Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. október 1991 Tíminn 3 Sambýli fyrir fimm geðfatlaða einstaklinga að Þverárseli 28 tók til starfa í gærkvöld: Löqbanni á sambvlió hafnað í fóaetarétti Sambýli fyrir fimm heimilislausa geðsjúka einstaklinga að Þverárseli 28 tók til starfa í gærkvöld, eftir að fógetaréttur hafði hafnað lögbanni á starfsemi þess. Tímamynd: Áml BJama „Kröfu gerðarbeiðenda, íbúa við Þverársel, Þingasel, Þjóttusei, Þránd- arsel og Þúfusel samkvæmt gerðar- beiðni, um að lagt verði iögbann við því að gerðarþoli, Svæðisstjóm mál- efna fatlaðra í Reykjavík, hefji starf- rækslu sambýiis fyrir fimm heimilis- lausa geðsjúklinga í húsinu nr. 28 við Þverársel í Reykjavík, er hafnað." Þetta er úrskurðarorð borgarfógeta í lögbannsmáli sem flutt var í fógeta- rétti Reykjavíkur 21. okt sl., en úr- skurðurinn féll í gær. Vaitýr Sigurðs- son borgarfógeti kvað upp úrskurð- inn. Tíminn greindi ítarlega frá þessu máli þriðjudaginn 22. þ.m. í gær- kvöldi var reiknað með að fyrstu íbú- amir flyttu strax inn í sambýlið. Það voru 33 íbúar húsa í næsta ná- grenni Þverársels 28 sem kröfðust lögbanns á starfsemi sambýlis fyrir hina fimm geðsjúku og heimilislausu. fbúamir töldu að samkvæmt óskráð- um reglum nábýlisréttar væri þeim ekki skylt að þurfa að sæta því að byrj- að væri að starfrækja stofnun í hverfi sem skipulagt væri sem hreint íbúða- hverfi. Sambýlið myndi óhjákvæmi- lega hafa í för með sér umferð, fast- eignaverð í næsta nágrenni gæti lækkað, auk þess sem öryggi bama, unglinga og annarra íbúa gæti orðið minna en áður. í forsendum úrskurðar fógeta segir að sú ákvörðun félagsmálaráðuneytis- ins að veita leyfi til að starfrækja sam- býlið að Þverárseli 28 sé þáttur í fram- kvæmd laga um málefni fatlaðra. Þar sem leyfið hafi þegar verið veitt, hafi það ekki komið til skoðunar í lög- bannsmálinu, enda beindist lögbanns- krafa gerðarbeiðenda ekki að leyfis- veitingu ráðuneytisins sem slíkri. Samkvæmt 26. gr. laga nr. 18/1949 um kyrrsetningu og lögbann megi leggja lögbann við athöfn stjómvalds, ef athöfnin varðar meðferð einstak- Iingsréttinda, banna skuli athöfn í þágu einstaks manns eða ef telja má að stjómvald hafi farið út fyrir vald- svið sitt. Gerðarþoli — Svæðisstjóm um málefni íatlaðra — sé stjómvald við framkvæmd laga nr. 41/1983 um málefni fatlaðra. Sú athöfh gerðar- þola, sem krafist var lögbanns við, sé því þáttur í stjómsýslu hins opinbera. Hún varði ekki meðferð einstaklings- réttinda og fari ekki fram í þágu ein- staks manns. Samkvæmt beinu ákvæði 26. gr. laga nr. 18/1949 verði því ekki lögbann lagt við starfrækslu sambýlisins, enda verði ekki séð að svæðisstjómin hafi farið út fyrir vald- svið sitt. Fyrsti jólasveinninn kom- inn í búðarglugga í Reykjavík, en á öðrum stað en venjulega: Hefur Ramma- geröin tapað kapphlaupinu? „Þetta er nú bara fatagína í jóla- sveinabúningi úti í búðarglugga. Rammagerðin heldur sínu striki og við verðum fyrst með jólasveininn að venju," sagði Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Rammagerðar- innar, í gær þegar honum voru sögð þau tíðindi að fyrsti jólasveinninn væri kominn út í búðarglugga í Reykjavík — en ekki í Rammagerð- inni, eins og venjan hefur verið um áratugi, heldur í versluninni Exit við Laugaveginn. „Það stelur enginn jólasveininum frá Rammagerðinni. Hann kemur þangað fyrsta nóvember eins og allt- af, og þangað kemur hann sam- kvæmt samningi Rammagerðarinn- ar og Grýlu móður hans,“ sagði Jón ennfremur. —sá Hinn grunaði látinn laus í gærkvöld var búist við að maður- inn, sem verið hefur í haldi undan- farna sólarhringa, grunaður um að hafa valdið dauða félaga síns í Njarðvík sl. sunnudag, yrði látinn laus. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda til þess að sá látni hafi ekki látist af höfuðáverkum þeim, sem á líkinu voru. —sá Frá iandsráðstefnu Samtaka herstöðva- andstæðinga á laygartíag: —sá 37. sambandsþing Ungmennafélags íslands: völd harðlega í stjómmálaályktun iandsráð- halda í herstöðvar stefnu Samtaka herstöðvaand- manna. í „ stæðinga, sem haldin var á laugar- segir orðrétt: „íslensk stjómvöld dag, gagniýna samtökin harðlega grátbæna stjómvöld vestur í íslensk stjómvöld fyrir stefnu Bandaríkjunum um að draga fyrir aína í máiefnum herstöðvar alla muni ekkert úr umsvifum Bandaríkjanna. hersins (setuliðsins) á íslandi.“ í fréttatílkynningu samtakanna Enn fremur seglr að ísiensk segir að á meðan Sovétríkin séu stjómviild hafi dæmt ísiand úr að ifðast í sundur, Varsjárbanda- séu að flytja hersveítír sínar í Austur- Evrópu heim og í Evrópu herstöðvar Nato, þá sé það yfiriýst stefna ísienskra stjómvalda að ieik í friðarviðleitn) annarra þjóða. Einnig ályktuðu Samtökin um omhverfismái og er þar lögð hemaði og hermennsku tylgja, hæðiá mannvirkjum og á náttúru. ISLENSRT KOTLU KAKOMALT Kötlu kakómalt er íslensk fram- leiðsla unnin eftir nýrri uppskrift, sem nú er hafin sala á. Síðastlið- inn vetur var í gangi yfirgripsmik- il leit að Kötlu-kakómaltsstrák og stelpu sem skuli standa fyrir ímynd vörunnar um ókomna framtíð. Alls tóku 160 krakkar þátt í leitinni og voru þau Róbert Orri og Guðrún Elfa valin úr. Þau gefa vörunni hressilegt og íslenskt yfir- bragð sem vekur athygli. -js Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! IUMFERÐAR RÁÐ Afmælis- og minningargreinar Þeirn, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum i blaðinu, er bent á, að þær burfa Þœr þurfa að vera vélritaðar. Landsmóti UMF11994 37. sambandsþing Ungmennafé- lags íslands, haldið í Húnavalla- skóla 26. og 27. október, samþykkti að fresta 21. landsmóti UMPÍ, sem vera átti á Laugarvatni 1993, til ársins 1994. Þá var ákveðið að kanna möguleika á því að tyrirhug- að landsmót í Borgamesi verði haldið 1997 í stað 1996. Pálmi Gíslason var endurkjörinn formaður UMFÍ með þéttu lófataki. Mikil umskipti urðu hins vegar í stjóm UMFÍ. í aðalstjórn eiga sæti: Kristján Yngvason HSÞ, Þórir Har- aldsson HSK, Sigurlaug Hermanns- dóttir USAH, Jóhann Ólafsson UMSE, Sigurjón Bjarnason UÍA og Ólína Sveinsdóttir UMSK. í vara- stjórn eiga sæti Matthías Lýðsson HSS, Ingimundur Ingimundarson UMSB, Sigurbjörn Gunnarsson UMFK og Gígja Sigurðardóttir UMSS. Þingið samþykkti að fela Eyfirðing- um að standa fyrir Unglingalands- móti UMFÍ fyrir 16 ára og yngri árið 1992, þar sem lögð verði áhersla á fjölbreytta skemmti- og afþreying- ardagskrá sem höfði bæði til ung- linga og hinna sem eldri eru. Þá samþykkti þingið að stefna að því að halda fjölskylduhátíð ungmennafé- laganna ár hvert í Þrastarskógi, fyrst árið 1992, þar sem boðið verði upp á ýmsa skemmtan, s.s. varðeld, söng, keppni í starfsíþróttum o.fl. -EO AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1988-3.fl.D 3 ár 01.11.91-01.05.92 12.11.91-12.05.92 10.11.91 kr. 54.093,65 kr. 58.558,70 kr. 17.563,87 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteína ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.