Tíminn - 11.04.1991, Page 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 11. apríl 991
Á áfengisneysla fólks stærri þátt í bágum fjárhag fjölskyldna heldur
en almennt er viðurkennt? Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar:
AFENGISVANDAMALIÐ
MUN ALVARLEGRA EN
FÓLK ÁTTAR SIG Á
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verkamannasam-
bandsins, sagði á fundi hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík um helgina að
áfengisvandamál íslendinga væri mun alvarlegra en menn áttuðu sig á eða
vildu viðurkenna. Fleira og fleira fólk stundaöi reglulega helgameyslu og
það litla kaup sem það hefði úr að spila, einfaldlega þyldi það ekld. Guð-
mundur sagði í samtali við Tímann í gær, að athyglisvert væri það sem
komið hefði fram í tveimur síðustu spumingakeppnum framhaldsskólanna
í sjónvarpinu, að mikil drykkja ungmenna hér á landi hefði komið skipti-
nemum frá öðmm löndum mest á óvart.
Guðmundur sagði aðspurður að þeir
merktu þessa aukningu á mö>’gum
stöðum, m.a. á sjúkrasjóðnum þó svo
að þeir væru ekki að telja það eftir.
„Það er í svo ótrúlega mörgum tilfell-
um sem rekja má upplausn og erfið-
leika til áfengis og þetta vandamál
virðist vera vaxandi ár frá ári og við
merkjum mjög greinilega aukningu
núna,“ sagði Guðmundur.
Aðspurður sagði Guðmundur að
rekja mætti vandamál nokkur ár aftur
í tímann en það hefði hægt og hægt
verið að síga yfir. Þeir yrðu varir við
ótrúlegan íjölda sem væri í botnlaus-
um þrotum, og það einskorðaðist ekki
við Dagsbrúnarmenn heldur væri
ástandið svona í öllum stéttum þjóð-
félagsins. „Þegar maður fer að kynna
sér hvað valdi vandræðum fólks, þá er
áfengið óhugnanlegur orsakavaldur
og miklu meiri en menn gera sér
grein fyrir,“ sagði Guðmundur. Hann
sagði að það væri mikill misskilning-
ur að unga fólkið ætti í mestum erfið-
leikum þó svo að þeirra erfiðleikar
væru miklir.
Guðmundur sagði að auðvitað ættu
menn ekki aðeins að líta á dökku hlið-
arnar, það væri heilsubylgja í gangi
hjá ungu fólki sem væri mjög af hinu
góða. „Hins vegar getum við ekki
horft framhjá því að biðlistar kom-
ungs fólks á Vogi em óhugnanlega
langir," sagði Guðmundur. Hann
sagði að þessi mikla neysla drægi oft
fjárhag fólks, sem yfirleitt væri ekki of
góður fyrir, alveg niður í svaðið. „Ég er
ekki að segja að þetta sé orsökin fyrir
Sala léttvína aukist um 13-27% og á vodka um 6% milli ára. Áfengissala
í heild meiri þrátt fyrir að landanum virðist vera farið að leiðast ölgutlið:
Bjórsala dróst saman
um rúm 10% á einu ári
Af sölutölum ÁTVR má ráða að
landanum sé byrjað að leiðast bjór-
gutlið en kjósi í auknum mæli að
væta kverkamar með kraftmeiri
dryklqarföngum. Á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs var sala á borðvín-
um nær 15% meiri en á sama
tímabili í fyrra og sala sterkra vína
og brenndra um 3-4% meiri.
Aukninguna skýra ÁTVR- menn
m.a. með því að í ár hafi kaup á
„páskaglaðningnum" lent á fyrsta
fjórðungi ársins, en aftur á móti á
öðrum ársfjórðungi í fyrra. Þrátt
fyrir það — og jafnvel þrátt fyrir
bruggun ölverksmiðjanna á sér-
stöku „páskaöli" — seldist nú um
8%, eða 100.000 lítrum minna af
bjór heldur en á sama tímabili í
fyrra. Niðurstaðan úr þessu dæmi
er sú, að mælt í hreiriu alkóhóli var
áfengissalan 0,4% meiri nú en í
fyrra.
Svo virðist sem bjórlystin hafi
byrjað að dala síðari hluta ársins
1990. Á síðasta fjórðungi ársins var
bjórsala um 13% minni en á sama
ársfjórðungi árið 1989. En sala
borðvína jókst þá hins vegar veru-
lega á ný og sömuleiðis nokkuð á
gamla þjóðardrykknum vodka.
Þau tvö ár síðan bjórinn var leyfð-
ur hefur sala hans frá einum árs-
fjórðungi til annars þróast sem hér
segir, mælt í þúsundum lítra:
Bjórsala eftir ársfjórðungum
mars 1989 1.170 þús.l.
apr./júní »> 2.420 „
júl./sep. >» 1.600 „
okt./des. 1.760 „
jan./mars 1990 1.360 þús.l.
apr./júní » 1.760 „
júl./sep. » 1.810 „
okt./des. » 1.530 „
jan./mars 1991 1.260 þús.l.
Tölur síðustu sex mánaða leiða
m.a. í ljós að sala á bjór hefur þá
verið um 330 þúsund lítrum, eða
rúmlega 10% minni heldur en á
sama sex mánaða tímabili einu ári
áður. Sala sterkari drykkja hefur
þar á móti verið að þokast upp á
við, sérstaklega framan af þessu
ári sem áður segir.
Hvað léttu vínin áhrærir seldist
nú t.d. 13% meira af rauð- og hvít-
víni en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra,
27% meira af rósavíni og 17%
meira af portvíni. Sala á koníaki og
vodka óx um 6%, á viskí um 4%,
gini 7%, rommi 12% og líkjörum
um 11% miðað við sama tímabil í
fyrra. Salan á íslensku brennivíni
heldur hins vegar áfram að
minnka, nú um 9% milli ára. Og
færri virðast líka hafa fundið
ástæðu til að skála í kampavíni
framan af þessu ári heldur en því
síðasta.
Þeir sem enn halda tryggð við
bjórinn virðast þó í mjög vaxandi
mæli velja að bæta bæta sér í
munni með einhverju bragðsterk-
ara. Sala á bitterum hefur allt í
einu þrefaldast á þrem árum og
virðist halda áfram að aukast. Árið
1987 seldust um 4.700 lítrar af
bitterum og árið 1988 um 6.800
lítrar. Fyrsta bjórárið nær tvöfald-
aðist salan svo í 12.000 lítra og
jókst síðan enn í 15.200 lítra á síð-
asta ári. Og bitterasala á fyrsta
fjórðungi þessa árs var um 3.500
lítrar, sem var 16% aukning frá
fyrsta ársfjórðungi 1990.
- HEI
mikilli fátækt og erfiðleikum fólks, en
þetta er miklu stærri þáttur en viður-
kennt er,“ sagði Guðmundur. Að-
spurður sagði Guðmundur að þeir
yrðu einnig varir við mikla aukningu í
neyslu harðari fíkniefria, en það væri
mest um það hjá fólki undir þrítugu.
„Mér sýnist enginn þora að segja frá
þessum vanda, þetta er svo sem eng-
inn nýr vandi en aukning er alveg
ískyggileg," sagði Guðmundur. Hann
sagði að því miður sæi hann fátt sem
spymti á móti þessari þróun.
—SE
Breyttar reglur
um snjómokstur
Vegagerð ríkisins hefur breytt regl-
um um snjómokstur á þjóðvegum.
Helstu breytingarnar eru að fjölgað
verður mokstursdögum á ýmsum
mikilvægum leiðum.
Á sumum leiðum verður moksturs-
dögum fjölgað úr tveimur í þrjá í
viku. Þetta verður gert á þjóðvegi 1
milli Víkur í Mýrdal og Heydala í
Breiðdal, frá Selfossi að Laugarvatni,
Reykholti og Flúöum, á Barða-
strandarvegi milli Brjánslækjar og
Patreksfjarðar og loks á milli Akur-
eyrar og Húsavíkur. Á nokkrum veg-
um sem mokaðir hafa verið viku-
lega, með heimild til opnunar tvisv-
ar í viku þegar snjólétt hefur verið,
skal nú moka tvisvar í viku og þrisv-
ar þegar snjólétt er. Þær leiðir þar
sem þetta mun gilda eru: Ólafsvíkur-
vegur milli vegamóta Heydalsvegar
og Ólafsvíkur, Kerlingaskarð, milli
Búðardals og Reykhóla, milli Þing-
eyrar og Flateyrar og loks á milli
Húsavíkur og Vopnafjarðar.
-sbs.
Kartöfluræktendur í startholunum:
Sala á kartöfluútsæði er hafin
Sala á kartöfluútsæði er nú að hefj-
ast, en útsæðiskartöflur á markaðn-
um koma að mestu úr Eyjafirði og
Hornafirði. Vegna plöntusmitsjúk-
dómahættu eru í gildi sérstakar regl-
ur um ræktun, meðferð og sölu á út-
sæðiskartöflum. Sigurgeir Ólafsson,
sérfræðingur í jurtasjúkdómum hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
segir að einungis þeir sem hafa svo-
kallað útsæðisleyfi frá RALA og hafa
staðist gæðakröfur stofnunarinnar,
hafi leyfi til að selja útsæði á almenn-
um markaði. Sama gildir um útsölu-
aðila, þeir þurfa einnig sértsakt leyfi
til sölunnar.
Á síðasta ári kom upp í fyrsta sinn
svokallað hringrotssmit í kartöflum í
Eyjafirðinum. Áður en söluleyfum
var úthlutað í ár var tekið sýni hjá
framleiðendum og einungis þeim
sem ekkert smit fannst hjá var út-
hlutað útsæðisleyfi að sögn Sigur-
geirs.
Hringrotssmit er erfiður sjúkdómur
í kartöflum því smitið getur verið í
kartöflustofni í mörg ár án þess að
það komi fram á útliti kartaflnanna á
neinn hátt. „Sjúkdómseinkenni eru
þannig að það kemur fram rotnun í
leiðsluvef sem liggur utarlega í kart-
öflunni og myndar þar hring, þegar
hún er þverskorin, þannig að það sést
þá skemmd í þessum hring og er
kartaflan þá óæt,“ segir Sigurgeir. Af
íslensku kartöfluútsæði sem nú er til
sölu má nefha Gullauga, Helgu og
Rauðar íslenskar, en einnig er til sölu
Premiere og Bintje útsæði frá Hol-
landi svo og eitthvað af Gullauga frá
Noregi og Dore frá Hollandi. Þeir
dreifingaraðilar sem hafa leyfi til sölu
á -útsæði á höfuðborgarsvæðinu eru
Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti hf„
Blómaval, Bananar hf. og Mata hf. en
auk þess eru nokkrir aðilar á lands-
byggðinni sem hafa útsöluleyfi.
—GEÓ