Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 30. október 1991 Fjöldi fangelsisdóma fyrir umferðarlagabrot tvöfaldast á fáum árum: Fleiri í fangelsi en nokkru sinni fyrir kynferðisafbrot Aldrei hafa fleiri kynferðisafbrotamenn afplánað refsidóma heldur en á síðasta ári. AIls sátu þá 21 í fangelsi vegna slíkra brota, sem var tvöfalt til þrefalt fleiri en (6 til 12) næstu fimm ár á undan. Þeim, sem sátu inni fyrir umferðariagabrot (aðallega ölvunarakstur og réttindaleysi), voru einnig tvöfalt fleiri en fyrir fímm árum. Rúm- lega 20% fanga hafa sprautað sig með fíkniefnum. Fangar struku tíu sinnum úr fang- elsum í fyrra. Tæplega helmingur af- plánunarfanga hefur setið inni áður. Um helmingur fanga er milli tvítugs og þrítugs og aðeins rúmlega fimmt- ungur eldri en 35 ára. Langalgeng- ustu dómamir eru 1-3 mánaða fang- elsi. Konum fjölgar hægt en sígandi í fangahópnum — úr 1% upp í 6% á ár- unum 1985 til 1990. Um 42 milljóna kr. sektir voru ógreiddar um áramót. Þetta eru í stuttu máli upplýsingar sem fram koma í ársskýrslu Fangelsis- málastofnunar rfkisins fyrir árið 1990. Jafnframt má sjá hvemig þessi mál hafa þróast síðan 1985. Fangeisi landsins rúma samtals 101 fanga og eru oftast nær fullsetin. Um 340 í fangelsi í fyrra Alls 342 manns luku afplánun dóma á síðasta ári eða vom í afþlánun í árslok. Um helmingur þeirra sat inni fyrir auðgunarbrot og/eða skjalafals og hef- ur það hlutfall fremur lítið breyst síð- ustu árin. Aftur á móti vekur athygli að í fyrra sátu tvöfalt fleiri í fangelsi fyrir áfengis-/umferðarlagabrot (aðal- lega ölvunarakstur og réttindaleysi við akstur) og nytjatöku, heldur en fyrir hálfum áratug (úr 52 árið 1985 í 101 manns árið 1990). Um 30% allra fanga sátu inni fyrir slík brot í fyrra, borið saman við 21% um miðjan síð- asta áratug. „Þá sker árið 1990 sig úr fyrir þá sök að aldrei hafa fleiri kynferðisafbrota- menn afþlánað refsidóma," segir í skýrslunni. Alls 21 afþlánuðu dóm fyr- ir kynferðisafbrot á s.l. ári, borið sam- an við frá 6 til 12 á ári síðustu fimm ár þar á undan. Sextán manns afplánuðu dóma fyrir manndráp á síðasta ári. Það var nokkur fjölgun, borið saman við 11-14 næstu fimm á undan. Óvenju fáir, eða aðeins 6 manns, af- plánuðu hins vegar refsivist fyrir önn- ur ofbeldisafbrot í fyrra. En á árunum 1985 til 1989 þurftu ár hvert frá 14 til 24 manns að afplána dóma vegna slíkra brota. Helmingurinn inni í fyrsta sinn Alls luku 255 fangar afplánun á síðasta ári, þar af um 92% eftir minna en eins árs fangelsi. Rúmlega helmingur þeirra hafði afþlánað dóm sinn að fullu, en tæplega helmingurinn (47%) lauk afplánun með reynslulausn. Hef- ur slíkt farið nokkuð vaxandi síðustu árin. Rúmlega helmingur fanganna var að afþlána sinn fyrsta dóm, en tæplega helmingur þeirra hafði setið í fangelsi áður. Þetta hlutfall hefur nær ekkert breyst á síðustu árum. Segja má að það séu fyrst og fremst ungir karlmenn sem fylla íslensk fangelsi. Um helmingur þeirra, sem luku afþlánun í fýrra (127), voru milli tvítugs og þrítugs og það hlutfall hef- ur ekki breyst mikið á undanfömum árum. Aðeins 7- 8% fanga hafa verið undir 20 ára aldri undanfarin ár og hefúr ekki farið fjölgandi. Fangar yfir fertugt eru líka fremur fáir, 13% í fyrra, en á bilinu frá 10% til 15% á ár- unum þar næst á undan. Konur aðeins 6% fanga, en fjölgar Konur voru aðeins 15 (eða tæplega 6%) af þeim 255 föngum sem Iuku af- plánun í fyrra. Konum hefur þó held- ur fjölgað í þessum hópi. Tvær konur luku afplánun árið 1985, en frá 8 til 12 árin 1986-89. Fangelsismálastofnun fékk alls 343 óskilorðsbundna dóma til fullnustu á síðasta ári, eða heldur færri en næstu árin á undan (348-378). Sú fækkun kemur öll fram í dómum sem eru til skemmri tíma en 30 daga, en þeir voru 62 á síðasta ári. Refsitími á bilinu 1 til 3 mánuðir er langalgengastur, 40-44% allra refsidóma (142-156 manns) á undanfömum árum. Þar sem stystu dómamir eru að stórum hluta vegna brota á umferðarlögum, sem einmitt hefur farið fjölgandi, er sú ályktun dregin í skýrslunni að dómar vegna slíkra brota hafi verið að þyngjast. Fangelsisdómar til lengri tíma en 6 mánaða hafa verið frá 15% til 18% allra dóma á árunum frá 1986, eða á bilinu 50-65 manns ár hvert. Þar af voru 7 manns dæmdir til meira en 3ja ára fangelsisvistar á síðasta ári, einum fleiri en árið á undan, en tvöfalt fleiri en (2-4) á ámnum 1985-88. Um 42ja milljóna kr. sektir ógreiddar Skilorðsbundnir dómar vom heldur fleiri (um 380) en þeir óskilorðs- bundnu. Um 30 þessara dómþola vom samhliða dæmdir til að greiða sekt, og þar við bættust 224 sem eingöngu var gert að greiða sektir. Samtals fékk Fangelsismálastofnun því 950 mál til fullnustu á síðasta ári. Að innheimta sektir virðist hins veg- ar oft þrautin þyngri. Rúmlega 42 milljónir kr. vom ógreiddar um síð- ustu áramót vegna 1.022 dóma, hvar af rúmlega helmingurinn (560 dómar) var frá ámnum 1988-90, en 100 dóm- ar frá 1983 eða fyrr. Öinnheimtum sektardómum hefur samt heldur farið fækkandi síðustu árin. AUs 89 manns vom látnir afþlána vararefsingar fé- sekta í Síðumúlafangelsinu í íyrra, samtals í 331 dag. Flestir sátu inni skemur en viku, en lengsti afplánun- artíminn var 34 dagar hjá einum að- ila. Fangelsismálastofnun samdi á síð- asta ári við SÁÁ um þá nýbreytni að gefa refsiföngum kost á að ljúka síð- ustu 6 vikum afþlánunar í meðferð á vegum SÁÁ. í fyrra vom 13 fangar vistaðir í slíka meðferð. Einn þeirra var þó sendur samdægurs til baka í fangelsið og annar fékk að snúa til baka að eigin ósk, vildi heldur ljúka af- plánun í fangelsinu heldur en fara í meðferð. 120 ungmenni á fresti 120 ungmenni á aldrinum 15-21 fengu skilorðsbundna frestun ákæm á síðasta ári, sem er svipað og árið áður. Langflestir voru 16 og 17 ára. Stúlkur vom aðeins 14% þessa hóps, en hefur þó heldur farið fjölgandi síðustu árin. Flestar stúlkumar vom sekar um skjalafals, en flestir strákamir um innbrot og þjófnaði. Helmingur þess- ara ungmenna á heima í Reykjavík, en hinn helmingurinn í nágrannabyggð- um borgarinnar. Um 42% hópsins er í skóla, 48% í vinnu, en 10% atvinnu- laus eða veik. - HEI Ibúar Heiðarvallasvæðis í Kópavogi mótmæla áformum um kirkjubyggingu á grænu svæði: Freklegur ágangur kirkjunnar manna? „Getur verið að á 20. öld þurfí íbúar heils hverfís að leita til dómstóla til að verja rétt sinn fyr- ir ágangi kirkjunnar manna?“ segir í orðsendingu íbúasamtaka Heiðarvallasvæðis í Kópavogi, sem send hefurverið Kirkjuþingi. í orðsendingunni er lýst vanþóknun á því, sem sagt er vera ágengni og ásókn fáliðaðs hóps manna sem lengi hefur haft meirihluta í sóknamefnd Digranessóknar, í lóð undir kirkju og safnaðarheimili á grænu svæði við Víghól sem skipulagt var í sem varan- legt útvistarsvæði þegar á árunum milli 1957-1962. Þessi ágengni bar, að því er segir í orðsendingunni, loks árangur nú sl. sumar, er samþykkt var skipulags- breyting fyrir svæðið með naumum meirihluta. íbúasamtökin segja málið þess eðlis að þjóðkirkjan geti ekki vik- ist undan því að fjalla um það, enda veki það upp fjölmargar siðferðilegar spumingar, m.a. þá hvort það sam- ræmist kristinni siðfræði að á sama tíma og biskup íslands telur sig ekki geta þegið heimboð páfa af spamaðar- ástæðum, ætli kirkjunnar menn í Kópavogi að reisa samtímis tvær kirkjur í Austurbæ með aðeins nokkur hundruð metra millibili upp á u.þ.b 120 milljónir stykkið — á tímum efnahagssamdráttar á íslandi." —sá Harmleikurinn í Hornafjarðarósi: Saga blindra á íslandi Eins manns enn saknao Eins manns er enn saknað úr hinu hörmulega slysi, þegar skólabátnum Mími RE-3 hvolfdi fyrirvaralaust á „Vestast á Seltjaraamesi er eitt mikilvægasta útivistarsvæðið á vestanverðu höfuðborgarsvæðinu. Þar er náttúrufegurð mikil, fallegar fíörur, tjamir og fjölbreytt fuglalíf. Þetta svæði, sem fjölmargir ein- staklingar og fjölskyldur nota til útivistar, á nú að endurskipuleggja. Aðalfundur Framsóknarfélags Sel- tjamamess hafnar með öllu að úti- mánudag með sjö mönnum innan- borðs, með þeim afleiðingum að einn maður lést og annars er saknað. Fimm vistarsvæðið verði látið víkja fyrir mannvirkjum, og skorar á Seltirn- inga og félagasamtök, sem unna náttúmvernd og útivist, að slá skjaldborg um svæðið. íbúar Sel- tjarnamess og höfuðborgarsvæðis- ins munu meta það mikils ef sam- staða næst um vemdun þessarar náttúmperlu.“ -aá. 15 ára ungmenni björguðust á sundi og verður björgun þeirra að teljast kraftaverk. Að sögn Cuðbrands Jóhannssonar, umdæmisstjóra Slysavarnafélags ís- lands í Austur-Skaftafellssýslu, vom tugir manna við Ieit í gær ásamt bát- um og flugvél. Leit var haldið áfram fram í myrkur í gær, en án árangurs. Leitarmenn fundu þó í fjörum brak og ýmsa hluti úr bátnum. Báturinn, sem er ónýtur, stendur nú á þurm. Björg- unarsveitarmenn fóm í gær og tóku þá hluti sem nýtanlegir vom. Leit að manninum, sem saknað er, verður haldið eitthvað áfram fram eftir viku, en þó ekki með eins miklum krafti og undanfama tvo daga. Maður- inn, sem lést á mánudag, hét Bjami Jóhannsson, fæddur 1962. Hann bjó í Garði og lætur eftir sig eiginkonu og ungt bam. Maðurinn, sem enn er leit- að, heitir Þórður Örn Karlsson, fædd- ur 1959 og býr í Keflavík. Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness: VERNDUM ÚTI- VISTARSVÆÐIÐ Nýlega kom út á svartletri og hljóðsnældum bókin Saga blindra á íslandi, eftir Þóriudi Guttormsson sagnfræðing. í bókinni er rakin saga Blindrafé- lagsins frá stofnun þess 1939 til árslns 1990. Auk þess er gerð grein fyrir starfí Blindravinafé- iagsins, BHndraskólans, Blindrabókasafns íslands og Sjónstöðvar íslands. Á síðum bókarinnar kemur fram hveraig breyttlr búskapar- hættir og bættur efnahagur skila hagsbótum þeim, sem áður voru kölhið olnbogabðra þjóðfélags- ins. í bókinni er rakin saga dug- mildls hóps íslendinga, sem leggur allt í söluraar til þess að komast sem næst jafnrétti í þjóðfélaginu. Saga blindra vekur athygli á ýmsum staðreyndum sem koma mönnum á óvart Þannig kemur fram að mUdll hlutf franska hersins, sem Napóleon héit með tfl Egyptalands í lok 18. aidar, varð bHndur á meðan herinn aórhailur óuttormsson, höf- undur bókarinnar Saga blindra á Islandi. Tfmamynd: Aml BJ*ms dvaldist þar í landi. Á nokkrum öriagastundum íslendinga voru sumir forystumenn þjóðarinnar blindir. Höfundur bókarinnar, Þórhaliur Guttormsson, er sagn- fræðingur og cand. mag. í ís- lenskum fræöum. -is —PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.