Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 19. apríl 1991 SUF-síða Ungt fólk á listum fram- sóknarmanna um allt land SUF-síðunni þykir ástæða til að kynna í örfáum orðum þá ungu frambjóðendur sem eru á iistum flokksins við alþingiskosningarn- ar í vor. Þó nú sé örskammt til kosninga og baráttan e.t.v. að mestu yfirstaðin er sjálfsagt að færa til bókar það mikla mannval á SUF aldri sem valist hefur til að skipa sæti á framboðslistum flokksins. Hér eru þó aðeins kynntir þeir sem eru í einhverju af 10 efstu sæt- um listanna á hveijum stað og eru innan við 36 ára aldur. Tíðinda- manni SUF síðunnar gafst ekki tími tii að vinna kynningar fyrir Norðurland eystra og Reykjanes og eru hiutaðeigendur beðnir vel- virðingar á því og beina sökum sínum að honum ef einhveijar eru. Reykjavík ANNA M. VALGEIRSDÓTTIR skip- ar 5. sæti B-listans í Reykjavík. Hún er nemi við félagsvísinda- deild H.Í., gift Höskuldi B. Er- lingssyni og eiga þau tvö börn. Hún hefur starf- að mikið að fé- lagsmálum og er nú formaður Félags ungra framsóknar- manna í Reykja- vík og á sæti í framkvæmdastjórn SUF. Henni segist svo frá um framboð sitt: „Ég er í framboði af því mér frnnst þurfa að bæta ýmislegt hér. T.d. er ég ekki ánægð með aðstöðu þeirra sem lægst hafa launin. Það þarf að bæta hag þessara hópa á einhvern hátt t.d. í gegnum skattakerfið. Það þarf að hækka skattleysismörk mjög verulega. Þess ber einnig að gæta að börn eiga á brattann að sækja í þessu þjóðfélagi og því þarf að breyta. Aðstæður eru orðnar þannig að konan er komin inn á vinnumark- aðinn til að vera og við því þarf ríkisvaldið að bregðast þótt hér sé að vísu einnig um verkefni sveitar- félaga að ræða.“ Hvernig heldur þú að gangi fyrir þig að ná þessu fram? „Ég geri mér svo sem engar von- ir um að breyta megi heiminum í einu vetfangi en ég vona þó að mér takist að hafa áhrif til góðs.“ GUNNAR BRAGI GUÐMUNDSSON skipar 9. sæti B-listans í Reykja- vík. Gunnar er þrítugur véltækni- fræðingur og starfar hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og hefur verið ráðgefandi í mörgum verk- efnum er varða bætta nýtingu afla og nýtingu á afla sem áður hefur ekki verið nýttur. Hann er kvæntur Halldóru Grétarsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvær dætur. Gunnar segir komandi kosningar gífurlega þýðingarmiklar fýrir ungt fólk vegna þess að í raun sé verið að kjósa um áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífinu og víðtæka sátt í þjóðfélaginu undir forystu framsóknarmanna. Ungt fólk sé flest skuldum vafið og óða- verðbólga sé einhver versti óvinur þess. „Við sem þurfum að borga af lánum um hver mánaðamót höf- um á undanförnum misserum séð höfuðstólinn lækka, sem er mikil breyting frá því sem áður var.“ Gunnar segir að umræðan um sjávarútvegsstefnuna hafi að stór- um hluta verið á lágu plani í þess- Gunnar Bragl. ari kosningabaráttu. „Með kvóta- kerfinu, sem í raun er ekki búið að vera við líði nema í 4 mánuði í endanlegri mynd, hefur verið lagður grunnur að skynsamlegri nýtingu á takmarkaðri auðlind. í tíð Halldórs Ásgrímssonar hefur verið mörkuð skýr stefna í gæða- og nýtingarmálum sem byggir á þessum grunni og það er einmitt hlutverk stjórnvalda að gera slíkt. Stjórnvöld eiga jafnframt að skapa almenn skilyrði fýrir fýrirtækin sem gera þeim kleift að fara eftir því sem kveðið er á um í gæða- og nýtingarmálum og stjórnvöld eiga að styðja við og aðstoða vaxtar- brodda í vöruþróun á sviði sjávar- fangs. Það verður hins vegar hlut- verk fyrirtækjanna að útfæra þessa stefnu og nýta nýja möguleika og ný tækifæri. Þetta er raunhæf sjávarútvegsstefna. Við munum aldrei geta bætt gæði og nýtingu á sjávaraflanum með tilskipunum að ofan og því þarf að vinna að þessu með fólkinu sem vinnur við fiskvinnslu. Þetta hefur verið gert og það þarf að koma í veg fýrir þá vanhugsuðu niðurrifsstarfsemi sem margir flokkar eru nú að boða og kalla sjávarútvegsstefnu," sagði Gunnar Bragi. Vesturland RAGNAR ÞORGEIRSSON er 25 ára iðnrekstrarfræðingur sem skipar 3. sæti B-listans á Vestur- landi. Hann er í sambúð með Guð- ríði Aðalsteins- dóttur og eiga þau tvær dætur. Félagsmál hafa lengi átt huga Ragnars. M.a. hefur hann átt sæti í stjórn SUF frá 1988 og er nú varafor- agnar. maður þess. Hann hefur einnig átt sæti í stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna á Vesturlandi. Helstu baráttumál Ragnars eru atvinnumálin. „Það er ljóst að at- vinna í framleiðslugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði kemur til með að dragast saman á kom- andi árum og til að fýlla upp í þau störf verðum við að horfa til iðn- aðarins. Ég held hins vegar að nú- verandi iðnaðarráðherra hafi rekið alranga iðnaðarstefnu. Hann vill helst sem mesta stóriðju og að hún rísi sem næst miðbæ Reykja- víkur. Ég held hins vegar að möguleikar okkar liggi í tækni- væddum smáiðnaði, ekki síst til að allt það unga fólk sem héðan fer til náms geti komið heim og fundið störf við sitt hæfi. Það er ófært að fólk sem vill snúa heim þurfi frá að hverfa vegna skorts á atvinnu í sínu fagi.“ Ragnar hefur einnig mikinn áhuga á umhverfismálum: „í um- hverfismálum þarf margt að bæta þó skref hafi verið stigið fram á við með stofnun umhverfisráðuneyt- is. Starf ráðuneytisins hefur hins vegar valdið vonbrigðum og þar þarf að verða breyting á. Stuðla þarf að bættri umgengni og flokk- un sorps en til þess þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Unga kyn- slóðin í dag gerir þá kröfu að land- inu sé skilað til hennar í sama ástandi og sú eldri tók við því sem verður að teljast sanngjörn krafa.“ Vestfirðir KATRÍN MARÍSDÓTTIR er 32 ára skrifstofumaður á Hólmavík sem skipar 3. sæti B-listans á Vestfjörð- um. Hún er gift Ólafi Straumland og eiga þau tvö börn. Katrín er af framsóknar- heimili og segist hafa búið við nokkra innræt- ingu í æsku en þegar hún komst til pólit- ísks þroska og fór að rýna Katrín. stefnu flokksins fannst henni auðveld ákvörðun að vilja styðja hann. Helstu baráttumál hennar tengj- ast sjávarútveginum. Þó að kvóta- kerfið sé ekki gallalaust held ég að við höfum ekki annað betra á tak- teinum. Við verðum hins vegar að fýlgjast mjög vel með kvótatil- færslum og gæta þess að aðstaða byggðanna verði sem jöfnust. Menn verða að gera sér grein fyrir því að atvinnumöguleikar okkar Vestfirðinga liggja fýrst og fremst á sviði sjávarútvegs, hér setja menn ekki niður álver eða aðra stóriðju. Fiskurinn er okkar lífs- björg og hana verðum við að fá að nýta. Varðandi landbúnaðinn vil ég segja það að hér byggist hann nær eingöngu á sauðfjárrækt. Þetta er gott fé sem ekki má tína niður þótt nú séu þrengingatímar í þeirri grein því hvar ætla menn annars staðar að sækja sér ósýkt fé ef skera þarf niður vegna riðu eða annarra sjúkdóma." Katrín hefur líka orð í eyra handa þeim sem vilja sækja um aðild að EBE. „Það er alveg furðulegt að við skulum þurfa að vera að verja sjálfstæði landsins núna árið 1991, innan við 50 árum eftir að við fengum það eftir langa og harða baráttu. Aðild að EB er það versta sem gæti kom- ið fýrir íslensku þjóðina." Norðurland v. ELÍN R. LÍNDAL er 34 ára gömul húsfreyja á Lækjarmóti í V- Húnavatnssýslu. kún er hrepp- stjóri í sinni sveit og rekur auk þess sauma- stofuna Borg hf. Hún skipar 3. sæti B-list- ans á Norður- landi vestra. Maður hennar er Þórir ísólfs- son og eiga þau þrjú börn. Þetta vill hún segja um ástæðu þess að hún valdi sér að starfa í Framsóknarflokknum „Pólitík er Elln. lífsskoðun. Framsóknarflokkur- inn hefur ávallt lagt rfka áherslu á að gefa öllum jöfn tækifæri til náms og starfa. Og það er það sem mér finnst stjórnmál eiga að snúast um, að búa öllum sem best tækifæri." Atvinnumálin eru í brennidepli í kjördæmi Elínar. „Héruð eins og Norðurland vestra hafa byggt mikið á landbúnaðarframleiðslu og úrvinnslu afurða sem og ýms- um þjónustugreinum tengdum landbúnaðinum. Nú á samdrátt- artímum verðum við að leggja áherslu á markvissa uppbygg- ingu nýrra starfa til að mæta því. Þetta finnst mér vera langmikil- vægasta málið hér í kjördæminu. En til þess að við getum gert þetta verðum við að varðveita stöðugleikann í efnahagsmálum. Hann er grunnur að framfara- sókn í atvinnumálum því ef hon- um verður fórnað á altari frjáls- hyggjunnar verða rekstrarskil- yrði fyrirtækjanna ómöguleg." SIGURÐUR ÁRNASON er 22 ára skrifstofumaður frá Marbæli í Skagafirði og skipar 5. sæti B- listans á Norðurlandi vestra. Hann starfar hjá Búnaðar- s a m b a n d i Skagfi rðinga og er í sambúð. Hann valdi sér að starfa innan Framsóknar- flokksins vegna þess: Hann er eini flokkurinn sem hefur gert eitthvað í byggðamálum. Hann hafnar öfgum bæði til hægri og vinstri, vill stjórna af skynsemi en ekki eftir einhverjum erlend- um kenningum. Sigurður samsinnir Elínu í því að atvinnumálin séu helstu bar- áttumál kjördæmisins. „Það er brýnt að hefja þegar nýsköpun í atvinnumálum hér til að mæta samdrætti í hefðbundinni land- búnaðarframleiðslu. Unga fólkið sem hér býr vill geta haft vinnu í sinni heimabyggð og það verður að byggja hér upp fjölbreyttara atvinnulíf um leið og við mætum fyrirsjáanlegum samdrætti í öðr- um greinum.“ Siguröur Árna. Austurland KAREN ERLA ERLINGSDÓTTIR er 35 ára ferðamálafulltrúi og skipar 4. sæti B-listans á Austur- landi. Hún er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði en starfar nú á Egilsstöðum. Hún hefur ákveðnar skoð- anir á því um hvað þessar kosningar snú- ast. „Það er hreinn og beinn ábyrgðarhluti að vera að skipta um forystu í landsmálum nú og fórna þar með þeim ár- angri sem náðst hefur í efnahags- málum. Ég á nú 'eftir að sjá það að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu borgarstjórans í Reykja- vík hafi einhvern áhuga á að gera eitthvað fyrir okkur landsbyggð- Karen. arfólk. Fjölmiðlarnir þ.á m. ríkis- sjónvarpið, sem Reykjavíkur- íhaldið virðist að mínu mati stjórna, einblína yfirleitt bara á það sem miður fer og taka jafnvel einstök byggðarlög út og gera þau að blóraböggli fyrir rangri byggðastefnu, en minnast hins vegar ekki á staði þar sem betur gengur þó að þeir séu mun fleiri. Eg hugsa með hryllingi til þess ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist í aðstöðu til að framkvæma þetta eina stefnumál sem hann hefur, þ.e. einkavæða Ríkisútvarpið þá væri hvergi hægt að opna út- varpsrás án þess að á manni dynji þessi sífelldi niðurrifsáróður." Karen hefur mikinn áhuga á byggðamálum: „Já ég hef alltaf verið málsvari þess að sem mest- ur jöfnuður ríki í landinu. Við landsbyggðarfólk eigum ekki að þurfa að borga meira en aðrir í orku eða símagjöld og eins vildi ég jafna vöruverð meira. Það á ekki að þurfa að vera miklu dýr- ara að búa úti á landsbyggðinni en í Reykjavík. Við verðum líka að gera átak í að byggja hér upp fjölbreyttara atvinnulíf til að allt það unga fólk sem héðan fer til að leita sér menntunar geti snúið heim og fengið starf í sínu fagi.“ Þú starfar að ferðamálum. Hvað er þar framundan? „Ég held að hér liggi miklir atvinnumögu- leikar á sviði ferðamála og við þurfum að hlúa betur að þeirri grein. Við þurfum bæði að bæta þjónustuna og sinna markaðs- málunum betur enda kaupir fólk ekki hluti sem það veit ekki að eru til. En ég er sannfærð um að á þessu sviði liggja miklir ónýttir möguleikar fyrir kjördæmið." Suðurland Guðmundur. GUÐMUNDUR SVAVARSSON er 27 ára gamall rekstrarfræðingur frá Fögruhlíð í Fljótshlíð og skip- ar 5. sætið á B-listanum á Suður- landi. Hann starfar hjá Kaupfélagi Rangæinga og er í sambúð með Sigrúnu H. Eiríksdótt- ur. Hann hefur tekið virkan þátt í störfum flokksins og er nú formaður Framsóknarfélags Rangæinga. Guðmundur sagðist hafa valið sér að starfa innan Framsóknar- flokksins vegna uppeldis í ung- mennafélagshreyfingunni og þar væri líkt og í Framsóknarflokkn- um lögð áhersla á að taka félags- lega á málum. „Ég er félags- hyggjumaður og sú sterka ein- staklings- og peningahyggja, sem er t.d að finna í Sjálfstæðis- flokknum, fer afskaplega í taug- arnar á mér svo ekki sé meira sagt.“ Guðmundur segir að í þessum kosningum sé um tvennt að velja. ,^nnars vegar áframhald- andi traust og heilbrigt efnahags- umhverfi undir öruggri forystu Framsóknarflokksins og hins vegar hrun og efnahagslegt öng- þveiti með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fýlkingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.