Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 30. nóvember 1991 Sjávarútvegsráðherra hefur mætt á tvo ríkisstjórnarfundi í þessari viku án þess að fá tillögur sína ræddar: Tillögur Þorsteins fást ekki ræddar Tillögur Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, tii styrktar sjávarútveg- inum, voru ekki ræddar á ríkisstjómarfundi í gær. Þetta er annar fundurinn í röð þar sem tillögunum er ýtt út af borðinu vegna annarra mála. Auka- fundur verður í ríkisstjóminni í dag og er fastlega búist við að þá verði þessi mál rædd og einhverjar ákvarðanir teknar. Ólíklegt er hins vegar talið að allar lög eru ekki útrædd og verða áfram tillögurnar, sem eru í sjö liðum, verði afgreiddar á fúndinum. Á ríkisstjórnarfundi í gær var að- eins eitt mál á dagskrá, fjárlög. Ekki var tími til að ræða önnur mál. Fjár- rædd á morgun. í fyrradag sagði Þorsteinn að hann vonaðist eftir a.m.k. hluti tillagna sinna fengju afgreiðslu á fundinum sem haldinn var í gær. Eftir fundinn var hann spurður hvort hann væri ekki óánægður með að hans mál væru ekki rædd. „Ég get nú ekki annað en fagnað því að við komust áfram í því að ræða ríkisfjármálin. Allt er þetta ná- tengt og verður ekki sundurslitið." Þorsteinn var þá spurður hvort hann óttaðist ekki að erfitt yrði að fá ríkisstjórnina til að fallast á tillögu hans um afnám aðstöðugjaldsins. „Það er mjög stórt og erfitt mál. Eru ekki allir hlutir umdeildir?" spurði Þorsteinn og brosti. Athygli vekur að Þorsteinn er mjög tregur til að gefa yfirlýsingar vegna þessa máls. Vitað er að það er and- staða við tillögurnar í ríkisstjórn- inni og eins hversu brýnt er að grípa til aðgerða sjávarútveginum til styrktar. Þorsteinn hefur forðast að opinbera þennan ágreining. -EÓ lceland Review gefur út: íslandsmyndir Páls Stefánssonar Út er komin Ijósmyndabók eftir Pál Stefánsson Ijósmyndara. Páll Stef- ánsson hefur ávallt vakið athygli fyr- ir myndir sínar og nýtur virðingar fyrir. Hann hefur starfað sem ljós- myndari hjá Iceland Review og hef- ur gert frá því að hann lauk námi ár- ið 1982. Páll situr í stjórn Blaða- mannafélags íslands og er einnig forseti Sambands norrænna blaða- ljósmyndara. Bókin er 192 blaðsíður og kemur út í stóru broti, svo að myndir Páls njóti sín. Inngangskaflar og mynda- textar bókarinnar eru á íslensku, ensku og þýsku og er þetta fyrsta ís- landsbókin sem Iceland Review gef- ur út, sem er þannig úr garði gerð að hún er ekki síður ætluð íslend- ingum en útlendingum. Fasteignaverð á Akureyri hækkaði meira en í Reykjavík og á Suðurnesjum úndanfarin misseri: ÍBÚÐAVERÐÁ AKUREYRI í 80% REYKJA- VÍKURVERÐS Söluverð notaðra íbúða á Akur- eyri hefur nú annað árið í röð hækkað töluvert meira heldur en íbúaðverð í Reykjavík. Á tímabil- inu janúar/júní árið 1989 var fer- metraverð íbúðarhúsnæðis á Ak- ureyri 73% af samsvarandi verði í höfuðborginni. Ári síðar hafði verðið hækkað um tæp 13% í Reykjavík en rúm 20% á Akureyri og fór þar með í nær 78% af fer- metraverði í Reykjavík. Á fyrri helmingi þessa árs hafði orðið rúmlega 11% verðhækkun milli ára í Reykjavík en hins vegar um 14,5% á Akureyri. Þar með var fermetraverð á Akureyri (57.600 kr.) komið upp í 80,2% af sam- svarandi verið í Reykjavík (71.800 kr.). Á Suðurnesjum hefur fermetra- verð íbúðarhúsnæðis á fasteigna- markaðinum einnig hækkað mjög mikið síðustu árin. Þegar borið er saman meðalverð á fyrri helming ársins varð nær 26% hækkun milli 1988 og 1989 (19% í Reykjavík) og aftur 25% hækk- un milli 1989 og 1990. Hækkun- in varð því rúmlega 57% á tveim árum borið saman við tæplega 34% hækkun í Reykjavík á sama tímabili. Meðal fermetraverð sem var inn- an við 64% af Reykjavíkurverði áriö 1989 fór upp í nær 71% af verði í Reykjavík árið 1990. Síðan hefur fasteignaverð á Suðurnesj- um (nú 50.100 kr. á fermetra) hækkað um tæplega 10% milli ára, eða heldur minna en í Reykjavík og meðalverð því í tæp- lega 70% af Reykjavíkurverði á fyrri helmingi þessa árs. - HEI ervtía etíentís. Sveitastjórinn vonar aö Hvotsvöllur megi í fram- tíöinni veröa: Flest öll sveitarfélög á íslandi eiga í erfiðleikum með frá- rcnnslismál. Hvoisvöllur er þar engin undantekning. Sérstaða Hvobvallar í þessum efnum er hins vegar sú að viðtakandi frá- rennslls er aðeins Iítill bæjar- lækur, en þéttbýlisstaðir hafa ár, vötn eða haf sem viðtakanda, sem reyndar er skammgóður vermir. Vegna þessa er nauösynlegt fyrir byggðarlagið að koma upp hreinsistöð fyrir frárennslí. Venjuleg rotþró dugar ekki. Enn frekari hreinsun verður að koma tfi, m.a. tfi að uppfylla kröfur Hollustuverndar rikisins. Enn sem komið er hefúr ekkert byggöariag á íslandi lagt út f framkvæmd sem þessa. Ástæð- urnar eru fyrst og fremst mfldlJ kostnaður. Hins vegar eru mðig sveitarfélög sem hafa áhuga á að koma þessum málum í betra horf en verið hefur. í október sl. hófúst fram- kvæmdir við fyrsta áfanga hreinsistöðvar frárennslis á Iivolsvelli, en hann kostar um 15 milljónir króna. Fram- kvæmdum við þann áfanga iýk- ur 15. desember 1991. Sú hreinsunaraðferð sem fyrir val- tnu varð er svokölluð lífræn sfa „biologiskur filter“ og er tíðkuð t-d. viðs vegar á Norðuriöndum. Hvolsvöllur stendur í einu mesta landbúnaðarhéiaði lands- ins og þvf nauðsynlegt að koma þessum málum f gott lag. Ferðaþjónusta er vaxandi at- vinnugrein á Hvolsvelli og stefnt er að því að ímynd byggðalagsins verði sem hrein- ust og heilnæmust. Isólfur Gylfi Pálmason, sveita- stjóri Hvolshrepps, bendir á að kostnaður við framkvæmdina sé ærinn, þar sem veríð er að ryðja ný|a braut varðandi hreinsun frárennshs hér á landi. FuUyrða má að önnur byggðariög komi á eftir og geti notað þær aðferðir og hugmyndir er byggjast á hreinsunaraðferðinni. Þetta getur sparað þeim sem á eftir koma tíma og peninga. -js w Borgarleikhúsið sýnir Þéttingu, 5. desember Agóöi rennur til rann- sókna á krabbameini Fimmtudaginn 5. desember næst- komandi verður efnt til sérstakrar styrktarsýningar á leikriti Svein- bjöms I. Baldvinssonar „Þéttingu“ í litla sal Borgarleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur hefur ákveð- ið að allar tekjur af sýningunni skuli renna til Rannsóknarstofu Krabba- meinsfélags íslands í sameinda og frumulíffræði. Leikarar og starfs- menn sýningarinnar gefa vinnu sína á þessari sýningu. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, keypti fyrstu miðana á sýninguna, en hún er verndari Krabbameinsfélagsins. Þétting fjallar sem kunnugt er um þann sjúkdóm sem hefur sett mik- inn svip á aldarfarið og vekur jafnan ógn í hugum manna. Hlaut sýning- in á sínum tíma lof gagnrýnenda fyrir nærfærin tök höfundar á þessu viðkvæma efni. Sýningin er kl. 20.00 þann 5. des- ember og er sala þegar hafin á þessa styrktarsýningu. -js Skóflustunga á stúdentahátíð 1. desember: Á morgun, 1. desember, minnast stúd- entar fullveldisins með hefðbundinni hátíðardagskrá. Ekki kannski í öllu hefðbundinni, því kl. 13:00 tekur Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, fyrstu skóflustunguna að nýju stúdentahverfi sem rís austan Hjóna- garða. Ráðgert er að hefja jarðvinnslu í febrúar 1992 og byggingar í framhaldi af því. Stefnt er að því að taka fyrsta húsið í gagnið vorið 1993 og síöan tvö á ári eftir það. Húsin verða ellefu. Þeim er raðað upp í þrjár skeifur með leik- svæðum kringnum. Húsin verða mis- jöfn að þeirri gerð aö í sumum verða þriggja herbergja íbúðir, í öðrum tveggja og þau hugsuð handa hjónum. Eitt, það síðasta sem byggt verður og stærsta er ætlað einstaklingum. Alls er gert ráð fyrir 260 íbúðum og herbergj- um á svæðinu. Annars verður hátíðar- dagskrá stúdenta með hefðbundnu sniði. Blóm verða lögð á leiði Jóns Sig- urðssonar, stúdentamessa verður í Há- skólakapellunni og hátíðarsamkoma í Háskólabíói. Aðalræðumaður er Guð- rún Helgadóttir, alþingismaður. -aá Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri, afhendir Vlgdísi Finnbogadótt- ur, forseta Islands, fyrstu miðana á hátíðarsýninau á Þéttingu. Al- mar Grímsson, formaður Krabbameinsfélags Islands, var við- staddur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.