sagði að undirbúningur fyrir þetta hafi staðið í um tvö ár og loksins nú sjái þeir fyrir endann á því. „Það þurfti að ná samstarfi milli félaganna hér á landi, það þurfti að ná samstöðu milli ein- stakra bænda og manna sem eru í þessum bransa og þetta hefur allt tekið sinn tírna," sagði Jón. Hann sagði að hér væri í raun um mikla breytingu að ræða. Fram að þessu hefðu þeir flutt inn á 2-3 ára fresti og blandað mismunandi línum saman. Það hafi að lokum leitt til úrkynjun- ar sem minnki afurðirnar. „Nú flytj- um við inn á hverju ári og þá fáum við alltaf bestu fuglana í gagnið á hverju ári,“ sagði Jón. Einar J. Einarsson er framkvæmda- stjóri Norsk fjörfeavlslag. Hann sagði að kynbótastarf þeirra hefði hafist um 1920 þegar fyrstu línurnar hefðu komið fram og sú yngsta væri aðeins ársgömul. „Við erum alltaf að Einar J. Einarsson, framkvæmdastjórí Norsk fjörfeavlslag, og Eiríkur Einarsson, starfsmaður Félags eggjaframleiðenda. Timamynd: Pjetur prófa nýjar línur og prófum 4000 hænur á hverju ári,“ sagði Einar. Hann sagði að þeir væru sífellt að þróa sínar Iínur, bæði innbyrðis og einnig með blöndun við aðrar línur, m.a. hefðu þeir nýlega keypt fjórar línur frá Skotlandi. Hann sagði að þeir hefðu einnig borið sínar hænur saman við hænur frá öðrum löndum í alþjóðlegri prófun sem fram fór í Finnlandi. Þar hefðu verið bomar saman hænur frá Frakklandi, Þýska- landi, Svíþjóð og Finnlandi og þar hafi þeirra hænur komið' best út. Hann sagði að kynbæturnar væm stöðugar og þeir gætu aldrei stoppað því þá myndu þeir einfaldlega missa af lestinni. Menn em sammála um það að þessi innflutningur sé til mikilla bóta fyrir bændur sem og neytendur. Allt starf verði nú mun betur skipulagt og áætlanir verða gerðar tvö ár fram í tímann. Einnig megi nú í fyrsta sinn á íslandi bólusetja dýrin gegn löm- unarveiki á einangmnarstöðinni á Hvanneyri og það geri það að verk- um að mun færri dýr deyja vegna sjúkdóma. Norðmenn hafa einnig leyfi til að bólusetja gegn þessari Iömunarveiki. Mun fleiri fuglar deyja hér á ári hverju heldur en í Noregi og búast menn við því að þessi bólu- setning muni minnka afföllin hér á landi. —SE Sigrún Elsa Smáradóttir, ungfrú Suðuriand, ásamt hinum stúlkunum sem tóku þátt í keppninni. Timamynd: Öm Helgason Vestmannaeyjadís valin ungfrú Suðurland 1991 Sigrún Elsa Smáradóttir, 18 ára Vestmannaeyjastúlka, var valin ung- frú Suðurland á Hótel Örk á föstu- dagskvöldið. Hún var einnig valin Síðdegis í gær var búið að kalla slökkviliðið sex sinnum út vegna sinuelda og er það heldur minna en í fyrradag, þegar það var kallað rúmlega 15 sinnum út. Fossvogsdalurinn er víða orðinn svartur en samt sem áður finnast ljósmyndafyrirsæta Suðurlands en Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, 18 ára frá Hellu, var valin vinsælasta stúlk- an. þar blettir sem hægt er að kveikja í. Ástæða er að brýna það enn og aftur fyrir börnum að sinueldar geta verið stórhættulegir og vert að benda for- eldrum á að koma því til skila til barna sinna. —SE Dís Sigurgeirsdóttir, ungfrú Suður- land frá í fyrra, krýndi arftaka sinn. Sigrún Elsa hlaut góðar gjafir, s.s. ut- anlandsferð og módelsmíðaðan gull- hring. Hún er borin og bamfædd í Eyjum. Hún stundar nám á náttúru- fræðibraut Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum. f framtíðinni segist hún stefna í gullsmíðanám. Húsfyllir var á Örkinni, enda hefur keppnin vissan ljóma í skemmtanalífi Sunnlendinga. Hermann Gunnars- son og Dengsi kynntu dagskrána og Eyjólfúr Kristjánsson söng nokkur lög. Að síðustu var stiginn dans við undirleik Stjómarinnar fram undir morgun. -sbs. Víða slökkt í sinu Hringl í afstöðu borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík: Fella tillögu og bera hana svo upp sjálfir Á fundi borgarráðs í gær kom fram athyglisverð bókun frá Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, varðandi undirbúningsvinnu við nýja stúku við Laugardalsvöllinn. Sigrún flutti tillögu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar þess efnis að 10 milljónum yrði varið til undirbúnings slíkrar stúku, enda hafi því verið lýst yfír að Alþjóða knattspyrnusambandið teldi það vellinum til tekna við ákvörðun um hvort heimila ætti íslendingum að leika þar heimaleiki, að undirbún- ingur að nýrri stúku væri hafinn. Meirihluti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn felldi þessa tillögu Sigrúnar. í bókun Sigrúnar frá því í gær er vakin athygli á því að fyrir aðeins hálfum mánuði hafi borgarstjómar- meirihlutinn hafnað tillögu fram- sóknarmanna um að hafinn yrði undirbúningur við gerð stúku á Laugardalsvelli. Nú beri svo við að einn fulltrúi þessa sama meirihluta, Sveinn Andri Sveinsson, beri upp samhljóða tillögu í íþrótta- og tóm- stundaráði. Slík vinnubrögð veki at- hygli. Látinn er Þórður Pálmason Þórður Pálmason, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, lést sl. sunnu- dag. Þórður var fæddur að Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði 1899. Hann lauk námi frá Samvinnu- skólanum 1920 og stundaði síðan framhaldsnám hjá samvinnufé- lögum í Englandi og Danmörku. Hann var kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík 1928-32 og síðan kaupfélagsstjóri í Borgarnesi 1932-68. Þá gerðist hann framkvæmdastjóri Dvalar- heimiilis aldraðra í Borgarnesi og sá um byggingu þess. Þórður gegndi fjölmörgum trúnaðar- stöðum fyrir samvinnuhreyfing- una og þau sveitarfélög þar sem hann bjó Þórður kvæntist Geir- laugu Ingibjörgu Jónsdóttur og eignuðust þau þrjú börn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.