Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. október 1991 Tíminn 9 Á aðalfundi Bandalags íslenskra listamanna kom fram að ísland gæti orðið sviplaus og menningarsnauður útkjálki: Mörkum framsækna menningarstefnu Aöalfundur Bandalags íslenskra listamanna var haldinn síðastliðinn iaugardag. Fundarmenn benda á að íslendingar standa nú á þrösk- uldi nýrra tíma, en þátttaka í Evrópsku efnahagssvæði mun hafa í för með sér grundvallarbreytingar á lífsskilyrðum og menningarlífí í landinu. Fjölmargir óttast að þessi auknu samskipti grafi undan íslenskri þjóðmenningu og leiði til þess að íslensk tunga eigi undir högg að sækja. Listamenn telja að sá ótti sé ekki ástæðulaus. Þess vegna verða íslendingar nú þegar að bregðast við þessum miklu breytingum með því að marka framsækna menning- arstefnu, sem felur í sér stórátak sem styrkir þær stoðir sem íslenskt menningarlíf hvílir nú á. Slíkt átak ætti ekki síst að beinast að skóla- og fræðslumálum og að því að efla með öllum ráðum, sem við þekkj- um, nýsköpun á sviði vísinda og lista. Þá kemur fram að fjárlaga- frumvarpið endurspegli sinnuleysi stjórnvalda, og svo geti farið að ís- land verði sviplaus og menningar- snauður útkjálki. Á aðalfundinum var harðlega mótmælt 62% niðurskurði til Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, sem gert er ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpi. Verði fjárveiting ekki hækkuð úr þeim tveimur milljón- um króna, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, er fyrirsjáanlegt að loka verður safninu. Listasafn Sig- urjóns er sjálfseignarstofnun og því í eigu þjóðarinnar. Jafnframt var því eindregið mótmælt að AI- þýðuleikhúsið skuli hafa verið svipt fjárveitingu sinni í fjárlög- um, en leikhúsið hefur sinnt mik- ilvægu hlutverki í uppeldi leikhús- listamanna í 16 ár. Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna skorar á Alþingi að sjá til þess að þessi starfsemi geti haldið áfram. -js Erlendum farmönnum fjölgar í íslenska kaupskipaflotanum með EES: Meirihluti kaup- skipaflotans siglir undir erlendum fána í íslenska kaupskipaflotanum eru nú 41 skip, þar af 24 skráð und- ir erlendum fánum. Um 100 erlendir sjómenn eru starfandi á skip- unum sem sigla undir erlendum fána, en það er um 27% sjómanna í flotanum. Þetta hlutfall fer hækkandi. Þetta kom fram í svari sam- gönguráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Hallvarðssyni alþingis- manni. Guðmundur sagði að það hefði far- ið mjög í vöxt á seinni árum að ís- lensk skipafélög skrái skip sín undir erlendum fánum, svokölluðum Sakadómur Reykjavíkur hefur, að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, úrskurðað 26 ára gamlan mann í gæsluvarðhald til 8. nóvember, vegna rannsóknar á dauða 36 ára gamals Njarðvíkings, en hann fannst látinn á sunnudag á heimili sínu í Ytri-Njarðvík. Annar maður, sem handtekinn var skömmu síðar, var á mánudagskvöld látinn laus og er ekki talið að hann sé viðráðinn málið. þægindafánum. Um er að ræða tvenns konar leiguform. Annars vegar þurrleiga, þ.e. leiga án áhafn- ar, og hins vegar tímaleiga þar sem Mennirnir tveir voru saman í áhöfn báts frá Sandgerði og höfðu verið að skemmta sér saman, á aðfaranótt sunnudags, ásamt skipsfélögum sín- um. Hinn látni, ásamt þeim sem nú er í gæsluvarðhaldi og þeim sem sleppt var, fóru um nóttina á heimili hins látna. Sá þriðji yfirgaf þá síðan og það er ekki fyrr en um klukkan 15.30 sem næst er vitað um gerðir mannanna, en þá er tilkynnt til lög- reglu um mannslátið. -PS annað hvort væri alfarið erlend áhöfn eða fáeinir íslendingar. Guð- mundur sagði að þetta væri þróun sem stjómvöld yrðu að bregðast við, t. d. með því að veita skipafélögum, sem eingöngu eru með íslenska áhöfn á skipunum, skattafrádrátt. Guðmundur sagði að Danir hefðu farið þessa leið. í svari Halldórs Blöndals sam- gönguráðherra kom fram að ís- lenskum farmönnum í kaupskipa- flotanum hefur fækkað mikið á síð- ustu árum. Árið 1988 voru stöðu- gildi í flotanum um 500, þar af vom u. þ.b. 425 unnin af íslendingum eða 85%. í apríl 1991 voru stöðugildin 465 og sinntu íslendingar um 340 þeirra eða 73%. Ráðherra skipaði í vor nefnd til að skoða þessi mál, en hún hefur enn ekki lokið störfum. Hann sagðist ekki telja það vera hlutverk stjórnvalda að hafa áhrif á samninga hagsmunaaðila í þessu efni. Ábyrgðin hvfldi fyrst og fremst á herðum sjómanna og skipafélaga. Svavar Gestsson minnti þingheim á að með samningum um EES væri verið að galopna þennan markað fyrir erlendum aðilum. Hann sagði að stjórnvöld ættu mjög erfitt með að taka á þessu erfiða máli. -EÓ Rannsókn á mannsláti í Ytri-Njarðvík á sunnudag: í gæsluvarðhaldi til 8. nóvember Svavar Gests tekur við viðurkennlngu frá Félagi tónskálda og textahöfunda úr hendi Magnúsar Kjartanssonar. Tfmamyndir: Áml BJama Sungið saman á degi söngsins Gunnar Hrafnsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra hljómlistar- manna, segir í samtali við Tímann að „íslenski tónlistardagurinn", sem haldinn var sl. sunnudag, hafi tekist ljómandi vel. Gunnar segist ekki vita hversu margir hafi mætt í bæinn, en það hafi að minnsta kosti verið „Torgfylli" og flestir hafi sungið með. Dagur tónlistar- innar, fyrsti vetrardagur, er fyrst og fremst hugsaður til að minna fólk á að það er tónlistarlíf og tón- listarfólk í landinu. Jón Stefánsson stjórnar fjöldasöng á íslenskum tónlistardegi Stefán Jón Hafsteln tekur við viðurkenningu f.h. Rásar 2 fyrlr flutning á íslenskri tónlist, sem Magnús Kjartansson afhenti f.h. Félags tónskálda og textahöfunda. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, við brautskráningu stúdenta úr Háskóla íslands: Viljum ekki skólagjöld Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor sagði við brautskráningu stúd- enta úr Háskóla íslands um helgina, að Háskólinn myndi ótilneydd- ur ekki nýta sér heimild um að innheimta skólagjöld af nemendum sínum. Hann sagði að í upptöku skólagjalda fælist grandvallarbreyt- ing á viðhorfum til skólamála og hætta væri á mismunun eftir efna- hag námsmanna. Sveinbjörn sagði að Háskólinn hljóti að íhuga hvort hann geti hald- ið áfram að innrita alla þá sem ljúka stúdentsprófi, án þess að tryggt sé, að þeir hafi nægan undirbúning fyr- ir námið og án þess að auknar fjár- veitingar komi til kennslunnar. Fjöldi nemenda, sem ljúka stúd- entsprófi, hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Lengi vel luku innan við 30% bama af hverjum árgangi stúdentsprófi. Nú er þetta hlutfall komið upp í 70-80%. „Ljóst má vera að hefðbundið háskólanám hentar ekki mörgum þessara nemenda. Eðlilegt er því að framhaldsskólam- ir beini þeim nemendum inn á aðrar brautir og veiti þeim annað lokapróf en hefðbundið stúdentspróf. Vandi Háskólans felst hins vegar í því að samræmi í kennslu til stúdentsprófs og einkunnum er orðið lítið, og því verður ekki treyst að í stúdentsprófi felist nægur undirbúningur til þess að hefja nám með þeim hætti, sem Háskólinn telur sér skylt að krefjast. Jafnframt megum við búast við því, að erlendir háskólar taki að efast um gildi íslensks stúdentprófs," sagði háskólarektor. Á þessu hausti em innritaðir 5230 stúdentar í Háskóla íslands. Þeim hefur fjölgað frá hausti 1988 til þessa hausts um 935, eða um 312 á ári. Háskólarektor sagði þennan áhuga á námi vera Háskólanum gleðiefni, en gleðin væri blandin nokkmm áhyggjum. Fjárveitingar til skólans hafi ekki aukist samhliða fjölgun nemenda og því sé hætta á að gæðum kennslunnar hraki, verði ekkert gert. Sveinbjörn sagði Háskólann vara við því að farið verði inn á þá braut að leggja á skólagjöld. Hann sagði að Háskólinn muni ekki nýta sér heimild til að leggja gjöldin á ótil- neyddur. Reynslan sýni að gjöld sem þessi hafi tilhneigingu til að hækka og þau geti orðið efnalitlum náms- mönnum vemleg hindmn, ef ekki koma til styrkir á móti. Háskólarekt- or sagði þau rök að skólagjöld stuðli að bættri þjónustu Háskólans við stúdenta ekki standast, meðan of lít- il fjárveiting sé skorin niður sem gjöldunum nemur. Hann sagði að ef setia eigi hömlur á fjölda stúdenta í H.Í. ætti fremur að beina þeim frá sem hafi litla námsgetu en þeim sem búa við bágan efnahag. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.