Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 30. október 1991 Um 88% ferðamanna gista í Reykjavík, en aðeins 13% á Vestfjörðum: Feróamenn á íslandi almennt hálaunamenn Ferðamenn, sem komu til íslands í sumar, eyddu að meðaltali 122 þúsund krónum í ferðinni, eða um 13 þúsundum á dag. Am- eríkumenn eyða mest, en Þjóðverjar minnst Ferðamenn, sem koma hingað vegna viðskipta eða til að sækja ráðstefnu, eyða mun meiru en þeir sem koma hingað í sumarfrí. Um 88% ferðamanna, sem hingað koma, gista í Reykjavík a.m.k. eina nótt, en aðeins tæplega 13% á Vestfjörðum. Þessar uppiýsingar koma m.a. fram í nýrrí ferðamálakönnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert Úr Leifsstöð. Ferðamálakönnunin á íslandi er hluti af stærra verkefni, sem unnið er fyrir ferðamálanefnd Norður- landaráðs og miðar að því að afla upplýsinga um ferðaþjónustu á ís- landi, Færeyjum og Grænlandi. Markmiðið er að fá ítarlegri upp- lýsingar, sem aðilar í ferðaþjón- ustu í þessum löndum geta notað í uppbyggingu og framþróun at- vinnugreinarinnar. Könnunin var unnin í sumar, þegar hvað mest er að gera í ferðamannaþjónustu á ís- landi. Hún var þannig unnin að ferðamenn í Leifsstöð og á Seyðis- firði, sem voru á leið út úr landinu, voru beðnir að svara skriflegum spurningum. 3274 svöruðu, þar af 547 sem fóru með ferjunni Nor- rænu. Svarendahópurinn endur- speglar vel þann hóp sem ferðast til landsins samkvæmt tölum út- lendingaeftirlitsins. Erlendir ferðamenn, sem hingað koma, eru að stærstum hluta úr millistéttum (um 51%), og eru menntamenn sérstaklega áberandi í hópi þeirra (háskólamenn eru um 25% heildarinnar). Atvinnurek- endur og stjórnendur eru næst- stærsti hópurinn (13%), þá koma nemar (11%), húsmæður, lífeyris- þegar og eftirlaunafólk (10%), iðn- aðar- eða tæknimenn (7%) og fólk úr verkalýðsstétt er aðeins 8%. í samræmi við þetta hafa ferða- mennirnir yfirleitt rúm fjárráð. Um 50% segjast hafa meira en meðaltekjur í landi sínu, um 40% segjast vera í meðallaginu og tæp 10% segjast vera undir meðaltekj- um í heimalandi sínu. Fjórðungur ferðamannanna var á aldrinum 26- 35 ára og nærri tveir af hverjum þremur var undir 45 ára aldri. Meðaldvalartími fólks hér á landi var 15,2 dagar. Þjóðverjar, Hol- lendingar og Belgar stoppuðu hér lengst (rúmlega 18 daga), en Norð- urlandabúar stoppuðu hér í aðeins rúmlega 9 daga. Yngra fólkið dvaldi hér lengur en það eldra. Að jafnaði sögðust ferðamennirnir hafa dvalið 4,3 nætur í Reykjavík, 2,8 á Suðurlandi, 2,4 á Norður- landi, 1,2 á Austurlandi, 1,2 á há- lendinu, 1 nótt á Vesturlandi og meðaltalið var 0,4 á Vestfjörðum. Samanlögð heildarútgjöld á hvern ferðamann, þ.e. far- miði/ferðapakki að viðbættri ann- arri eyðslu hér á landi, voru um 122 þúsund krónur. Heildarútgjöld á dag voru um 13 þúsund. Sé far- gjaldið/ferðapakkinn dreginn frá, verður meðaleyðslan á dag rúmar 4 þúsund krónur. Þetta er heldur meiri eyðsla en tölur Seðlabanka íslands gefa til kynna. Bandaríkja- menn og Kanadamenn eyða mest (rúml. 20 þúsund á dag). Svíar, Finnar, Svisslendingar og ítalir eyða á bilinu 14.500-17.300 krón- um á dag. Þjóðverjar, Hollendingar og Belgar eyða hins vegar ekki nema rúmlega 8.000 krónum á dag. Ferðamenn, sem koma hingað í viðskiptaerindum eða til að sækja ráðstefnur, eyða að meðaltali tæp- lega 18 þúsund krónum á dag, en ferðamenn í sumarleyfi eyða hins vegar ekki nema 12.700 krónum á dag. Eyðsla ferðamanna eykst með aldrinum. f könnuninni voru ferðamenn- irnir beðnir að meta verðlag á ís- landi. Það kemur ekki á óvart að þeir telja það almennt of hátt. Af þeim, sem tóku afstöðu og höfðu notað viðkomandi þjónustu, nefndu um 83% að verð á bíla- leigubílum væri of hátt, matur og drykkur kom næst (77%), þá verð minjagripa (48%), verð gistingar (47%), skemmtanir (45%), skoð- unarferðir (38%) og 35% sögðu verð á samgönguþjónustu of hátt. Svarendur voru beðnir að nefna eitthvað neikvætt við ferðina. Rúmlega 50% nefndu ekkert, en það, sem helst var kvartað undan, var verðlag, veðurfar, gistiaðstaða og vegakerfið. í svari við spurn- ingu um það ánægjulega við ferð- ina nefndu yfir 58% fegurð lands- ins og um 31% vingjarnlega íbúa þess. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði þessa könnun staðfesta ým- islegt það, sem aðila í ferðaþjón- ustu á íslandi hefði grunað. Hann sagði ómetanlegt að fá þessar upp- lýsingar, því að með þær í höndun- um verði vinna að markaðsmálum markvissari og vonandi árangurs- ríkari. Hann sagði að á síðustu ár- um hafi miklum tíma og fjármun- um verið varið í að rannsaka loðnustofninn og tími hafi verið kominn til að rannsaka ferða- mannastofninn, en álíka miklar tekjur koma í þjóðarbúið frá þess- um tveimur atvinnugreinum. Bú- ist er við að ferðamannaþjónusta skili á þessu ári um 12 milljörð- um. -EÓ Ríkisútvarpið á Akureyri: Deildarstjórinn lætur af störfum AKUREYRI I VINABÆJARSAM- BAND VIÐ ELIZOVO Deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri, Bjami Sigtryggsson, hefur látið af störfum deildarstjóra, og mun hann hverfa til annarra starfa hjá Ríkisútvarpinu í Reykjavík inn- an skamms. Staða deildarstjóra verður augiýst laus til umsóknar fljótlega, en á meðan mun Kristján Sigurjónsson, dagskrárgerðarmað- ur við RÚVAK, gegna starfi deildar- stjóra. Samkvæmt heimildum Tímans eru ósamkomulag og samstarfsörðug- leikar helstu ástæður þess að Bjarni lætur af störfum, og vilja menn jafn- vel tala um trúnaðarbrest. Ýmsar ákvarðanir hans vom mjög um- deildar, en það sem gerði útslagið voru tilfærslur starfsmanna innan- húss, sem þeir voru ekki sáttir við og hafði einn starfsmaður þegar lát- ið af störfum. Elva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, átti um helgina fund með Bjarna og starfsmönnum, en engin lausn fannst og á mánudagsmorgun höfðu 7 af 11 starfsmönnum ákveðið að segja upp störfum. Að beiðni út- varpsstjóra voru uppsagnirnar ekki lagðar fram, en hins vegar ákveðið á fundi Bjarna Sigtryggssonar og Heimis Steinssonar útvarpsstjóra síðdegis á mánudag, að Bjami segði starfi sínu lausu. Bjarni tók við starfi deildarstjóra þann 1. júní s.l. af Ernu Indriðadótt- ur. Ekki náðist í Bjarna Sigtryggs- son vegna þessa máls í gær. hiá-akureyri. Tekið hefur verið upp vinabæjar- samband milli Akureyrar og Elizovo á Kamtsjatka-skaga, og tekur sam- komulagið til menningar og við- skipta. Málið kom fyrst til umræðu fyrir ári síðan, og í apríl s.l. kom sendinefnd frá Elizovo til Akureyrar, en ekki náðist að ganga frá samkomulagi þá. í síðustu viku var svo sendinefnd frá Elizovo aftur á ferðinni, og þá var samkomulagið undirritað. Þess má geta að þetta er fyrsta vinabæjarsam- komulagið sem stofnað er til á Kamtsjatkaskaga, en skaginn gengur suður úr Austur-Síberíu. í Elizovo búa 50 þúsund manns, og hafa menn þar mikinn áhuga á að opna samfélagið, og er þess vænst að báðir aðilar hafi hag af vinabæjar- sambandinu m.a. í atvinnulegu til- liti. Auðug fiskimið eru í námunda við Elizovo og hafa íbúarnir hug á að byggja upp veiðar og vinnslu sem og markaðsmál. Þá er allmikill jarð- varmi á þessum slóðum, en eftir skaganum liggja tvær eldfjallakeðjur með virkum eldfjöllum og miklum jarðhita. Jarðvarmaorkuver hafa ver- ið reist á skaganum, en íbúana skort- ir mjög á tæknilega þekkingu bæði hvað varðar beislun og nýtingu jarð- varma sem og tækni og framþróun við fiskveiðar. Mörgum kann að finnast langt milli staðanna tveggja, en þá skilja 176 gráður á hnettinum, en þess má geta að nú þegar hafa nokkur íslensk fyr- irtæki komið á samskiptum við þetta svæði. hiá-akureyri. Ályktun aöalfundar Samtaka bæjar- og héraösfréttablaða: Vilja afnema ríkis- áskriftir fjölmiðla Samtök bæjar- og héraðsfrétta- ir, og vert sé að vekja athygli vilja að skrefið verði stigið tii fulls blaða héldu nýverið aðalfund sinn stjómvalda á þeirri þjónustu sem og vilja að hið opinbera segi upp í Vestmannaeyjum. í samtökunum blöðinveita. öfium fjölmiðlaáskriftum og af- eru 16 bæjar- og héraðsfréttablöð Þá var á fundinum samþykkt nemi alia pólitfska útgáfustyrid. víðsvegar að af landinu. Á fundin- ályktun, samhljóða, þar sem fund- Fyrr sitji ekki alUr fjölmiðlar við um var meðal annars fjallað um urinn lýsir yfir ánægju sinni yfir sama borð. Þá ítrekar fundurinn þróun í fjölmiðlaheiminum f dag þeirrí ákvörðun fjármálaráðherra að aðildarblöð samtakanna standi og tefja aðstahdendur blaöanna að að segja upp því eina eintaki af á eigín fótum og án rðásstyrkja. sú þróun skapi aukið og betra hverju aðildaiblað) samtakanna, A aðalfundinum var kjörin ný svigrúm fyrir blöðin, sem um ræð- sem ríkið keypti. En fundarmenn stjóra og veitir Sigurður Sverris-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.