Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 31. júlí 1991 Herstöðvaandstæðingar í Árnessýslu mótmæla heræfingum Varnarliðsins, en þær fara meðal annars fram á Biskupstungnaafrétti: Heræfingar án samráðs og leyfis heimamanna Frá fundi herstööaandstæðinga í fyrrakvöid. Sigurður Þorsteinsson í ræöustóli. Timamynd: sbs „Ég er eindreginn andstæðing- ur þess brambolts, sem nú fer fram í landinu og sérstaklega í nágrenni við þennan stað sem við erum stödd á. Hvar sem við í flokki stöndum, hljótum við að mótmæla þeim yfírgangi sem fer fram án þess að talað sé við kóng eða prest.“ Þetta sagði Sigurður Þorsteinsson, bóndi á Heiði í Biskupstungum, á útifundi sem hópur herstöðvaand- stæðinga í Árnessýslu efndi til í fýrrakvöld við Tungnaréttir í Bisk- upstungum til að mótmæla heræf- ingum Varnarliðsins, en þær fara m.a. fram á afrétti sveitarinnar. Um 250 manns voru á fundinum og var kjaminn í máli ræðumanna að æf- ingar þessar væm alger tíma- skekkja, nú þegar afvopnun setti mark sitt á sambúð þjóða og kalda stríðinu væri lokið. Frummælendur auk Sigurðar Þor- steinssonar voru Kristín Ástgeirs- dóttir alþingiskona og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Sigurður sagði að vegna þessara heræfinga geymdi Varnarliðið olíu- birgðir við flugbrautina á Einholts- melum, sem eru skammt ftá Tungnaréttum. Heimamenn hefðu ekki fengið að vita hvar æfingarnar sjálfar færu fram, enda hefðu þeir ekki verið spurðir álits um þær né þeir spurðir leyfis, þó svo að þær færu fram á þeirra landi. Sigurður sagði að sig grunaði að æfingarnar færu fram sunnan undir Langjökli, nærri Jarlhettum. „Óhjákvæmilega hlýtur þetta að skilja eftir sig meng- un. Það er hættulegt að innleiða reglulegar heræfingar í þessu landi. Því skulum við ævinlega beita styrk okkar í þágu friðar og fordæma æf- ingar sem þessar," sagði Sigurður. „Ólíkt höfumst við að. Meðan her- deildir stórveldanna taka upp allt sitt hafurtask og halda heim, þá ann- að hvort til Bandaríkjanna eða Sov- étríkjanna, og undirritaðir eru víð- tækir afvopnunarsamningar, er efnt til heræfinga hér uppi á Islandi. En hver er óvinurinn? í stað þess að leyfa þessar æfingar eigum við að gera kjarnorkuveldunum sem erfið- ast fyrir," sagði Kristín Ástgeirsdótt- ir, alþingiskona Kvennalistans, í ávarpi sínu. „Það bætir ekki úr skák, ef það kemur í ljós, sem rétt mun vera, að þessar æfingar hafa verið ákveðnar úti í landshlutunum án minnsta samráðs við heimamenn utan þeirra svæða sem utanríkisráðuneytið hef- ur rétt til að heimila slíkt á. Ég leyfi mér að segja að með því sé brotinn réttur á sveitarstjómum gagnvart þeirri Iögsögu sem þær hafa á sínum umráðasvæðum," sagði Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaður. „Þetta undirstrikar líka skýrt til hvers útlendur her er hér á landi. Það er ekki til þess að verja fólkið í landinu, enda færu þessar æfingar ekki fram á Gunnólfsvíkur- og Bola- fjalli eða Biskupstungnaafrétti ef svo væri,“ sagði Steingrímur ennfrem- ur. í fúndarlok var samþykkt svohljóð- andi ályktun: „Fundur herstöðva- andstæðinga í Ámessýslu, haldinn við Tungaréttir 29. júlí 1991, mót- mælir harðlega þeim heræfingum sem nú fara fram hér á landi. Heræf- ingar em óvenju mikil tímaskekkja nú þegar afvopnunarsamningar og batnandi sambúð setur mark sitt á sambúð þjóða. Þá mótmælir fundurinn sérstak- lega því virðingarleysi sem íbúum viðkomandi svæða er sýnd með því að heimila æfingar án nokkurs sam- ráðs við þá." -sbs, Selfossi. Vatnsútflutningur frá Hafnarfirði: Vigdís til Kanada Forseti fslands, Vigdís Finnboga- dóttir, fór í gær áleiðis til Kanada, og verður viðstödd hátíðahöld í L’Anse- aux-Meadows á Nýfundnalandi þeg- ar langskipið Gaia kemur þar að landi n.k. fimmtudag. Frá Nýfundnalandi fer forseti til Montevideo í Umguay og opnar þar fyrir hönd Norðurlandanna allra sýningu á málverkum og högg- myndum eftir norræna listamenn. Frá íslandi verða á sýningunni verk eftir Georg Guðna, Jón Óskar og Ól- af Gíslason. Norræna ráðherraráðið stendur fyrir sýningunni, sem fer um 5 lönd Suður-Ameríku. Efnt er til hennar í framhaldi af norrænu menningarkynningunum „Scandin- avia Today" í Bandaríkjunuum árið 1982, Japan árið 1987 og Sovétríkj- unum 1990. í fylgd með forseta ís- lands verður Kornelíus Sigmunds- son forsetaritari. -sis Utanlandsflug Flugleiða: Sumarauki Flugleiðir bjóða nú landsmönnum Sumarauka, sem em sérstök fargjöld til Kaupmannahafnar, Parísar og Hamborgar. Aðeins er um að ræða takmarkaðan sætafjölda með beinu flugi Flugleiða á viðkomandi staði. Um þessi fargjöld gilda pex-fargjalda- reglur, það er bókun, útgáfa og sala farmiðans skal fara fram samtímis. Til Kaupmannahafnar kostar nú til dæm- is 26.690 kr., til Parísar 25.950 kr. og til Hamborgar kostar fargjaldið 24.950 kr. Bamaafsláttur af þessum fargjöldum er 50% og ýmiss konar sérþjónusta er í boði fyrir yngstu far- þegana. Jafnframt gefst farþegum Flugleiða kostur á bílaleigubílum og hótelum erlendis. Auk þessara fargjalda hafa Flugleiðir boðið upp á pakkaferðir, flug og bfll, til Lúxemborgar á 22.200 krónur og til Amsterdam á 21.900 krónur. Þessar pakkaferðir verða til sölu fram til 10. ágúst. Til viðbótar við þetta er einnig boðið upp á pakkaferðir til Glasgow, flug og bíll sem kostar 18.940 á mann, ef miðað er við að tveir fullorðnir og tvö böm undir 11 ára aldri séu í ferð- inni. í framangreindum fargjöldum er ekki innifalinn íslenskur flugvalla- skattur, en hann er alls 1150 krónur. Verið að kanna málið Veríð er að kanna möguleika á hugsanlegum útflutningi vatns frá Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Guðmundur Arni Stefánsson, bæjar- stjórí í Hafnarfírði, sagði að bæjaryfírvöld fyrírhuguðu ekki að fara að flytja út vatn sjálf. Ýmis fyrirtæki hefðu veríð að velta þessum málum fyrir sér og komið að máli við bæjaryfirvöld. Þau svör, sem gefín hefðu verið þessum fyrirtækjum, væru á þá leið að bærínn værí tilbúinn til samstarfs við hvern þann aðila sem gæti sýnt fram á fjármögnun og markaðssetningu vatnsins erlendis. Garðaflöt 17. Fallegir garðar í Garðabæ Guðmundur Árni sagði að í Kap- elluhrauni væri mikil vatnsupp- spretta, sem margir hefðu áhuga á að nýta. Tiltölulega auðvelt væri að nálgast þetta vatn og nýta það, en bæjaryfirvöld vildu þó kanna málið ítarlega áður en eitthvað yrði að- hafst. Hann sagði að hugsanlega myndi bærinn leigja einkaaðilum aðstöðu til þess að taka vatn úr lind- um og leiða það í verksmiðju til átöppunar eða til útflutnings í öðru formi. Jafnvel hefðu komiö fram hugmyndir um það að leiða vatnið frá Kapelluhrauni og niður á höfn þar sem skip flytti vatnið í tönkum til erlendra landa. Guðmundur Árni sagði að bæjaryfirvöld myndu þó fara sér hægt í þessum efnum og þyrftu að sjá málið allt til enda áður en ákvörðun um vatnsútflutning yrði tekin. Bæði þyrfti aö sjá til þess að viðkomandi aðilar væru fjárhags- lega í stakk búnir til þess að ráða við þessar framkvæmdir og hvort þeir væru með kaupendur sem væru til- búnir til að kaupa vatnið. Hann sagði að þrír til fjórir aðilar hefðu sýnt þessum útflutningi áhuga. Fyr- irtækið Vatnsberinn hf. hefði til að mynda sýnt fram á ýmis gögn í þá veru að þeir séu nú með í gildi samning við fjársterka aðila erleodis frá sem vilji kaupa vatn. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 18. júlí síðastliðinn lagði Vatnsberinn hf. fram kostnaðar- og tekjuáætlun um hugsanlegan vatnsútflutning og upplýsingar um erlenda samstarfs- aðila. Bæjarráð óskaði eftir nánari upplýsingum um þetta mál og var bæjarlögmanni falið að athuga mál- ið. -UÝJ Bæjarráð Garðabæjar veitti á föstu- dag viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í Garðabæ. Fyrir lóð íbúð- arhúsnæðis hlutu eigendur Garða- flatar 17 viðurkenningu. Lóðin er með fjölbreyttum trjágarði og þykir vel hirt. Formklipptur víðir í garðin- um vakti sérstaka eftirtekt dóm- nefndarmanna. Lóð bensínstöðvar Olís við Hafnarfjarðarveg var valin snyrtilegasta lóð atvinnuhúsnæðis í Garðabæ. Lóð stöðvarinnar mun lengi hafa verið til fyrirmyndar. Hæðarbyggð er snyrtilegasta gatan í Garðabæ 1991. Gatan er brött og liggur í boga að Karlabraut. Lóðir við götuna þykja einstaklega snyrti- legar. Ferðafélaginn 1991 kominn út Ritlð Ferðafélaginn er komið út íþróttasamband lögreglumanna gefur ritið út, en efnið er unnið í samvinnu við Umferðarráð. Rit- inu verður dreift um allt land. í því er að fínna greinar, viótöl, bamaefni, skyndihjálp, létt spaug og ýmsar gagnlegar upp- lýsingar. Tilgangur útgáfunnar er þrí- þættur: Lögreglumenn vilja stuðla að góðum og jákvæðum samskipt- tun við almenning, þau þurfa ekki að vera og eru ekki neikvæð og erflð. LÖgregiumennimir verða oft vitni að sorglegum og oftast óþörfum slysum í starfí sínu. Þeir vilja miðla af þeirri reynslu sinni og koma á framfærí skila- boðum til fólks í þeirri von að þessum slysum fækld. Ritið er fjáröflun fyrir iþrótta- starfsemi lögreglumanna, en lögreglumenn um landið allt eiga mjög góða samvinnu, m.a. í gegnum íþróttaiðkun. -js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.