Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 31. júlí 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðamtstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Steingrlmur Glslason SkrlfstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldslmar: Áskríft og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideiid 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Leynimakk og stefnuleysi Nú virðist allt ætla að stefna í það sem mörgum þótti við blasa, að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra yrði látinn opinbera þá stöðu sína að hann sé fangi leynisamninga Davíðs Oddssonar við Jón Baldvin. Það er smám saman að koma í ljós að Þorsteinn Pálsson hefur ekki forræði fyrir málum sjávarút- vegsráðuneytisins, því að Jón Baldvin tók þann eið af Davíð á leynifundi í Viðey að Alþýðuflokksmenn skyldu ráða því með neitunarvaldi hver yrði formað- ur nefndar sem ætlað er að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Davíð Oddsson kallaði Þorstein Pálsson á sinn fund í fyrradag og tjáði honum að vegna þess sem farið hefði milli sín og Jóns Baldvins í stjórnarmyndunar- viðræðum yrði að láta undan formanni Alþýðu- flokksins um að hann hefði neitunarvald í þessu máli gagnvart sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið tekið úr höndum Þorsteins og er á yfirborðinu orðið að eins konar sameiginlegu úrskurðarefni Davíðs og Jóns Baldvins. Svo á að heita að það sé for- sætisráðherra sem hafi forræðið og tillöguréttinn um skipun formanns umræddrar nefndar, en í raun og veru er það Jón Baldvin sem ræður. Engum getur dulist að farið hefur verið á bak við Þorstein Pálsson í þessu máli. Þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra var hann leyndur því samkomulagi sem Davíð hafði gert við Jón Baldvin um að endurskoðunarnefndin yrði ekki forræðismál sjávarútvegsráðherra, heldur ákvörðunaratriði flokksformannanna, í reynd Alþýðuflokksins. Eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu er mál þetta þannig vaxið, að Þorsteinn Pálsson hefur fulla ástæðu til að segja af sér ráðherradómi eftir að fram eru komnar uppljóstranir forsætisráðherra um leynisamningana við Jón Baldvin. Þorsteinn var blekktur til að taka að sér embætti sjávarútvegsráð- herra að því leyti að því var haldið leyndu þar til nú, að hann tæki við skertu ráðherravaldi. Þorsteinn Pálsson er í persónulegri klípu í þessu máli. Enn einu sinni hefur hann orðið að þola undanbrögð Davíðs Oddssonar við sig. Þótt Davíð geti kannske gert drengskaparsamninga við Jón Baldvin er hon- um fyrirmunað að eiga slík skipti við Þorstein Páls- son. En hvað sem yfirgangi formanns Alþýðuflokksins líður um þetta formsatriði, er þó verra að allt er í óvissu um hver sé raunveruleg stefna ríkisstjórnar- innar í fiskveiðimálum og afstaða til sjávarútvegsins. Því er á engan hátt treystandi, að Alþýðuflokksmenn fái ekki sitt fram um að tekinn verði upp skattur á sjávarútveginn í einu eða öðru formi. Yfírlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar og Þorsteins Pálsson- ar um fiskveiðistefnu stangast algerlega á. Jón Bald- vin hefur lýst yfir því að hann ætli að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að knýja fram stefnu krata um veiðileyfagjald. Þorsteinn lýsir þar andstöðu sinni. Jafnvel þótt formsatriði endurskoðunar fisk- veiðistefnunnar kunni að vera leyst, er allt í óvissu um efnislega niðurstöðu. Ríkisstjórnin er stefnulaus í sjávarútvegsmálum. m I Garra bárust á dögunum upplýs- ingar um rá&stefnu nokkra (einaaf mörgum) sem efnt verftur tö meft víkudagskrá í Sundsval] f Svíþjóö og gengur undir heitinu „Flokkavik- an“. Þetta mun vera í ijórfta skipti sem slík „vika“ er haldin. Eftir því sem helst er aft skitja er þetta sam- anna sænsku og er megintilgangur- inn aft kynna og „ræfta“ þingræftiskerfinu. Markmiöið sýn- ist annars vera býsna hákitt, því að þarna á ektó aft karpa um pólitik tóns og gert er i íramboftsfundum efta I viftræöuþáttum í fjölmiftlum, heldur tala fneftflega um málin á sérfræöingastlgi. Þetta er sem sagt dæmigert fnuntak ráftstefnuglaftra roanna, sem gert hafa „Umræ&una“ (með stórum staf) aft umfangsmitó- frumkg, þ.e.: .Xýftræftift þarfhast endurnýjunar og þrúunar!“ fer varia þjá því aft maigt verði vel sagt í framsöguræftum hinna mörgu pró- fessora, þingmanna og blaöamanna semþarnamunu látaaft sérkvefta. Flokkakerfið riðíast á næstu öld Einn framsögumanna, prófessor vift háskóia í Gautaborg, ætlar aft tala um , Jcreppuna í flokkakerfinu“ arþjónustunni og þar meft að at- vinnuvegi. Þetta getur líka faöift undir ferftaþjónustu og gerir þaft reyndar, því aft stór hluti ferftalaga stenduríbeina sambandiviöfunda- Lýðræ&ift þarfnast endurskoðunar En hvort sem mönnum kann aft þykja .Jlokkavikan í SundsvaD“ ný- stárfegt uppátæki sem áriegur við- bur&ur á borft vift bikarkeppni, versl- unarmannahelgi, prestastefnuna efta ársháfið Fóstbræöra, fer eíii hjá því aft..Svfar þurfi margt aft „ræfta“ þegar þeim kemur flokkakerfift f hug. Þótt einkunnarotft ráftstefnu- viku þessaiar sán etód stöftu að hinir grónu flokkar séu aö missa tökin á kjósendum, þæ. sín- tun kjóscndum. „Þetta kann aft vera upphaf endalokanna á því sem kalla má tfma flotósafýftræftisins í Sví- 1 segir prófessoiinn. „Hugs- t «r aft flokkamir eins og þeir ern þyggftir upp kndi í samkeppni við Önnur og annars konar lýftræft- issamtök, þegar kemur fiam á næstu öld.“ Prófessor Holmbeig uppfýsir að rannsóknir sfnar ieiöi í ýós að sænskhr stjómmálaflotósar og stjómmálamenn séu sííellt áft fallaí áliti þjá ahnermingi, og sé mÖdfl munur á þessu ef borið er saman vift fyrri áratugi aidarinnar. Þessi álitshnekkir hefnr að dómi prófess- orsins antóst mjög fiá þvf sfðast var kosift í landinu og komi augfjóslega niöur á sósíaldemókrötum, stjóm- arflokknum, en í rauninni sé eng- inn flokfcur óhuitur úr því aft skrift- an sé farin af staft. Holmberg pró- fessor segir þaft skoftun sína að hingaft tfl hafi sænska flokkakerfift verift mjög stöftugt og traust, en nú sé svo komift aft állt geti gerst VUlandi myndir og persónudekur í framhakii af þessu áflti hins sænska fræftimanns er þess að geta aö aftrir fyrirlesarar á „flokkavik- unni í Sundsvall“ ætla einnig aÖ ræöa af gagnrýni framtíð floidca- kerfisins og ektó sfður hvaöa form pólitískar nmræöur hafa tekiÖ á sig á síðustu árum. Einn þeirra, sem þar ætla að láta flfts sitt skína, er gamali þingmaftur. sem sat á þingi í 19 ár, en haffti lengi veriö blafta- maftur og ritstjóri, Bengt Wiklund að nafhL Hann er harftur í gagnrýnl ............., semi sfst sé tii fyrirmyndar. „Fjölmiftl- amfr eltast vift einstaka stjómmála- menn, en iáta sfg mákfnin lifin • “ segir hann. Hann heldur mynd af hiutvettó stjómmáiastarf- semi og beri mitóa áfqægö á því orði sem fer af sfjórnmiiaflokkum og stjómmáiamönnum. um En hvemíg er þetta hér á landi? Falia etóri umræður um stjómmál í svipaö far hvort sem er til lofs efta lasts? Er ekki mcira elst vift einstök mál og persónur í íslenskum fiöl- miðlum en að rætt sé máiefnakga um stefhur og störf stjómmála- að fá trúverðuga hefldannynd af gangi þjóftmáia? Er ektó hér um aft ræfta ágætt efini í ráftstefnu í Nor- ræna húsinu? M VÍTT OG BREITT Örlagavaldurinn mikli, úldin síld Einu sinni seldi íslenskt fyrir- tæki Rússum skipsfarma af úld- inni sfld. Yfirleitt er mönnum ekki flökurgjarnt austur þar, en úldna sfld gátu þeir ekki étiö upp úr dós- um og endursendu þær og var var- an sett á innanlandsmarkað. Enn er verið að kaupslaga með úldna sfld og munaði ekki nema 20 þúsund tonnum af vörunni að samningar tækjust milli EFTA og EB um að koma Evrópsku efna- hagssvæði á koppinn og ganga frá samningum þar um fyrir 1. ágúst, sem er á morgun. En öll fögur fyrirheit um evrópska efnahags- samvinnu og þátttöku EFTA-ríkj- anna í henni strandar á úldinni sfld. Um öll önnur atriði er búið að semja, eða svo gott sem. Það var eingöngu hlutur 20 þúsund tonn- anna af skemmdu sfldinni sem eft- ir var að ganga frá þegar samn- ingamenn gáfust upp í fyrrinótt. Stjórnmálagarpurinn Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, stóð þá ein uppi af samn- ingaliði EFTA-ríkjanna og gerði hvað hún gat til að semja fyrir hönd Norðmanna og íslendinga um tollfrjálsan aðgang fyrir fisk innan Evrópubandalagsins. En allt fór það í vaskinn vegna úldnu sfldarinnar og er framtíð heimshlutans öll önnur í dag en hún sýndist vera í gær. Kapítulaskipti En hvar kemur hinn mikli ör- lagavaldur, úldna sfldin, inn í kap- ítulaskipti heimssögunnar? Það er óútskýrt, en þar sem vér berum fyllsta traust til utanríkisráðherra vors eru staðhæfmgar hans um úldnu síldina teknar gildar. Jón Baldvin þrítekur í viðtali við DV í gær um útkomu viðræðn- anna hvernig á því stóð að þær runnu út í sandinn: „Þetta strandaði í raun á 20 þús- und tonnum af úldinni sfld.“ Síðar: „Evrópubandalagið tók nokkur þúsund tonn af illa verk- aðri sfld fram yfir allar stóru hug- sjónirnar um hinn nýja evrópska arkitektúr." Og í þriðja sinn: „Ef þetta sjávar- útvegsmál hefði leyst hefðu öll hin málin leyst. (Hér hefur einhver barnað orðfæri Jóns Baldvins). Þetta strandaði á 20 þúsund tonn- um af úldinni sfld. Svo mikilfeng- legt er hið mikla Evrópubanda- lag.“ Allt er þetta skilmerkilegt nema það smáatriði með hvaða hætti úldnu sfldartonnin koma málinu við. Skyldu Norðmenn og íslendingar ætla að leyfa EB-ríkjunum að veiða 20 þúsund tonn af úldinni sfld í efnahagslögsögum sínum. Eða ætlar bandalagið að kaupa tollfrjáls 20 þúsund tonn af úld- inni sfld af EFTA- ríkjunum eða á að skuldbinda einhvern samnings- aðila til að éta þetta magn af vondri sfld eða á einhver að ýlda 20 þúsund tonn af ætri sfld í ein- hverjum óútskýranlegum til- gangi? Ofurmenni Úldna sfldin er orðin enn ein þeirra launhelga sem samning- arnir um tollafríðindi og Evrópskt efnahagssvæði eru. Það er alltaf verið að segja fréttir af samning- um og staðhæfa þetta og hitt út og suður. Tímamörk eru sett enn og aftur og alltaf eiga að vera síðustu forvöð að semja um eitthvað sem er álíka óútskýrt og úldna sfldin, og afleiðingarnar eiga að vera hroðalegar ef málin dragast á langinn. Fyrir örfáum dögum tilkynnti ut- anríkisráðherra þjóð sinni, að ef ekki yrði samið fyrir 1. ágúst væri EES úr sögunni fyrir fullt og allt. Ráðherrar og embættismenn ann- arra viðkomandi landa minntust hvergi á svo örlagarík tímamót. Aftur á móti fer nú nær öll Evrópa í sumarfrí og verður þráðurinn í samningaviðræðunum tekinn upp á ný í september. Skammt er síðan utanríkisráð- herra lýsti yfir í sjónvarpi að yrði ekki af samningum um EES, ættu íslendingar ekki annan leik í stöð- unni, sem þá kæmi upp, en að sækja um aðild að því mikilfeng- lega Evrópubandalagi. En nú er að skilja á þeim sama utanríkisráð- herra, að ekki komi til neinna mála að sækja um aðild og verði það aldrei gert. En það eru auðvitað lýðréttindi að hafa leyfi til að skipta um skoð- un, og ráðherrar njóta þeirra ekki síður en aðrir og að vera tvísaga og þrísaga um sömu atriðin er skiljanlegt, þótt ekki sé það traust- vekjandi. En launhelgar úldnu sfldarinnar og þau örlög, sem hún ræður, eru torskildari en jafnvel hvað ætlar að verða úr Evrópu- bandalaginu eða hver er framtíð- arsýn þeirra manna sem þykjast við hvað Evrópska efnahagssvæðið verður, ef sættir nást um úldna sfld. En það, sem þvælist fyrir aukvi- sum, svo sem ráðherrum og emb- ættismönnum suður í álfu, stend- ur ekki í eldklárum framkvæmda- mönnum á íslandi hinu mikla. „Við Davíð hefðum leyst þetta mál á tveim mínútum," sagði Jón Baldvin í tilvitnuðu viðtali. Verst að slíkir hæfileikar skuli ekki nýt- ast í hinum miklu lögsagnarum- dæmum sem þeir eru að reyna að semja við um úldna sfld. Og ekki ætti þeim félögum að verða skotaskuld úr því að leysa deiluna um sjávarútvegsnefndina við Þorsteinn Pálsson á svo sem tuttugu sekúndum. Það er að segja ef hæfileikarnir eru ekki of- metnir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.