Tíminn - 04.04.1991, Side 10

Tíminn - 04.04.1991, Side 10
10 Tíminn Fimmtudagur4. apríl : 991 SS selur Laugarneshúsið og flytur á Hvolsvöll: Af i Ólafs Ragnars og kona Steinþórs frumkvöðlarnir „í bfltúr í Kópavogi sl. vor spuröi konan mín mig, kannski í ein- hverjum hálfkæringi, hvers vegna SS flytti ekki kjötvinnsluna á Hvolsvöll. Þegar ég hugsaði þetta aðeins betur sá ég að þetta var lausnin. Á sunnudegi var hugmyndin útfærð, hún samþykkt af stjórn SS á mánudegi, kynnt starfsfólki samdægurs og nú er fyrir- séð að í byijun maí, 11 mánuðum eftir að konan mín kom með þessa hugmynd, að kjötvinnsla SS mun hefja starfsemi á Hvols- velli.“ Þetta sagði Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands, í ávarpi sem hann flutti á Hvolsvelli sl. miðvikudagskvöld. Þar staðfesti stjórn SS samning ríkisins og SS um kaup fyrrnefnda aðilans á húsi þess síðarnefnda í Laugarnesi í Reykjavík fyrir 430 milljónir. Eins og Tíminn greindi frá sl. fimmtudag greiöir ríkið þá upphæð með 10 húseignum í Reykjavík sem jafn- gilda 300 milljónum. 50 milljónir verða greiddar út í hönd og 80 millj- ónir með skuldabréfum. I framtíð- inni mun æðri listmenntun þjóðar- innar fá inni í Laugarnesi. Steinþór Skúlason sagði í ávarpi sínu að aðdragandi þessara flutn- inga væru miklir fjárhagserfiðleikar, sem félagið hefði gengið í gegnum á síðustu árum. Horfast hefði þurft í augu við að ekki var hægt að ljúka við bygginguna í Laugarnesi. Því hefði þurft að leita nýrra leiða og ódýrari. Og lausnin, sem kona hans stakk upp á, reyndist vera sú ódýr- asta og besta. „Ég kom fyrst hingað á Hvolsvöll vegna þessa máls fyrir um hálfu ári síðan. Þá sannfærðist ég um að kaup á húsi Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi væru ekki aðeins í þágu lista og menningar, heldur Ifka ein stærsta aðgerðin til þess að flytja at- vinnu frá höfuðborginni og út á land. í reynd er verið að tryggja stór- iðju á Suðurlandi," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, en það var hann sem undirritaði samninginn um þessi kaup af hálfu ríkisins. „Það er gaman á stundum sem þessari að finna að við erum á réttri leið og að við eigum hug allra um að þetta muni lánast," sagði Páll Lýðs- son, stjórnarformaður SS. „Vegna þessa máls hef ég oft hitt Ólaf Ragnar að undanförnu. í hvert sinn hef ég sagt honum sögur af afa hans, Kristgeiri Jónssyni. Hann var fátækur bóndi, bjó víða um sveitir, en bar höfuðið ætíð hátt og flutti ræður öllum mönnum betur,“ sagði Páll Lýðsson. Hann sagði að nýlega hefði heimsótt sig Þorsteinn Guð- mundsson frá Skálpastöðum í Lund- arreykjadal. „Hann kvaðst muna Kristgeir þar sem hann hélt ræðu í réttum í Lundarreykjadal í kringum 1910. Þorsteini var enn í minni hve Kristgeiri mæltist vel og kom vel efninu frá sér. En hvað var hann að segja? Jú, sem deildarstjóri Sláturfé- lagsins í Lundarreykjadal var hann að skipuleggja flutninga á slátur- fénu til Reykjavíkur," sagði Páll Lýðsson. Hann sagði að svona breyttust tímarnir og nú kæmist Ól- afur í tæri við SS með eftirminnileg- um hætti og í minningu afa síns, sem hann væri talinn erfa sinn mál- róm og ræðumennsku frá, sagðist Páll halda að Ólafur Ragnar væri nú að^era góða hluti. „Eg hef sagt að það sé jafn sjálfsagt að vinna kjötið hér og að fiskurinn sé fullunninn á hverjum stað fyrir sig. Það væri óeðlilegt að flytja fisk- inn frá t.d. Vestmannaeyjum og Ól- afsvík til vinnslu í Reykjavík," sagði ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli. -sbs. Stefán Valgeirsson í 12. sæti á lista Heimastjórnar- samtakanna á Norðurlandi eystra, en: SJF-framboð á landsvísu „Ég ákvaö þetta sjálfur og þaö ákveður enginn neitt fyrir mig,“ sagði Stefán Valgeirsson alþing- ismaður, sem skipa mun 12. sæt- ið á lista Heimastjómarsamtak- anna á Norðurlandi eystra. Hann segir að þó svo hann hafi tekiö þessa ákvörðun þá stefni Samtök jafnréttis og félagshyggju ennþá að framboði á landsvísu. SJF bjóða fram í sameiningu, með Heimastjómarsamtökunum á Norðurlandi eystra. Segir Stefán að í raun sé stefna Heimastjómar- samtakanna aðeins útvíkkun á stefnu SJF. Hann hafi hins ekki verið hvatamaður þess að þessi öfl fæm í eina sæng. Fyrir hálfu þriðja ári sagði Stefán að ákveðið hefði verið að SJF myndu færa út kvíamar og bjóða fram á landsvísu. Að því væri enn stefnt. Hann var spurður hvort slíkt væri ekki borin von þegar svo skammur tími væri til kosn- inga. Hann svaraði því neitandi. Eins og áður segir skipar Stefán Valgeirsson 12. sætið á lista Heimastjórnarsamtakanna á Norðurlandi eystra, en Benedikt Sigurðsson skólastjóri á Akureyri er í því efsta. Stefán vildi ekkert segja til um hvort sterkara hefði verið ef hann hefði átt sæti ofar á listanum eða ef listinn hefði verið öðmvísi samsettur. Um það yrði að segja til að kosningum af- stöðnum. -sbs. Ásgeir Hannes Eiríksson er alls ekki búinn aö afskrifa framboð sitt til Alþingis: ÝMSAR LEIÐ- IR Á VALDI KATTARINS Ásgeir Hannes Eiríksson, þing- maður Borgaraflokksins, sagði í samtali við Tímann í gær að ein- hveijar lflcur væm á því að sér- stakur Reykjavíkurlisti yrði boð- inn fram í Reykjavík í komandi kosningum. Eins og kunnugt er þá sótti Ásgeir Hannes ekki um sérstakan listabókstaf hjá dóms- málaráðuneytinu og var þá fram- boð listans afskrifað af flestum. „Hvað munar okkur félagana um einn listabókstaf," sagði Ásgeir Hannes þegar hann var inntur eft- ir þessari staðreynd. Hann sagði að það væru margir stafir til og t.d. væri listabókstafur Bandalags jafnaðarmanna úr síðustu kosn- ingum á lausu. „Það eru ýmsar leiðir á valdi kattarins, eins og Ameríkumaðurinn segir,“ sagði Ásgeir Hannes. Áðspurður sagði Ásgeir Hannes að ekki væri víst að hann yrði í efsta sæti listans. Ef Guðmundur G. Þórarinsson gæfi kost á sér á listann þá myndi hann líklega vera í efsta sæti, enda væri hann eldri og maður stæði alltaf upp fyrir sér eldra fólki í strætó. Ásgeir Hannes sagði að hann yrði með kaffifund í Breiðholti klukkan fimm á morg- un þar sem þetta myndi allt skýr- ast. —SE Ásgeir Hannes Eiríksson Jón Steingrímsson opnar sýningu í Gallerí Borg í dag kl. 17.00 opnar Jón Stein- grímsson málverkasýningu í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Jón er búsettur í Bandaríkjunum. Hann fæddist þar 1951, sonur Steingríms Hermannssonar núv. forsætisráðherra. Jón er verkfræð- ingur og arkitekt að mennt og er auk þess með háskólagráðu í mynd- Iist frá Oregon-háskóla. Þar nam hann hjá Frank Okada og síðar hjá Fred Holle í Kalifomíu. Jón hélt sína fyrstu einkasýningu í Bandaríkjunum 1984. Síðan hefur hann haldið þar nokkrar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Þetta er fyrsta sýning Jóns hérlend- is. Jón málar óhlutlægt í anda opna málverksins svokallaða. Um það seg- ir hann: ,Að mála óhlutlægt er listin að tala við undirvitundina. Um leið og hug- myndir skjóta upp kollinum, birtast nýjar og þannig koll af kolli, þar til uppspretta þeirra í undirvitundinni kemur í ljós. Að mála verður þannig eins konar hugleiðsla þar sem marg- ar hugmyndir koma upp á yfirborð- ið. Málverkið sjálft verður vitnis- burður um hugleiðsluna sem getur tekið nokkra mánuði eða ár. Ég veit aldrei hversu lengi ég verð að mála mynd, ekki fyrr en henni er lokið. Jón Steingrímsson iistmálarí. Tímamynd: Ami Bjama Ég lagði stund á „open form paint- ing“ hjá abstraktmálaranum Fred Holle í Kaliforníu. Það varð stór- kostleg opinberun fyrir mig að kynnast „taumlausu aðferöinni" sem beitt er til að komast að undir- vitundinni. Hún felur í sér að kalla fram hugmyndir í málverkið. Síðan get ég jafnvel snúið léreftinu til að kollvarpa hugmyndum um leið og þær birtast, og notað þær til að nálg- ast nýjar hugmyndir sem liggja dýpra í undirvitundinni. Þar sem ein hugmynd leiðir af annarri verður málverkið eins og leiðarkort af taugakerfi mannsins, sem vísar mér veginn gegnum lög hugmynda sem liggja í undirvitundinni. Laxafluguserían er dæmi um „open form painting", sem hófst þannig að ég málaði flugu og notaði hana sem leiðarhnoða eða tæki til að komast að undirvitundinni. Fyrir mig sem listamann hefur flugan orðið brott- fararstaður til að kalla fram myndir undirvitundarinnar. Að mála verður að kalla fram hugmyndir sem verða að eyðileggjast til að aðrar hug- myndir komist að sem leiða mann enn dýpra í eigin undirvitund. Þessi ferill fæðingar og dauða hugmynda heldur áfram þangað til ég stend fyr- ir framan strigann og horfist í augu við skaparann. Málverkinu er lokið. Grundvallaratriðið er að trúa á eigin tilfinningar og á hugmyndirnar sem koma upp á yfirborðið," segir Jón Steingrímsson. Sýning Jóns stendur frá 4. til 16. apríl. Á henni eru olíumáiverk og kolateikningar. Öll verkin eru til sölu. Gallerí Borg er opið virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.