Tíminn - 14.09.1991, Page 14

Tíminn - 14.09.1991, Page 14
22 Tíminn Laugardagur 14. september 1991 Viðurkenning Fegrunarnefndar Dável heppnuð endurbygging íbúar hússins að Stýrimannastíg 2 fengu í vifcunni viðurkenningu Fegrunamefndar Reykjavíkur fyrir vel heppnaðar endurfoætur og varð- veislu á gömlu húsi. Auk þess lagði nefndin til að Efnalaug Reyfcjavíkur og veitingahúsinu Prifcinu yrðu veittar viðurkenningar fyrir að varðveita gamlar innréttingar. Petta er í þriðja sinn sem Fegrun- arnefnd veitir viðurkenningar af þessum toga. í greinargerð segir að þær breytingar, sem gerðar hafa ver- ið á Stýrimannastíg 2, falli vel að upphaflegum byggingarstfl hússins. Húsið sé í eigu tveggja fjölskyldna sem hafi tekið höndum saman um endurbygginguna, sem tekist hafi mjög vel og setji húsið nú fallegan svip á umhverfi sitt. Eigendur hússins eru annars vegar Hrönn Pálmadóttir og Sævar Guð- björnsson, en hins vegar Elína Helga Hallgrímsdóttir. Höfundur breytinga á húsinu er Jón Þór Þor- valdsson arkitekt. —sá Stýrimannastígur 2 hlaut viður- kenningu Fegrunarnefndar Reykjavíkur, sem veitt var í þriðja sinn. Tímamynd: sá Reykjavíkur fyrir varðveislu Stýrimannastígs 2: Fyrsta skóflu- stunga að smáíbúðum á Sólheimum Úr Fokkerverksmiðjunni í Amsterdam. Nýr innanlandsflugfloti Flugleiða tekinn í notkun snemma á næsta ári: Fokker 50 í smíðum Nú er verið að smíða fyrstu Fok- ker 50 flugvélina af fjórum fyrir Flugleiðir í Amsterdam í Hol- landi. Vélin verður afhent 14. febrúar nk. og fer strax að fljúga á innanlandsleiðum. Hinar þrjár vélarnar verða afhentar á tímabil- inu febrúar-apríl. Fokker 50 leysa af hólmi gömlu F- 27 vélarnar. Þær fyrrnefndu eru af nýjustu kynslóð skrúfuþotna og eyða um 32% minna eldsneyti en þær gömlu, eru mun hljóðlátari og þægilegri fyrir bæði farþega og áhafnir og hafa umtalsvert meira flugþol. Hægt verður því að nýta þær til sérstakra verkefna í milli- landaflugi til nágrannalandanna. Byrjað verður að þjálfa áhafnir á Fokker 50 vélarnar innan skamms. —sá Nýlega var tekin fyrsta skóflu- stungan að nýjum smáíbúð- um/þjónustuíbúðum að Sólheim- um í Grímsnesi. íbúðirnar eru sjö að tölu og eru m.a. ætlaðar heim- ilisfólki að Sólheimum sem óskar að flytja úr heimiliseiningunum í minni íbúðir. Byggð verða tvö rað- hús og eru íbúðirnar ýmist 2ja eða 3ja herbergja, ætlaðar fyrir einn, tvo eða þrjá einstaklinga. Það voru þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, eiginkona Frið- riks Sophussonar fjármálaráð- herra, og Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, sem tóku skóflu- stungurnar á meðan eiginmenn þeirra fylgdust með ásamt heimil- isfólki og fjölda gesta í rigningu og dumbungi. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir fjármálaráðherrafrú tekur hér skóflustungu fyrir íbúðirnar á Sólheimum. Stjórnarformaður- inn, Pétur Sveinbjarnarson, fylgist með. íslenskur Dire Straits klúbbur Stofnaður hefur verið aðdáenda- klúbbur hljómsveitarinnar Dire Straits á íslandi. Hann mun aðstoða meðlimi við að útvega alls konar efni sem tengist hljómsveitinni, bæði skrif, myndir, bæklinga, hljóð- upptökur í öllu formi og myndbönd. Komin er út ný LP-plata með Dire Straits eftir nokkurt hlé og hljóm- leikaferð er fyrirhuguð um Evrópu næsta sumar. Aðdáendaklúbburinn hyggst gangast fyrir hópferð á tón- leika næsta sumar. Aðdáendaklúbb- ur Dire Straits er að Njarðargötu 29 í Reykjavík. —sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.