Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 UtBflBBÉffltflBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUOURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688S68 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SIMI 91-676-444 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1991 Utanríkismálanefnd fjallar um viðurkenningu Rússlands á Litháen. Eyjólfur Konráð gerir sér vonir um að: ■ ■ 12! K U IPPS Ui LA: SAI í )ÁNi ES' n 1 D „Það eru mikil og góð tíðindi að Rússland skuli hafa viðurkennt Litháen og Litháar Rússland. Ríkisstjórnin er einmitt að fjalla um það nú að við klárum það mál. Fjórum sinnum hefur verið ályktað um málið á Alþingi og nú liggur beinast við að fylgja þeim eftir með því að taka upp stjórnmálasamband við Litháen. Ég vona að það verði nú á allra næstu dögum,“ segir Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. í gær fjallaði utanríkismálanefnd hann hefur á samskipti íslands og AJþingis um nýgerðan samning Litháen. Aðrir nefndarmenn taka í Rússlands og Litháen og hver áhrif sama streng og Eyjólfur Konráð, en vilja fara hægar í sakirnar. .Alþingi hefur lýst því yfir að það ætli að taka upp stjómmálasam- band við Litháen. Eg held að því hljóti að hafa verið full alvara með því og fari nú að vinna að því. Það getur vel verið að það kosti okkur einhver óþægindi. En við verðum að taka prinsippafstöðu í þessu máli,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Kvennalistans í utanríkismálanefnd. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, seg- ir: „Þessi samningur Rússa og Lit- háa sætir miklum tíðindum og boðar gott. Við þurfum að skoða hann vandlega á næstu dögum. Ég hef haft mínar efasemdir um að við gerðum Litháum mikinn greiða með því að taka upp stjórn- málasamband við þá. En þeir hafa víst undirbúið vegabréfaútgáfú og ef þeir geta staðið undir sérstöku stjómmálasambandi þykir mér að við eigum að athuga það. Ég vil vitaskuld gera allt sem get- um til að hjálpa Litháum. En við megum ekki rasa þar um ráð fram. Þetta mál breytir fyrri mynd hins vegar ansi mikið." —SE/-aá. Stígamót verða með ráðgjafa á tveimur útihátíðum: Nauðganir á útihátíðum fiölmargar Því miður hefur rcynslan sýnt að útihátíðir hafa orðið vettvangur fjöl- margra nauðgana og annarrar kyn- ferðislegrar misnotkunar. Ráðgjafar frá Stígamótum verða á tveimur stærstu útihátíðunum um verslunarmannahelgina, þ.e. bæði í Vestmannaeyjum og í Húnaveri. Ráðgjafamir verða í samvinnu við heilsugæslu og lögreglu á þessum stöðum. Ef til kemur verða ráðgjaf- amir tilbúnir til að veita fólki stuðn- ing ef það verður fyrir nauðgun. Stígamót veita þolendum kynferð- islegs ofbeldis ráðgjöf og stuðning. Hingað til hafa Stígamót unnið með afleiðingar nauðgana og því er þetta í fyrsta sinn sem nokkurs konar for- varnarstarf á sér stað. Búið er að dreifa veggspjöldum víðs vegar um landið og er ætlað að vekja alla, sér- staklega unglinga og foreídra þeirra, til umhugsunar um þessi mál. Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfs- kona hjá Stígamótum, sagði í sam- tali við Tímann að forvarnir hefðu mikið að segja, nei þýðir nei og nauðgun er glæpur, ekki eitthvað sem er allt í lagi. „Það hefur miklar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir nauðgun. Þetta er alvara og þetta gerist. Skilaboðin sem við vilj- um koma áleiðis em þau að vinkon- ur á útihátíð fylgist vel með hverri annarri, og eins með vini. Ef fólk sér að eitthvað er ekki í lagi á það að skipta sér af því," segir Ingibjörg. Hún sagði að það væri opinbert leyndarmál að mikið væri um að stelpum væri nauðgað á útihátíðum. „Það hafa komið til okkar margar stelpur sem hefur verið nauðgað á útihátíðum. Þeim líður mjög illa og hafa margar ekki kært þennan glæp, jafnvel ekki sagt neinum frá honum. Þeim þykir einnig skammarlegt að hafa verið nauðgað," sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfskona Stíga- móta. Algengt viðhorf hjá fólki er að stelp- ur á útihátíðum geti sjálfúm sér um kennt ef þær verða fyrir nauðgun og ÞÝÐIR NEi Veggspjald frá Stígamótum. segja jafnvel að þetta sé ekki glæpur þar sem stelpan hafi verið dauða- drukkin. En málið er að nei þýðir nei og nauðgun er glæpur. -SIS Minni háttar hitabylgja Hörður Þórðarson hjá Veðurstofu íslands segir í samtali við Tímann að hitabylgjan núna væri svona minni háttar útgáfa af þeirri sem gekk yfir landið fyrr í júlí. Hörður segir að það vanti töluvert upp á það að þessi hlýindi séu alveg eins krassandi. Það má segja að þetta sé svona suðaustan átt með lofti frá Evrópu. Hörður segir að þeir á Veðurstof- unni séu með tvær tölvuspár í tak- inu. önnur gerir ráð fyrir því að lægð fari að nálgast landið frekar þegar líður að helgi og hæðin láti þá heldur undan. Hin spáin heldur hæðinni aftur betur. Þess vegna er veðurútlitið um verslunarmanna- helgina heldur óljóst enn sem komið er. -j* Veggmyndin „Lífsþræöir" eftir Gunnsteln Gíslason. Tímamynd: PJetur Anddyri RALA við Keldnaholt fær á sig nýjan blæ: VEGGMYND AFHJÚPUÐ í gær, þriðjudag, var afhjúpuð veggmynd eftir Gunnstein Gíslason í anddyri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins við Keldnaholt í Reykjavík. Erla Fahrestveit, eigin- kona Gunnsteins, afhjúpaði verkið. Nafn myndarinnar er „Lífsþræðir" og er tákngildi hennar nýkviknað líf er breiðir úr sér og brýtur sér leið. Myndin er 9 m2 að flatarmáli og er unnin í múrristu. Formin eru borin uppi af 14 mm ryðfríum stálteinum er halda formunum í um eins cm fjarlægð frá veggnum en stáltein- amir eru jafnframt hluti af heildar- myndbyggingunni. Myndskreyting- arsjóður ríkisins styrkti gerð verks- ins. Þorsteinn Jónsson, forstjóri RALA, sagði við þetta tækifæri að viðeig- andi væri að hafa listaverk á stofnun sem þessari, þar sem þar ynnu lista- menn á sviði náttúruvísinda. Verkið yrði til að auðga hugmyndaauðgi starfsmanna og gerði umhverfið fal- legra. Sturla Friðriksson dr.phil. flutti ljóð sitt „Lífsþræðir" eftir að verkið var afjúpað. Gunnsteinn Gíslason er fæddur 13. sept. 1946. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1963-1967 í kennaradeild og frjálsri myndlist. Hann innritaðist í Edin- burgh College of Art 1967 og lagði stund á veggmyndagerð. Hann lauk prófi þaðan 1969. Hann hefur m.a. kennt við Myndlista- og handíðaa- skólann og við myndlistadeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Gunn- steinn hefur tekið þátt í þó nokkrum fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. -SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.