Tíminn - 31.07.1991, Síða 14

Tíminn - 31.07.1991, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 31. júlí 1991 UR VIPSKIPTALIFINU Um efnahagslega sameiningu Þýskalands Iðnaður Þýska alþýðulýöveld- isins var í rúst þegar það geispaði golunni. Mikið verk er framundan að hreinsa til og byggja atvinnuvegina og fram- leiðslufyrirtækin upp á nýjan leik. Kostnaðurinn nemur stjarnfræðilegum upphæðum. Myndin er af fyrrum sósíalískri verksmiðju í Buna. stæðs viðskiptajöfnuðar um 5% af vergri þjóðarframleiðslu framan af árinu 1989 varð viðskiptajöfnuður óhagstæður um 1,5% hennar á fyrsta ársfjórðungi 1991. Um atvinnulega og peningalega sameiningu Þýskalands hafa verið birtar margar álitsgerðir og rit- gerðir, á meðal þeirra. Horst Siebert: German Unificati- on: The Economics of Transition, Working Paper no. 468, maí 1991. G A Akerlof, A.K. Rose, J.L. Yellen and H. Hessenius: East Germany in from the Cold: The Economic Aftermath of Currency Union, Brookings Papers in Economic Activity, no. 1,1991. K.W. Schatz and K.D. Schmidt: Germanic Economic Integration: Real Economic Adjustment of the East German Economy in the Short and in the Long Run, a pap- er presented at the Kiel Institute for the World Economy, 26-28 June 1991. Atvinnuleg og peningaleg sam- eining Vestur-Þýskalands og Austur- Þýskalands varð form- lega 1. júlí 1990, þótt öllu fremur væri samfelling hins síðamefnda að hinu fyrr- nefnda. Og hefur sú samfell- ing ekki verið aðilum sárs- aukalaus, en frá henni sagði Financial Times svo 1. júlí 1991: „• Iðnframleiðsla í Austur- Þýska- landi minnkaði um 43% frá júlí 1990 til febrúar 1991. Hins vegar jókst iðnframleiðsla í Vestur- Þýskalandi um 8% frá júlí 1990 til apríl 1991. • í Austur-Þýskalandi minnkaði verg þjóðarframleiðsla um 15% frá 1989 til 1990 og minnkar ósenni- lega minna frá 1990 til 1991. í Vestur- Þýskalandi jókst verg þjóð- arframleiðsla um 4,5% frá 1989 til 1990 og að mati OECD mun hún vaxa um 2,8% frá 1990 til 1991. „í Austur-Þýskalandi hækkaði tala skráðra atvinnuleysingja úr 270.000 í júlí 1990... upp í 840.000 í maí 1991 og tala fólks í hlutastarfi hækkaði úr 660.000 í 1.960.000 ... Um 250.000-300.000 Austur-Þjóð- verjar sækja daglega vinnu í vestri, en um 500.000 Austur-Þjóðverjar hafa flust til (Vestur-Þýskalands). Á sama tíma hefur atvinnulausum í Vestur- Þýskalandi fækkað úr 1.860.000 ... í júlí 1990 í 1.600.000 í maí 1991. • Einungis í launamálum hefur saman gengið. í hlutfalli við laun starfsmanna í Vestur-Þýskalandi hafa laun starfsmanna í Austur- Þýskalandi hækkað úr 32% á síðari árshelmingi 1989 (og á því stigi voru þau einungis sakir hagstæðs skiptahlutfalls mynteininganna, ein á móti einni), upp í um 50% á fyrra árshelmingi 1990. Samband málmiðnaðarmanna samdi í mars 1991 - og setti þá fordæmi — um að laun þeirra yrðu 1994 jöfn vest- ur-þýskum launum nema um auka-greiðslur (fringe benefits)." „Við hina atvinnulegu og pen- ingalegu samfellingu 1. júlí 1990 var talið, að um þriðjungur austur- þýskra fyrirtækja yrði lagður niður. Nú er hins vegar auðsætt, að mest- allur austur-þýskur iðnaður mun leggja upp laupana, nema mikil aukning framleiðni komi til eða styrkjum til hans verði uppi haldið stofnunarinnar f Kiel. í Austur- Þýskalandi nemur hallinn á al- mannageiranum, sem skattar og lán frá Vestur-Þýskalandi standa undir, um tveimur þriðju hlutum útgjalda hans, og svarar nokkum veginn til vergrar þjóðarfram- leiðslu Póllands. Á þessu hefúr Vestur-Þýskaland ráð, en efnum þess eru þó takmörk sett. Allsherjar hallinn á þýsku fjár- lögunum 1990 nemur 80 milljörð- um DM eða 3% af vergri þjóðar- Fagnaðarlæti við Brandenburgarhliðið þann 3. október 1990, daginn sem þýsku ríkin voru sameinuð. ... Austur-Þýskaland hlýtur nú fjár- stuðning, sem í hlutfalli við þjóð- artekjur hlýtur að vera sá mesti, sem um getur í sögunni. Nemur hann liðlega helmingi þjóðartekna þess, að mati Horst Siebert, for- stöðumanns Alþjóðlegu efnahags- framleiðslu Þýskalands. Við hina atvinnulegu og peningalegu sam- fellingu 1. júlí 1990 taldi Theo Wa- igel fjármálaráðherra lánsþörf hennar vegna verða um 86 millj- arðar DM. En að nokkru sakir þess að ekki hefur tekist að draga úr rík- isútgjöldum á Vestur-Þýskalandi varð sú tala hin fyrsta í runu allt of lágra áætlunartalna. Þegar liðið var fram í maí 1991, var talið, að fjárlagahallinn 1991 yrði 140-150 milljarðar DM (eða 5% af vergri þjóðarframleiðslu) ... í stað hag- FRIMERKI NÝ FRÍMERKI Á frímerkjasýningunni NORD- 1A-91 var sýnd ný útgáfa fyrir Dag frímerldsins, en smáörkin, sem þá hefði komið út, varð að koma út fyrir sýninguna, þar sem hún tengdist henni. Örk þessi er með 8 frímerkjum í og myndum skipa sem hafa flutt póst til og frá íslandi og á íslenskar hafn- ir. Meira að segja hefur verið póst- hús og póstafgreiðslumaður um boð í Esjunni, með sérstakan stimp- il um árabil. Þessi skip, sem um er að ræða, eru: Arcturus, Sölöven, Gullfoss I og Esjan 11. Verða þau með mismun- andi samsetningum tvö af hverju merki í hverri örk. Þannig er eigin- lega hver örk tvöföld fjórblokk, með mismunandi samsetningu. Þá vaknar spurningin: Hvað segja safn- arar nú? Þá var einnig gefið út tölvupóst- kort af tilefni NORDIA-91. Þetta var póstkort með mynd af Laugardaln- um í Reykjavík. Frímerkið sem var prentað á kortið og bar burðar- gjaldsupphæðina 26,00 krónur, var svo með mynd af Laugardalshöll- inni, en þar var sýningin haldin. Tölvupóstkort þetta var svo ein- vörðungu selt notað á sýningunni. Þá gefur auga leið að þama varð ekki mikil sala. Samtals seldust á sjálfri sýningunni, 1845 kort. Síðan barst nokkuð af pöntunum til Frí- merkjasölunnar, svo að heildarupp- lag kortanna verður ekki yfir 5,000 — fimm þúsund — eintök. Hefði það ekki einhvem tímann verið tal- ið sjaldgæft? Sumir segja að slík sjaldgæfni sé afstæð, eftir því hvort um safnara eða dómara á frímerkja- sýningum er að ræða. Þann 14. ágúst koma svo út fjögur frímerki. Þama er um að ræða framhald samstæðunnar sem byrj- að var að gefa út í fyrra, með frí- merkjum með myndum af keppnis- íþróttum. Verður samstæða þessa árs með myndum af golfi og glímu. Þá verður tveggja merkra íslend- inga minnst þennan dag með því að gefa út frímerki með myndum þeirra. Það eru þeir Ragnar í Smára, eða Ragnar Jónsson bókaútgefandi í Helgafelli og listavinur, sem skreyt- ir annað þeirra, en Páll ísólfsson dómorganisti, tónskáld og Þjóð- kórsstjóri, sem skreytir hitt frí- merkið. Myndirnar á frímerkjunum eru eftir málverkum. Kjarval málaði myndina af Ragnari, en Hans Alex- ander Muller myndina af Páli. Þama eru þeir tveir heiðraðir, sem hvað mest hafa lagt til íslenskra tón- mennta og tónlistarmála fram yfir miðja þessa öld. Sigurður H. Þorsteinsson rTTtfl «'nr,''jMq I ÍSLAND 70“ J ' « i> IIUMtlltJ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.