Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.07.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31 .júlí 1991 Tíminn 5 Forsvarsmenn í sjávarútvegi um endurskoðun fiskveiðistefnunnar: FLOKKSPOLITIK EKKI RÉTTIVETTVANGURINN „Þetta er slæm breyting sem við hörmum. Stómmála- menn hafa aldrei getað komið sér saman. Með þessu er verið að sniðganga hagsmunasamtök.“ Þetta er dæmi um viðbrögð forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjávarútvegs- ins við skipun pólitískrar nefndar um endurskoðun fisk- veiðistefnunnar. Sjávarútvegsráðherra kynntí á blaðamannafundi í gær að til stæði að skipa tvær nefndir í sambandi við endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Önnur er pólitískt kosin af stjómar- flokkunum en hin er skipuð hags- munaaðilum í sjávarútvegi og fulltrú- um stjómarandstöðu og kallaði sjáv- arútvegsráðherra það ráðgjafameftid. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkismálaráðherra, og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍf, munu veita hinni pólitísku nefnd forstöðu. Þorsteinn segir að hann hafi lagt til að verksvið nefndarinnar yrði víkkað út þannig að það næði ekki einvörðungu til endurskoðunar á fiskveiðilöggjöfinni heldur yrði nefndinni falið að móta sjávarút- vegsstefnu sem taki til veiða, vinnslu og markaðssetningar. Þorsteinn er mjög ánægður með það samkomulag sem náðst hefði milli flokkanna og hlutverk nefndar- innar. Það eru hins vegar ekki allir jafnánægðir. ,J1ér finnast mistök að draga þetta inn á pólitískan vettvang. Þetta er slæm breyting," segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. „Fiskveiðistjórnunin og endur- skoðun hennar og ítrekuð lagasetn- ing hefur verið undirbúin af nefnd sem hagsmunaaðilar sjávarútvegs- ins og fulltrúar stjórnmálaflokk- anna hafa undirbúið. Núna er breytt út frá þessu og forystan sett í pólit- íska nefnd, hvað ég harma. Reynsla undanfarinna ára hefur verið sú að sjávarútvegurinn hefur getað komið sér saman um tillögur í þessu efni sem farið hefíir verið eftir að megin- hluta. Stjórnmálamenn og flokkar hafa aldrei getað komið sér saman,“ sagði Kristján Ragnarson. „Verði þeim að góðu. Þarna er ver- ið að sniðganga hagsmunaaðila. Ég hef mjög mikla vantrú á stjórn- málamönnum í jafnalvarlegu máli og því að taka afstöðu til fiskveiði- stjómunarinnar,“ sagði Óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bands íslands. -HÞ Skatturinn á Reykjanesi og í Reykjavík: Aðalverktakar og Þorvaldur langhæstir Álagningarárið 1991 nema opinber gjöld einstaklinga í Reykjanesum- dæmi kr. 11.050.268.815. Opinber gjöld lögaðila nema 1.742.027.112. Það gerir samtals 12.792.295.927. Þeir einstaklingar sem eiga mest að gjalda eru Geir Gunnar Geirsson, Vallá, Kjalarnesi 12.011.275 krónur. Helgi Vilhjálmsson, Hafnarfirði 10.991.180. Matthías Ingibergsson Kópavogi 10.817.067. Guðmundur Lárusson Hafnarfirði 9.472.843. Ág- úst Valfells Kópavogi 7.671.485. Sig- urður Valdimarsson Seltjamamesi 7.300.306. Guðmundur Rúnar Hall- grímsson Keflavík 7.189.325. Karl Sigurður Njálsson, Garði 7.033.152. Og Jón Skaftason Kópavogi 6.914.170. Þeir lögaðilar sem mest eiga að gjalda eru íslenskir aðalverktakar sf. 327.192.479 krónur. Stálskip hf. 68.852.199. Sparisjóður Hafnarfjarö- ar 47.166.129. BYKO hf. 43.486.449. Fjarðarkaup hf. 39.354.871. Brynjólf- ur hf. Njarðvík 35.048.152. P. Samú- elsson 30.249.965. Byggingaverktak- ar Keflavíkur hf. 29.990.690. Hag- virki hf. 25.530.000. Og Dverghamar sf. 20.346.162. Heildargjöld einstaklinga í Reykja- vík nema kr. 16.796.207.560. Heild- argjöld lögaðila nema 6.310.131.862. Heildargjöld barna nema 12.238.557. Þeir einstaklingar sem bera hæst heildargjöld eru Þorvaldur Guð- mundsson kr. 33.111.401. Skúli Þor- valdsson 13.484.583. Jón I. Júlíusson 12.270.576. Stefán Sigurkarlsson 10.431.826. Sigurður G. Jónsson 9.629.530. Andrés Guðmundsson 9.337.209. Kristján P. Guðmundsson 9.094.593. Sveinbjöm Sigurðsson 8.959.558. Emanúel Morthens 8.796.372. Og Gunnar Hafsteinsson 8.573.637. Þeir lögaðilar sem bera hæst heild- argjöld í Reykjavík em I.B.M. World Trade Corporation hf. kr. 285.968.659. Eimskipafélag íslands hf. 161.049.385. Hagkaup hf. 123.706.442. Olíufélagið hf. 115.651.733. Samband íslenskra samvinnufélaga 109.536.330. Ingvar Helgason hf. 97.663.662. Flugleiðir hf. 97.489.112. Búnaðarbanki Islands 95.671.114. Olíuverslun íslands hf. 81.222.228. Og Landsbanki íslands 77.733.165. -aá. Sigríður Theodóra Kristinsdóttir stýrír hér Vöku til sigurs í tölt- keppni unglinga á Suðurlandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór um síðustu helgi á Gaddastaðaflötum við Hellu. Annars varð Þórð- ur Þorgeirsson sigursælli öðrum á mótinu. Hann vann fjórgang, tölt og íslenska tvíkeppni á hestinum Bessa. Tímamynd: GTK Þorsteinn Pálsson tilkynnir samdrátt í þorskveiðum: 7-8 MILLJARÐA AFALL í gær kynnti sjávarútvegsráðherra tillögur sínar um veiðar næsta fískveiðiár. Þær gera ráð fyrir að 265 þúsund tonn veiðist af þoski og 110 þúsund tonn af síld. Þetta er talið að muni þýða að útflutn- ingstekjur minnki um 7-8 millj- arða króna og telur sjávarútvegs- ráðherra að þetta komi við hvert einasta heimili í landinu. Sjómenn verða fyrir gífurlegri tekjuskerð- ingu sem nemur hugsanlega um 1500 milljónum og útgerðin verð- ur fyrir gífurlegu höggi sem óvíst er hvemig hún lifír af. í reglugerð sem sjávarútvegsráð- herra kynnti í gær í sambandi við þorskveiðar fer hann bil beggja þar sem Hafrannsóknastofnun hafði mælt með 250 þúsund tonnum en LÍÚ 280 þúsund tonnum. Sjávarút- vegsráðherra gerir tillögu um veiði á 110 þúsund tonnum af sfld sem er meira en gert var ráð fyrir áður en „svarta skýrslan" var birt um miðj- an júlí. Á fundinum kom fram að einungis á að auka við sfldaraflann en afli á öðrum tegundum sjávarfangs er annaðhvort skertur eða óbreyttur. Sjávarútvegsráðherra álítur að verðmæti botnfiskaflans minnki um 10 til 12% milli ára og segir að það muni þýða um 7 til 8 milljarða króna samdrátt í útflutningstekjum íslendinga. Hann segir að þetta muni snerta hvert einasta heimili í landinu. Þá kom jafnframt fram að fresta á ákvörðun um leyfilegan heildarafla á loðnu þar til niðurstöður úr haustleiðangri Hafrannsóknastofn- unar liggja fyrir í nóvembermánuði nk. Þar sem nýtt fiskveiðiár hefst nú 1. september nk. mun sjávarútvegs- ráðuneytið senda útgerðarmönnum veiðileyfi og tilkynningu um afla- mark fiskiskipa vegna komandi fisk- veiðiárs um miðjan ágústmánuð. Þá kynnti sjávarútvegsráðherra á fundinum ný ákvæði um hagræð- ingu í útgerð. Það telst helst til ný- mæla að nú verður aðeins heimilt að endurnýja gamalt fiskiskip með jafnstóru eða minna fiskiskipi. Þetta er gert til að fiskveiðiflotinn minnki hraðar en áður. í máli Þorsteins kom jafnframt fram að hann hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um breytingu á lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Þar ætlar hann að leggja til að heimild sjóðsins til að greiða úreld- ingarstyrki verði hækkuð til að flýta enn fyrir fækkun fiskiskipa. Þeir hagsmunaaðilar sjávarútvegs- ins sem haft var samband við segja að þetta sé gífurlegt áfall. Áhyggjur af síldveiðum Jakob Magnússon, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að fiskifræðingar hafi séð það verra á undanförnum árum, aðspurður um 15 þúsund tonna aukningu á þorskaflanum umfram tillöglur þeirra. „Það hefur oft verið farið miklu meira fram úr tillögum okk- ar,“ segir Jakob. Hann hefur meiri áhyggjur af aukningu sfldveiða en sjávarútvegsráðherra hefur gert til- lögu um veiðar á 110 þúsund tonn- um en fiskifræðingar höfðu ráðlagt veiðar á 80 þúsund tonnum. Jakob segir það áhyggjuefni að ganga á sfldarstofninn sem sé í góðri sókn. Þó álítur hann að stofninn muni ekki hrynja við þetta. Stórfelld kjaraskerðing „Þetta þýðir stórfellda kjaraskerð- ingu fyrir sjómannastéttina ekki síður en fyrir aðra í þjóðfélaginu. Mér sýnist án ábyrgðar að þetta geti þýtt um 1500 milljóna króna kjara- skerðingu fyrir hana. Það er stað- reynd sem ég tel að við stöndum frammi fyrir að afrakstur fiskistofn- anna er ekki eins mikill og afkasta- geta flotans. Það er því annaðhvort að sníða sér stakk eftir vexti eða láta slag standa og fiska meira held- ur en fiskifræðingar segja til um. Ég er því miður samvisku minnar vegna ekki talsmaður þess,“ segir Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að vanmeta þessa niðurstöðu fiski- fræðinga um ástand fiskistofnanna og telur að sjávarútvegsráðherra hafi tekið skynsamlega ákvörðun þó auðvitað sé aldrei hægt að vera sáttur við slíka ákvörðun eðli henn- ar vegna. „Óvíst hvemig menn lifa þetta af.“ „Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Þetta er gífurlegt högg fyrir útgerð- ina sem maður sér ekki hvernig verður leyst. Það er ekki hægt að sjá hvernig menn lifa þetta af,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegs- manna. „í sjálfu sér ber ekki svo mikið á milli þess sem ráðherrann ákveður og þess sem við lögðum til því við lögðum til gríðarlega skerð- ingu þegar við töluðum um að fara niður í 280 þúsund tonn af þorski úr 320 þúsund tonnum sem var áætlaður heildarafli. Þetta gerðum við af því við höfðum áhyggjur af að árgangar kynnu að vera lélegir. Við höfum deilt við Hafrannsóknastofn- un um Grænlandsgöngu. Á aðal- fundi LÍÚ í fyrra var okkur sagt að Grænlandsganga myndi koma 1991 og 1992. Nú segja þeir okkur að hún hafi komið árið 1990 og 1991. Það vantar talsvert á tiltrú okkar á nið- urstöður Hafrannsóknastofnunar," segir Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Hann segir að m.a. þess vegna séu útgerðarmenn hissa á að sjávarút- vegsráðherra skuli fylgja þessum skerðingartiliögum svona vel eftir, því verið sé að leggja upp með minni þorskveiðikvóta en verið hef- ur frá stækkun landhelginnar 1976. - HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.