Tíminn - 09.04.1991, Side 7

Tíminn - 09.04.1991, Side 7
Þriðjudagur 9. apríl 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastöðum: Island og Efnahagsbandalagið EB. heimtar af okkur allan náttúruauð landslns, þar með talin fiskveiðilandhelgi okkar upp að 12 mílum og fallvötnin öll og ef ísfand á eitthvað fleira, sem E.B. vill nýta skilst mér að það eigi að fylgja með. í þann tíma þegar biskuparnir yfir íslandi, bæði íslenskir og norskir, börðu það fram á Alþingi að þar sem Guðsiög og lands- Iög greindi á skyldu Guðslög ráða. Þetta var bæði íslenskri alþýðu og stórbændunum, sem áttu kirkjur á jörðum sínum og héldu þeim við, næsta örlagaríkt. Sagan getur þess að einn af síð- ustu katólskum biskupum á íslandi fór með 300 manna her vestur á firði til þess að taka þar bænda- kirkju herskildi, með Guðslög í bak og fyrír. Þessi herferð heppnaðist ekki í það sinn, en í fyllingu tímans fór allt þetta góss undir danskan konung og hefði þá verið þjóð okk- ar miklu betra að Guðslögum hefði ekki verið beitt, eins harkalega og raun varð á, að safna auði undir biskupsstólana. Allt er þetta raunasaga, sem ætti máske ekki að vera að minna á, en síst af öllu ætti hún að endurtaka sig, en lærdómsrík ætti hún að geta verið. Þessi úrskurður biskupanna gafst okkur afarilla. Þegar Island lenti undir veldi Danakonungs og ka- tólska kirkjan missti öll völd á Norðurlöndum lenti allt góssið, sem Guðslög höfðu sópað undir biskupsstólana hér á landi, í eigu Danakonungs. Þegar Evrópuþjóðimar vom bún- ar að sleikja sár sín eftir ægilegustu styrjöld, sem sögur fara af, komu ráðamenn þeirra saman í Róma- borg og sömdu þar með sér svokall- aðan Rómarsáttmála. Mér skilst að þessi sáttmáli hafi verið gerður til þess að varna því að sagan endur- tæki sig. Þessi viðbrögð eru í sjálfu sér mjög eðlileg. Danmörk ein af Norðurlöndunum gekk í þessi samtök, og manni finnst að þessi smáþjóð sé ekki allt- of ánægð í þessu bandalagi þegar frá líður. Þessi samtök kalla sig Efnahags- bandalag Evrópu og skammstafað E.B. Það mun hafa verið í lögum Efna- hagsbandalagsins að þjóðir, sem vom meðlimir í þessum samtök- um, mættu láta alla sína offram- leiðslu í birgðaskemmur þess. Af þessu ákvæði, að þjóðirnar í banda- laginu máttu framleiða eins mikið og þær gátu, af t.d. iðnaðar- og landbúnaðarvörum óttalausar um að geta ekki losnað við þær. En þarna varð reynslan E.B. mjög erf- ið. Það safnaðist svo mikið af óselj- anlegri vöm í skemmurnar að vandræði hlutust af. Ég veit ekki betur en svo sé enn. En það var fleira sem bjátaði á hjá Efnahagsbandalaginu. Bretar, Þjóð- verjar, Frakkar og Danir voru mikl- ar fískveiðiþjóðir. Og nú höfðu ís- lendingar og Norðmenn fengið við- urkennda 200 mflna landhelgi. Af þessu leiddi að fiskveiðisvæði E.B.- landanna vom mjög takmörkuð, enda var sótt svo fast á þessi mið að nú fæst þar varla nokkur branda. Ég vona að það sé ekki eintóm ill- girni úr mér að halda að E.B.- þjóð- irnar sæki svo fast að fá íslendinga til sín í bandalagið af því að þeir vita að enn em nokkrar þorskbröndur ódrepnar í sjónum kringum ísland. En ég á bágt með að trúa því að þar komi til góðmennskan ein. Á síðustu misserum hefur það ekki farið leynt að okkar þjóð ætti þess kost að gerast meðlimur í hinum stóm samtökum E.B. Þegar íslendingar fóru að spyrjast fyrir um það með hvaða kjömm þetta mætti ske, fengu þeir það svar að þeir fengju sömu kjör og E.B.- þjóðir sjálfar. Já, en ef okkar lög greindu á um viss efni í sáttmálanum? Og svarið var: Þá sker Rómarsáttmálinn úr. Hans lög em æðri öllum lögum að- ildarþjóðanna. Það var þá, sem mér komu í hug Guðslög katólsku biskupanna á ís- landi forðum daga og Rómarsátt- málinn, sem okkur er nú boðið upp á. Hvað var það þá, sem þessi hátign- arsáttmáli heimtar af þeim, sem ganga honum á hönd? E.B. heimtar af okkur allan nátt- úmauð landsins, þar með talin fisk- veiðilandhelgi okkar upp að 12 mfl- um og fallvötnin öll og ef ísland á eitthvað fleira, sem E.B. vill nýta, skilst mér að það eigi að fylgja með. í Efnahagsbandalaginu em nú Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Danir, Spánverjar og Portúgalsmenn. Allt em þetta miklar fiskveiðiþjóðir. Nú spyr ég: Hvað halda hugsandi ís- lendingar að þessar sex fiskveiði- þjóðir væm lengi að drepa hvert einasta þorskkvikindi á okkar fiski- miðum ef þeir fengju yfirráðarétt yfir mestallri fiskveiðilögsögu okk- ar? Og til hvers vomm við að leggja í hættu líf og starfskrafta okkar allra hraustustu sjómanna í land- helgisstríði við Breta ef við ætlum að fleygja því frá okkur rétt strax í algjöru gáleysi? A hverju ætla íslendingar að lifa þegar aðrar þjóðir — í okkar leyfi — em búnar að þurrausa fiskimið- in okkar? Annað skilyrði E.B. er að banda- lagið megi flytja inn til okkar svo til takmarkalaust fjármagn. Nú eigum við ekki nema smá stafkarlsauð í samanburði við allan auðinn í Mið- og Suður-Evrópu. Með slíku fjár- flæði gæti bandalagið keypt flesta hluti í okkar landi, sem það kynni að ágirnast. Engum þarf að detta annað í hug Þriðja skílyrði E.B. er það að ótakmarkaður fólksstraumur ætti fullan rétt á þvf að flytja tíl íslands og setjast þar að. Nú erþaðvitaöaöútií bandalagslöndunum er múg- ur manns, sem vantar allt til alls: vínnu, kiæðí, mat og húsaskjól. Það þykir líklega ekki mikill náungans kær- leikur að benda á þetta sem váboða, en mér sýnist að E.B.-þjódunum beri meiri skylda tíl að annast þetta fólk en íslendingum. Rómar- sáttmálinn er þeirra verk en ekki okkar. en að margir fjárgráðugir íslend- ingar væru fúskir í braskið. Þriðja skilyrði E.B. er það að ótak- markaður fólksstraumur ætti full- an rétt á því að flytja til íslands og setjast þar að. Nú er það vitað að úti í bandalagslöndunum er múgur manns, sem vantar allt til alls: vinnu, klæði, mat og húsaskjól. Það þykir líklega ekki mikill náungans kærleikur að benda á þetta sem vá- boða, en mér sýnist að E.B.-þjóðun- um beri meiri skylda til að annast þetta fólk en íslendingum. Rómar- sáttmálinn er þeirra verk en ekki okkar. Hvert mundi atvinnuleysinga- prósentan komast í voru landi ef nokkrir tugir þúsunda af þessu fólki kæmi hingað og settist hér að? Ég hefði feginn viljað mega treysta Alþýðuflokknum til þess að sjá þessa hættu og berjast á móti henni, en ég óttast að Jón B. Hanni- balsson og co. meti meira ráðherra- stól hjá íhaldinu, ef svo illa vildi til að honum stæði hann til boða. Þá óttast ég að hann gleypti við því með hvaða ókostum sem væri. Getur það skeð að Alþýðuflokks- broddamir skilji ekki þá hættu, sem vinnandi fólki á íslandi stafar af innflutningi fólks, sem heimtar ekkert annað en næringu í magann og einhverja kofaræfla til að sofa í? í vetur sagði Ragnhildur Helga- dóttir alþingismaður í ræðu á hinu háa Alþingi f eyru alþjóðar, að það væri stefna hennar flokks — stærsta flokksins á Alþingi — að ganga í Efnahagsbandalagið og það væri réttast og sannast að segja þetta strax. Það datt víst fáum í hug þá að frúin væri að ljúga þessu upp. Ég trúði þessu þá og ég trúi því enn. Hinu gæti ég líka vel trúað að helstu flokksbroddar íhaldsins hefðu ekki verið eins þakklátir Ragnhildi fyrir hvað hún var einlæg og opinská í máli sínu. Man það nú enginn þegar stærsti flokkur landsins, Gissur Þorvalds- son og co., gekk Noregskonungi á hönd gegn því að Norðmenn sendu eitt skip á ári í hvern landsfjórðung á íslandi með mat handa þjóðinni? Ég vona að allir landsmenn viti hví- lík sorgarsaga fylgdi í kjölfar þessa samnings, sem stærsti flokkurinn á íslandi gerði fyrir hönd alþjóðar. Nú er það sett á oddinn að við verðum að ganga í Efnahagsbanda- lagið til þess að geta selt fiskafla landsmanna. Ég hélt að það vissu það allir að flestar eða jaftivel allar stórþjóðir heimsins vantar fisk úr sjónum. Þar til má nefna Japani, Bandankjamenn, Austurblokkina alla og Efnahagsbandalagið. Þrátt fyrir þetta á að telja okkur trú um að við þurfum endilega að ganga að hörðum viðskiptakjörum við Vest- ur-Evrópu til þess að geta selt þetta fiskmagn, sem við náum úr sjón- um. Ég fæ ekki séð að þetta sé rétt ef við notum tímann vel til að kynna vöru okkar þar sem hennar er mest þörf. Nú vil ég mælast til þess við alla kjósendur í landi voru, við í hönd farandi Alþingiskosningar, að kjósa ekki til þingsetu þá menn, sem ekki sjá annað betra ráð fyrir okkar fá- mennu þjóð en að ganga í Efna- hagsbandalagið. Það er nú eins og árið 1262 að það verður ekki hægt að stíga sporið til baka eftir að slys- ið er hent. Það er alltaf vandi að vera kjósandi á íslandi og ekki verður þessi vandi minnstur tuttugasta aprfl í vor. Við megum ekki sofna á verðinum, við verðum að tryggja það að stærsti flokkurinn í landinu fái ekki aðstöðu, eftir kosningarnar, til þess að draga okkur undir vald, sem við ráðum ekki við. Þorsteinn Guðmundsson UR VIPSKIPTALIFINU Olíunám í Timorhafi í Tlmor-hafi um 235-260 km norð- an Ástralíu, á hafsbotni á um 100 m dýpi, er olía nú unnin á tveimur svæðum, Jabiru og Challis. Vinnsla á dag á hinu fyrmefnda nemur 60.000 tunnum, á hinu síðamefnda um 40.000 tunnum. Mynda svæðin annað helsta ohunám Ástrala á eftir oh'unámi í Bass-sundi á milli megin- lands álfunnar og Tásmamu, en ol- ían þar verður senn upp urin. Olíuleit hófst í Timor-hafi 1963, bar ekki árangur fyrr en 1983, er við henni tók BHP Petroleum, olíudeild þessa stærsta fyrirtækis Ástralíu. Fannst þá 57 m þykkt, olíuborið sandlag, Jabiru-svæðið. Þar hófst ol- íunám 1986 úr 4 holum (af þeim 49 sem boraðar höfðu verið), en á Chall- is-svæðinu síðla árs 1989. Magn olíu á svæðunum er talið vera um 124 milljónir tunna. Á þeim er líka jarö- gas. Kaup á austur-þýskum íyrirtækjum Allianz, stærsta (vestur-)þýska vá- tryggingarfélagið, festi í júní 1990 kaup á 51% hlutafjár Deutsche Vers- icherung A.G., helsta austur- þýska vátryggingarfélagsins, fyrrum í eigu austur-þýska ríkisins, sem gert hafði verið að hlutafélagi. — Robert Max- well (aðaleigandi Mirror Group New- spapers) og þýska forlagið Gmner & Jahr keyptu í maí 1990, að jöfhum hlut, Berliner Verlag í Austur-Berlín, sem út gefur Berliner Zeitung og Neue Berliner Illustrierte. Forsögn olíuverðs á tíunda áratugnum Forsögn um olíuverð á tíunda ára- tugnum birti William Hogan pró- fessor við orku- og umhverfismála- stofnun Harvard-háskóla tveimur mánuðum fyrir hertöku Kuwait (World Oil Price Projections: A Sen- sitivity Analysis by William Hogan, Harvard University Energy and En- vironmental Policy Centre). LAUN OG FRAMLEIÐNII HELSTU IÐNAÐARLÖNDUM Á níunda áratugnum hækkuðu raunveruleg laun verkamanna um 13% í Japan og Vestur- Þýskalandi óg á Bretlandi um 30%. í Bandaríkjunum lækkuðu þau hins vegar um 8%. Félags- leg merking þessara talna liggur í augum uppi. Ut af fyrir sig eru þær þó þröngrar efnahagslegrar merkingar. Þær þarfnast saman- burðar við framleiðni vinnunn- ar. Efnahags- og framfarastofnunin í París hefur nýlega birt slíkan samanburð (The Puzzle of Wage Moderation by Pierre Poret, OECD Working Paper no 87), þ.e. hlutfall rauntekna og framleiðni vinnu í aðildarlöndum stofnun- arinnar 1960- 1989 (en meðaltal þeirra 30 ára er sagt 100). Féll það hlutfall á níunda áratugnum í þeim nær öllum (í Japan meira að segja frá miðjum áttunda ára- tugnum) og var undir meðaltali undanfarinna ára. Um þær niðurstöður sagði Ec- onomist 16. febrúar 1991: „Aukið atvinnuleysi í löndunum flestum er stærsta einstaka orsök hægari vaxtar rauntekna á níunda ára- tugnum. Þá aukningu mælir OECD með mismun á raunveru- legu atvinnuleysi verkamanna og svonefndu náttúrlegu stigi at- vinnuleysis, skilgreindu sem því atvinnuleysi sem þrýstir launum hvorki upp né niður, miðað við afrakstur vinnu. Það náttúrlega stig atvinnuleysis fer (ath. að nokkru) eftir atvinnuleysisstyrkj- um og búferlaflutningum verka- fólks." (Lauslega þýtt.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.