Tíminn - 26.06.1991, Síða 16

Tíminn - 26.06.1991, Síða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 .gármálen^oltkarfaa! S MHRÐBBffflWflSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, S(MI: 688568 iel ýo HÖGG- DEYFAR Versiið hjá fagmönnum Gi varahluti |Lj'HaDursböfóa 1 - s. 67-6744j, Tí niiiiD MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1991 | Veiöimenn áttu fótum fjör að launa: fl AG A R IYVA G u R A ARNARVATNSHEIÐI Veiðimenn áttu fótum fjör að launa vegna ásækins mývargs á Arnarvatnsheiði um síðustu helgi. Þurftu sumir að leita læknis. Veiðivörður segir að mývargurinn sé óvenju slæmur núna. Sér- fræðingar segja að ráðlegast sé fyrir fólk að halda sig innan dyra til að forðast varginn. „Höndin var stokkbólgin og ég átti í erfiðleikum með að hreyfa úlnlið," segir Bjarni Bæring Halldórsson, sem varð fórnar- lamb óðs mývargs á Arnarvatns- heiði um síðustu helgi. Bjarni var þar við veiðar ásamt fleirum og segjast þeir aldrei hafa séð annan eins óskapa mý- varg og þarna var. Annar í hópn- um fékk blóðeitrun af völdum mýbits og þurfti sá að leita lækn- is í Borgarnesi. Bjarni segir þá hafa verið í þykkum lopapeysum og brett ermarnar yfir vettlinga, ásamt því að hylja sig flugnaneti, en allt hafi komið fýrir ekki, því mývargurinn hafi verið þeim snjallari. Þar að auki segist Bjarni hafa notað moskítósmyrsl, en það dugði ekki til. „Ég þorði ekki annað en að leita til læknis þegar ég kom til Reykjavíkur á sunnudaginn og hann vildi helst leggja mig inn, en nú bryð ég pensillín og geri það væntanlega næstu 10 daga,“ segir Bjarni. Hann segir læknana hafa orðið hissa og varla trúað því að um ís- lenskan mývarg væri að ræða. Hann segist hafa verið í löndum Veiðimenn á Arnarvatnsheiði rækilega vígbúnir gegn mývarg- inum. Bjarni Bæring er lengst til hægri. Timamynd: Ami Bjama þar sem moskítóflugan er skæð og að hún hafi aldrei verið sér til trafala. Bjarni segist samt ætla aftur upp á heiði við fyrsta tæki- færi. Hann ætlar að búa sig betur næst og hefur í huga að notast við yfirermar ásamt því að bryðja B-vítamín. Sá ekki til við að beita „Þetta var óvenju slæm ganga sem þarna er búin að vera,“ segir Snorri H. Jóhannsson, sem er umsjónarmaður veiðisvæðisins á Arnarvatnsheiði. Hann segir að mývargurinn hafi farið um í stórum strókum, sem séu eins og stórir sívalningar að sjá. Umsjónarmaðurinn kveðst vita af einum veiðimanni sem kvart- aði yfir að hann hafi ekki séð til að beita fyrir mýi. Hann segist ekki hafa séð svona áður á heið- inni. Snorri segir að þetta sé fyrsta mý sumarsins, sem komi á heiðinni, og sé það yfirleitt tals- vert í upphafi veiðitímans, en heiðin var opnuð um síðustu helgi. Hann segir að ástandið verði betra þegar líða taki á sum- arið. Aðstæður segir hann hafa verið góðar fyrir mýið, því þarna var mikill hiti og logn og engar kindur komnar enn til að gerast fórnarlömb plágunnar og létta þannig álaginu af veiðimönnum. Snorri segir að í fyrra hafi kom- ið þrjár göngur, en engin þeirra hafi verið eins og þessi. Snorri segist vera að leggja af stað á greni eftir nokkra daga og vonast til að þetta verði afstaðið þá. Kuldi og hiti verka slævandi „Það er lítið sem fólk getur gert annað en að halda sig innan dyra til að forðast mývarginn. Það er algengast að flugurnar bíti í kyrru en röku veðri og þá að morgni til,“ segirÁrni Einarsson, skordýrafræðingur hjá Líffræði- stofnun Háskólans. Hann segir að B-vítamín og krem hafi ekkert að segja. Hann segir að kuldi og hiti verki slævandi á flugurnar þannig að þá bíti þær síður. Þá segir Árni að raki komi í veg fyrir að flugurnar þorni upp, svo framarlega sem ekki sé um slagveður að ræða sem lemji þær niður. Hann álítur að mývargurinn, sem hér lifir, sé mest ein tegund, sem lifi í straumvatni, og mest sé af hon- um í ám sem koma úr stöðuvötn- um og þá við upptök þeirra. Árni segir varglirfuna lifa á svifi og þörungum, sem komi úr vatn- inu, og mest sé af henni þar sem áin fellur úr vatninu. Árni segir fluguna breytast úr lirfu í flugu á vorin. Hún geti síðan borist lang- ar leiðir. Þá segir Árni að flugur, sem kvikni neðar í ánni, leiti upp til ármynnisins til að verpa knippi af eggjum. Komist flugan í blóð segir Árni hana geta verpt aftur og því sé það kvenflugan sem stingi. Hann segir líftíma flugnanna vera viku til tvær vik- ur, en það fari eftir veðurskilyrð- um. Árni segir mýstróka vera dæmi um rykmý, en það sé tegund sem ekki bítur. Hann segir bitmýið Svona lítur handleggur Bjarna Bæríngs út eftir hinn harðvít- uga mývarg á Arnarvatns- heiðinni um síðustu helgi. Tímamynd: Árni Bjarna safnast yfir höfði manna og skepna og komi þar til að sjúga blóð. „Það eru yfirleitt fáir dagar sem eru virkilega erfiðir vegna mýbits, en yfirleitt er þetta allt í lagi og fólk þarf að venjast þessu. Fólki, sem er með ofnæmi, er þó hættara en öðrum,“ sagði Árni að lokum. -HÞ ^mmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmma^mmmmmmm Dýravinir vilja ekki skemmtigarð í Laugardalnum vegna hávaðamengunar: Mun 3ncjf3 ^fnnyð Húsdýragarðsins Samband dýraverndunarfélaga valinn annar staður fjarri því íslands mótmælir harðlega ónæði, sem skapast ef af áform- áformum um a& byggja um stjórnvalda um byggingu skemmtigarð í Laugardalnum, skemmtigarðs verður. vegna álags á dýr Húsdýra- Þi ítrekar sambandið þá kröfu garðsins sem hávaði frá sfna að villt dýr Húsdýragarðs- skemmtitækjum myndi valda ins verði flutt f náttúríeg heim- þeim. kynni sín. í tilkynningunni seg- Þetta kemur fram f fréttatil- )r jafnfrarat aö ekkert dýr eigi kynningu frá Sambandi dýra- það skilið að vera sett I „Íífstíð- verndunarfélaga íslands. Það arfangelsr -HÞ vill að húsdýragarðinum verði Mun ríkið aðstoða leigjendur með greiðslur í framtíðinni? Skipað í húsa- leigubótanefnd A ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að skipuð verði nefnd á vegum félagsmálaráðu- neytisins, fjármálaráðuneytis- ins og þingflokkanna, til að skoða hvort ríkið muni á ein- hvern hátt aðstoða leigjendur með leigugreiðslur í framtíð- inni. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra greiða ýmis sveitarfélög niður húsaaleigu hjá leigjendum, en hingað til hefur rík- ið ekki veitt þessum hópi aðstoð. Nefndinni er ætlað að skila tillög- um í haust og verða þær lagðar fyrir þingið, þegar þingstörf hefjast að nýju. -SIS KXK l-22.iami99i_| VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 2.151.007 2. 4aÍ5Í ff 5 74.734 3. 4al5 161 4.003 4. 3af5 4.326 347 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 4.670.282 IPPLYSINGAR SIMSVARI91 -681511 lukkulina991 002

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.