Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. október 1991 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Fær Alþing svipaða stöðu og fyrir 1874? Innan tíðar er væntanleg atkvæða- greiðsla á Alþingi um stórlega skert valdAlþingis. Það var kjaminn í sjálfstæðisbar- áttu íslendinga í upphafi síðustu ald- ar að fá Alþingi endurreist. Það vakti því mikinn fögnuð þeirra þegar Kristján 8. gaf út konungsbréf um endurreisn Alþingis 1840. Tilfinn- ingu þjóðarinnar lýsti Jónas Hall- grímsson vel, þegar hann kvað um Alþing hið nýja: Sól skín á tinda. Sofíð hafa lengi dróttir og dvalið draumþingum á. Vaki vaskir merm, til vinnu kveður giftusamur konungur góðraþegna. Jónas trúði því, að baráttunni yrði haldið áfram, þótt nokkur mistök gætu átt sér stað. Því kvað hann: Fríður foringi stýri ffœknu liði, þá fylgir sverði sigur; illu heilli fer að orustu sá er ræður heimskum her. Því miður urðu fyrstu viðbrögð hins nýja þings ekki að óskum Jón- asar. Þá orti hann Skrælingjagrát: Báglega tókst með alþing erm, það eru tómir dauðir merm. En þetta átti eftir að breytast og batna vegna skeleggrar forystu Jóns forseta. Mikilvægur sigur vannst, þegar Alþingi fékk löggjafarvald 1874. Fram að þeim tíma hafði aðal- starf þess verið fólgið í því að setja lög og reglur í anda danskra laga og senda bænaskjöl til danskra yfir- valda. En sjálfstæðisbaráttunni var samt haldið áfram og 1918 náðist fyrst fullur sigur, þegar Danir féllust á fullveldi íslenska ríkisins. En nú horfir þannig, ef Alþingi samþykkir samning Jóns Baldvins Jón Baldvin Hanni- balsson. Jón Sig- urösson forseti. við EB, að löggjafarvald Alþingis verði skert um 50% eða rúmlega það, því að Rómarsamningur EB verður æðri íslenskum lögum. Næstu verkefni Alþingis, verði samningurinn samþykktur, verður að endurskoða íslensk lög eða setja ný, sem eru í samræmi við Rómar- sáttmálann. Þetta varðar öll lög sem hið svokallaða fiórfrelsi nær til, en það nær til næstum allra efnahags- mála, viðskipta- og félagsmála. Þessu til viðbótar verður að setja lög sem samræmast úrskurðum dómstóls EB. Sá gerðardómstóll, sem EES setur á laggimar, mun ekki breyta neinu í þeim efnum, því að hann á að starfa í samráði við dóm- stól EB og mun gera það enn frekar eftir að flest EFTA- löndin verða gengin í EB. Það er mikill misskilningur að EB hafi engu náð í samningum við Jón Baldvin. EB hefur tekist að brjóta fyrsta skarðið í landhelgissamning- inn og undirbúa að fleiri skörð verði brotin síðar, því að samninginn við Jón Baldvin á að endurskoða árlega. Þannig á að halda áfram að brjóta ný skörð. Embættismenn EB vita, að með því að ná litla fingrinum verður auðvelt síðar að ná hendinni allri. Það er ekki ofmælt að tveir ólíkustu mennirnir í sjálfstæðissögu íslands varðandi löggjafarvald Alþingis séu þeir Jón forseti og Jón Baldvin Hannibalsson. Samþykki Alþingi samning Jóns Baldvins við EB geta íslendingar tekið undir með Jónasi Hallgríms- syni: Báglega tókst með alþing enn, það eru tómir dauðir menn. Nú er í þann veginn að ljúka með mikilli fyrirhöfn og æmum kostnaði þýðingu Rómarsamningsins á ís- iensku. Hann ætti að gefa út undir fyrirsögninni: Lögbók Jóns Baldvins og Davíðs Til geymslu á henni mætti útbúa veglegt skrín sem geymt væri í Viðey við hlið kistu Skúla fógeta. Þeir Jón og Davíð væru þá búnir að fá tvö leikföng í Viðey. Hlöðver Þ. Hlöðversson: Loppa og Jón Loppufóstri Yfir orðadyn um „frábæra" samn- inga við Evrópusamfélagið grúfir nú á hausti nálægt vetumóttum dökkur kólgubakki orða og ætlana um þörf þess að íslendingar tengist og taki þátt í sammnaþróun Evr- ópu. Hvað á maðurinn við? Er það „fiórða ríkið", miðveldi, er eftir millitíð nokkurra „kanslara" taki við af þriðja ríkinu, þúsund ára rík- inu, sem entist tólf blóðug ár. Er það ríkið, er hafi rústir breska heimsveldisins í jaðri auk verbúða og aflstöðva á eyju langt útnorður frá sér, í hafi. í vaxandi mæli lætur hópur á sér kræla í Miðevrópu, sem vekur svona ugg. Á maðurinn við öfúgmælið á heimsbyggðinni, veld- ið er stefnir hraðfara að aukinni miðstýringu þegar heimatryggð og ættjarðarást vaxa hvarvetna þar sem ofstjómarfiötrar falla? Stundum bregður björtu Ijósi á viðburði samtíðar frá líkingavisku. Á Bleiksmýrardal, inn af Fnjóska- dal er Loppuskál. Þar bjó Loppa tröllkona og systir hennar. Báðar vom þær í blóma þroska síns er sagan gerðist Hvergi vissu þær af tröllkarli og stálu því ungum og efnilegum Jóni úr sveitinni. Vel vildu þær að honum búa á sína vísu, orguðu í eym honum, að hann gleymdi ættbyggð sinni, smurðu hann smyrslum einhverj- um, teygðu hann og toguðu, þæfðu milli sfn í bólinu, að hann stækkaði og þroskaðist til að gagnast þeim við fiölgun tröllakyns. Illa treystu þær Jóni að Ieggja ekki til stroks og fór því aðeins önnur til aðdrátta í senn. Systir Loppu fórst í veiðiferð. Varð Loppu angursamt við missinn og vegna efa um tryggð fóstra síns. Eitt sinn gerði Jón sér upp veik- indi, sagðist banvænn nema hann fengi tólf ára hákarl. Loppa vildi hjálpa fóstra sínum og fór að leita, þó að illa treysti hún Jóni. Fljótlega lagði hann af stað, hitti stóðhross á dalnum er hann tók til reiðar, en sprengdi þrjú, svo var hann stór og þungur orðinn og gekk þó megin- hluta leiðar niður í Illugastaði. Kominn í túnjaðar þar heyrði hann Loppu hrópa: „Héma er tólf ára gamli hákarlinn, Jón, og þrettán ára þó. Ég sótti hann á Siglunes." Jón komst til kirkju, bað að klukk- um væri hringt og snéri Loppa frá við hljóðið. Jón dó af ofreynslu eftir þrjá daga, og fékk leg í Illugastaðakirkju- garði. Með vísun til þess að þeim skuli fyrirgefast, sem ekki vissu hvað þeir gerðu, er ekki vonlaust að nútíma- jóni veitist sú mikla mildi að ís- landssagan forði minningu hans frá að bera brennimark á enni í aldir fram. Einnig fái hann að komast þangað, sem hann á heimæ til hægri við Bjöm Bjarnason af Illug- astaðaætt, þar sem hann lifi nokkra áratugi við góða heilsu, en áhrifalít- ill og meinlaus. En að við göngum í hóp, þar sem blindur leiðir blindan? NEI. SAMSTAÐA NÚ — UM ÓHÁÐ ÍS- LAND.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.