Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 31. júlí 1991 HHHI ÁRNAÐ HEILLA 85 ára: Jóhann Jóhannesson Kvöld-, nætur- og holgidagavarsla apótoka I Roykjavík 26. júll tll 1. ágúst er I Laugamesapótoki og Árhæjarapótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsl- una frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknls- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I slma 18888. „J.J.“-stafimir standa fyrir Jóhann Jóhannesson. Meðal íþróttafélag- anna um 1930 var hann nefndur „Jói Long“. í 63 ár hefur hann verið iðkandi íþrótta, keppandi, í stjórn GHmufélagsins Ármanns, formaður einnar deildar þess og rekstrarstjóri íþróttamiðstöðvar félagsins. Engan skyldi því furða þó efnt sé til móts honum til heiðurs er hann verður 85ára31.júlínk. Ávallt er það varhugavert stjórn stórs félags gagnvart samheldni fé- lagsmanna að gera dagamun til heiðurs einum eða fleirum innan hópsins. „J.J.“ hefur sérstöðu og heiður honum sýndur orkar ekki tvímælis, eins og þegar hefur verið minnst á og verður betur gert hér á eftir — en það er þetta „Hlaupa-, göngu- og skokk-“ mót við Ár- mannsheimilið við Sigtún daginn fyrir J.J.-mótið sem stofnað er til í heiðursskyni við nafngreinda heið- ursþjarka og afreksöldunga. Undir- ritaður er einn öldunganna. Mæti ég, þá geri ég það leiður, því að margir sem varpað hafa ljóma á nafn félagsins með störfum sínum, keppni, unnum meistara- og met- titlum eða fært félaginu stig á stór- mótum hafa enga heiðrun hlotið, þó að náð hafi háum aldri. Ég tek sem dæmi aðeins fjögur nöfn úr hinum stóra hópi aldraðra forystumanna og afreksmanna Ármanns: Sigurð Inga Sigurðsson mjólkurfræðing, prestana Marinó Kristinsson og Grím Grímsson og Guðjón Hans- son. Renna má huga til allra þeirra, sem enn eru á lífi en voru virkir um 1930 og því nú aldraðir en gerðu kappmót, sýningar innan lands og utan glæsilegar með þátttöku sinni — og veittu þeim sem sigurlaunin hlutu harða keppni. Þessum ágæta stóra hópi heill og þakkir. Sný ég mér þá aftur að J.).“ og frjálsíþróttamóti Ármenninga. Framkvæmdanefndin hefur tileink- að J.).“ og mótinu kjörorðin Hreyf- ing — Vellíðan — Bindindi — Heil- brigði. Til að keppa á mótinu verður fræknasta íþróttafólk okkar og frá Eistlandi. Enginn vafi er á að þeir, sem koma á Varmárvöll miðviku- daginn 31. júlí, munu njóta þar góðrar keppni við frábærar aðstæð- ur. J.J.-mótÁrmenninga í frjálsum íþróttum Á allsherjarmóti ÍSÍ 1929 stóð svo glöggt með stigafjölda hinna „stóru" félaga þriggja, er seinasta grein mótsins skyldi hefjast, sem var 10 km ganga, að tækist Ármenningum að ná þriðja sæti þá var stigafjöldi fé- lags þeirra mestur. Ármenningurinn Jóhann Jóhannesson var meðal göngumanna. Þol hans, mýkt og viljafesta komu honum á löngum skrefum í annað sætið. Þar með vann Ármann virt verðlaun. Árið 1928 gekk Jóhann í Glímufé- lagið Ármann og ári síðar var hann kominn í stjórn þess. Hann tók þá þegar aö annast málefni frjálsíþrótta og eftir 15 ár í stjórninni var stofnuð frjálsíþróttadeild félagsins. Jóhann varð formaður og starfaði af ötul- leika sem slíkur til 1979 — og þó hann léti af formennsku hefur hann unnið frjálsíþróttum félagsins óslit- ið síðan og eigi látið öldrun hefta sig. Jóhann fæddist í Reykjavík 31. júlí 1906. Foreldrar hans voru Jónína Rósinkransdóttir og Jóhannes Sig- urðsson, löngum kenndur við Stein- húsið. Börn þeirra voru ein dóttir og fimm synir. Fjölskyldan fluttist út f Viðey er Jóhann var átta ára og þar ólst hann upp til 16 ára aldurs. Fermdist í hinni gömlu virðulegu Viðeyjarkirkju. Átta ára dvölin á eynni varð honum ævintýri, þó oft væri þrældómur ærinn á fiskreitum og í fiskhúsum við uppskipun og út- skipun. Hlaup voru á milli staða í sendiferðum og vandist Jóhann því fljótt að greikka sporin og lengja hlaupaskrefm. Úr nágrannasveitum komu ung- mennafélagar til vinnu í Viðey, t.d. Þorgeir í Varmadal og Gísli í Fitja- koti sem urðu snemma góðir íþróttamenn. Þeir efndu til kapp- hlaups úr þorpinu að búinu (Viðeyj- arstofu) og til baka um 3ja km veg. Jóhann var hvattur til að reyna sig. Lét til leiðast og varð fyrstur. Þetta var upphaf íþróttaferils hans, sem lauk 1936 er hann sigraði í 800 m hlaupi „öldunga". Fluttur í land gerðist Jóhann iðk- andi knattspyrnu í Val. Jens Guð- björnsson kom auga á langleggjaðan ungling og fékk hann til að spreyta sig í 5 km hlaupi Ármanns þar sem keppt var um bikar sem fótfrár Skaftfellingur hafði unnið tvisvar. Jóhann vann, en þótti leitt síðar er hann varð þess áskynja að sá, sem var bikarhafi, tók sér nærri að missa af bikarnum. Bikarinn vann Jóhann síðar til eignar. Úr þessu tók Jóhann að þjálfa sig og æfa hlaup. Veturinn 1929-30 naut hann leiðbeininga sænsks þjálfara, Evert Nielson (Vestervik-Nielson), sem hér starfaði fyrir væntanlegt mót tengt Alþingishátíð. Á mótinu vann Jóhann 800m, 1500m og llOm grindahlaup og var í sigursveit 1500 m boðhlaupsins (800, 400, 200 og lOOm). Jóhann var hlaupari í milli- vegalengdum og í grindahlaupi. Hann lagði þó til við langhlaupara meira af félagshyggju en sigurvon. Þátt tók hann í Álafosshlaupi og varð þriðji á eftir Oddgeiri Sveins- syni og Magnúsi Guðbjörnssyni. Tvisvar keppti hann í Hafnarfjarðar- hlaupi og varð í öðru sæti í bæði skiptin. Meistaramót íslands 1931 fór fram í Vestmannaeyjum og var Helgafellshlaup aukagrein (úr Her- jólfsdal, kringum Helgafell og inn í Herjólfsdal). Jóhann varð þriðji á eftir Karli Sigurhanssyni og Magn- úsi Guðbjörnssyni. Þannig mætti draga upp á yfirborð- ið minninganna brot úr afrekssögu Jóhanns, en slíkt er ófáanlegt hjá íþróttamanninum sjálfum. Um þriggja ára skeið var Jóhann í íþróttaráði Reykjavíkur, en það var fyrir tíð íþróttabandalags Reykjavík- ur og Frjálsíþróttasambands íslands og því nógar annir. Fram til 1938 að Jóhann gerðist dreifingarmaður mjólkurafurða Mjólkursamlags Reykjavíkur, vann hann hjá Reykjavíkurhöfn og í Sænska frystihúsinu. Hjá Mjólkur- samlaginu vann Jóhann í 38 ár. Eftir að Jóhann vegna aldurs hætti störfum við dreifingu mjólkuraf- urða, tók hann að helga sig starf- rækslu íþróttamiðstöðvar Ármanns. Þessi störf hafa verið meira þegn- skapur en atvinna. Formann félags- ins bar eitt sinn að húsakynnum í miðstöðinni, sem voru nýmáluð, og varð að orði: „Hver hefur afrekað þetta?" Einhverjum varð að svari: „Hver annar en hann Jóhann?" Við þessi krefjandi þjónustustörf hlaut Jóhann sjúkdóm í andlit og missti framan af tveim fingrum á hægri hendi. Undan fjárskorti kvarta íþróttafélög sífellt. Sala getraunaseðla bætti hag- inn, en hún krafðist eljusemi fárra félaga. f ellefu ár annaðist Jóhann þessa sölu fyrir Ármann og hafði af- skipti af 32 sölustöðum. Slík störf, jafnframt að sinna fullri atvinnu, hefði Jóhann ekki getað unnið félagi sínu nema að eiga stuðning og samstiga áhuga eigin- konu. Árið 1941 kvæntist Jóhann Þórnýju Guðrúnu Þórðardóttur (f. 24. apríl 1912). Þórný var stórvirkur Ármenningur að málum félagsins, þó sérstaklega tengdum leikfimi. Hún var um árabil í úrvalsflokkum Ármanns undir stjóm Jóns Þor- steinssonar. Hún tók þátt í 2 utan- förum og 4 lengri ferðum innan- lands. Börn þeirra hjóna eru þrjú, barnabörn 3 og barnabarnabörn 2. Hinn mæti Ármenningur og hús- móðir, Þórný, lést um aldur fram 1982. Við Ármenningarnir eigum Jó- hanni margt að þakka, en ekki síður konu hans, börnum og mökum þeirra. Megi þau í mótinu finna virðingu og þakklæti. Heill þér 85 ára íþróttamaður og þökk ykkur unga íþróttafólki, sem veitið okkur ánægju með keppni og heiðrið ,J.J.“ Þorsteinn Einarsson Auglýsing um að álagningu launaskatts á árinu 1991 sé lokið. Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póstlagð- ar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt, skv. b- og c-liðum 4. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breytingum, og hins vegar launaskatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða bar af greiddum launum á árinu 1990. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1991, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1991. 31. júlí 1991. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumd. vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumd. eystra. Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórínn í Austuríandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. RSK RÍKISSKATTSÍJÓRI t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langa-langömmu Þorgerðar Jónsdóttur frá Vík Erlendur Einarsson Margrét Helgadóttir Steinunn Einarsdóttir Fink Albert Fink Erla Einarsdóttir Gísli Felixson og fjölskyldur Systir okkar Elín Ástmarsdóttir lést að Elliheimilinu Grund 30. júll. María Ástmarsdóttir, Ingólfur Ástmarsson Ncyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröun Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opið I þvf apóteki sem sér um þessa vörslu, ti! kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna frídaga ki. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum ki. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opiö mmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styöja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeina, slmi 28586. Læknavakt fyrir Reykjavík, Soltjamames og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga firá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og heigidögum allan sólarhringinn. A Soltjamamosi er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00 og laugand. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tímapantanir I sima 21230. Borgarspltalinn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjukravakt (Slysa- deild) sinnlr slösuöum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og iæknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaögeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvomdarstöö Reykjavfkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér ónæmisskirteini. Garöabær: Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarijaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sölartiringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sátfræðistöðin: Ráðgjöf f sálfræðilegum efnum. Simi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Barnaspftall Hringslns: Kl. 13-19 alla daga Öldrunaríækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspftallnn f Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstöðln: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadoild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshællö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspítali: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósopsspitali Hafnarflröi: Alla daga kl. 15-16 oo 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. SJúkrahús Keflavfkurlæknlshiraðs og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsió: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00. slmi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Neyöarsimi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogur: Lógreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 11100. Hafnarfjöröun Lögreglan simi 51166, slökkvi- liö og sjúkrabrfreiö slmi 51100. Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan slmi 4222, slökkviliö simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreiö simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.