Tíminn - 19.04.1991, Page 2

Tíminn - 19.04.1991, Page 2
2 Tíminn Föstudagur 19. apríl 1991 Framsóknarmenn á Austurlandi í mikilli sókn: Jónas á góða mögu- leika á þingsæti í alþingiskosningunum á morgun á Framsóknarflokkurinn á Aust- urlandi góða möguleika á að fá þrjá menn kjörna. Þegar fylgi flokks- ins hefur verið mest hefur hann fengið þrjá menn kjörna í kjör- dæminu. Jónas Hallgrímsson skipar þríðja sæti Framsóknarflokks- ins á Austurlandi. „Við erum í miklum meðbyr hér á Austurlandi. Við fengum tæplega 40% fylgi í síðustu kosningum og þess vegna er ljóst að okkur vantar aðeins herslumuninn til að ná inn þremur mönnum. Alþýðubandalagið, með Hjörleif Guttormsson í forystu, er að tapa miklu fylgi. Hvert einasta atkvæði getur því ráðið úrslitum um hvort Jónas Hallgrímsson nær kjöri á þing,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra. Allt getur því gerst í kosningunum á Austurlandi á morgun. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins hefur alla tíð verið veikt í kjördæminu og Iengst af hefur flokkurinn fengið þar aðeins einn mann kjörinn. í síðustu kosningum hefur hann hins vegar náð uppbótar- manninum og fengið tvo kjöma. Fylgi Alþýðubandalagsins hefur ver- ið að hrynja í kjördæminu og er nú svo komið að margir telja að það geti ekki lengur talist öruggt um að ná þar inn manni. Framgangur Hjörleifs Guttormssonar á þingi síðustu vik- urnar hefur enda ekki aukið vegsemd flokksins eystra. Þá hafa kratar farið mikinn á Austurlandi síðustu vikur. Fjandsamleg afstaða Jóns Baldvins og Reykjavíkurkratanna í garð lands- byggðarinnar, andstaða hans við landbúnaðinn og auðlindaskatturinn, sem hann berst fyrir, gerir krötum á Austurlandi erfitt fyrir. Hagstæð skipting atkvæða á Austurlandi og á landsvísu gæti því hæglega orðið til þess að Jónas Hallgrímsson verði al- þingismaður þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. -EÓ Jónas Hallgrímsson skipar barattusæti Framsóknarflokksins á Austuriandi. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri í Tryggingastofnun, segir: Umönnunarbætur fyrir alla er réttlætismál „í dag fá þeir, sem annast hjúkrunarstörf og umönnunarstörf á heimilunum, engar bætur úr almannatryggingakerfinu, nema þeir annist maka sinn. Ef þú ert að hugsa um móður þína, föður, ömmu, afa, bróður eða systur, færðu ekki neitt. Þetta er vitaskuld mjög óréttlátt, en þeir eru margir sem þannig eru bundnir heima, en fá engan stuðning frá hinu opinbera. Ég verð þess mjög vör í starfl mínu hjá TVyggingastofnun, að þetta mál brennur á mörgum. { frumvarpi til nýrra almanna- tryggingalaga, sem ekki komst í gegnum þingið, er gert ráð fyrir umönnunarbótum, sem koma skulu í stað makabóta, barnaörorkustyrks, og greiðslu vegna 10. greinar laga um fatlaða. Umönnunarbæturnar eru annars vegar vegna fatlaðra og sjúkra barna. Þar er gert ráð fyrir að greiða framfærendum barna, sem eru inn- an 16 ára aldurs og dvelja í heima- húsi, allt að 43.450 kr. Hins vegar eru umönnunarbætur vegna elli- og örorkulífeyrisþega, sem er útvíkkun á makabótum í nú- gildandi Iögum. Þá er bótarétturinn ekki bundinn við maka, heldur þann sem heldur heimili með, og annast elli- og örorkulífeyrisþegann, og getur af þeim sökum ekki stundað nema takmarkaða vinnu utan heim- ilis. Þetta er forgangsmál og það ætti að vera fyrsta verk nýs Alþingis að samþykkja frumvarp um al- mannatryggingabætur," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildar- stjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. -aá. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofríun. Forsætisráðherra segist ekki hafa nein afskipti af manna- ráðningum hjá Byggðastofnun eða Framkvæmdasjóði: KOSNINGASKJÁLFTI í STARFSMANNAFÉLAGI? Olíufélagið mei góia afkomu Olíufélagið hf., ESSO, skilaði 207,6 mil|jón króna hagnaði á síðasta ári, að frádregnum skött- um. Heildarvörusaia félagsins og dótturfyrirtækja þess nam 6,955 milljónum króna frá fyrra ári og jókst um rúm 20% á milli ára. Þetta kom fram á aðalfundi fé- lagsins, sem haldinn var í vik- unni. í ársskýrslu félagsins þakkar Vilhjálmur Jónsson forstjóri stöðugleika í efnahagslíflnu það m.a. hve reksturinn gekk vel. Hann segir að olíuverð ætti að haldast tryggt það sem af þessu ári. Það ætti að tryggja stöðug- leika í rekstrinum. Eigið fé Olíufélagsins og dótt- urfélaga þess var í árslok 3,407 mil|jónir og hækkaði um 653 milljónir miUi ára. Heildarhluta- fé er 502,3 miUjónir og þar af á félagið sjálft 32,9 milljónir. Stjórn félagsins hefur lagt til að hluthöfum verði á þessu ári greiddur út 15% arður. Góðri afkomu í gegnum tíðina þakkar Vllhjálmur góðu og áhugasömu starfsfólki. En ekki síst trausti viðskiptavina, en 01- íufélagið er með um 40-50% hlutdeUd í viðsldptum á olíu hér á landi. -sbs. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra vísar algerlega á bug því, sem ýjað er að í Pressunni í gær, að hann hafl gert samkomulag við Guð- mund G. Þórarinsson alþingismann um að Guðmundur hætti við sér- framboð í Reykjavík gegn því að hann fái stöðu aðstoðarfram- kvæmdastjóra Framkvæmdasjóðs. „Ég hef ekki heimild til að skipta mér af mannaráðningum eins og þarna er um að ræða. Framkvæmda- sjóður hefur sjálfstæða stjórn og ég er hræddur um að stjórn hans og stjórn Byggðastofnunar myndu al- deilis láta heyra í sér ef ég færi að gefa þeim fyrirmæli í sambandi viö mannaráðningar. Ég tel hins vegar að Guðmundur G. Þórarinsson sé afar hæfur og duglegur maður. Hann á ekki að þurfa að gjalda þess að vera framsóknarmaður," sagði Steingrím- ur. Forsætisráðherra sagði að það sama gilti um ráðningu Gunnars Hilmarssonar til Byggðastofnunar; hann væri hæfur maður með óvenju víðtæka reynslu af byggöamálum. Fáránlegt væri að ætla að hann væri að hygla pólitískum samherja, enda vissi hann ekki betur en að Gunnar Hilmarsson væri pólitískur andstæð- ingur, ef eitthvað væri. Starfsmannafélag Byggðastofnunar og Framkvæmdasjóðs Islands sam- þykkti í fyrradag ályktun þar sem vakin er athygli á því sem félagið kall- ar pólitískar mannaráðningar. Því er sérstaklega mótmælt að Gunnar Hilmarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Atvinnutrygginga- sjóðs, hafi verið ráðinn í stöðu deild- arstjóra hlutafjárdeildar Byggða- stofnunar. Bent er á að Gunnar hafi minnsta menntun og minnsta starfs- reynslu umsækjenda. Ljóst er að ef um pólitískar manna- ráðningar er að ræða, eins og starfs- mannafélagið vill vera láta, er Ijóst að þau pólitísku tengsl eru flókin, því eins og forsætisráherra benti á er Gunnar Hilmarsson pólitískur and- stæðingur og sá sem hyggst mæla með Gunnari til starfans, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið kennd- ur við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sendi í gær frá sér fréttatilkynningu vegna þessa máls þar sem vakin er athygli á því að ekki sé endanlega búið að ganga frá ráðn- ingu í stöðuna. Guðmundur sagði að hann hefði ákveðið að mæla -með því að Gunnar verði ráðinn, en stjórn Byggðastofnunar verði endanlega að samþykkja ráðninguna. Þórður Friðjónsson, formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs, sagði að vegna mótmæla starfsmannafélags- ins verði umsóknarfrestur um stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra sjóðsins að öllum iíkindum framiengdur um hálfan mánuð. Hann sagði ólíklegt að ráðið yrði í stöðuna fyrr en í lok maí- mánaðar. Ekki væri talin nein þörf á að flýta sér til að taka ákvörðun um hver yrði ráðinn í stöðuna. Þórður sagði að stjórn sjóðsins hefði ekki verið beitt neinum pólitískum þrýst- ingi varðandi þessa stöðuveitingu. „Stjórn sjóðsins mun þegar þar að kemur taka sjálfstæða ákvörðun um það hvaða umsækjanda hún telur hæfastan til að taka þetta starf að sér,“ sagði Þórður. -EÓ Selma Dóra Þorsteinsdóttlr, formaður Fóstrufélagsins, um nýju leikskóialógin: Framfara- skref sem þakka ber rm i *i r rikisstjorn Skömmu fyrir þinglok sam- þykkti Alþingi ný lög um Jeik- skóla. Samkvæmt því er leikskól- inn sjálfsagður hlutí af mennta- kerílnu. Þannig er komið á nýju skólastígi og öllum bömum, frá því fæðingaroriofl lýkur og tíl 6 ára aldurs, tryggður réttur á því. Hagfræðlstofnun Háskólans hefur sýnt fram á að öflugri lelk- skóli er þjóðhagslega hagkvæm- ur. Gera má ráð fyrir að hann auki þjóðartekjur um 1.5 mil|j- arð á ári, og segir Hagfræðistofn- un það mat mjög hóflegt Með í reikninginn er ekki tekið, að fleiri böm fá þannig notið mann- bætandi áhrifa leikskólans. Undirbúningur frumvarpsins tók langan tíma, og þingleg með- ferð þess var ekki þrautalaus. Tíminn innti Selmu Dóm Þor- steinsdóttur, formann Fóstmfé- lags íslands, eftír áliti fóstra á nýju lögunum. „Iííldsstjóm Steingríms Her- mannssonar settí það í stjómar- sáttmála sinn að komið skyldi á rammalöggjöf fyrír nýtt skóla- stig, leikskólann. Með því einu var strax stigið stórt skref fram á við. í kjölfar þess skipaði mennta- málaráðherra nefnd til að vinna að undirbúningi frumvarpsins, sem nú hefur veríð samþykkt. Það tók langan tíma og víst var ágreiningur um ýmislegt, skoð- anir vitaskuld skiptar. En með harðfylgi fólks eins og Cuðrúnar öldu Harðardóttur fóstm, sem unnið hefur stórkostlegt starf, náðist samstaða. Með því var líka tryggt að frumvarpið kæmist í gegnum þingið. Þessi nýju lög um leikskóla skipta miklu máli, þau gerbreyta íslensku menntakerfl. Nú hefur Alþingi ákveðið að koma á fót skólastigi fyrir böm fiá því faeð- ingaroriofl lýkur til 6 ára aldurs. Þar eiga öll böm rétt á að vera. Það hefur ekki verið áður. í fyrsta lagi er þama fayggður réttur ailra bama tíl að vera hluta úr degi á leikskóla, ef foreldrar æskja þess. í öðru lagi er stigið stórkostíegt skref í þá átt að fækka þeim félagslegu skilum, sem foreldrar hafa þurft að upp- fylla til að koma bömum sinum á leikskóla. í gömlu lögunum vom tvö kerfi. Annars vegar vom dag- heimili fyrir forgangshópa. Hins vegar leikskóli fyrir önnur böm. Nú hefur ríkisstjómin ákveðið að hér skuli vera eitt kerfi, eitt skólastíg, þar sem aflir sitja við sama boiú. Með því er réttur allra bama tryggður. Oft hefiir ríkt einhugur og sam- staða í Fóstmfélaginu, en ég held að hann hafí aldrei verið jafnmikifl og um nýju leikskóla- lögin. Ég vil sérstaklega óska Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra, Svavari Gestssyni menntamálaráðherra, ríkis- stjóminni, og öllum þeim öðmm sem unnu að framgangi leik- skólalaganna, til hamingju með þennan áfanga,“ segir Selma Dóra Þorsteinsdóttír, formaður Fóstmfélags íslands. -aá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.