Tíminn - 18.09.1991, Qupperneq 1

Tíminn - 18.09.1991, Qupperneq 1
Þorskklak virðist hafa misfarist í ár, samkv. árlegum seiðamælingum Hafrann- sóknastofnunar. Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri á Arna Friðrikssyni: Lakasti áraangur frá upphafi seiðamælinga Ef marka má árlegar seiðamælingar Hafrann- sóknastofnunar í ágústmánuði þá hefur þorskklakið á íslandsmiðum gersamlega mis- farist í ár, þrátt fyrir að umhverfisaðstæður í sjónum úti af Vestur-, Norður- og Austurlandi, við A-Grænland og á Grænlandssundi séu, að 1 sögn Sveins Sveinbjörnssonar, leiðangurs- stjóra á Árna Friðrikssyni, allgóðar og betri en nokkur undanfarin ár. Niðurstaðan er sú að frá því seiðamælingar hófust árið 1970 hefur útlit- ið ekki verið skuggalegra. Einna skást virtist ástandið vera undan Norðurlandi, en annars staðar fundust þorskseiði í mjög litlum mæli. Að sögn Sveins eru niðurstöður seiðamæling- anna settar fram í vísitölu. Þegar best hefur gengið hefur seiðavísitalan mælst tvö- til þrjú- þúsund seiði. Síðan mælingar þessar hófust i hefur seiðavísitalan sjö sinnum mælst undir 80 seiðum. Nú nær hún hins vegar aðeins töl- I unni sex. Það er því nokkuð víst að þorskár- gangurinn 1991 verður eitthvað annað en sterkur árgangur. • Blaðsíða 5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.