Tíminn - 09.04.1991, Side 2

Tíminn - 09.04.1991, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 9. apríl 1991 Útvarpsráð bannar fréttastofu sjónvarps að birta skoðanakannanir í umræðuþáttum: FRÉTTASTOFA SJÓNVARPS í STRÍDIVIÐ ÚTVARPSRÁÐ? Útvarpsráð samþykkti í gær bann við birtingu skoðanakannana um fylgi flokkanna í umræðuþáttum í sjónvarpinu um alþingiskosning- arnar 20. aprfl. Eftir fundinn ákvað fréttastofa sjónvarps að birta skoðanakannanimar í fréttatímum sama dag og þættimir em send- ir út. Fyrsti kjördæmaþátturinn var í gærkvöldi, en þar kynntu frambjóðendur í Vesturlandskjördæmi stefnumál sín. Sóknarfélagar! Orlofshús Starfsmannafélagsins Sóknar verða til leigu sumarið 1991 á eftirtöldum stöðum: ( Ölfusborgum, Húsafelli, Svignaskarði, á Akur- eyri, lllugastöðum, Kirkjubæjarklaustri, og auk þess nokkrar vikur að Bakkaflöt í Skagafirði og að Skipalæk við Egilsstaði. Umsóknum um orlofshús verður veitt móttaka á skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a, í símum 681150 og 681876 til 26. apríl nk. Sjá nánar í „Orlofsfréttabréfi“ Sóknar. Stjóm orlofssjóðs Sóknar FLOKKSSTARF ÞITT VAL - ÞÍN FRAMTÍÐ ■«s / ■ ^ ^' IMI i Á > 1 Halldór Jón Jónas Karen Erla Ásgrímsson Kristjánsson Hallgrímsson Eríingsdóttir Frambjóðendur Framsóknarflokksins á \ustur1andi efna til funda undir yfirskriftinni - Þitt val - Þín framtíð - á eftirtöldum stöðum: Seyðisfirði 9. april kl. 20.30 f Heröubreiö Jj^ Fundirnir veröa auglýstir nánar meö dreifibréfi og veggspjöldum á hverjum staö. Ræöið viö frambjóöendur Framsóknarflokksins um framtíöina, atvinnumálin og stjórnmálin x-B Öflug þjóð í eigin landi x-B Sunnlendingar i (S m Á * Guðni Guðmundur Þuriður Sigurjón Kosningaskrifstofa B-listans, Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla daga frá kl. 14.00-22.00. Símar 98-22547 og 98-21381. Frambjóðendur verða til viðtals sem hér segir: 9. apríl kl. 17-19 Guðni Ágústsson. Gestgjafi Guðfinna Sveins- dóttir. 10. apríl kl. 20-22 Guðmundur Svavarsson. Gestgjafi Þóra Ein- arsdóttir. 11. apríl kl. 17-19 Þuríður Bernódusdóttir. Gestgjafi Helga Helga- dóttir. 12. apríl kl. 15-17 Sigurjón Karlsson. Allt stuðningsfólk er hvatt til að líta inn og leggja baráttunni lið. B-listinn, Suðuriandi. Skoðanakönnun um fyigi flokkanna var birt í fréttatíma tveimur klukku- tímum áður en þátturinn var sendur út. Sjónvarpið mun, líkt og gert var fyrir síðustu alþingiskosningar, kynna framboð í einstökum kjör- dæmum. í þáttunum mæta fulltrúar frá öllum flokkum og ræða um stefnu sína og annarra flokka. Sjón- varpið fyrirhugaði að birta í Iok hvers þáttar úrslit skoðanakönnunar sem gerð var í kjördæminu tveimur dögum áður en umræðuþáttur í við- komandi kjördæmi var sendur út. Þegar útvarpsráð frétti af undirbún- ingi þessarar skoðanakönnunar var boðað til aukafundar í ráðinu. Miklar umræður urðu um málið á fundin- um. Á endanum var samþykkt sam- hljóða tillaga frá Markúsi Á. Einars- syni, varaformanni ráðsins, sem bannar birtingu skoðanakannana f sjónvarpsþáttunum. Markús sagðist telja að birting skoðanakannana í þessum þáttum, sem verða á dagskrá sjónvarps nær daglega fram að kjör- degi, sé líkleg til að hafa áhrif á úrslit sjálfra kosninganna. Hann sagði þessar skoðanakannanir, sem gerðar eru með það að markmiði að vera fræðandi og til upplýsingar fyrir kjósendur, þannig geta orðið skoð- anamyndandi. Markús sagði að útvarpsráð muni ekki skipta sér af því hvemig frétta- stofa sjónvarps meðhöndli skoðana- könnunina að öðm leyti en því að frá henni verði ekki greint í sjónvarps- þáttunum. Verulegar líkur em á að málið verði tekið upp að nýju í ráð- inu á fundi á föstudaginn eftir að fréttastofa tók þá ákvörðun að birta skoðanakannanir í fréttatímum sama dag og umræðuþættirnir fara fram. Bogi Ágústsson, fréttastjóri sjón- varps, vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar Tíminn spurði hann um við- brögð við ákvörðun útvarpsráðs. -EÓ Stúkurnar sem fá að spreyta sig í Elite-keppninni. F.v. Hrönn Johann- sen, Andrea Róbertsdóttir og Hjördís Ámadóttir. Tímamynd: Þorvaldur. Borgamesmær útlit ársins Selfoss: Ekið á stúlku Ekið var á unga stúlku á Engjavegi á Selfossi síðdegis í gær. Stúlkan mun hafa hlaupið út á götuna með fyrrgreindum afleiðingum. Hún var flutt á sjúkrahúsið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun hún ekki vera alvarlega slösuð. —SE Vestmannaeyjar: Ekið á ungling Ekið var á ungling á Vesturvegi í Vestmannaeyjum í gær. Að sögn lög- reglu fór betur en á horfðist í fyrstu og slapp unglingurinn með heila- hristing og nokkrar skrámur. —SE Akureyri: Sex teknir fyrir of hraðan akstur Helgin var róleg hjá lögregl- unni á Akureyri. Sex voru teknir fyrir of hraðan akstur innan bæjar og utan. Einn var tekinn á 122 km/klst hraða utan vlð bæinn en sá sem ók hraðast í bænura var á 88 km/klst hraða. —SE Sextán ára stúlka úr Borgarnesi, Hrönn Johannsen, hlaut titilinn „Útlit ársins 1991“ í Elite keppn- inni sem nýlega var haldin á veit- ingastaðnum Ömmu Lú. Tímaritið Nýtt líf er umboðsaðili keppninnar hér á landi og stendur að henni í samvinnu við samtökin Icelandic Models. Hrönn mun halda til New York á hausti komanda. Þar tekur hún þátt í keppninni „Look of the Year 1991“, ásamt 40 öðrum stúlkum. Tvær aðrar stúlkur munu væntan- lega fá tækifæri til að spreyta sig í þessari keppni í París eða Mílanó, þær Andrea Róbertsdóttir og Hjör- dís Árnadóttir. -sbs. ASÍ telur bækling VSÍ um reglur varðandi veikindarétt launafólks vafasaman. Þórarinn V. Þórarinsson: Reglurnar eru ASÍ hefur farið fram á að VSÍ aftur- kalli bækling um veikindarétt starfs- manna sem sambandið gaf nýlega út og hefur dreift til sinna aðila. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ, segist telja að í bæklingnum séu mörg atriði sem túlkuð séu með vafasömum hætti. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir bæklinginn vera hlutlægan og faglega unninn en í hveiju tilfelli verði atvinnurekendur að taka tillit til hins mannlega þáttar í veikindum starfsmanna sinna. Lára V. Júlíusdóttir segir að VSÍ túlki með hæpnum hætti, að mati ASÍ, lög um veikindarétt frá árinu 1979. í bæk- lingnum séu fjöldamörg atriði sem séu röng, villandi eða túlkuð hæpið. Útfærsluatriði þessara laga frá 1979 segir Lára að fari eftir dómum og venjum sem mótast hafi síðan þau voru sett. Lára hefur sent öllum verkalýðsfé- lögum í landinu bréf þar sem 25 atriði eru sérstaklega tilgreind og gerðar at- hugasemdir við. Þar má til dæmis nefna atriði sem fjallar um ráðlegg- ingar lækna. Þar segir að starfsmaður teljist ekki óvinnufær vegna þess eins að hann hefur farið eftir ráðlegging- um lækna. Og í bréfi sínu segir Lára: „Þessi fullyrðing gefur það til kynna að það sé ekki lengur læknisfræðilegt mat sem skuli ráða því hvort maður teljist óvinnufær heldur eigi nú at- vinnurekandinn að leggja sjálfstætt mat þar á. Eða eftir hverju á starfs- maðurinn að fara til að vera viss um stöðu sína? Framsetning þessa kafla er þannig að ef mat læknis og at- vinnurekanda stangast á eigi mat at- vinnurekanda að ráða. Hér er vinnu- færni alfarið lögð til grundvallar en spyrja má hvemig bregöast eigi við smitsjúkdómum. Þeir sem þeim eru haldnir em hugsanlega vinnufærir en skýrar stofna samstarfsmönnum í sýkingar- hættu,“ segir Lára í bréfi sínu. Þórarinn V.Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að ósatt sé að VSÍ neiti að afturkalla bæklinginn vegna fjárhagsástæðna, eins og haldið hefur verið fram. Af hálfu VSÍ sé hann faglegur og til fyrirmyndar. Hann sagði að VSÍ hefði aldrei skipt sér af útgáfumálum ASÍ, né krafist ritskoð- unar Slíkt ætti því að vera gagn- kvæmt. Þórarinn segir að í bæklingnum komi skýrt fram hverjar reglur um veikindarétt séu. Hins vegar sé á valdi atvinnurekenda hverju sinni hvort þeir fara eftir þeim upp á punkt og prik. Þeir verði að meta hinn mann- lega þátt gagnvart starfsmönnum sín- um í þessu tilliti. „Sem betur fer bú- um við ekki í þjóðfélagi þar sem bók- stafurinn einn er látinn gilda,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. -sbs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.