Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 31. júlí 1991 Miðvikudagur 31. júlí 1991 ■■■■■■■■■■■■■■■■ Tíminn 9 Samningar um Evrópskt efnahagssvæði eru að öllum líkindum út úr myndinni eftir að ákveðið var að fresta þeim fram á haust. Pólitískur vilji ráðamanna bandalagsins má sín greinilega lítils frammi fyrir hagsmunum lítilla sérhagsmunahópa: sýndi loks vilja sinn verki Það er mat manna bæði hér heima og erlendis að samkomulag um Evrópskt efnahagssvæði heyri að öllum líkindum sögunni til, eft- ir að niðurstaða utanríkisráðherrafundar EB-ríkjanna í Brussel sl. mánudagskvöld varð ljós. Niðurstaðan sem fékkst var að fresta samningaviðræðum fram á haust, en menn eru ekki bjartsýnir á að samningar takist þá frekar en nú. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að þessi niðurstaða sé pólitísk vonbrigði fyrir sig, en hann segist miklu frekar líta á þetta sem álitshnekki fyrir Evrópubandalagið Samningar um EES strönduðu á kröfunni um tollfrjálsan aðgang fyrir fisk að mörkuðum EB. Talið er að deilurnar um byggðasjóð hefðu ekki hleypt málinu í hnút ef náðst hefði samkomulag um fiskinn, og búið var að fresta samningum um flutninga um og yf- ir Alpana fram í október. Það sem kemur hins vegar á óvart er að það voru hvorki Spánverjar né Portúgalir sem stóðu í veginum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Strandaði á andstöðu fáeinna EB-ríkja „Formlega er þessu ekki lokið, en hins veg- ar er engin bjartsýni ríkjandi um að það takist betur til í haust. Sérstaklega eru menn tor- tryggnir á að flutningavandamál yfir Alpana verði leyst fyrir 15. október sem að Evrópu- bandalagið gerði að seinustu forvöðum. Þetta strandaði á andstöðu fáeinna EB-ríkja við frjálsan markaðsaðgang fyrir sjávarafurð- ir. Hún var svo hörð, það er mitt mat og okk- ar samningamanna, að jafnvel þó EFTA og þá sérstaklega Noregur, hefði boðið meiri veiði- heimildir þá hefði það ekki dugað til. Það merkir hins vegar að pólitískir forystumenn EB, sem hafa fullvissað okkur forystumenn EFTA-ríkjanna um pólitískan vilja sinn til þess að leysa málið og að þeir myndu á loka- stigi tryggja samningsárangur, hafa annað- hvort ekki staðið við orð sín eða ekki getað það.“ -Hvað tekur við? „Fyrstu viðbrögð mín eru þau að næstu daga endurmetum við ástandið, ráðgumst við hin EFTA ríkin og skoðum stöðuna í ljósi pólit- ískra afleiðinga þess arna. Við munum ekkert hraða okkur, við munum ekki taka til baka samningstilboð okkar úr því að það heitir svo af beggja hálfu að samningunum sé ekki lok- ið. Við munum ræða mjög rækilega hverra annarra kosta er völ. Til skamms tíma er þar fátt um fína drætti. Það er ekki á dagskrá af minni hálfu að óska eftir tvíhliða samninga- viðræðum við EB, fyrr enn að endanlega hef- ur slitnað upp úr þessum samningum. Ég er ekki bjartsýnn á að okkur vegni betur í slík- um samningaviðræðum. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þá semjum við beint við sjávar- útvegsdeild bandalagsins, hún hefur ekkert samningsumboð annað en að heimta veiði- heimildir fyrir tollfríðindi. Veiðiheimildir fá þeir aldrei einhliða hér. Ég hef enga trú á því að nokkur stjórnmálaflokkur á íslandi bregð- ist við þessum tíðindum með því að álykta sem svo að við eigum ekki annarra kosta völ en að ganga í EB.“ -Þú getur tæplega neitað því að þessi niður- staða er pólitískt áfall fyrir þig? ,>lenn mega vel kalla það það. Ég lít nú frek- ar á þessa samningsniðurstöðu sem álits- hnekki fyrir Evrópubandalagið, þú fyrirgefur. Samt sem áður er það svo að pólitískt séð er þessi niðurstaða langsamlega sársaukafyllst og erfiðust fyrir Norðmenn. Af þeim ástæðum að þeir höfðu fórnað mestu til, af þeim ástæð- um að þeir höfðu byggt upp verulega bjart- sýni í sínum röðum um verulegan árangur, sú bjartsýni varð sér til skammar. Af þeirri ástæöu að forsætisráðherra Noregs hafði per- sónulega tekið frumkvæði í því að beita sér fyrir pólitískri lausn með samtölum við koll- ega sína í EB, sem að fullvissuðu hana um að hún mætti treysta samningsniðurstöðu, en þau orð þeirra stóðust ekki. Pólitík er nú ekki sunnudagaskóli og það er hætt við því að pólitískir andstæðingar norska forsætisráðherrans muni halda uppi harðri gagnrýni á það hvernig Norðmenn héldu á málinu. Þegar ég lít til baka á hvað við gátum og gátum ekki gert, þá fæ ég ekki séð hvernig við hefðum getað haldið öðruvísi á þessu máli. Ég bendi á að ef samningar hefðu tekist, þá hefðum við náð samningsmarkmið- um okkar eins og þau voru skilgreind í upp- hafí afar vel, án þess að leggja fram þann fórn- arkostnað sem allir bjuggust við, þ.e.a.s. að veita einhliða veiðiheimildir. Pólitísk vonbrigði? Já, en þegar maður lítur í eigin barm og kemst að þeirri niðurstöðu að betur hefði ekki verið gert, þá verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti í líf- inu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. fyrir frjálsum aðgangi að mörkuðum EB, þeir höfðu sætt sig við tilboð Norðmanna. Hins vegar voru það Bretar, Frakkar og írar sem óvænt komu með mótbárur á síðustu stundu sem urðu til þess að málið var fryst fram á haust og að margra mati um kom- andi framtíð. Andstaða Frakka og Breta kemur óneitanlega á óvart í ljósi þeirra yfirlýsinga sem leiðtogar þessara landa hafa gefið íslenskum ráð- herrum. Skemmst er að minnast komu Frakklandsforseta hingað til lands þar sem hann lýsti yfir fullum stuðningi við kröfur okk- ar um tollfrjálsan aðgang að mörkuðum EB. Margir töldu einnig að málið yrði leyst á pólitískum grunni, þar sem ráðherrar banda- Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd: Málinu er íokið „Það er ekki rétt að kalla þetta frestun, málinu er lokið. Hins vegar er það jarðað kurteislega með þessum hætti, látið fjara úL Einhveijar raun- verulegar viðræður um Evrópskt eftiahagssvæði eru búið mál. Það eru auðvitað mikil tíðindi, sér- staklega vegna þess að núverandi ríkisstjóm og ekki síður núverandi utanríkisráðherra, hafa gert þetta mál að homsteini sinnar pólitísku tilveru," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins. „Það muna það allir að það var meginröksemd Jóns Baldvins fyrir að mynda ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum, að það þyrfti traustan þing- meirihluta til þess að koma allri löggjöfinni um EES í gegn um það þing sem hefst í haust Nú er ljóst að það verður ekki eitt einasta þingskjal um það mál. Þessi meginþáttur í verkefhi ríkisstjóm- arinnar er búinn að vera fyrir Alþýðuflokkinn og þá er bara eftir þetta sem Sighvatur stendur í. Þar að auki er Ijóst að þessi niðurstaða og reynslan af málinu hlýtur að loka í eitt skipti fyr- ir öll, allri umræðu um að ísland gangi í Evrópu- bandalagið. Að því leyti er þetta jákvæð niður- staða að hún skýrir málin mjög skýrt Ef ég lít til baka u.þ.b. tvö ár og rifja upp gang málsins í síð- ustu ríkisstjóm og það sem hefur síðan gerst á síðustu mánuðum, þá er Ijóst að EB hefur ekki fært sig um sentimetra á þessum tveimur árum, í áttina að sjónarmiðum eða hagsmunum ís- lands. Málið er í sömu sporum og það var árið 1988 og var reyndar búið að vera síðan 1976. All- ar veislumar, öll ræðuhöldin og allir kossamir hafa reynst árangurslítið. Það er auðvitað mikil- væg staðreynd sem þeir, sem hafa trúað á EB drauminn innan Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, verða nú að horfast í augu við. Þessi málsmeðferð sýnir að þetta bandalag er ekki á nokkum hátt tilbúið til að taka nokkurt tillit til hagsmuna íslands. Þetta EES mái hefúr verið upphaf og endir pól- itískrar tilvem Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins núna í rúm tvö ár. Þeir verða nú að fara að leita sér að nýju akkeri í hinni pólitísku tilvem. í öðm lagi hefúr EB niðurlægt forystu Noregs og þá fulltrúa af íslands hálfú sem hafa annast þessar viðræður, dregið þá á asnaeymnum mánuðum saman. Davíð Oddsson forsætisráðherra stendur líka í sérkennilegri stöðu. því hann lýsti því yfir fyrir rúmum mánuði að Island hefði unnið einn sinn stærsta sigur. Nú hljómar það sem skrípatal. Það er líka ljóst að forsvarsmenn ríkisstjómar- innar hafa á undanfömum mánuðum reynst hafa rangt mat á öllum stigum málsins. Kjami málsins er sá að EB hefur gjörsamlega hafnað að taka tillit til hagsmuna íslands. Einnig er ljóst að sú samningatækni sem Jón Baldvin lagði upp með fyrir einu og hálfú ári hefur beðið algjört skipbrot Það var sú taktík að það væri rétt fyrir ísland að láta ljúka samningum fyrir alla aðra þætti EES, þangað til fiskurinn stæði einn eftir. Þá myndi skapast svo mikill þrýstingur á að leysa fiskinn vegna allra hinna þáttanna sem búið væri að ná í höfn, að annaðhvort myndi EB samþykkja tollfrjálsan aðgang fyrir fisk, eða þá að hin EFTA ríkin myndu fóma því sem þyrfti að fóma til þess að ná samkomulagi. Hann útskýrði hana svo þegar við vorum að draga hana í efa, og út á þetta hefúr samningatækni íslands gengið í eitt og hálft ár. Niðurstaðan er sú að hvorugt af þessu gerist Þetta hefúr reynst vera algjörlega rangt mat hjá utanríkisráðherranum. Ég sagði innan síðustu ríkisstjómar fyrir nokk- uð Iöngu að ef Austurríki sækti um aðild og síð- an Svíar, þá yrðum við að horíast í augu við það að þeir væm búnir að velja aðra leið. Þessi EES trú var orðin svo blind, sérstaklega hjá forystu- mönnum síðustu ríkisstjómar, að það skyggði á raunsætt mat þeirra á stöðunni. Enda voru mennimir búnir að mynda ríkisstjóm á gmnd- velli þess sem er ekki lengur á dagskrá." -Hvaðtekur við? ,J>að sem að tekur við er fyrst og fremst raun- sætt mat okkar íslendinga á því hvemig við tryggjum hagsmuni okkar í veröldinni. Við eig- um mjög marga kosti. Við emm með vömr sem mikil eftirspum er eftir. Það em markaðssvæði bæði í Bandaríkjunum, Japan og annars staðar sem sækja í þessa vöm. Við höfúm getað byggt upp Evrópumarkaðinn á grundvelli bókunar 6 með mjög góðum árangri. Ávinningurinn af þessu Evrópska efnahagssvæði var alltaf mjög ýktur að mínu mati. Hins vegar vaknar sú spum- ing hvort að þeir, sem reyndust vera svona blind- ir í trú sinni á EES og hafe svona rangt fyrir sér í matinu á raunveruleikanum, em bestu leiðsögu- mennimir á þeirri leið sem tekur við, því nú hef- ur verið slökkt á þeirra ratljósi. lagsins höfðu margoft lýst yfir vilja til að ná þessum samningum. Það hefur hins vegar komið í ljós að pólitískur vilji ráðamanna EB-landanna til að ná samningum um EES var ekki meiri en svo að þeir voru nær allir gengnir af fundinum í Brussel þegar skera átti úr um hvert yrði framhald EES samninganna. Þessi niðurstaða er vissulega vonbrigði fyrir íslendinga en ekki eru vonbrigði Norðmanna minni. Þeir höfðu teygt sig eins langt og þeir gátu í samkomulagsátt en vilji til samkomulags var greini- lega ekki fyrir hendi. Fréttirnar hafa ekki vakið mikil viðbrögð í Svíþjóð, enda hafa Svíar mestar áhyggjur af umsókn sinni um að- ild að bandalaginu, sem að margra mati kom ekki á besta tíma. Ekki er þó talið að það hafi komið í veg fyrir samninga um EES, þó það hafi um stund dregið máttinn úr mönnum. Þröngir sér- hagsmunahópar í fáeinum löndum virðast hafa átt stærstan þátt í því að samningarnir fóru út um þúfur. Ekki er ljóst hvert framhaldið verður. íslendingar munu ekki draga sig út úr viðræðunum og tilboð okkar verða skilin eftir á borðinu, en ekki dregin til baka eins og Norðmenn hafa gert. Mál- ið er í biðstöðu þar til samningaviðræður verða teknar upp að nýju í lok september. Tíminn leitaði eftir viðbrögðum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi, við niðurstöðunni sem varð á utanrík- isráðherrafundi EB og fara þau hér á eftir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans og nefndarmaður í utanríkismálanefnd: Allir flokkar nema Kvennalistinn trúðu á EES „Þó að þetta sé í orði kveðnu kallað frestun, þá hef ég tilhneigingu til þess að halda að í rauninni séu samningaviðræðumar farnar út um þúfur. Þó að þær verði formlega séð tekn- ar upp í haust, þá sé ég engin teikn á lofti um að þær muni frekar skila árangri þá frekar en núna, eftir alla þá vinnu og yfirlegu sem lögð hefur verið í þetta. Ef að þetta er prinsippaf- staða hjá þessum ríkjum EB, þá má eitthvað mikið gerast ef hún breytist eftir sumarleyfi. Það er ekki skrýtið að menn spyrji sig hvað hafi gerst, vegna þess hversu bjartsýnir ís- lenskir ráðherrar vom eftir fundinn í Lúxem- borg, þegar þeir lýstu yfir að þetta væri pólit- ískur sigur. Auðvitað hljóta menn að spyrja sig að því, hvemig í ósköpunum geta menn kom- ið eftir fund í júní og sagt pólitískur sigur og málin nánast í höfn, og síðan mánuði seinna fer allt út um þúfur og strandar á því máli sem þeir töldu sig hafa náð sigri í. Ég held að menn hafi einfaldlega oftúlkað það sem gerðist í Lúxemborg. Það sem skiptir líka máli er að EB hefur eng- an áhuga á þessum EFTA ríkjum. Það hefur áhuga á því að Svíar, Austurríkismenn og jafn- vel Norðmenn gangi í EB, en það er ekkert forgangsmál hjá EB að koma á evrópsku efna- hagssvæði. Ef það hefði áhuga, þá hefðu þess- ar viðræður ekki farið út um þúfur á því sem menn kalla smáatriði. Ég held að þetta hljóti að vera mikið pólitískt áfall fyrir utanríkisráðherra og hans flokk. Hann hefur alla tíð lagt á það ríka áherslu að þetta væri vænlegasta leiðin og með því að vera í þessu samfloti gætu íslendingar náð einhverju fram. Þ; » er búið að leggja í þetta gífurlega mikinn íma og fjármuni, en við stöndum í nákvæi lega sömu sporum." -Hvað tekur við? „Ef þetta eru endalokin á þessum samninga- viðræðum, þá er bara einn kostur eftir. Það er sá kostur sem við Kvennalistakonur höfum alltaf lagt áherslu á, en það er að taka upp beinar viðræður við EB um endurbætur á ieim fríverslunarsamningi sem Islendingar hafa við bandalagið." -Heldurðu að það gangi? „Ég hef enga ástæðu til þess að ætla að það gangi ekki. Nú sjáum við að í þessum viðræð- um, sem voru að fara út um þúfur, aö það voru ekki gerðar neinar auknar kröfur á íslendinga. Ásteytingarsteinninn var öðru fremur á milli Norðmanna og EB. Að óreyndu er engin ástæða til þess að ætla að það sé ekki hægt að ná samningum. Ef við náum þeim ekki, þá getum við lifað við þá samninga sem við höf- um í dag. En það er ekki aðeins Alþýðuflokkurinn sem bíður þarna pólitískan ósigur. Hann hefur í þessu máli ekki verið einn á báti, því með hon- um hafa róið allir hinir stjórnmálaflokkamir nema Kvennalistinn. Þeir sannfærðust allir um að þetta væri fær leið, sem hefur síðan komið í ljós að er ekki," sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar: Hef ekki veru- legar áhyggjur „Ég hef engar verulegar áhyggjur af því þó þetta frestist eitthvað. Ég held að það sé ágætt fyrir okkur að fá aukinn umhugsunarfrest, þama er ekki verið að ræða nein smámál. Ég held að svona óðagots næturfúndir séu ekki skynsamleg- ir. Ég vil frekar fara þetta með hægðinni," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis. Hann sagðist ekkert vera uggandi yfir því hvem- ig viðræðunum sl. mánudag lyktaði. „Við höfúm nú áður sagt að við tækjum ekki þátt í neinum þeim aðgerðum sem við teldum vera vafasamar. Ef þetta ekki gengur þá eigum við ýmsa mögu- leika. Við eigum álíka stórt svæði af yfirborði jarðar eins og öll Mið-Evrópa er, svo við erum ekkert á flæðiskeri staddir. Við getum leitað markaða í allar áttir og ég held að við eigum ekk- ert að fara bónarveg að þessu bandalagi. Ég hef ekki orðið þess var að það gerði maigt fyrir okk- ur fram að þessu.“ Aðspurður hvort aðild að bandalaginu væri á dagslóá, sagðist Eyjólfúr Konráð afskrifa það. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd: Engin samstaða innan bandalagsins um EES ,T>að kemur mér nú ekki mikið á óvart að þetta skuli hafa mistekist Það hafa verið að koma í ljós svo miklir brestir hjá EB og var reyndar komið fram fyrir nokkru, m.a. í GATT viðráeðunum þar sem kom í Ijós að þetta er í raun svartasta aftur- hald. Það kom einnig í Ijós í Persaflóaátökunum, því það var langt frá því að vera samstaða um þau mál. Síðan hefúr komið í ljós, þegar menn kafa dýpra í málin, að það var engin samstaða innan EB um þessa EES samninga. Það kemur töluvert á óvart að það skuli vera Bretar og Frakkar ásamt írum sem þetta strandar á í lokin, en ekki Spánverjar. Mitterand, forseti Frakklands, og Margaret Thatcher höfðu td. í við- tölum sem ég átti við þau, lagt mikla áherslu á vilja sinn til þess að veita íslendingum tollfrelsi fyrir fisk. Þetta bara sýnir hve víða pottur er brot- inn innan bandalagsins. Ég held að þetta muni valda miklum trúnaðar- bresti. Við vorum búnir að teygja okkur út á ystu nöf, kannski lengra að sumu leyti en skynsamlegt var, td. með því að falla frá fyrirvörum. Ég hef upp á síðkastið verið að skoða ýmislegt sem er í þess- um drögum að samningum. Þar eru fjölmörg at- riði sem ég að minnsta kosti hlýt að setja spum- ingamerki við. Norðmenn teygðu sig jafnvel enn- þá lengra og mér skilst að þar sé mildl vonska út af þessu. Þama hefur því orðið alvarlegur trúnað- arbrestur og ég hef miklar efasemdir um að þess- ar viðræður verði teknar upp á ný. Ég spái því að EB snúi sér að því að semja við Austurríki og Sví- þjóð um inngöngu. Ég tel að við eigum að skoða þessi mál öll í heild sinni. Það væri kannski ekki vitlaust að skoða hvort sérstakir viðskiptasamningar við EB komi til greina af okkar hálfu. Við eigum líka að leita betur slíkra samninga við Japani og fleiri þjóðir sem vilja kaupa fisk. Við eigum að leggja mikla áherslu á það að breikka grundvöll okkar atvinnu- lífs og leita samstarfs sem víðast, td. um nýtingu orkunnar, ferðaiðnaðinn, útflutning á vatni og margt fleira sem við getum hér gert Hér em miklir möguleikar sem menn hafa ekki sinnt nægilega vel meðan þeir hafa verið að einblína á þetta. Við eigum að sjálfeögðu að strika út allar vangaveltur um aðild að EB. Ég vona að menn sjái að þar eigum við ekkert erindi. Dómur Evr- ópudómstólsins í síðustu viku staðfestir það og þetta staðsfestir það enn frekar. Þeir vilja okkur ekkert þangað inn og menn eiga ekki að vera að gleyma sér í slíkum vangaveltum," sagði Stein- grímur Hermannssoa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.