Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. júlí 1991 Tíminn 3 w ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra: eru ekki sanngjarnar Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir að sér fínnist ásakanir námsmanna í sinn garð, vegna breyt- inga á lögum LIN, ekki sanngjamar. Hann segir að sú nefnd, sem hann hafí skipað tll að Qalla um lagabreyt- ingamar, væri einungis skipuð fulitrúum stjómar- flokkanna. Hlutverk nefndarinnar værí að skýra honum frá fyrstu hug- myndutn um breytingar á iiigutn Lánasjóðsins. ólafur segist hafa sagt fuiltrúum nátnsmanna, al- veg ffá upphafi, aö samband og samráð yrðu höfö við þá á síðara stigi málsins. .Jafnframt hef ég sagt þeim að það verði efckert frumvarp lagt fram nema að und- angengnu samráði við þá. Þetta eru eÖd óeðlileg vinnubrögð og þessar ásafcanir eru ósanngjarn- ar, miðað við það að þetta var þeim ailt saman fcunnugt áður,“ sagði Ólafur. Hann segist hafa svarað þeim bréflega, þegar hann hafi fengið frá þeim skrifiega ósk um beina aðild að nefndinn). Hann hafl hafnað þeirri ósk, þvf ncfndin ættí einungis að vera skipuðum fuiltrúum stjómar- flokanna og þeir ættu að móta þessar fyrstu hugmyndir. í fram- hafdi segist ÓÍafur hafa hugsaö með sér að leita eftír samstarfi við stúdenta áður en frumvarp í endaniegri mynd verði lagt fyrir Ólafur G. Einarsson. Aðspurður um það hvort það ætti að setja vextí á námslánin nó í haust, þá sagði ólafur að það væri cinungis ein hugmynd sem komiö hefði upp, en margar hug- myndir væru í gangi og ekkert hefði verið ákveðið í þeim mál- um. Bókanir ganga vel hjá Smyril Line: Útlendingar vilja íslenskt loftslag Jóhann Jónsson hjá Austfar hf. á Seyðisfírði segir í samtali við Tím- ann, að rekstur Smyril Line hafi gengið haria vei í sumar. Hann segir samanburðinn vera hagstæðan mið- að við síðasta ár og sumarið núna lítí vel út. Jóhann kveður fleiri íslendinga hafa ferðast með ferjunni í ár heldur en í fyrra. Hins vegar hafi stór hluti þeirra, sem ferðuðust með Smyril Line á árunum þar á undan, verið ís- lendingar. Jóhann segir að erfitt sé að segja til um ástæður þessa breytilega fjölda íslendinga sem ferðist með ferjunni, en sjálfsagt skipti efnahags- ástandið á landinu einhverju máli. Jóhann segir að það séu alltaf ein- hverjar hreyfingar á milli ára, þannig að ferðamenn frá einu landi verða meira áberandi. En það er ekki mark- tækt þegar til skemmri tíma er litið. Stærsti hluti þeirra útlendinga, sem ferðast með ferjunni, eru Norður- landabúar og Þjóðverjar. Auk þess virðist hlutfall Frakka fara vaxandi. Jóhann telur veðráttuna í Evrópu einnig geta skipt máli. Reynslan er almennt sú að eftir heitt sumar í Evr- ópu leitar fólk frekar norður á bóginn næsta ár á eftir og öfugt. Jóhann kveðst hafa heyrt það hjá út- lendingum í sumar, þegar hitinn var sem mestur, að þetta var ekkert endi- lega það veður sem erlendu ferða- mennimir vildu. Fólk var búið að búa sig undir eitthvað annað og vildi ekki fá „heitra landa loftslag". -js Framkvæmdir á vegum Reykjavík- urborgar við fyrsta áfanga íþrótta- miðstöðvar í Grafarvogi eru hafnar. fþróttahúsið er byggt sem kennslu- húsnæði fyrir Foldaskóla og Húsa- skóla, en í því verður einnig aðstaða fyrir keppnir og æfíngar íþróttafé- laga svo og almennings. íþrótta- húsið mun jafnframt rúma um 750 áhorfendur. í seinni áföngum hússins er síðan gert ráð fyrir að innrétta búnings- og félagsaðstöðu fyrir Ungmenna- og íþróttafélagið Fjölni. Einnig á að byggja yfirbyggða göngugötu og yf- irbyggða sundlaug. Heildarflatarmál húsnæðisins, án sundlaugar, er um 4000 fermetrar. Hagvirki - Klettur hf. bauð lægst í jarðvinnuna og áætluð verklok eru í september. Landssamband hjálparsveita skata, Rauði kross íslands og Bílanaust hf.: Öryggisdagar Bfíanaust hf. hefur ákveðið í sam- vinnu við Landssamband hjálpar- sveita skáta og Rauða kross ís- lands að efna tíl skyndihjálpar- og öryggisdaga í verslun Bfíanausts hf. Á kynningunni mun Rauði kross íslands kynna skyndihjálp og dreifa bæklingi. Landssamband hjálpar- sveita skáta kynnir og selur sjúkra- gögn í bifreiðar. Bflanaust hf. kynn- ir ýmis öryggistæki fyrir bifreiðar. Kynningin stendur yfir í þrjá daga, 30. júlí til l.ágúst.frá kl. 10-18. Umferðarslys hafa verið tíð undan- farið. Þessi slys hafa vakið mikinn óhug meðal fólks. Nú, þegar mesta ferðamannahelgi ársins, verslunar- mannahelgin, er framundan verður að leggja mikla áherslu á áróður fyrir aðgæslu í umferðinni. Til viðbótar áróðri fyrir bættri umferðarmenningu er mikilvægt að búa ökumenn og annað ferða- fólk undir það, hvernig bregðast skal við, ef komið er að umferðar- slysi. Hver eiga fyrstu viðbrögð og aðhlynning að vera? Fyrstu við- brögð eru mikiivæg og margir munu eiga í erfiðleikum með að taka réttar ákvarðanir við slíkar að- stæður. Með skyndihjálpar- og öryggisdög- um er ætlunin að koma til móts við þá þörf sem er fyrir þessa fræðslu. -sis Birgir Ómarsson frá Landssambandi hjálparsveita skáta, Hannes Hauksson frá Rauða krossi fslands, Anton Angantýsson, Þráinn Þorvaldsson og Reynir Matthíasson frá Bílanausti hf. Vöruskiptin í jafnvægi Vöruskipti við útlönd fyrri helming þessa árs voru í jafnvægL Fluttar voru út vörur fyrir 46.4 mifíjarða, og inn fyrir sömu 46.4 milfjarðana. Á sama tímabili í fyrra voru þau hagstæð um 3 milljarða á föstu gengi. Þetta kemur friun í fréttatilkynningu frá Hagstof- iinni. Þar segir og að í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 8.7 milljarða, en inn fyrir 8.9 milljarða. Það gerir tap upp á 200 milljónir. í sama mánuði í fyrra var vöruskiptajöfnuður hagstæð- ur um 1.6 milljarða, enn á föstu gengi. Fyrstu sex mánuði ársins var verð- mæti vöruútflutnings óbreytt ffá fyrra ári, miðað við fast gengi. Sjávarafúrðir voru um 82% alls útflutnings. Tæp- lega 5% meiri en á sama tíma í fyrra. En útflutningur á áli var 9% minni og útflutningur á kísiljámi 59% minni en árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 7% meira en á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings til stóriðju var Ld. 11% meira en í fyrra. En verðmæti skipa og flugvéla ríflega .helmingi minna en í fyrra, og verð- mæti olíuinnflutnings var tæplega 4% minna. Að þessum liðum frátöldum, sem allajaffia eru mjög breytilegir, er annar innflutningur, um 78% af heild- inni, 22% meiri en í fyrra. -aá. Fjárfesting 1945-1989 Þjóðhagsstofnun hefúr gefið út ritið „Fjárfesting 1945-1989“. Þetta rit er hið 9. í ritröð stofnunarinnar um þjóð- hagsreikninga og er jafhframt fyrsta sérrit stofnunarinnar um fjárfestingu. Rit um landhelgina komið út: Landhelgi íslands 1901-1951 Ct er komift ritið Landhelgi íslands 1901-1952 eftir Jón Þ. Þór. Þaft er gfift út af Sagnfræðistofnun Háskóla lands. í ritinu er yfirlit yfir sögu landhelgis- mála frá gerð dansk-enska samnings- ins 1901 og fram til 1952. í formálan- um er tekið ftam að hér sé einungis um stutt yfirlit að ræða, ekki ítarleg rannsókn. Ritinu er skipt í 3 megin- kafla. Sá fyrsti fjallar um landhelgina og umræðu um stækkun hennar. Annar kafli segir ffá landhelgisgæsl- unni og uppbyggingu hennar, og kafli þrjú fiallar um aðdraganda útíærsl- unnar í 4 sjómflur. Alls er ritið 100 blaðsíður og er prýtt fiölda mynda. Höfúndurinn, Jón Þ. Þór, fæddist árið 1944 og ólst upp á Akureyri. Hann út- skrifaðist úr MA 1944, BA- próf í sagnfræði og bókasafnsfræði frá heim- spekideild Háskóla íslands 1969, cand. mag. í sagnfræði frá sömu stofnun 1972. Eftir það fékkst hann aðallega við kennslu. Hann var ráðinn til að skrifa sögu ísafiarðarkaupstaðar árið 1979 á vegum Sögufélags Isfirðinga og vann að því verki til 1989. Rit eftir hann eru m.a. Breskir togar- ar og íslandsmið 1889-1916, Saga lsa- fiarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins foma I-IV, auk fiölda greina í fræðirit- um hér heima og erlendis. -SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.