Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 31. júlí 1991 Tíminn 15 Frjálsar (þróttir: Véstelnn náðl sínu besta kasti á árinu Á mánudagsfcvöld var haldið fcastmót FIU-VÍSA-MAZDA á Laugardalsvelli. Um var að ræöa aukamót fyrir þá fcastara sem kepptu í kringlufcasti á Varmár- velll á sunnudag. Lettamir tveir röðuöu aér *em fyrr í tvö efstu saetin, en Vé- steinn Hafsteinsson, HSK, náði sínu besta fcasti á árinu, 63,86m, sem er yfir lágmaridnu fyrir HM í Tókýó. Vósteinn hafði áður tryggt «ér farseöiiinn til Tókýó. Vindur var hagstæður tii fcringlufcasts, en meðvindur hamlaöi góöum árangri á sunnudaginn. Það var Vaclavas Kidikas sem sigraöi á mótinu, kastaöi 65,05m, en Romas Ubartas varö ahhar með 64,74m. Norðmaðurinn Sven lnge Val- vik varð fjórði með 62,42m. BL Giíma: Rögnvaldur endurkjörinn Síðari hluti ársþing* Glímu- samhand* fslands var haldlnn sl. laugardag. Á þínginu, sem haldið var í Reykjavtk, var Rögn- vaidur ólafsson endurkjörinn formaöur sambandsins. Aðrir stjómarmenn, þeir Sig- urður Jónsson, Hjálmur Sig- urösson, Jón M. ívarsson og Gunnar Jóhannsson voru etnnig kjömir einróma. Gunnar fcom í staö Lárusar BjÖmssonar, sem gekk úr stjóm. Á framhaldsþinginu voru lagð- ir fnm endurskoöaöir reiiming- ar áranna 1989 og 1990, en rekstarafgangur var bæði árin. Þrátt fyrir það nema sfcuidir sambandsins tæplega 1,5 mOij- ónum króna og þeim á að mæta með spamaði og aufcínni fjáröfl- un. Erlend samskipti GLÍ hafa stóraukist á undanfomum árum og í þínginu var mörkuð sú stefna að leggja megináherslu á samslripti við þjóðir keltneska fangbragðasambandsins. Á melstaramóti þess í Frakklandi í haust verður glfman eins af keppnisgreinunum, ásamt axl- artökum og gouren. BL Siglíngar: Mardöll fyrstur Kjölbáturinn MardöU, með Bjama Hannesson, Vogi, viö stjómvölinn sigraði í fyrstu keppninni af fimm á íslands- mótinu í fcjöibátasiglingum, en keppnin fór fram si laugardag. Brautin var um 20 sjómflur á ieng og var sigit með ströndum fram. I öðru ssti varð Steinar Gunnarsson, Brokey, á Dögun og þriðji varö Jón Hjaltalín Ól- afsson, Brokey, á Flónnl. Mótinu verður framhaldiö 23.- 24. ágúsLBL í kvöld: Þrír leikir í sam- skipadeildinni Tólfta umfcrð 1. deildar fcaria í knattspyrnu-Samsfcipadeildar, hefst í fcvöld með þremur leifcj- um. Á KópavogsvelU leika Breiða- biik og Víðlr, ÍBV og FH mætast f Eyjum og á KR-velli taka KR- ingar á móti Vfkmgum. Leikirnirhegastallirkl. 20.00. BL Ólympíuleikar þroskaheftra í Minneapolis: Keppendur í stjörnufans — stórkostleg lífsreynsla fyrir þá sem þátt tóku Óiympíuleikum þroskaheftra, Special Olympics, lauk í Minneapolis í Banda- rífcjunum á laugardaginn. AUs tóku 18 keppendur frá Islandi þátt í leikunum. Að sögn fararstjóra hópsins var frammistaða íslensku keppendanna mjög góö og feröin öDum þátttakend- unum stórkostieg lífsreynsla. Alls var keppt í 16 íþróttagreinum á leikunum og voru þátttakendumir um 6 þúsund frá 90 löndum. Allt skipulag, aðbúnaður og umgjörð um leikana var sérlega glæsileg og líktist mjög fyrir- komulagi Ólympíuleikanna í Seoul 1988, þó hér sé um gjörólíka íþrótta- viðburði að ræða. Það er bandaríska Kennedy fjölskyldan sem stendur fyrir samtökum þeim er halda leikana, en ekld er um keppni afreksmanna að ræða, heldur geta allir verið með. 50 þúsund sjálfboðaliðar störfuðu við leik- ana, sem nutu gífurlegs stuðnings stórfyrirtækja í Bandaríkjunum. íslensku keppendumir 18 tóku þátt í sundi, frjálsum íþróttum, knattspymu og knattþrautum. Þrjú gullverðlaun unnust, átta silfúr og eins bronsverð- laun. Auk þess sem aliir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir önnur sæti. Allir þátttakendur vom flokkaðir niður eftir getu, þannig að aðeins 6 keppenndur vom í hverjum flokki. Árangurinn var þessi: Knattspyma Knattspymuliðið hlaut gullverðlaun eftír úrslitaleik við Tælendinga, en í þeim leik sigmðu íslendingar 3-2. ís- lenska liðið Iék í 3. deild, en liðunum var skipt í deildir eftír styrkleika og vom 6 lið í hverri deild. í íslenska liðinu vom: Magnús P. Komtop, Hreinn Hafliðason, Björgvin Kristbergsson, Ottó A, Birgisson, Guð- jón A Ingvason, Pétur Jóhannesson, Jón G. Hafsteinsson og Ólafur Ólafs- Þrír einstaklingar tóku þátt í knatt- þrautum. Ottó Amar Birgisson vann gullverðlaun, Björgvin Kristbergsson bronsverðlaun og Hreinn Hafliðason varð í sjöunda sæti. Frjálsar íþróttir Kristófer Ástvaldsson vann silíúrverð- laun í fimmþraut og varð fyórði í 200m hlaupi. Sigurður Axelsson varð fjórði í fimm- þrauL íris Gunnarsdóttir vann gull í bolta- kasti, silfúr í kúluvarpi og varð fjórða í langstökki. Steinunn Indriðadóttir varð fjórða í langstökki og kúluvarpi og fimmta í lOOm hlaupi. Guðrún Ösk Jónsdóttir vann brons- verðlaun í boltakasti og varð fjórða f langstökki. Sund Halldór B. Pálmason vann silfúr í 25m og 4x25m skriðsundi, varð fimmti í 50m skriðsundi og sjötti í 50m bringu- sundi. Sigurður Gíslason vann silfúr í 25m skrið- og bringusundi og varð áttundi í 25m baksundi. Bergur Guðmundsson vann silfur í 25m bringu- og skriðsundi og varð fiórði í 25m baksundi. Aðalsteinn Friðjónsson vann silfúr í 50m baksundi og 4x25m skriðsundi og varð fjórði í lOOm bringusundi og 50m skriðsundi. Anna Ragnarsdóttir varð fjórða í 25m bringusundi. Keppendur umvafðir stórstjömum Frægir skemmtikraftar skemmtu á opnunar- og lokahátíð leikanna og að- stoðuðu við verðlaunaafhendingu. Meðal þeirra voru Bill Cosby, Prince, Amold Scwhartzenegger, Telfy Savalas, Randy TVavis, Don Johnson, Melany Griffith, Bob SageL Christie Allie og Ted Danson. Þá var Kennedy fjölskyld- an með Edward öldungadeildarþing- mann í fararbroddi á staðnum. BL HM í frjálsum íþróttum öldunga: Jóhann fjórði og Unnur fimmta Keíipni á hdmsmcistaramóti öld- unga í lathy í FSnnlandi lauk um heJgina.UnnurStefánádóttirkeppti í undanrásum í400m hbupi 40-45 ára á föstudag og feomst f úrsHL í úrsKtahlaupinu, sem hlaupið var á buiganlag, hþóp Unnur á sínum bestatímaíþrjúár, 60,07 sefcog varö í fimmta sætL Ensk kona sigr- aði í grrininni í 58,44 sek. en næshi Qórir keppendur ksnnu á svipuðum túna í mark. Jóhann Jónsson, sem kepplr í flokki 70-75 ára,kepptííþrístökkiá laugardag og varð í flóröa sæti, stökk 12,27m. Sigurvegarinn f grtínlnni sigraöi á nýjo hrimsmetL Mótinu var síöan sfitíð á sunnu- dag. Næsta mót fer fríun í Tófcýó eftír tvö ár, en á næsta ári fer fram EvrópumótíNoiegL son. íslenska knattspymuliöið sem vann gullverðlaun á leikunum. Aftari röð frá vinstri, Stefán Ólafsson þjálfari, Ottó A. Birgisson, Björgvin Kristbergsson, Hreinn Hafliðason, Ólafur Ólafsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri, Magnús P. Komtop, Guðjón A. Ingvason, Pétur Jóhannesson, Ólafur Ólafsson og Jón G. Hafsteinsson. Körfuknattleikur: , Babcock þjálfar IR ÍR-ingar standa nú í samningavið- ræðum við bandarískan þjálfara, Arthur Babcock að nafni. Babcock mun að öllum líkindum þjálfa körfuknattleikslið félagsins, sem leikur í 1. deild á næsta keppnis- tfmabili, aukyngri flokka. Aðeins er eftir að ganga frá formsatriðum varöandi samninginn, en Babcock mun að öllum lfldndum koma til landsins um miðjan ágúst. Babcock er 35 ára gamall og þjálf- aði og lék með liði í 2. deild í Norð- ur-Noregi í fyrra. Liðið varð í öðru sæti í deildinni, tapaði aðeins 4 leikjum. Babcock, sem er 2,03m á hæð, skoraði 22 stig að meðaltali í leik og hirti 18 fráköst. í sömu deild lék verðandi þjálfari og leikmaður Hauka, Larry Hotaling. Babcock var aðstoðarþjálfari hjá State University of New York í Os- wego 1989-1990. Þar áður lék hann í bandarísku CBA-deildinni og sem þjálfari og ieikmaður í Frakklandi og Þýskalandi. Á sínu fyrsta ári í Frakklandi, 1978-1979, var Babcock stigahæstur í frönsku deildinni með 43,3 stig að meðaltali. Babcock mun fyrst og fremst eiga að þjálfa ÍR- lið- ið, en ekki leika með sjálfur. Mikill hugur er í ÍR-ingum að end- urheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni, sem þeir misstu naumlega í fyrra. Liðið hefur þó misst þrjá leikmenn, Karl Guðlaugsson í Snæfell, Eggert Garðarsson í Hauka og Brynjar Karl Sigurðsson í Val. Þá er ljóst að fyrr- um leikmaður ÍR, Jón Örn Guð- mundsson sem lék með Þór sl. tvö ár, mun ganga til liðs við Hauka. BL Knattspyrnupunktar: ★ S-Afríkumenn búa sig nú af kappi undlr að tafca á ný þátt í al- þjóölegu íþróttastarfí. Landið hefur sótt um inngöngu í FIFA, «n fyrír 15 árum var S-Afríka rekin úr sambandinu vegna að- skflnaðarstefnunnar. Þá réð knattspymusambands landains í gær landsliðsþjálfara, Breta að nafni Geoff Butler, fyrrum leik- mann með Notts Counfy. ★ Aston V'illa hefur keypt mið- vallarkflcnunnran Kevin Ri- chardson firá RcaJ Sociedad á SpánL Kevin hefur orðið enskur meistari bæði nteð Arsenai og Everton. ★ Cesar Luis Menottí, sem gerði Argentínumenn að heimsmeist- vanrn 1978, vfll þjálfa HM Hð Mexíkana f heimsmeistarakeppn- innl í Bandaríkjunum 1994. ★ UEFAhefur hætt við að dæma hollenska liöið Den Bosch f þriggja ára keppnisbann Á Evr- ópumótunum f knattspymu. BL BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar JEPPA HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU WHANK00K Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. PÓSTFAX TÍMANS Hröð og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík ^fmar; 91-30501 og 91-84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.