Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 30. október 1991 Tíminn 13 Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar að 8 dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. iaga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 7.-9. greiðslutímabil með eindögum 15. hvers mánaðar frá ágúst til október 1991. Reykjavík, 29. október 1991. Borgarfógetaembættið í Reykjavík ----------------------------------------------------------\ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hallgrímur Jónasson fyrrum kennari við Kennaraskóla fslands verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Ingvar Hallgrímsson Jónas Hallgrímsson Hulda S. Ólafsdóttir Þórir Hallgrímsson Sigríður H. Indriðadóttir barnabörn og barnabarnabörn ÖKUMENN Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurfum við að losna við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir. Blindirog sjónskertir. =□— yUMFERÐAR t PRAO © Blindrafélagið BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIl) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Landsbygeðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinnl Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur létt fólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5-108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavík Donald Trump er greinilega með gráa fiðringinn: Donald Trump lætur Mörlu Maples sigla Skjótt skipast veður í lofti í lífi Donalds TYump. Ekki eru nema fáar vikur síðan hann lýsti því yf- ir að Marla Maples ætti einn dag að verða kona sín. Nú er allt ann- að upp á teningnum hjá karli. Marla hefur fengið að sigla sinn sjó, og búið er að gefa út yfirlýs- ingu um að ekkert verði af vænt- anlegri giftingu í framtíðinni. En hann er ekki lengi einn í ból- inu, því hann er kominn með eina sem er enn yngri. Sú heppna í þetta sinn heitir Kim Alley, en starfar á sama vettvangi og Marla, nefnilega við fýrirsætustörf. Það, sem helst skilur þær að, er aldur- inn, en Donald hefur enn yngt upp hjá sér. Kim er ekki nema 21 árs gömul og er því sex árum yngri en Marla, og að minnsta kosti helmingi yngri en Donald sjálfur og eiginkona hans fyrrver- andi, Ivana. Sama dag og tilkynnt var að ekk- ert yrði af fýrirhugaðri giftingu Donalds og Mörplu sást hann á ferð með áðurnefndri Kim. Kim Alley ber Donald söguna vel: „Hann er mjög kynþokkafull- ur maður, mun meira en allar myndir af honum gefa til kynna. Hann var mjög herralegur og kurteis og reyndi ekki við mig.“ Donald var búinn að gefa Mörlu trúlofunarhring sem er 9 millj- óna virði. Hún ákvað að halda hringnum, en unnustinn fýrrver- andi segir að hann hafi fengið demantshringinn ókeypis. „Ég borgaði ekki krónu fyrir hring- inn. Ég meina, heldur þú virki- lega að ég færi að borga svo mik- ið fyrir trúlofunarhring fyrir Möriu? Ekki að ræða það,“ segir Donald. Ekki leið nema vika á milli þess að Donald sagði að Marla væri yndisleg kona og að hann vildi að hún yrði eiginkona sín einn dag- inn, og að hann sagði að nú væri tími til kominn að líta í kringum sig. Eftir að Donald fór að „líta í kringum sig“ skildi hann við eig- inkonu sína og fljótlega eftir það var hann orðaður við ítölsku fýr- irsætuna Carla Bruni. Hún aftur á móti neitaði því staðfastlega að hún svo mikið sem þekkti Don- ald. Hún fullyrti að hann reyndi bara að breiða út kvennafarssög- ur af sér, svo fólk héldi að hann væri kyntröll. Vínir Mörlu segja að þau Donald hafi hætt saman eftir mikið rifr- ildi í íbúð hennar í TYump Parc, sem hún verði nú að flytja úr. Enda varla við hæfi að búa þar lengur, þar sem Donald er eig- andi hússins. Kim Alley er ung fyrirsæta sem Donald hefur beint sjón- urn sínum að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.