Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 30. nóvember 1991 Magnús Gunnarsson gagnrýnir utanríkisráðherra fyrir að veita vís- vitandi villandi upplýsingar um EES samninginn: íð um EES sem er að uppræta Efasá erfitt Stjóm Samstarfsnefndar atvinnuvega í sjávarútvegi sendi frá sér yfir- lýsingu á miðvikudag þar sem samstarfsnefndin lýsir því yfir að hún styðji ekki lengur það samkomulag um evrópskt efnahagssvæði, á þeim gmndvelli sem kynnt var við lok samningsgerðar í Luxemburg. hetta hefur vakið hörð viðbrögð stjómvalda og af því tilefni ræddi Tíminn við Magnús Gunnarsson formann SAS, en hann hefur í frétt- um vikunnar, gagnrýnt stjóravöld harðlega fyrir þeirra framgang í málinu. Nú segir í yfirlýsingu stjórnar SAS að þið getið ekki samþykkt óútfyllta yfirlýs- ingu um að þið styðjið EES samkomu- lagið. Af hverju núna? Var ekki búið að tilkynna ykkur að EB hefði óskað eftir því að veiða kvótann allan í karfa? „Það er rétt að fara yfir málið eins og það er. Þegar að Jón Baldvin kom heim frá Luxemburg, var okkur sagt og gefið í skyn, eins og fram hefur komið í öllum málflutningi Jóns Baldvins frá þeim tíma, að í samningsdrögunum sé talað um, að 3000 tonnum af karfaígildum sé skipti á milli langhala og karfa. Okkur var sagt og það kemur reyndar fram í minnispunktum frá sjávarútvegsráð- herra, að af hálfu íslands hafi verið lagt til, að 70% af veiðum Efnahagsbanda- lagsríkjanna verði Langhali og 30% karfi. Eftir sé að ganga endanlega frá samningum af þessu leyti, en bandalagið hefur látið í ljós ósk um að veiða einung- is karfa. Þetta eru engar fréttir fyrir okk- ur og er nákvæmlega eins og það hefur verið alveg frá því viðræðurnar hófust og jafnvel fyrir EB-EFTA viðræðurnar. Þannig að setningin í minnispunktum sjávarútvegsráðherra, segir okkur ekkert um, að það sé ófrávíkjanleg krafa frá EB, að til þess að aðrir hlutir nái fram, þá verðum við að samþykkja að veidd séu þrjú þúsund tonn af karfa. Enda hljóta menn sem líta á málið af fullri sanngirni, að sjá það, að ef við hefðum tekið þetta svona, þá hefðum ég, Kristján Ragnars- son og aðrir forystumenn sjávarútvegs- ins hér á landi, ekki gengið fram fyrir skjöldu og kynnt málið fyrir aðilum í sjávarútvegi á þann hátt sem við gerð- um, bæði á fundum og í fjölmiðlum, þar sem ein meginröksemd fýrir okkar und- irtektum við samningnum var einmitt sú að EB kvótanum yrði skipt á milli langhala og karfa og við lögðum einmitt áherslu á þetta atriði. Halda menn að við hefðum gert þetta ef okkur hefði verið sagt í upphafi samninganna, að það kæmi aldrei neitt annað til greina, en veiðar á karfa? Kjarni málsins er náttúr- lega sá, að það virðist hafa verið okkar mistök að trúa því, að samsetningin á veiðunum yrði svona. Enda má rifja það upp, að fyrsta málið sem kom upp í tengslum við EB umræðuna var spurn- ingin um, hvort það ætti almennt að fara út í að skipta á veiðiheimildum og hleypa þar með útlendingum inn í landhelgina. Það voru ekki allir þessu samþykkir og harðar deilur áttu sér stað um hvort það ætti yfirleitt að taka það í mál. Við sáum það hins vegar fyrir að við myndum aldrei geta náð samningi við EB, hvort sem það væri í gegnum EFTA eða tví- hliða, nema við samþykktum einhver skipti á veiðiheimildum. En það var allt- af orðað þannig að skiptin myndu byggj- ast fyrst og fremst á vannýttum fiskstofn- um. Það er röksemdin fyrir því að fallist var á að falla frá því meginatriði að hleypa ekki útlendingum inn í landhelg- ina. En hugmyndafræðin sem liggur að baki því að fallast á 900 tonn af karfa inn í 3000 tonna veiðiheimild í karfaígildum, er sú að karfinn yrði hliðarafli í langhala- veiðunum.“ Er ekki eðlilegt að EB vilji breyta úr langhala í karfa, þar sem lítið er vitað um hvort hann er veiðanlegur. Máttu menn ekki eiga von á því að á þetta reyndi? .Auðvitað er það eðlilegt. EB myndi miklu frekar vilja fá þorsk en karfa og það er eðlilegt að þeir setji fram slíkar óskir. Spurningin hlýtur þá alltaf að vera sú, hvað þeir geta fengið. Það er ekki rétt, að þeir vilji ekki langhalann. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt, að meðal annara hafi franski sjávarútvegs- ráðherrann gert það að tillögu sinni að þeir fengju heimild til að veiða langhala við íslandsstrendur. Ég hef grun um að við séum að einhverju leyti komnir inn í innbyrðisátök í EB, því að ef að samning- urinn fæli það í sér aö um langhalaveið- ar væri að ræða, þá myndu þær veiðar henta miklu betur fyrir franska flotann heldur en þann þýska og því séu átök milli þeirra um hvernig samsetningin á veiðiheimildunum sé.“ En, hvað er að því að leyfa EB-flotan- um, að veiða 3000 tonn af karfa. Skipt- ir það einhverju máli hvort þeir veiða karfa eða langhala, þegar um svo lítið magn er að ræða? „Það sem málið snýst fyrst og fremst um, er spurningin um gagnkvæmt traust milli manna, um réttar upplýsing- ar og að menn geti treyst því að heiðar- lega sé staðið að því sem verið er að gera. Við erum búnir að fylgjast með gangi þessara mála alla tíð og ég hef reyndar verið á kafi í málinu frá 1986, þegar tolla- vandamál vegna saltfisksútflutnings komu upp við inngöngu Spánar og Portúgal í EB. Ég hef haft ágætis sam- vinnu við Jón Baldvin síðan hann varð utanríkisráðherra og veit ekki betur, en að hann hafi getað treyst mér og að ég hafi farið vel með það sem hann bað mig fyrir. Ég skil þess vegna ekki, núna þegar á örlagastundu er komið, af hverju hann talar ekki hreint út við mig um hlutina. Ég hef tilhneigingu til að ætla að það hafi verið viljandi gert til að hægt væri að kynna fyrir þjóðinni, einhverja þá mynd sem að menn vissu að myndi falla mjög vel í kramið, miðað við þær aðstæður sem upp voru komnar. Það er alveg Ijóst, að í allri kynningu samningsins, þá er það eitt af meginundirstöðuatriðunum, að við erum að skipta á vannýttum fiski- stofni og loðnu. Jón Baldvin hefur oft sagt að hann teldi það eitt af þeim afrek- um, sem unnin hafi verið í gerð samn- ingsins, að tekist hafi að fá 30.000 tonn af loðnu, með þetta lítilli greiðslu. Málið snýst því ekki um karfatonnin til að byrja með, heldur hitt, að ef þetta einstaka mál er í slíkum farvegi, hvað þá um allt hitt sem talað er um. Á fundinum sem við vorum boðaðir á, á þriðjudag, þar sem átti að tilkynna okkur, að menn væru komnir á enda samningsgerðarinnar, kom í ljós að menn hafa verið í bullandi samningum alveg frá Luxemborgar fundinum. Það kom einnig fram hjá að- alsamningamanni íslands, að til þess að tryggja að við fengjum það sem búið var að segja við okkur að væri tryggt, þá þyrftum við að gefa eftir þessi þrjú þús- und karfatonn. Þetta er ekki í neinu sam- ræmi við kynninguna á málinu og ég þarf ekki að útskýra það fyrir alþjóð. Jón Baldvin segir núna: „Við sögðum bara hálfan sannleikann vegna þess að við vorum enn að koma málinu í höfn. Ég hef það hinsvegar eftir öruggum heim- ildum í Brussel að svo hafi ekki verið, vegna þess að það hafi legið klárlega fyr- ir þegar menn komu frá Luxemburg, að það yrði ekki undan því vikist að EB fengi að veiða kvótan allan í karfa. Þá spyr ég aftur. Af hverju koma menn þá ekki hreint fram og kynna málið eins og það er, jafnvel þó það hefði kostað einhver átök og allur dýrðarljóminn hefði orðið örlítið minni. Ég er alveg klár á því að aðilar í sjávarútveginum hefðu verið full- komlega færir um að leggja mat á það hvort samningurinn væri þess virði, að rétt væri að gefa karfann eftir. En vinnu- brögðin eins og þau koma okkur fyrir sjónir, eru orsökin fyrir því að menn eru bæði sárir og reiðir." Jón Baldvin Hannibalsson ræddi um það við heimkomuna að samningur um tollfrjálsan aðgang fyrir sfidarflök, hefðu verið einn af stóru sigrunum í Iokaáfanga samninganna. Nú fullyrða menn að skilyrði fyrir því sé að EB fái 3000 tonn af karfa. Hveraig líst þér á þetta? „Þetta er ein af ástæðum þess að við hrökkvum í kút, þegar við förum að ræða þessi mál við stjórnvöld, því það var sagt mjög skýrt á fundinum á þriðjudaginn, að forsenda fyrir tollfrjálsum útflutningi á síldarflökum og ýmsir aðrir hlutir, s.s. aflamiðlun og fleira, jafnvel hlutir ótengdir sjávarútvegi, væri sú að það fengjust 3000 tonn af karfa. Meira að segja var þar sagt, að það yrði ekki geng- ið frá sumum þeirra atriða, fyrr en samn- ingurinn yrði undirskrifaður. Þá fyrst yrði gengið frá þeim. Ég get ekki gert að því, þó það slái mann óhug, þegar menn standa frammi fyrir þessum risa og verða varir við að vinnubrögðin eru á þennan hátt. Þá spyr maður sig að því, þegar hlutirnir ganga svona í trúlofuninni, hvernig verður giftingin?" Þú hefur sagt að menn séu komnir á undanhald og að ákveðnir menn væru að bjarga sínu pólítíska skinni. Er Jón Baldvin að bjarga sínu pólítíska skinni? „Ég vil segja það, þó ég sé óskaplega reiður út í Jón Baldvin eins og stendur, að ég ætla honum ekki að vera að vinna gegn hagsmunum íslendinga. Hins veg- ar verð ég að segja eins og er, að honum er mikið í mun að koma EES samning- unum í gegn og ég hef það á tilfinning- unni að það sé komin samningsþreyta, bæði í Jón Baldvin og aðalsamninga- mann íslands, þar sem það er farið að skipta miklu máli, að koma samningun- um frá, jafnvel þó það kosti einhverjar fórnir. Það hefur verið gefið út að um sé að ræða skiptingu á veiðiheimildum fyrir veiðiheimildir. Er það ekki túlkun EB að í raun sé um skiptingu á veiðiheimild- um fyrir markaðsaðgang? „Það vil ég ekki meina. Við höfum túlk- að þetta klárlega sem skipti á veiðiheim- ildum og það er reyndar eitt af þeim at- riðum sem ekki er nákvæmlega eins og um var talað. I umræðunni í sumar var í það minnsta talað um skipti á loðnu og ef hún væri ekki til staðar þá myndi EB leggja til rækju. Nú hefur komið í Ijós að þeir telja sig ekki vera aflögufæra með rækju og ef þeir verða ekki aflögufærir með loðnu þá munum við ekki úthluta þeim neinum karfakvóta.“ Nú hefur komið fram sú kenning hjá ákveðnum mönnum í sjávarútvegsgeir- anum að afnám tolla á fiskafurðir myndu engu breyta fyrir okkur. Það sama væri gert hjá fleiri þjóðum og því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.