Tíminn - 11.04.1991, Síða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 11. apríl 1991
ÁRNAÐ HEILLA
Sextugur:
Haukur Guðlaugsson
Það er síðsumarvika í Skálholti,
kominn fimmtudagur og sólin hefur
skinið dag hvern frá því á sunnudag.
Þótt rigni í dag heldur sólin áfram
að skína hér innan veggja. Alla vik-
una hafa organistar og söngvarar,
víðs vegar af landinu og misjafnlega
lærðir, fyllt stofur Skálholtsskóla og
setið er við kirkjuorgelið mestallan
sólarhringinn. í kvöld og fyrramálið
fiölgar Skálhyltingum úr 70 í 250,
því kórfólk kemur hingað langar
leiðir, hittir hér fyrir organistana
sína, félaga frá fyrri námskeiðum,
nágranna úr næsta þorpi, frænku úr
Fríkirkjunni í Hafnarfirði, Hólmara,
Súðvíkinga, Miöfirðinga, Langdæ-
linga, Skagfirðinga, Björgu í Lóni
o.fl. Allir hafa safnast í einum kór
síðdegis á föstudegi og að morgni
laugardags vakna allir eins og
heimamenn í Skálholti. Hvernig
hefur þessi stóra íslandsdeigla skap-
ast? Hvar á fólkið að borða og hvar
er hægt að kenna sópran, sem telur
120 konur?
Maður bjartsýninnar, sá sem staðið
hefur fyrir þessum námskeiðum síð-
an 1975, heitir Haukur Guðlaugs-
son og gegnir starfi söngmálastjóra
Þjóðkirkjunnar. Til að ná þessu
markmiði hefur hann sinnt geysi-
mikilli undirbúningsvinnu og sýnt
mikinn kjark og einbeitni. Ekki hef-
ur verið blásið í lúðra vegna þessa
starfs, fjölmiðlar oftast víðs fjarri, en
ýmiss konar ræktunar- og menning-
arstarf lendir oft í þessum dilk.
Haukur Guðlaugsson er fæddur á
Eyrarbakka 5. aprfl 1931 og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum. Hann
gekk ungur tóngyðjunni á hönd og
hún gerði úr honum riddara Ijúf-
mennskunnar. Nám í orgelleik
stundaði hann hjá M.G. Förstemann
í Hamborg 1955-60, en síðar var
hann við framhaldsnám hjá Fern-
ardo Germani í Róm. Haukur starf-
aði við tónlistarskóla á Siglufirði og
síðar á Akranesi til 1974 er hann var
skipaður söngmálastjóri Þjóðkirkj-
unnar. Það er lán kirkjunnar að
menn með hans lífsviðhorf skuli
sækjast þar eftir embættum. Hann
hefur glætt sjálfstraust íslenskra
organista og kóra. Árleg námskeið
hans í Skálholti og víðar um land
hafa skilað góðri uppskeru bæði
innan kirkju og utan.
Ekki sér á Hauki að þar fari sextug-
ur maður. Hann er síkvikur og sí-
starfandi að sínum fjölmörgu verk-
efnum. Á hverju ári hefur hann safn-
að efni til söngmöppu, sem síðan er
notuð í Skálholti og send öllum org-
anistum á landinu. Hann hefur sam-
band við fjölda tónlistarfólks hér-
lendis og erlendis. Sumir koma og
kenna á námskeiðum hans, en sum-
ir halda tónleika eða koma með fyr-
irlestur.
Öll störf Hauks einkennast af hlýju
og Ijúfmennsku og þannig hefur
hann laðað margan til starfa sem
ella sæti með hendur í skauti. Hann
leggur sig fram um að kenna nem-
endum sínum iðni og þrautseigju.
í einkalífi sínu er Haukur ham-
ingjumaður. Kona hans er Grím-
hildur Bragadóttir, en heimili sitt
eiga þau á Akranesi. Þau eiga tvo
syni: Braga Leif og Guðlaug Inga.
Frá fyrra hjónabandi á Haukur eina
dóttur, Svanhildi Ingibjörgu, hús-
móður á Eyrarbakka.
Kynni mín af Hauki hafa orðið mér
dýrmæt og mótandi og ég sendi
þeim hjónum hugheilar framtíða-
róskir á þessum tímamótum.
Heiðmar Jónsson
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i
Reykjavik 5. apríl tll 11. apríl er I Apóteki
Austurfaæjar og Brelðholts Apóteki. Það apó-
tek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna ffá kl.
22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga
en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um
læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í
síma18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands
er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Slm-
svari 681041.
Hafnaríjöröur Hafnarfjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600.
Akuneyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opiö i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, tii
kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavíkur Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið vlrka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokaö i hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfbss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til
kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apólekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt
HJONAMINNING
Jón Sveinn Jónsson
Fæddur 8. september 1900 — Dáinn 29. júlí 1980
sóma, umfaðma þann sem minna
má sín, bera kærleika til Drottins og
hans helgidóms, slíkir safna fjár-
sjóði sem mölur og ryð fá ekki eytt.
Vissulega sitja Nonni og Dóra að
sínum fjársjóðum nú.
Blessuð sé minning þeirra.
Halldóra Guðrún
Guðmundsdóttir
Kristjón Benediktsson
Ég krýp og faðma fótskör þína,
Frelsari minn á bœnastund.
Ég legg sem bamið bresti mína,
Bróðir, íþína líknarhönd.
(Matth. Joch.)
Fædd 20. nóvember 1900 — Dáin 18. mars 1991
frá Sæbóli, Ingjaldssandi
Mig langar til að skrifa nokkur
kveðju- og þakkarorð um Halldóru
Guðmundsdóttur, sem lést þann 18.
mars á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og
Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á SeHjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tlmapant-
anir I síma 21230. Borgarspftalinn vakt frá kl. 08-
17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu emgefnar i sím-
svara 18888.
Ónæmisaðgetðir fyrir fulloröna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskirteini.
Garöafaær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00. slmi 656066. Læknavakt er í
síma 51100.
Hafnarflötður. Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogur. Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræðilegum efnum. Sími 687075.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Jóns og Halldóru.
Það hefur verið sagt að ef marka
mætti minningargreinar, hljóti að
búa afbragðsgott fólk á íslandi. Eftir
lestur þessara orða kann þér að
þykja að ég hafi fylgt þessari hefð
dyggilega. Ef svo er, þá hefur þú ekki
þekkt Nonna og Dóru.
Þau tóku að sér móður mína og ólu
hana upp. Hjá þeim átti hún öruggt
athvarf. Eftir að hún fór að heiman
gat hún alltaf treyst því að ef bjátaði
á, brugðust þau ekki.
Ég kom fyrst til dvalar á Sæbóli 10
ára gamall. Systkini mín höfðu dval-
ið þar áður, Eðvarð fyrstu árin og
síðan á sumrin til 13 ára aldurs, Ár-
ný á sumrin 6 ára til 13 ára og Guð-
mundur nokkur sumur.
Ingjaldssandur er mjög sérstök og
falleg sveit. Yst í Önundarfirði undir
Barðanum, frjósamur og vinalegur
dalur. Ég hef engan hitt sem hefur
dvalið þar um lengri eða skemmri
tíma að Ingjaldssandur hafi ekki
skilið eftir spor. Þessi afskekkta
byggð á Vestfjörðum var um margt
sérstök. Nýjungum í búskaparhátt-
um var tekið opnum örmum. Jafn-
vel höfðu bændur forystu. Votviðra-
söm tíð var ekki vandamál á In-
gjaldssandi. Þar höfðu bændur náð
góðum tökum á votheysverkun og
unnu brautryðjendastarf í þeirri
verkunaraðferð. Býli voru frekar
smá, en með samheldni og sam-
vinnu var fjárfest í nýjustu tækjum.
Samvinnustefna sem ekki skerti
sjálfstæði einstaklingsins.
Á bæjunum á Sæbóli voru enn
stundaðir róðrar á opnum bátum á
vorin. Ingjaldssandur er opinn fyrir
haföldunni. Það var sérstök lífs-
reynsla þegar bátur kom að landi.
Menn komu frá bæjum á bflum eða
dráttarvélum. Dráttarvél tengd við
spilið, vaðið með vír móti bátnum
sem var dreginn á hlunnum upp
sandinn. Við pollarnir höfðum það
hlutverk að sækja hlunna, maka þá
grút og bjarga þeim frá öldunni þeg-
ar þeirra hlutverki var lokið. Mann-
lífinu, stemmningunni allri sem
fylgdi er í raun ekki hægt að lýsa,
aðeins að upplifa.
Fjaran á Ingjaldssandi, grýtt að
hluta, en þó að mestu hulin hvítum
sandi, hafði einstakt aðdráttarafl.
Fögur, björt og kyrrlát á sumardög-
um, en þó iðandi af lífi. Á brimdög-
um, stórbrotin og hrikaleg.
Seinni árin bjuggu Dóra og Nonni
félagsbúi að Sæbóli með Finni Þor-
lákssyni, fóstursyni sínum. Mig
langar til að þakka Finni það sem
hann var mér og mínum. Eg hugsa
til þess, að það hlýtur að hafa verið
þreytandi á köflum, að hafa síma-
landi, síspyrjandi skugga. En þetta
umbar Finnur af geðprýði sem öll-
um er kunn. Nonna og Dóru reynd-
ist hann einstakur. Hann og Svandís
ásamt börnunum Dagnýju og Jóni
Halldóri, léttu gömlu hjónunum
síðustu árin.
Þegar ég hugsa tilbaka og rifja upp
samskipti og minningar um þau
Dóru og Nonna kemur í hugann
hugljúf mynd. Þau áttu það sameig-
inlegt að þau fóru ekki í manngrein-
arálit. Sú virðing sem ríkti í þeirra
samskiptum, ríkti í öllu þeirra sam-
neyti við annað fólk. Börn umgeng-
ust þau af virðingu og nærgætni. Eg
minnist samræðna við Dóru, þar
sem hún leyfði mér barninu, að
finna að ég var manneskja. Tvívegis
reiddist hún mér og vandaði um.
Ekki hafði ég gert á hennar hlut, en
ég kom ekki rétt fram við aðra. Þetta
lýsir henni vel. Hún krafðist einskis,
en veitti. Bað ekki um þakkir, en
þakkaði. Hún bar ekki tilfinningar á
torg, en átti hlýju og nærgætni sem
snerti.
Oft finnst börnum og unglingum
fullorðnir sýna ósanngirni. Ekkert
slíkt er til í minningunni um Nonna
og Dóru. Nonni hafði þann hátt við
öll verk, að allt vann hann á sama
hraða. Hann fór sér hægt, en afkast-
aði miklu. í fjallgöngu byrjaði hann
aftastur, en var fyrstur þegar á topp-
inn var komið. Sífellt að, með verk-
lagni og dugnaði. Aldrei reiddist
hann hortugum smápjakki, en um-
bar og leiðbeindi. Aldrei íþyngjandi,
heldur með ró og hlýju þegar hann
fann að áhugi var til að taka á móti.
í orði eilífs lífs er okkur kennt að
þeir sem lifa í hógværð og lítillæti,
skila sínu dagsverki með fullum
Grund.
Halldóra ólst upp á Brekku á In-
gjaldssandi í stórum systkinahóp, en
þau voru alls 21. Hún var dóttir
heiðurshjónanna Guðrúnar Magn-
úsdóttur og Guðmundar Einarsson-
ar refaskyttu, sem bæði voru ættuð
úr Borgarfirði.
Halldóra var alin upp á miklu
menningar- og myndarheimili, þar
sem þrifnaður og reglusemi voru í
hávegum höfð. Halldóra giftist Jóni
Sv. Jónssyni frá Sæbóli í sömu sveit.
Þau tóku við búi af móður hans,
Sveinfríði Sigmundsdóttur, sem var
orðin ekkja.
Halldóra var sérstök dugnaðar- og
myndarmanneskja til allra verka og
gerði ætíð miklar kröfur til sjálfrar
sín. Halldóru og Jóni varð ekki
barna auðið. En nokkru eftir að þau
byrjuðu búskap kom ég undirrituð
til þeirra fjögra ára gömul, vegna
heilsubrests móður minnar og fór
ekki frá þeim fyrr en ég var orðin
fullorðin. Einnig ólu þau upp son,
Finn Þorláksson, systurson Hall-
dóru. Jafnframt var hjá þeim fjöldi
barna og unglinga um lengri og
skemmri tíma og börnin mín voru
hjá þeim mikið á sumrin.
Mann sinn missti hún árið 1980 og
var það henni mikill missir, því
þeirra hjónaband var einstakt og
gagnkvæm virðing mikil.
Finnur hefur alla tíð reynst henni
sem besti sonur og ekki síður kona
hans Svandís Jörgensen. Fyrir það
þakka ég af öllu hjarta. Ég þakka íyr-
ir það sem hún var mér og mínum
börnum. Nú er hún komin til
mannsins síns ástkæra og annarra
ástvina, sem á undan eru farnir. Ég
bið henni blessunar Guðs í dýrðar-
heimi hans. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég til systkina hennar
og annarra vandamanna.
Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir
Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30.
Bamaspitali Hríngsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunaríækningadeild Landspítalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspitalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta-
bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknarlimi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla
daga kl. 15.30 tilkl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30.
- Flókadelld: Alladaga kl. 15.30til kl. 17. Kópa-
vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vifilsstaðaspitali: Heimsóknar-
timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhlið hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Simi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heim-
sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarogá hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyrl- sjúkrahusið: Heimsóknartimi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl.
22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan simi
611166, slökkvilið og sjúkrablfreiö slmi 11100.
Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið slmi 11100.
Hafnarflörðun Lögreglan simi 51166, slökkviliö
og sjúkrabifreið simi 51100.
Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og
sjúkrablll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, siml 11666,
slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsið simi
11955.
Akureyrí: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 22222.
Isafjörðu-: Lögreglan sími 4222, slökkvilið simi
3300, brunaslmi og sjúkrabifreiö slml 3333.