Tíminn - 19.04.1991, Qupperneq 9

Tíminn - 19.04.1991, Qupperneq 9
Föstudagur 19. apríl 1991 Tíminn 9 landinu verður að fá hlutdeild í þeim árangri sem náðst hefur og það fyrr en síðar. Ég tel heppileg- ustu leiðina að hækka skattleys- ismörk en auka skattlagningu fjármagns- og eignatekna." Atvinnumálin eru einnig stórt kosningamál á Suðurlandi og þar er einnig útlit fyrir samdrátt í hefðbundinni búvörufram- leiðslu. „í mínum huga er það engin spurning að héraðið á mikla framtíð fyrir sér ef grund- vellinum verður ekki kippt und- an með því að leyfa innflutning á landbúnaðarvörum. Leggja ber áherslu á úrvinnslu afurðanna heima í héraði og því ber að fagna flutningi Sláturfélags Suð- urlands á Hvolsvöll. Ég tel einnig að Sunnlendingar eigi að leggja enn frekari áherslu á þjónustu við ferðamenn en þó er vanda- samt að stýra því svo vel fari. Við eigum margar perlur íslenskrar náttúru og þær ber að varðveita." SIGURÐUR EYÞÓRSSON er 21 árs bókmenntafræðinemi frá Hveragerði og skipar 7. sæti B- listans á Suðurlandi. Hann er fædd r og uppa nn í Kald; tarnesi í Flóa )g telur sig gjarnan sveitc rann og er sl ltur af. Hann er ókvæntur. Hann hefur starfað töluvert að félagsmálum m.a. verið formaður nemendafé- lags F.Su. og er nú formaður FUF í Arnessýslu og ritari SUF. Hann valdi sér að starfa innan Framsóknarflokksins m.a. vegna: „Þetta er eini flokkurinn sem ber málefni landsbyggðarinnar fyrir brjósti, vill að fólk geti stundað sitt líf og starf þar sem það vill, án tillits til ómannúðlegra mark- aðssjónarmiða frjálshyggjunnar. Menn hafa nefnt hægristefnuna frjálshyggju og vinstri stefnuna forsjárhyggju en framsóknar- stefnuna mætti nefna fyrir- hyggju. Að leysa vandamálin eins og skynsamlegast er á hverjum stað.“ Helstu málin á Suðurlandi eru atvinnumálin eins og víða annars staðar: „Já, landbúnaðurinn stendur á krossgötum, hann er ekki lengur lífsstíll heldur eins og hver annar atvinnurekstur þar sem ná þarf fram hagræðingu. Við verðum að tryggja að búvöru- samningurinn skapi lífvænlega framtíð fyrir þá sem eftir verða í sveitunum og við framkvæmd hans má alls ekki beita flötum niðurskurði því það myndi end- anlega draga allan mátt úr stétt- inni. Svo vonast ég til að sjá al- veg jafnróttækar tillögur frá sjö- mannanefnd um milliliðakerfið. Við verðum hins vegar að byggja hér upp fjölbreyttara at- vinnulíf til að mæta þessum samdrætti. Ungt fólk í dag menntar sig mikið og á sérhæfð- an hátt. Það vill yfirleitt vinna í sinni heimabyggð og héraðið verður að geta boðið upp á það. Annars glötum við einfaldlega framtíð okkar.“ Siguröur. 1 VETTVANGUR ' Wm , i Skúli Magnússon: „Vík frá mér Satan“ Þegar Bretar skutu á beljur (NB ekki fólk) er talið að þeir hafí misst Indland úr höndum sér. Það góða við „guðspekina" var og er meðal annars að hún leggur áherslu á þetta. Jú — víst er guð- spekin gömul lumma, en hún er bara ágæt lummá — og það gerir gæfúmuninn. Þetta er táknað í kjörorði hennar: Engin trúarbrögð eru Sannleikanum æðri. Þetta er auðvitað þýðing úr sanskrít. Því miður var það ekki alveg rétt þýtt (þótt það skipti ekki veigamiklu máli). „Trúarbrögð" standa þarna sem þýðing á „Dharma“ sem þýðir „kenning". Þeir hefðu betur þýtt þetta þannig: Engin trúarsetning getur nokkru sinni túlkað Sann- leikann nægilega vel. Öll kenning mannsins, öll heimspeki, er ófull- komin og þess vegna skulum við bara vera lítillát og setja okkur ekki á of háan hest. Staðreyndin er þessi. Það er gall- hörð sagnfræðileg staðreynd að mannúð jókst fyrst þegar lýðræði og verkalýðshreyfingu (og frjálsum vísindum) óx fiskur um hrygg á síð- ustu öld, þegar og að sama skapi og áhrif kirkjunnar fóru dvínandi. Það má vitna í Krist og Biblíuna varð- andi mannkærleika, en kirkjan get- ur ekkert — bókstaflega ekkert - - tilkall gert til hans. ÖII hennar saga og ljóta saga mælir því gegn. Þess- um postulum kreddunnar sem nú ríða húsum væri því sæmt að skammast sín og halda sér saman. Enda sagði Kristur sjálfur sam- Indverjar og búddistar sérstaklega tala um tvenns konar „trúar- brögð“. Svokölluð verknaðar-trúarbrögð og „kenningarleg“ trú- arbrögð (mætti kalla „kreddutrúarbrögð"). Það sem máli skiptir í fyrra tilfellinu er hvemig einstaklingurinn breytir. Með „breyt- ir“ er þá einnig átt við hvemig hann breytir inni í sér, hveraig hann hugsar og finnur til, því hugsanir og tilfinningar em einn- ig verknaðir í þessu samhengi. í síðara tilfellinu skiptir hins vegar höfúðmáli hverju einstaklingurinn „trúir". „TVúir" í samhenginu merkir þá hverju maðurinn játar opinberlega, hvaða vald hann und- irgengst. Galileo varð að játa að jörðin snerist ekki kringum sólina. En hann tuldraði með sjálfum sér að hún snerist samt, a.m.k. gerði hann það inni í spr. Þannig að það er; ljóst að það sem „kreddutrúar- brögð“ (en orðið „kredda" merkir trúarsetning, svo það er bara við- eigandi í sambandinu) stefna að er VALD (og auðæfi), enda sýnir saga kristninnar það ómótmælanlega. Indversk „trúarbrögð“ eru verkn- aðartrúarbrögð. Búddistar taka það t.a.m. skýrt fram að búddisminn sé slíkt fyrirbæri. Og þeir taka það einnig skýrt fram að önnur „trúar- brögð“ kunni að hafa og raunveru- lega hafi ákveðið gildi í sjálfu sér ef þau stuðli að grandvöru lfferni fylgjenda sinna, enda þótt trúfræði slíkra trúarbragða sé kennifræði- lega röng. Það ríkir því ekkert of- stæki; með eða móti, svart eða hvítt. Indverjar umbáru önnur „trúarbrögð". Þeir veittu t.a.m. Zaraþústra-trúnni (Persunum) skjól þegar islam (eða Múhameðs- trú) hrakti þá frá heimkynnum sín- um. Hindúar umbáru búddista, enda þótt þessir tveir aðilar deildu um kenninguna og það eins þótt búddistar afneituðu opinberunar- gildi helgirita hindúa eða Vedun- um. En hindúar kröfðust ákveðins hegðunarmynsturs. Til dæmi þess (svo þetta sé sett nokkuð strákslega fram) að menn spörkuðu ekki í beljumar. Þegar Bretar skutu á beljur (NB ekki fólk) er talið að þeir hafi misst Indland úr höndum sér. Kristurspurði ekki „miskunnsama Samverjann" hvaða „teóríu“ hann aðhylltist. Hann einfaldlega meðtók miskunnsama Samverjann sem slíkan. Þótt ekkert kæmi til annað en þetta, þá slær hann öll vopn úr höndum þeirrar kirkju sem tók við af honum og þykist eiga tilkall til hans. M.ö.o. Kristur aðhylltist verknaðartrúarbrögð (eins og Ind- verjar), ekki kreddutrúarbrögð eins og „kristin" kirkja. Kristur er Guðs sonur. Hann var það og er það í raun og veru. Hvem- ig? Jú — það er sáraeinfalt. Hann var sendiboði og samverkamaður Guðs á jörðinni og heldur áfram að vinna fyrir guðsríki í andstöðu við hina opinberu kirkju. Kristnir menn — þ.e. þeir sem telja sig „kristna" — hafa aldrei skilið þetta. Indverjar hafa alltaf skilið það. Fræðilega (á sanskrít) er þetta þannig sagt að Kristur sé „avantar" eða holdtekja Guðs. Fólk er auðvit- að engu nær þótt ég slái um mig með sanskrítarfræðiorði eins og „avantar". En kjarninn er sá að sem verkamaður í víngarði Guðs er hann Guðs sonur — ekkert öðruvísi. Þegar Kristur var farinn fóru kirkjufeðurnir (fræðimenn og far- isear) að rífast. Þeir deildu um eðli Krists, hvort hann væri sonur Guðs eða ekki, hvort hann væri jafngam- all Guði eða ekki, skapaður ásamt Guði eða á eftir, sama eðlis og Guð eða ekki o.s.frv. Svokölluð Aríusar- kristni hélt því fram að Kristur væri ekki Guð, ekki jafn Guði. Þessari tegund kristni var auðvitað útrýmt með ofsóknum. Aríusarmenn voru auðvitað jafngóðir eða illir og aðrir „kristnir" menn, hvað sem þessum (ég leyf mér að segja) tittlingaskít leið. Kristur sjálfur hefði leitt málið hjá sér. Hann spurði ekki miskunn- sama Samverjann um það hvaða skoðun hann hefði á guðdómseðli sínu. Það voru lærisveinarnir sem veltu því fy rir sér hvort Kristur væri endurborinn þessi eða hinn — ekki Kristur sjálfúr. Og þvert gegn vangaveltum lærisveinanna afneit- uðu kirkjunnar menn kenningunni um endurholdgun. Til er gömul trúarjátning (eldri en sú sem nú er þulin í kirkjunum) sem er afkáraleg samsuða um það sem menn gátu loks fellt sig við um guðlegt eðli Krists, hvað „einget- inn“ eða „einkasonur" merkir o.s.frv. Sjálfur boðaði Kristur enga trúarjátningu. Því er nefnilega svo varið að engin kenning er rétt. Jafnvel hin besta eða réttasta kenningin er ófullkom- inn ómur Sannleikans. Endanleg sannindi finnum við aldrei, enda svaraði Kristur ekki spurningunni: Hvað er sannleikur? Hefðum við svarið væri þar með skorið á áfram- haldandi þroskaviðleitni okkar. Þótt við hefðum sannleikann upp á vas- ann, gætum við aldrei verið viss um að svo væri. Og þótt svo væri gæt- um við aldrei túlkað hann í orðum ófullkominnar mannlegrar tungu og rökfræði. Þess vegna eigum við að vera sammála um að vera ósam- mála. Sigvaldi Hjálmarsson lagði ríka áherslu á þetta og það réttilega: að vera ósammála í fullri sátt og vin- semd. Öll höfum við rangt fyrir okkur að meira eða minna leyti. Við skulum bara halda áfram „að pæla“. Umburðarlyndi gagnvart skoðun- um annarra er það sem gildi í sam- bandinu. En umburðarlyndi táknar ekki „umburðarlyndi" gagnvart hvað hátterni sem vera skal: það táknar t.a.m. ekki umburðarlyndi gagnvart manni sem er að mis- þyrma dýri, hvað þá barni. Það táknar aðeins umburðarlyndi gagn- vart hvaða skoðun sem vera skal og meðan sú skoðun spillir ekki hátt- erni viðkomandi. Og umburðar- lyndi táknar ekki að menn deili ekki eða ræði málin, þeir gera það bara í fyllsta bróðerni og í sátt og sam- lyndi — og það er enginn vandi. kvæmt hinni opinberu Biblíu við Pétur (sem hann svo á að hafa reist kirkju sína á): „Vík frá mér Satan." Þarf frekari vitnanna við? Því er haldið fram af kirkjunni að Guð sé alls staðar nálægur, alvitur o.s.frv. Á iatínu að hann sé omni- potent, omni-precent og „omni" ég veit ekki hvað og hvað. Síðan er því jafnframt haldið fram að „teoría" skipti máli. Að Guði sé ekki sama hvaða skoðun t.d. Skúli Magnússon hafi á honum. Hvernig kemur þetta heim og saman? Engan veginn. Það breytir í engu skoðun Guðs á SM né afstöðu hans gagnvart SM eða hverjum sem vera skal, hvaða skoð- un SM hefúr á Guði eða jafnvel þótt SM afneiti Guði. Að halda öðru fram er sama og að segja að talan 1 sé stærri en óendanleikinn. Svona er rökfræði kirkjunnar. Af þessu leiðir einnig að hugtakið „synd“, eins og kirkjan skilur það og túlkar í framkvæmd, er mótsögn í sjálfu sér og fjarstæða. Það væri eins og að gera ómálga og vanvita hvítvoð- ung ábyrgan gjörða sinna og refsa honum síðan: Fjarstæða. Syndar- inn, sem er takmarkaður, getur ekkert gert á hluta Guðs sem er ótakmarkaður, fremur en ég gæti girt í kringum alheiminn með 100 metra spotta. Eins og allt annað hjá kirkjunni þjónar hugtakið „synd“ einungis því að renna stoðum und- ir vald hennar yfir mönnunum. Þannig er all kenningakerfi hinnar lútersku kirkju: Tóm endaleysa. Botninn er ekki einu sinni suður í Borgarfirði. Af þessu leiðir svo: Við eigum að leyfa blómunum (hinum ýmsu kenningum og stefnum) að blómstra og vaxa eins og í þeim býr, hvort sem þessi blóm falla undir „nýaldarhreyfinguna" eða eitthvað annað. Við skulum ræða við þau málin. En það kemur ekki til greina að kremja þau eða beita þvingun- um eða ofbeldi af nokkru tagi. Menning vex við hæfilegt aðstreymi framandi áhrifa (einnig — en ekki bara — indverskra) og síðan viti- borinnar úrvinnslu úr þeim áhrif- um. Þess vegna eiga blómin að dafna. Aðeins þeir sem vita sig veika á svellinu í „teóríu" og öðru — eins og prófessarnir við guðfræðideild HÍ — vilja stöðva aðstreymi blóma á hvem þann máta sem völ er á — með illu eða góðu. í því tilliti feta þeir í fótspor fyrirrennara sinna sem brenndu fólk á báli fyrir að hafa aðrar skoðanir á „tittlingaskít“ eins og guðfræði en þeir sjálfir. Það rann upp fyrir mér Ijós um daginn: Antí-Kristur er ekki einhver ná- ungi sem kemur eftir 10 ár eða 100. Antí-Kristur er sjálf hin ókristna, opinbera kirkja. Páfinn leit á sjálfan sig sem arftaka Péturs postula. Þaðan er komin hin svokallaða „postullega röð“ — þ.e. umboð kirkjunnar. (Svona „teóría" er auðvitað bull; en þannig lítur kirkjan á málin. kaþólikkar segja lúterskuna umboðslausa, þar eð hin „postullega röð“ hafi verið rof- in. Séra Heimir andmælir, en ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það er allt annar og alvarlegri hlutur sem mér finnst skipta miklu meira máli.) Kristur sagði við Pétur (sem hann hafði áður kallað „klett" og kvaðst ætla að reisa kirkju sína á — þetta síðara er þó talið seinni tíma inn- skot páfans): VÍK FRÁ MÉR SATAN. Voru þetta spádómsorð? Sá hann kirkju „sína“ fyrir og glæpi hennar? Allt bendir til að svo hafi verið. Hvaða vopn hefur þá kirkjan í höndunum? ENGIN. V.V. VAA A .VA ,V\A .> .V .VA jV.VA .V;t .V.A ; V V. Vi V.V Vi V.V V W

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.