Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhusinu v Tryggvogolu S 28822 Lausnin er: Enzymol Nýtt í Evrópu c * J^Nýti 1 aE aE EUBO-HAIR á Islandi ■ Engin hárígræðsla Engin gerfihár Engin lyfjameðferð Einungis tímabundin notkun Eigid hár med hjálp lífefha-orku ©91-676331e.ki.i6.oo Áskriftarsími Tímans er 686300 9 Tímiiui MKMKUDAGUR 38. OKT. 1991 Tilraunum í Hrfsey aö Ijúka; hvað verður næst? Annað holdanaut eða nýtt mjólkurkúakyn? „Það eina, sem hefur verið gert, er að nautgripanefnd var beðin um að gefa álit á kostum og göllum þess að flytja inn nýtt mjólk- urkúakyn. Því skiluðum við til landbúnaðarráðuneytisins í sum- ar. í sjálfu sér hefur ekkert frekar verið gert,“ segir Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur Búnaðarfélags íslands. Á aðalfundi sínum í sumar samþykkti Landssamband kúa- bænda ályktun þess efnis að stefnt skyldi að innflutningi nýs mjólkurkúakyns. Forsendur til þess hafa skapast með því að til- raunum í Hrísey er að Ijúka. Þó virðast margir bændur hafa meiri hug á að reyna annað holdanautakyn, í stað Galloway, sem mörgum finnst að ekki hafi gefist nógu vel, frekar en stefna að kynbótum á íslensku mjólk- urkúnum. „Staðan er sú að innflutningur á Gallowaynautum til Hríseyjar stendur enn yfir, en við horfum fram á að honum fari að Ijúka. Þá eru menn að velta fyrir sér hvað eigi að taka við. Eg hef á tilfinningunni að menn setji of- ar á blað að flytja inn önnur holdanautakyn en að gera til- raunir með mjólkurkýr. í stuttu máli má segja að nið- urstaða nautgripanefndarinnar sé sú að ómögulegt sé að meta fyrirfram kosti og galla þess að flytja inn nýtt mjólkurkúakyn. Við höfum engar forsendur, við höfum engan samanburð á ís- lenska kyninu við önnur kyn við sömu skilyrði. Hann þurfum við til að geta metið málið af ein- hverju viti. Við sögðum því að það gæti verið áhugavert að gera tilraun með innflutning, einfaldlega til að ganga úr skugga um málið. En það liggja fyrir samþykktir frá kúabænd- um um að þeir hafa meiri áhuga á innflutningi á nýjum holda- nautakynjum. Og sama skoðun könnunum meðal bænda. Þann- urstaðan," segir Jón Viðar. hefur komið í ljós í skoðana- ig að ég á von á að sú verði nið- -aá. Heimspeki er meðal námsgreina 12 ára bama í Vesturbæjarskólanum. Helgi kennari segir: Stórkostleg namsgrein Börn f helmspeldnáml vöktu at- hygll í sjónvarpsþættl á dögunum fyrir áhugaverðar vangavcltur og skemmtileg tilsvör. Áhugi fyrir beimipeki almennt hér á landi vhrðist fara vaxandi. Helgi Jó- steinsson, kennari við Vesturbæj- arskólann í Reybjavik, segir í sam- taii vift 1101300 að Vesturbæjar- skólinn sé eini grunnskólinn sem hafl heimspcki á námsskránni. Helgi segir að eftir því sem hann best viti, sé þetta í fyrsta skipti sem hcimspekikennsla sé tekin inn í grunnskólann. „Heimspeirin er inni í stundatöflu bamanna og tek- in með sem bvert annað fag. Upp kom sá möguleiki að hafa þetta í tómstundastarfi, en ég hafði meiri áhuga á því að fá þetta inn í stunda- töfluna. Annars hefði heimspekin lent f samkeppni við borðtennis, leiklist og fleira. Þannig að ég samdi um að fi að koma heimspek- inni fam í stundatöflu," segir Helgi. En það eru 12 ára böraín f Vesturbæjarskólanum sem stunda hehnspeÚnámið. Helgi segir að skólastjórinn og kennarar í skóianum hafi haft áhuga á því að koma heimspeldnni inn og reyna þetta. Helgi segir enn fremur að hann hafi fengið kennslu og þjálfun hjá Hreini Páls- syni, skólastjóra Heimspekiskól- ans. „Ég er myndmenntakennari og vlldi auka fagurfræðQcennshi í myndmennt. Ég er þeirrar skoðun- ar að við eigum að stefha að gagn- rýnum Ustáhorfendum frekar en drátthögum teiknurum, ef svo má orða það. Þannig aft ég fór að vefta fyrir mér fagurfræðíkennslu og datt þá inn í heimspekina. Mér fannst þetta svo stórkostlegt, skemmtflegt og nauðsynlegt, þannig að ég var með Hreini á námskeiðum í Heimspekiskólan- um aUt síðasta ár. Auk þess fór ég á námskeið hjá Hreini sem hann héft í Kennaraháskólanum. Þegar ég fór síðan að kenna við Vestur- bæjarskólann í vetur, ræddi ég um það hvort ekki væri hægt að koma heimspekinni inn. Það var heil- rnildö púsluspil að koma þessu saman, en það tókst að lokum," segir HelgL -js (búðablokk SEM-samtakanna tekin í notkun: 20 sérgerðar íbúðir auk félagsheimilis Húsnæðisfélag SEM-samtakanna hefur reist hús við Sléttuveg 3 í Fossvogi. í því eru tuttugu íbúðir, sérhannaðar fyrir hreyfihamlaða. Fyrstu íbúar fluttu inn í júlíbyrjun og þeir síðustu ná húsi þessa dag- ana. Ein tveggja herbergja íbúð er laus til leigu, ætluð til skemmri tíma fyr- ir fatlað fólk utan af landi sem ein- hverra hluta vegna þarf að bregða sér í bæinn. Hún leigist með hús- gögnum og kostar 1.500 krónur á sóiarhring. Á efstu hæð þessa sama húss er fé- lagsmiðstöð SEM sem tekur 90 manns í sæti. Ætlunin er að leigja salinn út hvern þann tíma sem sam- tökin þurfa ekki á honum að halda. Leigan er 15.000 krónur. -aá. Stjóm SEM-samtakanna: F.v. Reynir Grétarsson, Ágústa D. Guömundsdóttir, Jón M. Sigurösson og Egill Stefánsson. Timamynd: Aml Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.