Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 30. október1991 Fulltrúar Araba og ísraela komnirtil ráðstefnu í Madrid: Friðarráðstefna um málefni Miðausturlanda er hafin Fríðarráðstefna um málefni Miðausturlanda hófst í Madríd á Spáni í dag. Til fundaríns eru komnir fulltrúar frá Miðausturiöndum, en hann er haldinn að frumkvæði Bandaríkjamanna og Sovétmanna sem tilraun til að koma á sættum í þessum heimshluta. Ekki er vit- að hvort einhver árangur verður af ráðstefnunni, en þetta er sögu- leg stund. Áður en ráðstefnan hófst áttu þeir Mikhafl Gorbatsjov, forseti Sovétríkj- anna, og George Bush, forseti Banda- ríkjanna, saman fund í Madrid í gær. Forsetamir tveir báðu Araba og ísra- ela að gera sitt ýtrasta til að leysa úr ágreiningsefnum sínum, en atburð- imir í Líbanon vörpuðu nokkmm skugga á fund þeirra í gær. Þar drápu öfgasamtök að minnsta kosti þrjá ísra- elska hermenn í sprengjuárás í suður- hluta Líbanon. Árásimar vom ber- sýnilega tengdar friðarráðstefnunni. Einnig skaut róttækur Palestínumað- ur tvo ísraela til bana, en þeir vom að koma af fúndi í Tel Aviv. Forsetamir borðuðu saman hádegis- mat í sovéska sendiráðinu og funduðu svo síðar um daginn. Eftir fundinn héldu þeir svo blaðamannafund. Embættismenn sögðu áður en fund- urinn hófst að þeir ætluðu að ræða um friðarfund Miðausturlanda. Einn- ig var hjálp Vesturlanda við Sovétríkin á dagskrá. Bush Bandaríkjaforseti sagði að fundurinn væri ekki haldinn til að komast að einhverju samkomulagi, heldur væri þetta meira spjallfundur. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sem fer fýrir sendinefnd sinn- ar þjóðar, sagði að fáir hefðu búist við ísraelum á þennan fund, en þeir kæmu með friðarvilja. Þetta er í fyrsta sinn sem ísraelar, Sýrlendingar, Líbanir, Jórdanir og Pal- estínumenn koma saman til fundar til að ræða sín mál. Á mælendaskrá em Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar, George Bush, Mikhafl Gorbatsjov, sendinefnd Evrópubandalagsins, Borís Pankín ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, James Baker utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Sendinefndir allra þjóðanna, sem taka þátt í ráðstefnunni, em einn- ig á mælendaskrá. Hún stendur fram á föstudag. Reuter-SIS Ráðherrar EB komust að samkomulagi um verndun fiskistofna: STÆRRI MÖSKVAR OG TAKMARKANIR Á LENGD REKNETA Ráðherrar Evrópubandalagsins komust að samkomulagi um vernd- un fískistofnana í gær, eftir tveggja ára deilur. Manuel Marin, framkvæmdastjóri sjávarútvegsdeildar EB, sagði að loksins væri einhver skilningur kominn á að vemdunaraðgerðir væm óhjákvæmilegar. Samkomulagið takmarkar fiskveið- ar í reknet og kveður á um hvenær ákvæði um stærri möskvastærð við veiðar í Norðursjó verði tekin upp. Manuel Marin var að vonum ánægður með þetta samkomulag, en áður en það var samþykkt hafði hann hótað að þvo hendur sínar af þessu máli og skipta sér ekki meira af því, heldur láta sjávarútvegsráð- herra EB-landanna um það sjálfa. í tilefni þessara tímamóta skálaði hann í kampavíni við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Hollands, Piet Bukman. Frakkar fengu leyfi til að veiða tún- fisk í Atlantshafi í reknet. Reknet em álitin hættuleg spendýrum sem lifa í sjó, og Manuel Marin lagði til að notkun rekneta, sem em lengri en 2,5 km, verði bönnuð. Skip, sem hafa notað reknet við túnfiskveiðar í norðausturhluta Atlantshafs í að minnsta kosti 2 ár, mega nota tvo slík net, sem verða þá samtals 5 km þar til í desemberlok árið 1993. Eftir það verða þau að takmarka sig við 2,5 km löng net, nema vísindaleg gögn sýni fram á að slík takmörkun sé ónauðsynleg. Franskir fiskimenn komu til Lúx- emborgar í gær til að mótmæla til- lögum Marins, og sögðu að það væri ekki þörf á að höfmngar væm verndaðir á þennan hátt og þeir kæmu sjaldan í net þeirra. Annað lykilatriði í samkomulaginu er að ákveðið hefur verið að auka möskvastærð, til að vernda smá- fiska, frá og með 1. júlí árið 1992. Þetta er sérstaklega gert til verndar þorski og ýsu, en þeir stofnar hafa hrunið ískyggilega mikið. Með auk- Bandaríkin: Ofbeldis- glæpum fer fjölgandi inni möskvastærð em meiri líkur á að minni fiskar komist í gegn og verði ekki veiddir í sama mæli og nú. Ráðherrar ákveða síðar, í ljósi vís- indalegra niðurstaðna, hvort þörf verður á enn meiri stækkun möskva, og það yrði þá fyrir 1. janú- ar 1995. Danmörk var eina landið sem greiddi atkvæði á móti þessum samningi, vegna banns á vél sem flokkar út of smáa fiska og hendir þeim í sjóinn aftur. Reuter-SIS Loksins hafa ráðherrar EB komist að samkomulagi um vemdun fiskistofna. Fangar brenndust til bana í uppþoti í Rio de Janeiro: Meira en 30 brenndust illa Fimmtán fangar létust og meira en 30 brenndust alvarlega í eldi, sem kveiknaði í uppþotum fanga í fang- elsinu í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag. Abel Fernandes lögregluforingi segir að mótþróafullir fangar hafi kastað heimatilbúinni sprengju niður í kjallara í Ary Franco-fang- elsinu, rétt eftir að yfirvöld höfðu fúndið göng sem notuð höfðu verið til að flýja úr fangelsinu. Með þessu kveiknaði eldur sem breiddist fljótt út, með þeim afleiðingum að 15 fangar dóu. Að minnsta kosti 30 fangar eru með mjög slæm brunasár, sem þekja meira en tvo þriðju hluta lík- amans. Enginn fangi slapp í upp- þotunum. Slökkviliði tókst að slökkva eldinn. Meira en 100 her- menn og borgarlögreglan voru sendir til aðstoðar í fangelsinu, að sögn Fernandes. Vanalega eru að- eins 5 fangaverðir á vakt, en 1.200 fangar eru vistaðir í Ary Franco- fangelsinu. Reuter-SIS Samningur um viðskipti undirritaður Svíar hafa skrífað undir tvihliða við- skiptasamning við Lettland og Eist- land. Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar tilkynnti þetta í gærmorgun. í tilkynningunni stendur að þetta sé fyrsta skrefið í átt að vináttusam- bandi á milli þjóðanna og til frjálsra viðskipta þeirra á milli. Samningurinn var undirritaður í Tallin í Eistlandi og í Ríga í Lett- landi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að þessi samningur væri líkur þeim sem Svíar hafa gert við þjóðir í Austur-Evrópu. Reuter-SIS Ofbeidisglæpum fer fjölgandi í Bandaríkjunum. Þeim fjölgaði um tæp 5% fyrstu sex mánuði þessa árs, að sögn alríkislögreglunnar (FBI) á sunnudag. Þá hefur morð- um fjölgað, svo og glæpum tengd- um fíkniefnum. Síðan árið 1987 hefur ofbeldisglæp- um farið fjölgandi um 5% á hverju ári, nema árið 1990 þegar þeim fjölgaði um 10% samkvæmt skýrsl- um FBI. FBI segir að öllum alvarlegum glæpum hafi fjölgað um 2% á þessu ári. Þá er verið að tala um ofbeldis- glæpi og svokallaða fátækraglæpi. Með þeim er átt við innbrot, þjófnaði og slíkt. Ef tekið er tillit til ákveðinna svæða hækkaði tala glæpa um 4% í mið- vesturfylkjunum, 3% í suðurfylkj- unum, en í norðausturfylkjunum fækkaði glæpum um 3%. f stórborgum Bandaríkjanna fór skráðum glæpum örlítið fækkandi eftir því sem leið á árið. Athuga ber að þetta eru aðeins töl- ur yfir skráða glæpi. Reuter-SIS FRETTAYFIRUT MADRID - Yitzhak Shamir, forsætisráðherra fsraels, sagði að morðið á tveimur israelskum hermönnum myndi ekki setja fríðarráðstefnuna í Madrid út af laginu, en hún hófst i dag. JERÚSALEM * ísraelar segja að fimm hermenn hafi slasast og tveir arabiskir skæruliðar látist í sprengingu í suðurhluta Lfbanon f gær. TÝSUS » ðfgasinnaðir skæmliðar héfdu uppi árásum á israelskar hersveitir f suðurhluta Líban- on í gær, til aö sýna andstöðu sína við fríðarráð- stefnuna f Madrid. GAZA - Paiestinsk ungmenni, sem vanalega berjast við (sraelska hermenn, gáfú þeim óiífú- greinar i gær i óskipulögðum aðgerðum ta stuðn- ings friöarráðstefnunni. MADRID • Mikhafl Gorbatsiov, forseti Sovétrikj- anna, hítti George Bush, forseta Bandaríkjanna, 1 gær i fyrsta sinn síöan reynt var að ræna völdum í Moskvu sl. ágúst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.