Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. júlí 1991 Tíminn 13 10 ára afmælisþing L.F.K. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið í Reykjavík dagana 4. og 5. október nk. að Borgartúni 6. í tilefni af 10 ára afmæli Landssambands framsóknarkvenna býð- ur Félag framsóknarkvenna í Reykjavík til skoðunarferðar föstu- daginn 4. október. Við heimsækjum fyrirtæki og stofnanir borgar- innar, sem ekki eru alltaf til sýnis almenningi, undir leiðsögn Sig- rúnar Magnúsdóttur og Sigríðar Hjartar. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður í boði FFK. Laugardagskvöldið 5. október er lokahóf Landsþingsins að Borg- artúni 6, sem jafnframt verður afmælishóf með skemmtidagskrá. Við hvetjum framsóknarkonur um land allt til að taka frá dagana 4. og 5. okt. og fjölmenna á afmælisfagnaðinn. Undirbúningsnefndin Stefna ’91 — Sauðárkróki Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept- ember n.k. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknarmönnum alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt í hóf. Gist verður í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fyrirlestrar munu fara fram I sal skólans. Eftir ráðstefnuna verður flölmennt á héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið verður að Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fýrir dansi. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar eru hvatt- ir til að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafn- arstræti 20, eða í síma 624480. Framkvæmdastjórn SUF Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1991 Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí sl., en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel- unnararflokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 5. ágúst. Það er enn tækifæri til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks- ins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða í síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn. AUGLYSINGASIMAR TIMANS: 680001 & 686300 Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1991 sé lokið. í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1991 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. 1. kafla framangreindra laga. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattum- dæmum miðvikudaginn 31. júlí 1991 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðs- mönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí-14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1991, húsnæðisbætur, vaxtabætur og barna- bótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæð- isbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1991, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1991. 31. júlí 1991. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumd. vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumd. eystra. Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðuriandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI W Dallasveisla í Astralíu Þótt hætt sé að framleiða þætt- ina um fjöiskylduna á South- forkbýlinu fyrir utan Dallas í Texas, eru þeir enn sýndir víða um heim og eiga sér marga aðdá- endur. Ástralir eru sumir hverjir hrifn- ir af þáttunum um fjölskylduna og vandamál hennar, og nýlega brugðu nokkrir af aðalleikurum Dallas sér til Ástralíu og var tekið með kostum og kynjum. Á myndinni eru Linda Grey, sem lék Sue Ellen, Larry Hagman sem heimsfrægur er fyrir frammi- stöðu sína sem sjáifur J.R., og kona hans Maj, í boði hjá ástr- ölskum aðdáendum. Þeir slógu upp mikilii grillveislu að Texassið og steiktu heilan grís. í Texas eru það að vísu naut sem þeir grilla helst. En eftir svipnum á veislu- gestum að dæma er grísinn af- bragð og Dallasfólki samboðinn. Au- fúsu- gest- ur Norman Schwarzkopf, stríðs- hetja og yfírmaður sameinaðs herafla Eyðimerkurstormsins, sem sallaði íraka út úr Kúveit, er alls staðar aufúsugestur og eftir- sóttur í samkvæmi fína fólksins. Hann er nú að skrifa endur- minningar sínar og hefur þegar selt þær fyrir svimandi upphæð og koma þær út í bókarformi á næsta ári. í heimalandi Normans er frægur dansflokkur kenndur við Will Ro- gers að viðbættu Follies dancers. Þar skemmta misjafnlega mikið klæddar stúikur gestunum og og þykir mörgum gaman að horfa á þær. Hershöfðinginn sigursæli og vinsæli brá sér á sýningu stúlkn- anna um daginn og voru þar svo uppnumdar að þær drifu hann í sinn hóp. Haft er fyrir satt að hann hafi leynst betur í dular- búningi sínum í eyðimerkur- stríðinu en meðal berbossa stelpna hjá honum Will Rogers. 'J' itb.-'O.VJ'í'Ch' W\ Dlíi'bV ! kxi ' » /'AvSr 'j"I j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.