Tíminn - 09.04.1991, Síða 6

Tíminn - 09.04.1991, Síða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 9. a ríl 1991 Tímifiri MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdasfjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Steingrímur Gísiason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsimar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fyrir kosningar rísa ávallt upp lýðskrumarar sem lofa skattalækkunum og jafnvel afnámi skatta ýmist af ein- staklingum eða fyrirtækjum, nema hvorutveggja sé. Þetta eru þau kosningaloforð sem oftast og mest eru svikin, enda fylgir sjaldnast með hvernig á að afla tekna á móti skattalækkunum, eða hvar á að spara í rekstri þjóðfélagsins, sem öll stjórnmálaöfl vilja samt kenna við velferð. Þrír stjórnmálaflokkar hafa nú blásið til herferðar gegn skattheimtu og er tilgangurinn aðeins einn, að slá ryki í augu kjósenda og afla sér skyndivinsælda og kjör- fylgis. Sjálfstæðisflokkurinn fer fremstur í lýðskruminu og boðar hinar sívinsælu skattalækkanir og á það að vera mögulegt í krafti þess að draga úr opinberum umsvif- um, en hvar á að draga úr velferð eða framkvæmdum er leyndardómur sem sjálfstæðismenn hafa hljótt um. Það er annars undarlegt með skattalækkunarstefnu íhalds- ins, að hún er aldrei virk nema þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu. Alþýðuflokkurinn lætur sig ekki muna um að lofa auk- inni velferð og ómældum ríkisafskiptum en draga samt úr ríkisumsvifum. Sala á eignum og stofnunum ríkisins á að koma í stað skattheimtu, en höfuðsparnaðurinn felst samt í því að leggja niður landbúnað á íslandi. Áð- ur en orðaleppar hagfræðinnar héldu innreið sína í ís- lenska pólitík var þetta kallað að pissa í skóinn sinn. Alþýðubandalagið með sjálfan fjármálaráðherra í broddi fylkingar er farið að lofa svo gressilegum skatta- lækkunum í kosningahríðinni, að jafnvel Ásmundur forseti ASÍ getur ekki orða bundist og varar flokksbræð- ur sína í Alþýðubandalaginu við slíku ábyrgðarleysi. Það er ekki hægt að halda bæði og sleppa, jafnvel ekki þótt kosningar séu í nánd. Framsóknarflokkurinn tekur ekki þátt í því augljósa lýðskrumi sem loforð um skattalækkanir eru, og hefur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra varað við slíku. En með því er ekki sagt að framsóknarmenn séu hlynntir þungri skattabyrði, síður en svo. Leitast er við að hafa skatta eins lága og mögulegt er, en þeir verða að duga til að reka velferðarþjóðfélagið og stofnanir þess. Annars er vá fyrir dyrum. Stefna Framsóknarflokksins til að bæta lífskjörin, þar með talið að auka ráðstöfunartekjur einstaklinganna, er fyrst og fremst að halda verðbólgu niðri og koma á þeim stöðugleika í efnahagslífinu sem einn getur stuðlað að bættum efnahag einstaklinganna og þeirra sameigin- legu stofnana þjóðfélagsins, sem leitast við að tryggja jöfnuð og vera skjól þeirra sem minna mega sín og allir leita til þegar á bjátar. Skynsamleg efnahagsstjórn og stöðugleiki er forsenda þess að raunverulegar tekjur einstaklinga og fyrirtækja aukist og er ef til vill meira um vert, eins og málum er nú háttað, að vernda og verja þann árangur sem náðst hefur en að hafa uppi stór loforð um skattalækkanir, sem enginn ætlar svo að standa við. Framsóknarflokkurinn einn hefur þor til að lofa ekki meiru en hægt er að standa við og stefna hans í efna- hagsmálum er sú sem leiðir til enn betri lífskjara en við njótum nú. Loforð um skattalækkanir eru ekki annað en innan- tómt lýðskrum. %Wíííí$¥íííí: GARRI Hægt er að ganga að hvaða gifturn manni sem er og spyrja: Hvenær hættirðu að berja konuna þína? Allir sjá að slíkri sporningu er ekki þægilegt að svara. Þessiaðferð hef- ur verið kennd við Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en hann þótti ekki vandur að meðul- um við pólitíska andstæðinga í kosningabaráttu. Meðal annars unnu menn hans það afrek að skemma fyrir demókrötum með því að smala saman fjölda gleði- kvenna og senda þær inn á þing demókrata þegar George McGovem sóttist eftir útnefningu. Þessar að- ferðir Nixöns og manna hans voru rifjaðar upp í bókum eftir að hann hafði orðið að segja af sér sem for- seti. Ekki hafa aðrir stjómmála- menn á Vestudöndum tekið Nixon og menn hans sér til fyrirmyndar í kosningabaráttu í þeim mæli að það hafi þótt frásagnarvert, enda eru kl'ósendur f Evrópu alltof þroskað fólk til að láta slíkar að- ferðir hafa áhrif á skoðanir sfnar. Skrif um KGB, sovésku leyniþjón- ustuna, sýna hins vegar að aðferð- ir Nixons voru ekki nýjar. Flokkur án málcfna Áberandi er eftir kosningabarátt- una nm síðustu helgi, að sjálfstæð- ismenn standa uppi málefnalausir, nú þegar baráttan er að komast á sæmilegan skrið og stutt er eftir til kosninga. Þeir hafa eðlilega treyst á nýkjörinn formann sinn til að Veita flokknum forystu. Hann hef- ur hins vegar ekki sýnt nelna til- burði til að skýra stefhumíö flokks* ins, en segir kjósendum að þeir verði að bíða þangað til að kosning- um loknura vilji þeir vita hvað Sjálfstæðisflokkurínn ætlar að gera. Þetta gildir um sjávarútveg, landbúnaðarmál og Efnahags- bandalagið. IQósendum þykir eðli- lega ekki nógu gott að þurfa að bíða þess, þangað til eftir kosningar, hvað Sjálfstæðisfiokkurinn hyggst gera. Þeim finnst óeðiiiegt að kjósa flokk til áhrifa á Alþingi, og þurfa að sitja uppi með hann í fjögur ár með umboði til að gera næstum hvað sem er, án þess að kjósendum hafi geflst tækifæri til að skoða málefnin og kjósa samkvæmt Gróusögur í stað stjómmáia En forysta Sjálfstæðisflokksins er eldá aðgerðalaus. Hún hefur teláð upp Nixon-aðferðina í póliíík í trausti þess að kjósendurséu nógu þunnir til að taka góðar og gildar sögusagnir, sem dreift er af hjálp- ariiði flokksins, bæðl manna á meðal og á prentí. Þar sem talið er. víst að Nixon og félagar hafi lært lygasögupólitikina af KGB, hlýtur það að vera gleöiefni fyrir fjöl- menna vini kommúnista í Sjálf- stæðisflokknum, að loksins skuli hafa tekdst að samhæfa kosninga- baráttu flokksins slíkum háþróuð- um og margreyndum áróðri æsku- vinanna úr austri. í stað þess að boða stefnumörkun » áriðandi málafiokkum iðja sjálfstæðismenn við að dreifa lygasögum um pólit- íska andstæðinga og halda að gróu- sögur komi » staðiim íyrir stjóm- mál. Það skiptir engu máli fyrir forystu flokksins, þótt hún iáti ósvarað við kjósendur, hvað flokk- urinn hyggst gera í sjávarútvegs- málum, landbúnaðarmálum og raáluro Xslands og EB eftir að flokksmenn hafa fengið umboð tíl að sifja á Alþingi næstu fiögur ár- in. Forystan telur miklu meira máli skipta að hafanóg af gróusög- um í gangi um pólitíska andstæð- Foringi þjóöarsáttar Aðalsagan birtist í Frjálsri versl- un, sem er hjáiparrit Sjálfstæðis- flokfcsins. Þar var hermt að Stein- gríniur Hemiannsson hygðist hætta afstóptom af pólitfk eftir kosningar. Bæði KGB og Nixon heiðu orðiö stolt af slíkum frétta- burði. Hann hefur öil einkenni hinnar fullkomnu áróðurssögu og þó þann heistan, að hann er til- hæfuiaus með Öllu. Það hefur eklá hvarflað að Steingrími að hætta í pólitík að kosningum loknum. Hann hefur aldrei verið meira ómissandi en nú, þegar sótt er að þjóðarsáttinni. Eins og komið hef- ur fram hjá Guðmundi X. Guð- mundssyni, er enginn færari en Steingrímur Hermannsson til að veita framhaldi þjóðarsáttar braut- argengi með forystu fyrhr nýrri rík- issljóm aö kosningum loknum. Þetta vita kjósendur. Og þessa vitneskju óttast Sjálfstæðisflokk- urinn svo, að hann hefur gripið til KGB- og Nixon- aðferða til að reyna aö gera Steingrím tortryggi- legan. Kjósendur gera sér grein fyrir því, að það ræðst í kosningun- um, hvort halda á áfram skynsam- legri efnahagsstefnu, lítifli verð- bólgu og lágum vöxtum undir for- ystu Sfeingríms, eða við á að taka geðþóttasfióm undir ftwystu Sjálf- stæðisflokksins, sem forðast að segja orð um btýnustu mál íslands næstu fiögur árin. VÍTT OG BREITT !!!!!! Sparnaðarráðuneytið Þegar dregur að kosningum fá sumir stjórnmálamenn þá flugu í höfuðið að eyðslusemi sé dyggð og stæra sig af að hafa komist í að- stöðu til að láta greipar sópa um sjóði allra landsmanna og reisa sér pólitísk minnismerki. Samtímis hafa þessir klofnu per- sónuleikar á orði að draga eigi úr tekjum hins opinbera með skatta- ívilnunum og skattfríðindum margs konar til að ganga í augun á kjósendum. Þeir gera það sem sagt fyrír fólkið í landinu að hæla sér af að hafa tekjur af ríkissjóði og svo hæla þeir sér enn meira af því að eyða fé skattborgaranna í þau verkefni sem eiga að halda nöfnum þeirra og verkum á lofti. Þessi tvískinnungur er svo áber- andi að tæpast er til annars að jafna en sögunnar um Dr. Jekyll og Mr. Hyde, sem beitti sínum beittu vopnum eftir því hvor persónuleik- inn hafði yfirhöndina hverju sinni í tvískiptu eðli hans. Eitthvað koma hin beittu vopn núlifandi starfs- bræðra hans við sögu í kosninga- baráttunni, en það er önnur saga og ekki heiglum hent að blanda sér í þá baráttu og skal það því ógert. Vegir dyggðarinnar Það eru einkum ráðherrar Al- þýðubandalagsins sem eru upp- hafnir fyrir að hafa fé af ríkissjóði, svo sem virðisaukaskatt, og jafn- framt fyrir að útvega fé úr sama ríkissjóði til verkefna sem almenn- ingi í landinu koma misjafnlega mikið við. Önnur ráðuneyti eru langt því frá að vera hreinþvegin af allri synd í þessu tilliti, en tvískinnungurinn er greinilegastur hjá allaböllum og _er__t4._ _ mennta_málaráðune_ytið_ Guðmundur Bjamason Finnur Ingólfsson komið vel á veg með að gera bruðl og sparsemi að einni og sömu dyggðinni, og er í sjálfu sér nokkuð vel af sér vikið. En eitt er það ráðuneyti sem unn- ið hefur markvisst að því að draga úr eyðslu án þess að minnka þjón- ustu, og stærir sig aldrei af því að hafa tekist að kreista fé út úr ríkis- sjóði til þessa eða hins. Það er heii- brigðis- og tryggingaráðuneytið. Það er einmitt það ráðuneyti sem fiárfrekast er eins og liggur í hlut- arins eðli þar sem allt heilbrigðis- kerfið og almannatryggingar heyra uridir það. Þeim mun meira er um vert að haldið sé utan um þá fiár- muni sem fara um þær stofnanir sem undir ráðuneytið heyra og að gætt sé ýtrustu ráðdeildar í hví- vetna. Við ramman reip að draga Andstætt því sem tíðkast í flestum öðrum ráðuneytum, telja forsvars- menn heilbrigðis- og trygginga- mála sér það til tekna aö draga úr kostnaði og spara fyrir ríkissjóð. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra og aðstoðarmaður hans, Finnur Ingólfsson, hafa allt það kjörtímabil, sem nú er brátt á enda, lagt sig í líma við að halda útgjöld- um niðri og.lækka.hann_þar sem því verður mögulega við komið, án þess að draga úr gæðum þjónustu eða eðlilegum tryggingabótum. Víða er við ramman reip að draga við að koma á hagræðingu og spar- semi í öllum þeim kerfum sem að nefndum málaflokkum lúta. En það hefur tekist að stöðva næstum sjálfvirka útþenslu á mörgum svið- um og lækka kostnað á öðrum. Það liggur ekki alls staðar í aug- um uppi hvað áunnist hefur með samvinnu heilbrigðisstofnana og samræmingu á ýmsum sviðum, enda ekki alltaf ástæða að bera allt það sem gert er innan sjúkrastofn- ana á torg. Baráttan við að lækka álagningu á lyfium og að draga úr Iyfiakostnaði eftir enn öðrum leið- um hefur borið mikinn árangur og má enn gera betur, eins og á svo mörgum öðrum sviðum heilbrigð- isþjónustunnar, og er að því unnið. En það er ekki aðeins spamaður- inn og ráðdeildin ein og sér sem skiptir hér máli, heldur hitt, hvert viðhorfið er til þess trúnaðar sem ráðamönnum er veittur. Ef það er dyggð að slá um sig og dreifa peningum fólksins í landinu um sig að hætti stórbokka með sér- þarfir er íslensk menning í mikilli uppsveiflu. En ef hófsemi og ráð- deild varða veginn til farsældar er velferðarþjóðfélaginu vel borgið innan þess ramma sem fiárhagsleg geta leyfir. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið er hið langfiárfrekasta í stjórnkerfinu, en mætti eigi að síð- ur kalla sparnaðarráðuneyti, og er þó ekki naumt skammtað til eðli- legra þarfa. 'Og seint munu menn hæla sér af bruðlinu í þeim herbúðum, jafnvel ekki í kosningabaráttu. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.