Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 31. júlí 1991 ISC! ÚTLÖND Leiðtogafundurinn í Moskvu: BUSH GREIÐIR FYRIR AUKNUM VIÐSKIPTUM Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær á leiðtogafundinum í Moskvu að Bandaríkin myndu lyfta viðskiptatakmörkunum sem verið hafa á Sovétríkjunum og gerður yrði svokallaður bestukjara- samningur milli landanna, en slíkur samningur mun tryggja sov- éskum iðnaðarvörum frjálsarí aðgang að mörkuðum í Bandaríkjun- um og tryggja minnstu mögulegu gjöld á sovéskar útflutningsvör- ur. Bush lofaði Gorbatsjov forseta Sovétríkjanna fyrir að auka frelsi sovéskra borgara til að flytja frá Sovétríkjunum og sagði að það væri grundvöllur að af slíkum samningi gæti orðið. Sovéskir embættismenn sögðu að viðskipti Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna myndu aukast um 150 miiijónir dollara á ári í kjölfar slíks samnings. Sovétmenn selja nú vör- ur fyrir um fimm milljarða doilara á bandaríska markaðinum, og eru það miklu minni viðskipti en t.d. við Kúbu. Mestur hluti þeirra vara sem Sovétmenn selja til Bandaríkj- anna eru olíuvörur og vélbúnaður. Boris Jeltsin forseti Rússlands sýndi Gorbatsjov lítisvirðingu í gær þegar hann mætti ekki á sam- eiginlegan fund þeirra, Nursultan Nazarbayev leiðtoga Kazakhstans, Heragi í japönskum skólum sætir vaxandi gagnrýni: Tveir táning- ar láta lífið Tveir japanskir táningar létust í sjúkrabfl á leið til sjúkrahúss eft- ir að kennarinn þeirra hafði hegnt þeim fyrir reykingar með því að halda þeim inni í giuggalausum jámbrautarvagni í tvo daga. Há- sumar er nú í Japan og er talið að nemendumir hafí látist vegna vökvataps en þeir fengu nánast ekkert vatn í prísundinni. Rannsókn málsins stóð yfir í gær, að sögn formælanda lögreglunn- ar, og var skólastjórinn í yfir- heyrslum, en það var hann sem lokaði nemendurna inni. Skólinn, sem er á tiltölulega lít- illi eyju, er fyrir börn sem tolla ekki í venjulegum skólum. Skól- inn er mjög strangur og er mark- miðið að „lækna" börnin með miklum aga. Skólastjórinn sagði að hann hafi lokað táningana inni í járnbraut- arvagninum á laugardagskvöldið. Þegar hann hafi opnað vagninn á mánudagskvöldið hafi þeir verið í mjög slæmu ástandi og þá hafi hann hringt á sjúkrabíl. Búist er við að atburðurinn eigi eftir að vekja upp harða gagnrýni á agareglur í japönskum skólum en mörgum þykir aginn ganga langt úr hófi fram. í Japan standa nú yfir réttarhöld yfir kennara sem veitti 15 ára stúlku banamein með því að skella dyrum á hana þegar hún kom nokkrum mínút- um of seint í kennslustund. Þá lét- ust fjórar stúlkur árið 1983 eftir að þeim hafði verið refsað af japr önskum skólayfirvöldum. George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna. og Bush. Almennt var álitið að með því að bjóða til þessa sameiginlega fundar væri Gorbatsjov að sýna Bush fram á gott samkomulag milli Sovétstjórnarinnar og Iýð- veldanna en eins og mörgum er kunnugt var nýr sambandssáttmáli samþykktur í síðustu viku til bráðabirgða, en hann skilgreinir tengsl sambandsstjórnarinnar og lýðveldanna. Daginn áður hafði Jeltsin gert sérstakan vináttu- samning við Litháen, sem felur í sér viðurkenningu á „fullveldi" Lit- háens, en lýðveldið er eitt fimm lýðvelda sem hunsuðu sambands- samninginn. Bush hvatti í gær sov- ésk stjórnvöld til að stuðla að var- anlegum friði m.a. með því að ganga til friðsamlegra samninga við Eystrasaltslýðveldin. Utanríkisráðherrar landanna, James Baker og Alexander Bessm- ertnykh, ræddust einnig við í gær og báru friðarumleitanir þeirra í Miðausturlöndum hæst. Að sögn bandarískra embættismanna átti Baker viðræður við ísraelska ráða- menn í gegnum síma en til stendur að Baker fari til ísraels þegar leið- togafundinum lýkur. Bessm- ertnykh sagði að það þyrfti að stefna að því að halda ráðstefnuna á þessu ári, annars væri hætta á að þetta einstæða tækifæri gengi mönnum úr greipum. Hann taldi einnig möguleika á því að hann og Baker færu saman til Miðaustur- Ianda, en bandarískum embættis- mönnum líst ekki vel á það. Reuter-SÞJ De Klerk, forseti Suður-Afríku: BB ENDURSKOÐAR LOG UM LEYNISJÓÐI F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, sem reynir nú eftir fremsta megni að sættast við Afríska þjóðarráðið (ANC) eftir að upp komst um leyni- greiðslur stjórnarinnar til helsta pólitíska andstæðings hreyfingar- innar, Inkata- frelsisflokksins, lof- aði í gær að endurskoða lögin um hina leynilegu sjóði stjórnvalda en greiðslurnar voru einmitt greiddar úr slíkum sjóðum. De Klerk sagði á fréttamannafundi í gær að hann mundi skipa óháða nefnd sem mundi vera til ráðgjafar um þau leynilegu verkefni sem stæðu yfir. Þetta var í fyrsta skipti sem De Klerk tjáir sig um leynilegar greiðslur stjórnarinnar árið 1986 til Inkata-frelsisflokksins og verka- lýðssamtaka tengdum þeim. ANC hafði krafist róttækra að- gerða gegn þeim ráðherrum sem báru ábyrgð á greiðslunum og kom De Klerk að hluta til móts við sam- tökin þegar hann skipti um tvo ráð- herra, lögreglu- og varnarmálaráð- herra. De Klerk neitaði því í gær að ríkis- stjórnin færi á bak við ANC í friðar- viðræðunum og sagði það ósatt að stjórnvöld hafi kynnt undir átök biökkumanna. Reuter-SÞJ Afganistan: Skæruliðar taka vel í friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna Fréttavfirlit London - Hæstiréttur Bret- lands frestaði f gær i annað sinn að taka bankann BCCI (Bank of Credit and Comm- erce International) til gjald- þrotaskipta að beiðni stærstu hluthafa bankans en þeir hafa iagt fram viðreisnaráætlun fyr- ir bankann. Frestunin er til 2. desember. Þann 22. júlf óskaði Englandsbanki eftir að bankfnn, sem hefur höfuð- stööva f Abu Dhabí f Samein- uðu arabísku furstadæmun- um, yrði tekinn til gjaldþrota- skipta vegna þess að víötækt svindl heföi átt sér stað við rekstur hans. BCCI er einn stærsti viðskiptabanki heims og hefur útibú f 69 löndum. Ðelgrad - Fulltrúar lýðveld- anna sex og sjálfsstjómarhér- aðanna tveggja í forsetaráði Júgóslavíu hófu að nýju við- ræður f gær til að reyna að binda enda á átökin f Króatfu. Atökin fara harönandi og hafa næstum hundrað manns fallið f þeim sfðustu daga. Moskva - Stjórnvöld í Lithá- en viðurkenndu f gær sjátf- stæði Króatíu og Slóveníu frá Júgóslavíu og vildu með því leggja áherslu á eigin baráttu fyrir sjálfstæði frá Sovétríkj- unum. Moskva - Alexander Bessm- ertnykh, utanrlkfsráðherra Sovétríkjanna, gaf í skyn í gær, áður en hann höf viðræð- ur við James Baker utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að þróun samskipta Israels- manna og araba ráöi miklu um það hvenær Sovétmenn tækju upp fulit stjómmálasamband við (srael. London - Einn af leiðtogum Kúrda f Norður-Irak, Jalal Tala- bani, hvatti f gær John Major, forsætisráöherra Bretlands, tii að hjálpa þúsundum Kúrda f Norður-írak sem misst hefðu helmili sín. Talabani átti stutt- ar viðræður vlö Major f gær og lofaði forsætisráðherrann að hjálpa til við að samræma al- þjóötega neyðaraðstoð. Þús- undir Kúrda hafa flúið til landamæra Irans á undanförn- um dögum en þeir óttast frek- arf árásir Irakshers á skæru- ilöa nærri Sulalmaniya en þar kom til bardaga milli þessara fylkinga fýrr í þessum mánuði. Bacau - Óttast er að yflr hundrað manns hafi látið lífið f noröausturhluta Rúmenfu eftir mikil flóð sem f gær höfðu staðið yfir f tvo daga. Að sögn embættismanns f Bacau-hér- aðinu höfðu 40 lík fundist en 69 manna var saknað og ótt- ast var að þeir hefðu drukkn- að. Stíflur brustu á snemma á mánudaginn eftir miklar rígn- ingar um helgina og vatnselg- urinn hrelf meö sér nokkur hundruö hús. Spáð var áfram- haldandi rlgnlngum. Tokyo - Stjómvöld í Norður- Kóreu lögðu í gær til að Kín- verjar og Sovétmenn, sem veriö hafa bandamenn Norð- ur-Kóreumanna f gegnum tfð- Ina, myndu ásamt Bandaríkja- mönnum, tryggja að Kóreu- skaglnn veröi kjarnorku- vopnalaust svæði. Norður- Kóreumenn hafa áður komið með svipaöar tillögur en þetta er f fyrsta skipti sem þeir leggja til að Kínverjar og Sov- étmenn taki þátt f viðræðum um kjarnorkuvopnalausan Kóreuskaga. Reuter-SÞJ Skæruliðar í Afganistan sam- þykktu í gær að skoða betur friðar- áætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan og sögðust vel geta hugsað sér hana sem grundvöll að fríðsamlegri lausn borgarastyrjald- arinnar í landinu sem staðið hefur yfír í þrettán ár. í sameiginlegri yfirlýsingu sem skæruliðarnir og helstu stuðnings- menn þeirra, Pakistanar og íranir, sendu frá sér að Ioknum viðræðum þessara aðila í Islamabad í Pakistan í gær segir að þátttakendurnir í við- ræðunum hafi séð mörg „jákvæð at- riði“ í friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cu- ellar, lagði þessa áætlun fram í maí síðastliðnum en róttækir skæru- liðaleiðtogar höfðu áður hafnað henni. Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir að mynduð verði bráðabirgðastjóm sem stjórni þangað til lýðræðislegar kosningar verði haldnar í landinu. Ali Akbar Velayati utanríkisráð- herra írans, sem átti aðalfrumkvæð- ið að friðarviðræðunum, sagði að þær mörkuðu vendipunkt í borgara- styrjöldinni í Afganistan. Hann sagði að um 90% allra afganskra skæruliðahópa hafi tekið þátt í við- ræðunum og stefnt væri á að halda aðrar viðræður í Tehran í íran. Einn róttækur skæruliðaleiðtogi tók ekki þátt í viðræðunum og tveir aðrir sendu lágt setta fulltrúa til viðræðnanna og annar þeirra gekk út er þær voru hafnar. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.