Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGU - EB telur tilboð Islendinga og Norðmanna á Lúxem' borgarfundinum ekki vera grundvöll samninga Viðræður EB og EFTA aftur á byrjunarreit „Þetta virðist ætla að verða erfitt. Það virðist ekki ætia að halda þar heiðursmannasamkomuiagið, fremur en hjá sumum hér heima,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, í gær um viðræður EB og EFTA í Salzburg í gær. Viðræðunum lauk með þeim árangri einum að samn- ingsaðilar lýstu sameiginlegum vilja beggja til að Ijúka samningun- um áður en sumarfrí EB hefjast í ágústmánuði. Jón Baldvin Hanni- balsson sagði í gær að takist samningar ekki fyrir þann tíma séu markmið samningaviðræðnanna í hættu. Það eru einkum fjögur at- riði sem hindra samkomulag EB og EFTA: Fríverslun með fisk, vöruflutningar um Alpana, þróun- arsjóður (eins konar byggðasjóð- ur til að styrkja fátæk svæði álf- unnar) og lengri tími til aðlögunar að frjálsu streymi fólks og fjár- magns. • Blaðsíða 5 —— Hljómskálinn í klössun Nú er unniö að viðgerð á Hljómskálanum, aðsetri Lúðrasveitar Reykjavíkur. Hljómskálinn er reistur á gömlum öskuhaugum Reyk- víkinga og Jóhannes Kjarval listmálari mótmælti byggingu hans kröftuglega á sínum tíma, þar sem hann skyggði á útsýni til Keilis. Tlmamynd: Áml BJarna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.