Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 9
I í Laugardagur 30. nóvember 1991 Tíminn 25 yrði framboðið á þeim þvflíkt á Evrópu- markaði að leiða myndi til verðstríðs og ávinningurinn því enginn. Er ekki málið að þið voruð of fljótir á ykkur að sam- þykkja stuðningsyfirlýsinguna og eruð einungis að nota 3000 karfatonninn sem útleið? ,AHs ekki. Ég held að þetta sé alger mis- skilningur og ég sé ekki hvar þessi túlk- un á sér stað í raunveruleikanum. Menn eru kannski misjafnlega staddir. Við hjá SÍF erum búnir að standa undanfarin fimm ár í harðri samkeppni í saltfiskin- um, við aðila sem eru að senda afurðir tollfrjálsar á markað og vitum því ná- kvæmlega hvað það þýðir að hafa tolla meðan aðrir eru tollfrjálsir. Ég held það sé miklu frekar markmið íslendinga þeg- ar til lengri tíma sé litið, að vinna að því, að fá hugmyndafræðina um fríverslun með fisk, viðurkennda sem víðast og ég trúi því að í eðlilegri frjálsri samkeppni munum við verða samkeppnisfærir og geta selt okkar fiskafurðir. En jafnframt þegar við tölum um fríverslun með fisk, þá erum við að tala um að það séu engir styrkir. Það er einn misskilningurinn, sem vart verður við í allri umræðunni um þessi mál, að talað er um að fisk- vinnslan sé að komast á sama stig og iðn- aðurinn. Þetta er ekki rétt. Við fáum markaðsagang, en við höldum áfram að vera í harðri samkeppni, við ríkisstyrkt- an sjávarútveg í Noregi, Færeyjum og öllum EB-löndnum. Það ætti því að vera meginverkefni stjórnvalda nú, að finna leiðir til að rétta samskeppnisstöðu ís- lenska sjávarútvegsins gegn rflcisstyrkt- Tímamynd Árni Bjama um erlendum samkeppnisaðilum." Nú er ákvæði í samningnum sem segir að eftir að ísland hefur gengist undir samninginn og segir honum síðan upp, að þá falli um leið úr gildi svokölluð bókun 6, sem hingað til hefur veitt okk- ur tollfrjálsan útflutning á fískafurðum fjölmörgum. Er það eitt ekki næg ástæða til að vera mótfallinn samning- unum? Er áhættan ekki of mikil? „Ég held að málið segi sig sjálft. Þessi bókun sex fellur inn í samkomulagið, ef við veljum þann kostinn að fara inn í samstarfið. Ef við ákveðum að ganga út, þá hlýtur það að vera af svo alvarlegum ástæðum, að við metum það inn í mynd- ina líka. Ég hef verið hlynntur þessum samningum og því að við aðlögum okkur að því sem er að gerast hjá öðrum þjóð- um. Að við leitum eftir viðskiptasamn- ingum við sem flesta aðila til þess að auka möguleika okkar í viðskiptunum. Það vinnst ekkert með því að einangra sig, en hins vegar legg ég mikla áherslu á að menn horfi raunsætt á það hver okkar staða sé og við mótum síðan okkar stefnu á þann hátt að hún verði íslensk- um sjávarútvegi til framdráttar. Ég tel, að þar sem við höfúm ekki mótað heilstæða sjávarútvegsstefnu, höfum við komið á ákveðnu ójafnvægi milli veiða og vinnslu, sem mun eyðileggja fyrir sjávarútveginum í heild og því sé það nauðsynlegt að móta slíka stefnu og und- irbúa okkur þannig undir þá hörðu sam- keppni, sem er í vændum. Samkeppnin verður næg. Ég held þó að við séum á réttri leið, en eins og ég sagði áður, þá slær mig óhug, ef menn sjá fram á það að EB ætli að beita aflsmunum í hvert skipti sem ágreiningsmál koma upp.“ í ljósi þess trúnaðarbrests, sem upp hefur komið á allra síðustu dögum, þá hvernig metur þú framhaldið? „Ég met framhaldið þannig, eins og kemur fram í ályktun stjórnar SAS frá því á miðvikudag, að við viljum sjá hvað í þessum samningum stendur áður en við förum að Ieggja blessun okkar yfir þá. Því miður hefur það gerst í tvígang, að Jón Baldvin hefur komið hingað til lands frá Luxemborg, sigri hrósandi og sagst hafa alla hluti í hendi sér og þetta er í annað skiptið sem reyndin er önnur en sú, sem okkur var tjáð. Við segjum því, að við viljum skoða málið í heild sinni þegar það liggur fyrir og taka svo afstöðu til þess út frá því hvað stendur í samningn- um. Við ætlum ekki lengur að slá ein- hverju fram byggt á því sem okkur er sagt, því það hefur ekki reynst rétt.“ Var það ekki nákvæmlega það sem þið áttuð að gera í upphafí? Voruð þið ekki að samþykkja stuðningsyfírlýsinguna á nánast engum forsendum? „Ég skal viðurkenna að við samþykkjum stuðningsyfirlýsinguna, bæði í sumar og svo aftur í haust, byggt á því trausti sem við höfum borið til þeirra manna, sem hafa staðið í samningunum. Bæði emb- ættismanna og stjórnmálamanna. Það má kannski segja, að einmitt í haust trúðum við því ekki að menn gerðu sömu mistökin tvisvar sinnum og héld- um að menn hefðu eitthvað lært. Það hefúr hins vegar komið fram að menn voru ekki með málið í hendinni og það átti í raun og veru eftir að ganga frá öllu því sem skiptir máli. Ég er ekki að segja að niðurstaðan verði sú að menn hafni málinu alfarið, en hins vegar er ljóst að menn fara mjög vel yfir það, áður en menn móta sér skoðun. Ég held að út af fyrir sig, hafi þessi atvik sem komið hafa upp núna, örugglega kveikt aftur upp þann efa sem bjó í mörgum aðilum, um hvort við séum að gera rétt og því þarf að sannfæra okkur mjög vel áður en við tökum endanlega afstöðu. Ég held, að ef Jón Baldvin hefði kosið að segja frá mál- inu eins og það stóð, í upphafi, þá hefðu menn tekist á um það, en við hefðum verið miklu betur staddir, heldur en við erum nú. Ég held að þær efasemdir sem búið er að sá hjá þjóðinni verði erfitt að uppræta." Forystumenn stjómarandstöðunnar hafa neitað að taka afstöðu til samning- ins fyrr en hann lægi á borðinu fyrir framan þá. Mættuð þið ekki taka þá til fyrirmyndar? „Ég verð að viðurkenna að þeir eru van- ari að eiga við félaga sína á Alþingi. Við sem stöndum í viðskiptum dags daglega, höfum vanist því, að í flestum tilfellum standi orð og menn komi hreint fram. Ég dreg það ekki undan, að þessi uppákoma öll er mér mikil vonbrigði og verður manni dýrmæt lexía fyrir framtíðina." Pjetur Sigurðsson ||lí : V • • ■ ;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.