Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 26. júní 1991 Tíminn 15 íþróttir! Bjarki Pétursson lék vel I liði KR ( gærkvöld, gegn Breiðabllks mönnum á gervigrasinu í Kópavogi. Timamynd Pjetur Wimbledon-tennismótið: Rigningin aftur í aðalhlutverki Ljúka tókst nokkrum leikjum á Wimbledon-tennismótinu í gær, áður en hætta varð vegna rigningar. í fyrradag var ekkert hægt að leika vegna vatns- veðurs. Helstu úrslit í gær urðu þau að núverandi meistari í kvennaflokki, Steffi Graf frá Þýskalandi, vann öruggan sigur á Sabine Appenmans frá Belgíu 6-2 og 6-2. Þá vann Martina Navratilova 4-6, 6-2 og 6-4 sig- ur á Elnu Reinach frá S-Afríku, Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni vann Barböru Rittner frá Þýskalandi 6-1 og 6-2. í karlaflokki vann Pat Cash frá Ástralíu 6-2, 6-3 og 6-3 sigur á Jeff Tárango frá Bandaríkjun- um. Kevin Curren, Banda- ríkjunum, vann Fernando Ro- ese frá Brasilíu 6-3, 6-3 og 6-1, og John McEnroe, Bandaríkjun um, vann Jaime Oncins frá BrasiIíu6-l,6-2og6-4. BL Knattspyrna — Kvennalandslið: 26 stúlkur valdar í landsliðshópinn Sigurður Hannesson og Steinn Helgason, landsliðsþjálfarar kvenna, hafa valið eftirtaldar stúlkur til undirbúnings fyrir leiki gegn þýsku héraðsmeist- urunum frá Hessen. Leikirnir verða þrír. 5. júlí verður leikið á Selfossi, 7. júlí á Akranesi og 9. júlí í Reykjavík. MARKVERÐIR: Steindóra Steinsdóttir ÍA Þórdís Sigurðardóttir Þór Sigfríður Sophusdóttir UBK Sigríður Pálsdóttir KA AÐRIR LEIKMENN: Karítas Jónsdóttir Þrótti Nes. Helen Ólafsdóttir KR Guðrún Jóna Kristjánsdóttir KR Kristrún Heimisdóttir KR Bryndís Valsdóttir Val Ragnheiður Víkingsdóttir Val Guðrún Sæmundsdóttir Val Hera Ármannsdóttir Val Amey Magnúsdóttir Val Ellen Óskarsdóttir Þór Vanda Sigurgeirsdóttir UBK Sigrún Óttarsdóttir UBK Ásta B. Gunnlaugsdóttir UBK Amdís Ólafsdóttir KA Laufey Sigurðardóttir ÍA Magnea Guðlaugsdóttir ÍA Anna Lilja Valsdóttir ÍA íris Steinsdóttir ÍA Jónína Víglundsdóttir ÍA Sigurlín Jónsdóttir ÍA Ragna Lóa Stefánsd. Stjömunni Auður Skúladóttir Stjömunni Leikirnir gegn þýska liðinu eru liðir í undirbúningi ís- lenska liðsins fyrir þátttöku í Evrópukeppni landsliða, en þar mætir liðið Englendingum og Skotum. KNATTSPYRNA - SAMSKIPADEILD: Áfram heldur einvígi Breiðabliks og KR Efstu Uð 1. deildar í knattspymu skildu jöfn á gervigrasveUinum í Kópavogi í gærkvöld, 1-1. Einvígi Uðanna heldur því áfram. Liðin hafa 14 stig, en ÍBV krækti í þriðja sætið í gærkvöld með 2- 1 sigri á Val á HUðarenda. KA og Víðir gerðu 1-1 jafntefli á Akureyri. Leikurinn í Kópavogi var ágætlega leik- inn af báðum liðum og gróf brot sáust ekki. KR-ingar náðu forystu á 30. mín. er Rúnar Kristinsson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspymu. Rúnar sneiddi boltann framhjá vamarvegg Blikanna og f markið, alveg úti við stöng. Rúnar varð síðan að fara af leikvelli meiddur á 55. mín. Breiðabliksmenn áttu mikinn endasprett og tveimur mfn. fyrir leikslok skoraði besti maður Breiðabliks í Ieiknum, Hilmar Sighvats- son, glæsilegt mark með skoti af löngu færi. Á sfðustu mín. leiksins var Guð- mundur Guðmundsson nálægt því að tryggja Breiðabliki sigurinn, en skot hans fór fTamhji Menn leiksins, Breiðablik: Hilmar Sig- hvatsson og Pavel Kretovic. KR: Bjarki Pétursson og Heimir Guðjónsson. IBV vann Val Eyjamenn unnu 2-1 sigur á Val á Hlíð- arenda og hafa Valsmenn nú tapað þremur leikjum í röð. Amljótur Davíðs- son skoraði bæði mörk Eyjamanna, en Þórður Birgir Bogason jafriaði fyrir Val 1-1. Jafht fyrir noröan Víðismenn kræktu í stig á Akureyri, er þeir léku gegn KA Ólafur Róbertsson tók forystuna fyrir gestina í fyrri hálfleik, en undir lok leiksins jafnaði Ámi Her- mannsson metin, þá nýkominn inná sem varamaður. BL „Ég er gáttaður á dómgæslunni í lciknum, þetta er það slakasta sem ég hef séð í 1. deild. Dómar- inn mlsst! fullkomlega tök á leiknum. Ég saka hann etótí um hlutdrægnf, en hann átti efnfald- fega arfaslakan dag,“ sagði Pálf Bragason, formaður knattspymu- deildar Stjörnunnar, um dóm- gæsiu Egils Más Markússonar í lefk Stjömunnar og Víkings í fyrrakvöld, erVfkingur sigraöi 3-4 f efthminniiegum leik. „Við gerum okkur grein fyrír því að við fáum engu breytt um úrslit Iciksins, þau sfanda. En nokkur atriði má tína til sem við erum ósáttir við. Dæmd var vítaspyma á Bjama Benediktsson, þegar boit- inn fór í lærið á honum, og það er nú sannað með sjónvarpsmynd- um. Síðan sleppti hann augljósrí vítaspymu þejjar Þór ómari Þór- issyni var bragðið í vítateignum. Þá er það aðdragandinn að því þegar Jóni Otta markverði var vís- að út af. Þar brást línuvörðurinn, þar sem um augfjósa rangstöðu var að ræða. Þá var dómarinn ósamkvæmur sjálfum sér er hann gaf Guömundi Hrciðarssyni, markverði Vðdngs, gult spjald fyr- ir hliöstætt brot og Jóns Otta. Það er eina atvikið í leiknum þar sem hægt er að taia um sagði Páll. Sijöraumenn fyrir aganefnd og fara fram á það að Jón Otti fái ekki Jeíkbann, þar sem brot hans hafi komiö upp úr rangstöðu. 3g er eldd að bera það uppi okkur vifjandi og hér er ekki um persónulegar árásir að ræða. Engu að síður tel ég að við höfum ekki vera. Vlö vorum með fæst agahrot í fyrra og vorum verðiaun- aðir fyrhr það. Eg tel ekld að við höfiun breytt stórlega um aðferð. Hins vegar þykir mér dómarar hafa töluvert mikið breytt um að- ferð. Þeir em með spjöldin á íofti lon og don. Það komu ný fyrir- mæli frá FIFA og dómaranefnd KSÍ, um að taka harðar á vissum brotum og meöan menn eru að venjast þessu gengur á ýmsu. Dómarar virðast vera uppteknir af því sem er nýjast í faginu og gieyma öðm, sem er alveg eins dómarans.“ Nokkuð hefur borið i „ ieik nú í upphafl íslandsmóts, þrátt fyrir sérstakt átak tfl heiðar- Jegri leiks. Sijaman hefur fengið á sig 12 gui spjöld, auk þriggja rauðra spjalda af þeim 5 scm gef- in hafa verið. Er Stjaman með grófasta iiðið í deildinni? „Ég hef ekki séð mikið af leikj- um í sumar, þannig að ég er ektó aiveg dómbær á það. Þó tel ég svo ið að vera Íengi gilt. Dómarar hafa verið afar spjaldaglaðir, en oft ósamkvæmir sjáifum sér,“ sagðl Páll Bragason. Þrír ieikmenn Stjömunnar verða væntaniega í leikbanni í næsta leik: Jón Otti, Júgóslavinn Zoran Goguric, sem búinn er að fá 4 gul spjöid, og Birgir Sigfússon sem á yfir höfði sér tveggja leikja bann, þar sem hann hefur tvrvegis feng- ið rautt spjald í sumar. BL Egill Már Markússon knattspyrnudómari: „Hef ekki sjónvarpsmynda- vélar til að styðjast við“ ,ú\f þeim hátt í 80 aukaspyrn- um, sem ég dæmdi í leiknum, er örugglega hægt að tína til 3-4 vitleysur sem ég gerði, en ég tel mig samt geta borið höfuðið hátt og þetta hefur ekki venð arfaslakur dagur hjá mér. Ég hef ekki sjónvarpsmyndavélar og hægar endursýningar til að styðjast við, en ef ég hefði þær þá hefði ég dæmt leikinn uppá 10,“ sagði Egill Már Markússon knattspyrnudómari um ummæli Páls Bragasonar, formanns knattspymudeildar Stjörnunn- ar, í sinn garð. „Varðandi þau atriði, sem Páll tínir til, þá get ég vel svarað þeim. Frá mínu sjónarhorni fór boltinn í höndina á Bjarna Benediktssyni, þegar ég dæmdi á hann vítaspyrnu. Af sjónvarpsmyndum er ekki hægt að sjá hvort boltinn fór í hendina eða ekki. Ég skal viðurkenna að af myndunum virðist boltinn fara í lærið, en ekki sést hvort hann fór iíka í höndina. Varðandi hvort Guð- mundur Hreiðarsson átti að fá rautt spjald í staðinn fyrir gult, stend ég fastur á mínum dómi. Hann er í samræmi við þau tilmæli sem við störfum eftir. Um það hvort Þór Ómar Þórisson átti að fá vítaspyrnu, þá var ég í mjög góðri aðstöðu til að meta hvað gerðist. Hann rnissti bolt- ann frá sér og datt þegar boltinn var kominn út að endalínu. Það hefði verið mjög ódýr vítaspyrna. Hvort línuvörður gerði mistök áður en Jón Otti braut af sér, get ég ekki sagt til um. Ég treysti línuverðinum, hann sagði að allt væri í lagi og því rak ég manninn út af,“ sagði Egill. „Ef það á að dæma leikinn eftir myndavél, þá get ég sagt formanni Stjörnunnar að vítaspyrnan, sem ég dæmdi á Víkinga, virtist vera mjög ódýr samkvæmt sjónvarpsmyndun- um. Þar fannst mér Helgi Björgvins- son hlaupa Ingólf Ingólfsson Stjörnumann niður, en núna þegar ég er búinn að horfa á þetta í sjón- varpi þá get ég ekki betur séð en Ing- ólfur hlaupi á Helga og detti síðan niður. Ef maður ætti að fara að dæma leiki eftir sjónvarpsmyndavél, þá myndi maður breyta ýmsu.“ Sumum fannst þú sleppa víta- spyrnu á Stjörnuna, er Atli Einars- son féll í vítateignum. Hvað vilt þú segja um það? „Það er það sama að segja um þetta atvik og varðandi Þór Ómar. Atli fær að halda áfram, sparkar boltanum og boltinn er að fara úr leik er hann fellur. Þetta vöru ekki gróf brot og að mínu mati ekki um vítaspyrnu að ræða. Ég var mjög nálægt þegar þetta gerðist, eins og reyndar allan leikinn, og viss í minni sök. Ég er ekki ósáttur við mína frammistöðu í leiknum og ég held að ég hafi verið samkvæmur sjálfum mér. En ég er mannlegur eins og leikmennimir og eflaust hef ég gert einhver mistök. Ég er hins vegar ekki á því að það hafi bitnað meira á Stjörnunni. Ég er ekki ánægður hvernig þjálfarar og forráðamenn liðanna hvöttu sína menn fyrir leik- inn. Það er ekki von á góðu þegar talað er um að í leiknum sé um líf eða dauða að tefla, þegar 12 umferð- ir eru eftir af mótinu," sagði Egill Már Markússon dómari. BL. Mjólkurbikarkeppnin í knattspymu: Dregið á morgun Síðdegis á morgun verður dregið í 16 liða úrslitum mjólkurbikar- keppninnar í knattspymu. Úrslit í 3. umferð keppninnar urðu sem hér segir Þór-Tindastóll 3-0 Haukar-ÍK 0-1 Þróttur R.-Keflavík 3-4 Akranes-Fylkir 2-1 Dalvík-Leiftur 3-4 Huginn-Þróttur Nes. 1-4 í 16 liða úrslitunum koma 1. deildarliðin 10 til sögunnar, auk þeirra 6 neðrideildaliða sem kom- ust áfram úr 3. umferðinni. EM landsliða í körfuknattleik: Formsatriði hjá Júgóslövum Júgóslavar eru taldir líklegir til að hampa Evrópubikamum í Róm á laugardaginn, þegar úrslitaleikur Evrópumóts landsliða verður leik- inn. í fyrsta leik sínum á mótinu í fyrrakvöld fóm Júgóslavar létt með Spánverja, lokatölur vom 76-67. Júgóslavar leyfðu varamönnum sínum að spreyta sig síðustu 10 mfn. leiksins, en þá höfðu þeir náð 19 stiga forystu. Þremenningamir Toni Kukoc frá Jugoplastika Split, sem eru Evr- ópumeistarar félagsliða, Dino Ra- dja frá ítalska liðinu Messaggero di Roma og Vlade Divac frá Los Ange- les Lakers, voru í aðalhlutverki og skomðu í sameiningu 41 stig. Spánverjar þóttu ekki leika vel í leiknum og gerðu þeir sig seka um fjölda mistaka undir körfu Júgó- slava. Mest spennandi leikurinn á mánudag var leikur ítala og Grikkja. 28 stiga sveifla varð í leiknum, er ítalir sném 18 stiga tapi upp í 10 stiga sigur. Þrjár þriggja stiga körfur um miðjan síð- ari hálfleik frá Ferdinando Gentile gerðu þar gæfumuninn. ítalir eiga nú góða möguleika á að sigra f B- riðli og komast þar með hjá því að mæta Júgóslövum í undanúrslit- um. Úrslitin í gær urðu þessi: A-riðill: Spánn-Búlgaría 94-93 A-riðill: Júgóslavía-P6IIandl03- 61 B-riðill: Grikkl.-Tékkósl. 123-113f B-riðill: Ítalía-Frakkland 75-72 í dag mæta Júgóslavar Búlgörum. Sá leikur verður léttur æfmgaleik- ur fyrir Júgóslava. Undanúrslit mótsins verða á föstudag og síðan verður leikið um sæti á laugardag. BL Knattspyma: Prosinecki til Madrid og Stojkovic til Verona Júgóslavneski landsliðsmaðurinn Robert Prosinecki gerði á mánu- daginn 5 ára samning við spænska félagið Real Madrid, en hann lék í vetur með Rauðu stjömunni í heimalandi sínnu. Real Madrid vildi ekki gefa upp andvirði samningsins, né heldur hvers vegna Prosinecki, sem er 22 ára, fær að leika erlendis. Það mun regla hjá júgóslavneska kantt- spymusambandinu að leikmenn verði að vera orðnir 25 ára til að leika erlendis. Fyrr um daginn hafði lögfræðingur sambandsins ítrekað þessa reglu. En Spánverj- amir hafa greinilega fundið lausn á málinu, sem allir aðilar hafa getað sætt sig við. Annar júgóslavneskur landsliðs- maður, Ðragan Stojkovic, sem í vetur lék með Marseille, hefur ver- ið seldur frá félaginu til ítalska liðsins Verona. Stojkovic, sem er 26 ára fyrrum leikmaður Rauðu stjömunnar, átti lengst af við meiðsl að stríða hjá Marseille og náði sér aldrei á strik. Söluverðið var um 6,5 milljónir dala, eða tæpar 400 milljónir ísl. króna. Verona vann sér sa. í ítölsku 1. deildinni í vor, eftir ns árs dvöl í 2. deild. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.