Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. júlí 1991 Tíminn 7 Daniel Smith-Rowsey, tvítugum bandarískum stúdent, er mikið niðrí fyrir þegar hann ákærir bandaríska foreldra um að hafa eyðilagt alia framtíðarmöguleika kyn- slóðar hans. Ekki einungis hafi þeim tekist uppeldið illa heldur hafi þeir eytt og sóað svo miklu að ekki verði úr bætt. „Þið hafið sóað því öllu saman" — tvítugur bandarískur piltur skrifar opið bréf til bandarískra foreldra Daniel Smith-Rowsey, tvítugur bandarískur piltur, stundar nám í stjómmálafræði og kvikmyndagerð við háskóla Kaliforaíu í Santa Cruz. Hann skrifar bandarískum foreldrum opið bréf sem birtist upphaflega í bandaríska vikuritinu Newsweek en þýska vikurítinu Der Spiegel hefur þótt nógu mikið til þess koma til að endurbirta það. Við tökum í sama streng, þaraa er á ferð ungur hugsandi mað- ur, sem segir eldri kynslóðum heiðarlega til syndanna. Oft ímynda ég mér hvernig það hefði verið að vera um tvítugt, þ.e. á mínum aldri, á sjöunda áratugn- um. Þá gat ungt fólk lagt niður fyr- ir sér hvað það ætlaði að verða þeg- ar það yrði fullorðið, jafnvel látið sig dreyma um að kaupa hús. Það er þegar það væri farið að vinna sér inn næga peninga til að stofna til fjölskyldu og framfleyta henni. Þið hafíð bara kennt okkur að vera ung Allir þessir draumar hafa á tímum einnar kynslóðar horfið. Verðlag hefur hækkað úr öllu valdi, at- vinnuleysi hefur færst í aukana og nú er orðið langt síðan lokapróf úr háskóla tryggði góða og örugga at- vinnu. Ekkert af þessu virðist þó valda neinum minnstu áhyggjum. Kannski er það vegna þess að þið, eldri kynslóðin, hafið ekki heyrt af mínum jafnöldrum nema þeim sem í reynd græða mikið fé, eru fjármálaráðgjafar, íþróttamenn, tónlistarmenn eða leikarar. En æ fleiri okkar á þrítugsaldrinum fá of litla vinnu og of lítið kaup og höngum bara heima lengi eftir að við höfum Iokið námi. Þetta bréf er ætlað hinum svo- kölluðu „baby-boomers“, þeim sem fæddust upp úr síðari heims- styrjöld, og sá sem það skrifar er af þeirri kynslóð sem nú er að kom- ast til vits og ára. Ég held að það sé kominn tími til að við berjum að- eins frá okkur. Burtséð frá þeim forríku hefur ekkert ykkar nokk- urn tíma sagt við börnin sín „ein- hvern daginn færð þú þetta allt sarnan", og þið eruð fyrstu afkom- endur miðstéttar sem hafið á þennan hátt brugðist. ímynduðuð þið ykkur að það gerði okkur ekkert til? Þakka ykk- ur kærlega fyrir. En mestu hætt- una er annars staðar að finna, þ.e. hvernig þið hafið kennt okkur að afgreiða vanræksluna: Við skulum gleyma þessu og láta eins og engin vandamál séu til. Það er sönnunin fyrir að þið hafið ekkert kennt okk- ur um hvernig við eigum að vera vitur — þið hafið bara kennt okkur að vera ung. Heimskasta kynslóðin Við erum heimskasta kynslóð í amerískri sögu, við á þrítugsaldr- inum. En það vitið þið reyndar nú þegar. Meðalþekking þeirra sem ljúka skyldunámi nú er í reyndinni minni en sú sem foreldrakynslóðin okkar hafði til að bera á sínum tíma. Vankunnátta okkar í landa- fræði er himinhrópandi. Færni okkar í erlendum tungumálum er á svipuðum nótum og sama er að segja um einföldustu stærðfræði. Þið lásuð enn bækur, það gerum við ekki. Við hugsum bara um ímynd. Við hlaupum á eftir hverri tískubólu. Sérhver háskólaprófess- or tekur undir aö hann heyrir ekki lengur gáfuleg svör, eins og var til siðs á ykkar tímum. Við höfum bara hálm í hausnum. Það er ykkur að kenna. Þið hafið metið svo hátt þau gildi sem giltu á æskuárum ykkar og óskað þess að okkar æska yrði áhyggjulaus. Við kvörtum ekki undan skorti á kær- leika; en í stað þess að koma því inn hjá okkur að við eigum að bera ábyrgð hafið þið ýtt okkur inn á stíg ykkar eigin sjálfsraunveru- leika — eða það sem þið hélduð að væri hann. Þið hafið gert uppreisn æskunnar lögmæta og þar með neitað okkur um okkar eigin sak- leysi. Kannski vegna þess að Víet- nam og Watergate eyðilagði ykkar eigið sakleysi. Dýrkun villtu og ábyrgðarlausu æsku- ára foreldranna for- heimskandi Þess vegna erum við nú þegar nógu fullorðin til að skilja eitthvað um kynþáttahatur, umhverfið, fóstureyðingar, kjarnorkustefnu og eymd hinna heimilislausu, og vitum að við eigum að hafááhyggj- ur af því. En við vorum lika á hverjum degi alin á þeirri mynd- bandamenningu sem þið hafið orðið ykkur úti um til að dýrka villtu og ábyrgðarlausu æskuárin ykkar. Boðskapurinn í öllum æsilegu sjónvarpsþáttunum, bjórauglýs- ingunum með fjaðurmögnuðu bikiniklæddu fegurðardísunum og tónlistarmyndböndunum með vel þjálfaða unga fólkinu var eindreg- inn: Það þarf ekkert annað en gam- an og kynlíf til að fylla upp í tíma æskunnar. Hvers vegna ættum við að leggja líka á okkur að læra eitt- hvað? Örugglega höfúm við líka þróað með okkur ákveðin klókindi — kænsku götunnar, lævísi svindlar- ans og leiknina í tölvuleikjum. Við getum talið upp fleiri bjórtegundir en nöfn á fýrrverandi forsetum Bandaríkjanna. Poppmenning er einfaldlega skemmtilegri í okkar augum en menntun. Ég trúi bara ekki í rauninni að við getum lengi enn haldið svona áfram. Ekkert háiðnvætt land, sem hefur sett spurningarmerki við stöðu sína eftir 1945 og lagt á það nýtt mat, nema okkar. Á sjöunda áratugnum hafið þið kannski hugsað um að gera það, en þá lögðust þið í það siðgæði að eltast við skjótfengin auðæfi, eins og Donald Trump — og það eina sem þið hafið skilið okkur eftir er gjald- þrota efnahagslíf. í nafni ykkar eig- in „frelsis" hafið þið arfleitt okkur að lífsstfi lyklabarna og gert okkur að kynslóð án foreldra og úr rúst- uðum fjölskyldum. Ágimd ykkar hefur eyðilagt kerfíð Og hvað hefur orðið um homm- ana, blökkumennina, kynþátta- minnihlutahópana, hvað hefur orðið um konurnar sem þið eigið að hafa látið ykkur svo annt um og hafið nú gleymt? Ég er ekki reiður við ykkur þó að þið hafið selt ykkur kerfinu. Það er bara það að fyrir mig verður ekkert kerfi lengur til sem ég gæti selt mig þó að ég vildi. Það er ekkert meira fé til þess þá, þið hafið sóað því öllu. í sannleika sagt get ég ekki kennt ykkur um allt það sem gerst hefur. Afturhvarfið til iðnbyltingarkapi- talismans og sívaxandi ofurveldi nýrrar tækni á síðustu tveim ára- tugum eru nokkuð sem líka hefði orðið án einkenna ykkar kynslóð- ar. Ef ég hefði fæðst á sjötta ára- tugnum hefði ég áreiðanlega líka verið bálreiður vegna kynþáttahat- urs og Víetnamstríðsins. En það hefur ekkert með eyðilegginguna á kerfmu vegna eigin ágirndar að gera. Segið ekki að þið hefðuð ekki kveikt loga eigingirni og neyslu- fullnægingar, og blásið í logana til að fá allar óskir ykkar uppfylltar strax. Kapalsjónvarp, BMW-bfiar, farsímar, menning stórmarkað- anna hefur dregið okkur öll niður á tólf ára aldurinn sem vill fá allt strax. Það sem eftir er fyrir flest okkar eru aðeins kynertandi ímyndanir, bæld árásarhneigð og lauslegur forði af æsku. Bráðum verðum við handhafar hvorki æsku né peninga. Kannski verðum við þá ofurlítið ergileg. Hefur ykkur tekist að ala upp þjóð hálmhausa? En kannski líka ekki. Kannski hefur ykkur raunverulega tekist að ala upp þjóð hálmhausa sem telur útlitið aíltaf mikilvægara en efnið, sem hefur á stefnuskrá sinni að viðhalda því sem er og lestrar- kennslu. Jafnvel ef svo fer getur þessi menning komist af, a.m.k. í því formi sem hún lítur út nú, þeg- ar breitt bjartsýnisbros brýst í gegnum ský hruninna amerískra stofnana. Og þá hefðuð þið verið síðasta menntaða nýtískulega kyn- slóðin, því að börnin okkar verða enn heimskari, fátækari og ofbeld- issinnaðri en við. Létuð fram hjá ykk- ur fara tækifærið til að breyta heiminum Þið verðið aftur á móti líkust gamla asnanum í lok sögu Orwells, Dýragarðurinn, og minnist þess hversu skemmtilegur heimurinn var á bernskuárum ykkar. öfugt við foreldra ykkar hafið þið látið fram hjá ykkur fara tækifærið til að breyta heiminum. Og samtímis hafið þið rænt okkur færninni og peningunum til að gera það sjálf. Ef svo kynni að vera að einhver hluti ykkur elski okkur enn nægi- lega mikið til að hjálpa okkur, gæt- um við virkilega notað okkur það. Það væri ekki bara síðasta tækifær- ið sem ykkur gæfist. Það væri líka það einasta sem okkur gæfist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.