Tíminn - 11.04.1991, Side 4

Tíminn - 11.04.1991, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 11. apríl -991 UTLOND Griðasvæði Sþ. í Irak fyrir Kúrda: Bretar leggja fram til- lögu fyrir Öryggisráðið Bresk stjómvöld hafa ákveðið að leggja fram ályktun fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um griðasvæði fyrir kúrdiska flóttamenn í norð- urhluta íraks undir vemd Sþ. Hugmyndin að griðasvæðinu er eignuð John Major, forsætisráðherra Bretlands, en hann kynnti hana á fundi EB í Lúxemborg á þriðjudag og veitti bandalagið henni brautargengi. írakar hafa harkalega mótmælt hugmyndinni og segjast ætla að beita öllum ráðum til að hindra framkvæmd hennar. Þeir segja að hún sé bein ógnun við sjálfstæöi íraks. Bresk stjómvöld telja ekki útilokað að beita þurfi íraka hemaðarvaldi til að koma griöasvæðinu á. John Major skýrði í gær Mikhail Gorbatsjov Sovétforseta og Li Peng, forsætisráðherra Kína, frá hug- myndum sínum en bæði þessi stór- veldi hafa neitunarvald í Öryggisráð- inu ásamt Bretlandi, Bandaríkjun- um og Frakklandi. Búist er við að Sovétríkin og Kína setji einhver skil- yrði fyrir griðasvæðinu. Tálsverð óvissa hefur ríkt um stuðning Bandaríkjamanna við til- lögu Majors en í gær sagði talsmað- ur breska forsætisráðherrans að þeir styddu hana. Nokkrir breskir embættismenn hafa gefið í skyn að griðasvæðið geti verið fyrsta skrefið í myndun sjálf- stæðs ríkis Kúrda í Norður-írak en þeir leggja áherslu á að það sé ekki markmiðið heldur sé það einungis mannúðarlegt. írakar líktu hugmyndum Breta nú við Balfour yfirlýsinguna í nóvember árið 1917 sem var undanfari stofn- unar ríkis gyðinga við Miðjarðarhaf. Þeir sögðust ekki vilja að íraskir Kúrdar hrepptu sömu örlög og Pal- estínuarabar. íraski utanríkisráð- herrann Ahmed Hussein Khudayer sagði að það kæmi Kúrdum best að viðskiptaþvingununum gegn írak væri aflétt. Hann sagði að aðgerðir vestrænna ríkja til að aðstoða Kúrd- ana væru einungis sýndarmennska. íranir sögðust í gær vilja að mynd- uð yrðu griðasvæði undir vemd Sameinuðu þjóðanna fyrir Kúrda í norðri og einnig fyrir sjítamúslíma í suðri. Utvarpið í Teheran vitnaði orðrétt í Velayati, utanríkisráðherra írans. Utanríkisráðherrann gagn- rýndi viðbrögð vesturveldanna við flóttamannavandamálinu og sagði að aðeins átta flugfarmar af hjálpar- gögnum hefðu borist frá þeim til ír- ans en fjöldi flóttamanna í íran nálg- aðist nú milljón og væri mikið vandamál. Reuter-SÞJ Þinghús og skrífstofúbygging Sameinuðu þjóðanna í New Iraski herinn: Varaður við að beita sér gegn f lóttamönnum Nu fyrr í þessari viku bönnuðu bandarísk yfirvöld íraska flughern- um að fljúga í írösku lofthelginni norðan 36. breiddargráðu en það útilokar loftárásir á kúrdiska flótta- menn. Þetta kom fram í gær í máli eins af bandarísku embættismönn- unum sem fýlgja James Baker, utan- Fréttayfirlit London - Bresk stjómvöld hafa ákveðið að flytja ályktun fyrir Ör- yggisráði Sameinuöu þjóðanna um griðasvæði fyrir kúrdiska flótta- menn f norðurhluta írak undir vemd Sameinuðu þjóðanna Irakar tefja þessa hugmynd Breta ógna sjátf- stæði þeirra og segjast ætla að beita öllum ráðum til aö koma f veg fyrír að hún nái fram að ganga Nokkrir breskir embættismenn hafa sagt að þetta geti veríð upp- hafið að sjálfstæðu ríki Kúrda. Kairó - Bandarísk sQómvöld bönn- uðu íraska flughemum f byrjun þessarar viku að fljúga í írösku loft- heigínni nonðan 36. brekfdargráöu en það kemur f veg tyrir loftárásir á kúrdiska flóttamenn f norðurhluta Iraks. Banninu er ætiað aö koma f veg fyrir ánekstra milli flug- véla/þyrina fraska flughersins og bandariskra, breskra og franskra flugvéla, sem varpa hjálpargögn- um til kúrdiskra flóttamanna, og F- 15 og F-16 bandrfskra orrustuþota sem fyfgja þeim. Þá vöruðu þau írösk stjómvöld við þvf í gær að beita landhemum gegn flóttamönn- unum. Nikósfa - Irösk stjómvöld sögðu f gær að þau væru að senda neyð- arbirgðir og hjúkrunariiö til Kúrda f norðurhluta landsins en þau hafa verið ásökuð um að kæfa niður uppreisn Kúrdanna á grimmdarieg- an hátt og hrekja þá á flótta Ankara - Tyrknesk stjómvöld sögðu f gær að frösk stjómvöld heföu lofað þeim að vinna sameig- inlega að neyðaraðstoðinni viö þau hundruð þúsunda Kúrda sem flúið hafa til tyrknesku landamæranna Kúvæt - Nokkur hundruð Kúrda söfnuðust saman fyrir utan sendi- ráð Bandarikjanna f Kúvætborg f gær og kröföust þess að fjölþjóöa- herinn hefði „Eyðimerkurstorm" að nýju og ytti Saddam Hussein úr sessl Kaupmannahöfn - Danir munu senda 115 hermenn í nafni Sam- einuðu þjóðanna til landamæra Kú- væts og fraks en þeir munu verða hluti 1.440 hermanna samtakanna sem eiga að gæta hlutlauss svæð- is mflli rfkjanna tveggja. Dönsku hermennimir verða flutör firá Kýpur þar sem þeir hafa veríö við gæslu hlutiauss svæðis mflli tyrkneska og gríska hluta eyjunnar. Moskva - Verkamenn í Mínsk, höf- uöborg Hvfta Rússlands, lögðu nlð- urvinnu í gærog efndu tif mótmæla og Ögruðu þannig fyrirhuguðu banni Gorbatsjovs Sovétforseta á verkföllum og mótmælum í ertt ár. Lome - Þúsundir stúdenta og ungra manna söfriuðust saman í Lome, höfúðborg vestur-afnska rikislns Togo, og mótmæltu rikis- stjóm landsins og kröföust lýðræð- is. Komið hefúrtil átaka mflli óeirða- lögreglu og mótmæienda og vitað er um einhver dauðsfölf. Næturút- göngubann hefúr verið sett á. Höföaborg - Afríska þjóðanáðið (ANC) sagðist í gær vera tilbúið að falla frá kröfum sínum um afsögn tveggja ráðherra í ríkisstjóm Suður- Afríku en ftrekaði að ríkisstjómin yrði að gera eitthvað til að koma f veg fyrir átök mflli blökkumanna Houston - Bandaríska geimferjan Atlantis átti aö lenda f Kalifomíu í gær en gat það ekki vegna mikilla vinda Reynt verður að lenda henni fdag. ríkisráðherra Bandaríkjanna, í ferð sinni um Miðausturlönd. Bannið var sett svo ekki kæmi til árekstra milli íraskra flugvéla/þyrlna og bandarískra, breskra og franskra flugvéla, sem flytja kúrdiskum flóttamönnum hjálpargögn, og F-15 og F-16 bandarískra orrustuþota sem fylgja hjálparflugvélunum. Baker fór að landamærum íraks og Týrklands þegar hann var í lýrklandi til að kynna sér ástandið með eigin augum og að sögn bandarískra emb- ættismanna varð sú ferð til þess að Baker lét hraða aðstoðinni við írösku Kúrdana. Þá vöruðu Bandaríkjamenn í gær íraka við öllum landhernaði á þeim svæðum sem flóttamennirnir hafa flúið til. Reuter-SÞJ Svíþjóð: SEXTIU MILLJ- ARÐAR GEGN ATVINNULEYSI Ríkisstjórn jafnaðarmanna í Sví- þjóð hefur ákveðið að veita 6 milljörðum sænskra króna eða sem svarar um 60 milljörðum ísl. króna til að minnka atvinnuleysi í landinu. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Svíþjóð síðustu misseri og hefur þetta valdið jafnaðarmönnum áhyggjum ekki síst þar sem þing- kosningar verða haldnar í landinu í haust og Jafnaðarmannaflokkur- inn hefur ekki komið vel út í ný- legum skoðanakönnunum. I mars var atvinnuleysi í Svíþjóð 2,2% eða 102 þúsund manns. Þetta er nokkru minna en al- mennt gerist í Evrópu og kemur sér illa fyrir Jafnaðarmannaflokk- inn sem setur baráttuna gegn at- vinnuleysi efst á stefnuskrá sína og hælir sér af almennu velferðar- kerfi. Markmiðið er að fækka atvinnu- lausum um 40 þúsund og á að verja peningunum í endurmennt- un og starfsþjálfún þeirra sem vinna allt árið um kring þannig að skólafólk og aðrir fái tímabundna atvinnu. Reuter-SÞJ Mínsk, Hvíta Rússlandi: TUgþúsundir í verkfalli Tugþúsundir verkamanna lögðu niður vinnu í gær í Mínsk, höfuð- borg Hvíta Rússlands, og kröfðust m.a. afsagnar Gorbatsjovs Sovét- forseta og stjórnvalda lýðveldisins og Iýstu yfir stuðningi sínum með róttækar efnahagsumbætur. Opin- bera fréttastofan Tass sagði að um 50 þúsund manns hefðu safnast saman í miðborg Mínsk en leiðtog- ar verkamanna sögðu mannfjöld- ann vera um 100 þúsund. Vinna Iá niðri í allt að sjötíu fyrir- tækjum og starfsmenn fleiri fýrir- tækja lögðu niður vinnu eftir því sem leið á kvöldið. Leiðtogar verkfallsmanna hafa ákveðið að halda verkfallinu áfram þangað til stjórnvöld Hvíta Rúss- lands vilja ræða við þá en í gær þvertóku þau fyrir allar viðræður við verkfallsmenn. Þá hvöttu stjórnvöld í Georgíu verkamenn sem starfa í fyrirtækj- um í lýðveldinu sem stjórnað er frá Kreml til að fara í verkfall. Róttæk- ir umbótasinnar eru við völd í Ge- orgíu og samþykkti þing lýðveldis- ins takmarkað sjálfstæði þess á þriðjudag. Stjórnvöld í Georgíu vilja að aukahersveitir Rauða hers- ins, sem sendar voru til lýðveldisins í kjölfar átaka Ossetíumanna og annarra Georgíubúa, verði fluttar úr lýðveldinu. Þeir hyggjast ná fram kröfum sínum með verkföll- um. Reuter-SÞJ Umboðsmaður Alþingis skrifar útvarpsráði Heimastjórnarsamtökin hafa bor- ið fram kvörtun við umboðsmann Alþingis vegna mismunar sem sjónvarpið gerir á stjórnmála- flokkum sem eiga þingmenn á Al- þingi og þeirra sem ekki eiga þar þingmenn. Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, hefur skrifað formanni útvarpsráðs bréf og óskað eftir skýringum á ákvörðun útvarpsráðs. Heimastjórnarsamtökin kvarta yfir því að þeim skuli vera gert að greiða kostnað við kynningarþátt í sjónvarpi um samtökin, en stjóm- málaflokkarnir sem sæti eiga á Al- þingi fá styrk úr ríkissjóði til kynningarstarfs. Heimastjórnar- samtökin kvarta einnig yfir því að fulltrúi þeirra fái ekki að vera með í umræöuþætti í sjónvarpi tveim- ur dögum fyrir kosningar. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.