Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 30. nóvember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö í lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Ávirðing oddvita“ í grein sem Davíð Erlingsson ritar í Tímarit Háskóla íslands 1. tölublað 5. árgangs tekur hann sér fyrir hendur að ræða það sem hann kallar „ávirðing odd- vita“ og á þá við siðferðilegar vammir sem menn, er gegna valda- og virðingarstöðum í þjóðfélaginu, gera sig seka um í embætti, en verða e.t.v. ekki sóttir til saka fyrir að lögum, þótt svo geti einnig verið. Þessi grein Davíðs er í rauninni hugleiðing um spill- ingu í opinberu lífi, þótt hann noti það orð mjög í hófí, enda er undirtónn greinarinnar miklu fremur uggur siðláts manns við spillinguna en hneykslun vandlætarans á misgerðum einstakra virðingamanna. Alvaran sem býr að baki skrifum Davíðs Erlingssonar er það sem gerir grein hans markverða fremur en að þar gæti löngunar til að segja tilteknum mönnum til syndanna af því að þeir liggi vel við höggi. Hitt er annað að greinarhöfundur leiðir mál sitt af tilteknu dæmi sem varðar kaup handhafa forsetavalds á áfengi með sérkjörum og þá sérstaklega hvemig for- seti hæstaréttar í því dæmi notfærði sér aðstöðu sem honum var búin til slíkra kaupa og varði gerðir sínar með afsökunum og skýringum sem greinarhöfundur telur óframbærilegar af siðferðissökum. Þess er skylt að geta að embættismaður sá sem hér átti hlut að máli galt fyrir gerðir sínar fyrir dómi og var dæmdur frá embætti á þeirri forsendu að hann hefði rýrt svo álit sitt siðferðilega að hann hefði unn- ið til stöðumissis. Þótt ekki verði lagt meira í þann dóm en í honum felst, ætti að vera leyfilegt að líta á hann sem almenna viðvörun þeim sem gegna trúnað- arstörfum í þjóðfélaginu að misnota ekki aðstöðu sína í eigin þágu. Á þetta leggur Davíð Erlingsson ríka áherslu, en lít- ur eigi að síður á viðvörunar- og varnaráhrif dóms yf- ir einum manni með nokkurri tortryggni, ekki síst vegna þess að Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til siðferðisbrota umrædds háembættismanns, tveir dómenda töldu hann sýknan af slíkum ávirðingum. Greinarhöfundur efast því um að skilningur sinn á grundvelli laga og réttar njóti svo einhlítrar viður- kenningar að víst sé að hann verði ævinlega lagður til grundvallar afstöðu dómenda og annarra til siðferði- legra ávirðinga fyrirmanna þjóðfélagsins. Orðrétt segir Davíð Erlingsson: „Þegar á mann leggst há staða, fylgir henni mikil skuldbinding, sem hefur í för með sér ríkari ábyrgð á neti samfélagsins en aðrir bera, að það megi haldast og gegna hlutverki sínu. Þetta má skýra svo, að um leið og meðaljón lifir við og rækir „venjuleg“ mann- leg sambönd, sem eru að miklum hluta bein sam- bönd tiltölulega fárra og oftar en ekki nákominna að ætt, atvinnu eða á annan veg, þá er til dæmis forseti vor, forsætisráðherra, eða oddvitinn í réttarkerfinu í beinu skuldbindingarsambandi við alla aðra í þjóðfé- laginu. Skuldbindingarglöp hjá slíkum manni geta orðið ógnun við þjóðfélagið sjálft. Allur vefurinn, net- ið, er í hættu ef uppistöður bresta.“ Skoðun Davíðs Erlingssonar um að siðalögmál séu undirstaða laga og réttar, er öllum hollt hugleiðing- arefni, ekki síst fyrirmönnum þjóðarinnar, og að brot á þeim varði í raun sjálft „öryggi“ samfélagsins. M 11IKLIR erfiðleikar steðja nú að okkur íslendingum og er það ekki í fyrsta sinn. Þrátt fyrir mörg áföll og stór hefur okkur alltaf tekist að fljóta, og sú er trú okkar í þetta sinn. Átján millj- arða viðskiptahalli og rof á fram- tíðarplönum, sem stefndu að því að gera líf í landinu hagfelldara, ættu að hafa fært okkur heim sanninn um að nú þýðir lítið annað en herða ólina um sinn. Álver við Keilisnes verður að bíða á meðan álverð á heims- markaði fer Iækkandi vegna of- framboðs, og óvænt brotalöm í samkomulagi um EES setur okkur þröngar skorður um val á milli tolla og tollfrelsis á mörk- uðum Evrópu. Þessi þrjú mál: viðskiptahallinn, álverið og EES-karfinn, þættu þung í skauti stærri þjóðum en við er- um. Og þegar þrengir að okkur, er hætta á því að eitt af því dýr- mætasta sem við búum við, gott velferðarkerfi, verði fyrir áföll- um sem koma niður þar sem síst skyldi. Á fornu máli var talað um að svima í eignum. Nú er svo komið, þrátt íyrir miklar eignir og kraft í verslunarferðum, gott íbúðarhúsnæði alls þorra manna og mikinn bflaflota, að við svim- um í skuldum. Úrræði hefur ver- ið talið að safna meiri skuldum og var raunar ráðgert vegna byggingar álvers. Tillaga hefur komið fram frá fulltrúum fisk- vinnslunnar í landinu, að safna „álversskuldum" þótt ekkert komi álverið að sinni. Ofurvextir og gjaldþrot Þannig hugleiða menn hvernig megi bjarga þeim atvinnuveg- um, sem við þó höfum. En þar er víða þungt fyrir fæti. Ræður mestu takmarkaður aflakvóti, sem fer stöðugt minnkandi þrátt fyrir verndaraðgerðir árum sam- an, og samhljóða krafa peninga- stofnana um háa vexti. Við erum ekki sjálfráða hvað álver snertir eða samninga um EES. En við ráðum ákvörðunum um afla- kvóta og vexti. Eftir langvarandi vaxtatap sparifjáreigenda þar sem lánastofnanir úthlutuðu einskonar gjafafé, var tekin upp önnur vaxtastefna, sem miðaði að því að tryggja sparifjáreigend- um ágóða af sparifé sínu. Þessi breytta vaxtastefna fór fljótlega út í öfgar, eins og svo margt sem horfir til nýmæla hér á landi. Þessir öfgar enduðu síðan með meiri gjaldþrotahrinu en dæmi eru til um áður. Þeirri hrinu er hvergi nærri lokið. Ofurvextir þeir, sem hér eru við lýði, hafa haft gífurleg áhrif á atvinnuveg- ina, einkum í sjávarútvegi, svo hvergi linnir harmagráti. Björg- unaraðgerðir hafa ekki alltaf komið að tilætluðum notum, vegna þess að vaxtastefnan hefur verið næstum óbreytt. Litið var á inngöngu í EES eins og nokkurs konar bjarghring fyrir sjávarút- veginn. Nú er komið á daginn, að innganga okkar í EES ætlar að kosta of mikið. Skömmtun á fátækt Miðað við það efnahagsástand, sem hefur verið að skapast í landinu, og miðað við það at- vinnuleysi, sem þegar er orðið, er alveg ljóst að eitthvað verður undan að láta á vettvangi þar sem við ráðum málum okkar sjálf. Þegar er sýnt að við kom- umst ekki án stórfelldra áfalla í gegnum næsta ár, nema auka aflakvótann með þeim hætti að hann ægi okkur ekki sem eins konar skömmtun á fátækt. Þá er vitað að fiskvinnslan rísi ekki undir þeim vaxtagreiðslum, sem henni er gert að inna af hendi. Þess vegna verða vextir að fara niður, annað hvort með handafli eða með breyttum Iögum, sem gefa Seðlabankanum ekkert undanfæri með að ákveða vexti þjóðinni í hag. Hingað til hafa peningar og hreyfing þeirra ver- ið látin ráða vöxtum að stærst- um hluta. Bankar og verðbréfa- stofnanir, sumar í eigu banka, hafa borið við að þær þurfí að keppa um peninga við ríkið. Rík- ið telur sig þurfa að bjóða háa vexti á ríkistryggðum bréfum, annars kaupi þau enginn. Þessi vítahringur vaxtanna verður ekki til að bæta hag atvinnuveg- anna. í peningaleysinu, sem ríkti í landinu á árunum 1930-40, voru menn í ríkisstjórnum — samstarfsmenn Framsóknar- flokksins — sem vildu þjóðnýt- ingu. Framsóknarmenn gerðu samstarfsmönnum sínum grein fyrir því, að þeir mundu aldrei ljá máls á þjóðnýtingu atvinnu- veganna. Samstarfsmenn sneru sér þá að kjördæmabreytingum í staðinn. Þjóðnýting atvinnuveg- anna hefur ekki verið nefnd lengi. En í staðinn er komin fram einskonar bráðabirgða- lausn, sem er fólgin í því að bæj- arfélög leggi fé í skuldasúpu út- gerðanna. Guð hjálpi þeim, svo ekki sé nú meira sagt. Og það er ríkisstjórn hungurkvótans og of- urvaxtanna, sem líður í blíðum blæ aftur inn í bæjarútgerðirnar. Öskustó gjaldþrotanna Það er í rauninni nýr atvinnu- vegur hér á Iandi að gera út á peninga. Kreppuþjóðin, sem var að berjast fyrir lífi sínu árin 1930-40, hugsaði ekki þannig um peninga að henni hug- kvæmdist að hægt væri að lifa á þeim einum. Þá var meira hugs- að um að gera gagn, láta verkin tala. Núna tala peningarnir og plógfarið eftir þá er ekki annað en svört og gróðurlaus mold. Draumur um meiri peninga kemur fram í hugmyndinni um að erlendir bankar komi hingað með útibú sín til að „drífa hand- el“ við íslendinga. En einhver bið mun verða á því, enda engin von þess að erlendir bankar greiði ofurvexti fyrir innlán. Hvað það snertir verðum við að lifa í vaxtalegum sérdraumi um sinn. Náist vextir hins vegar nið- ur, þannig að þeir íþyngi ekki fiskvinnslunni, og verði reynt að miða kvótann að einhverju leyti við þarfir landsmanna, vegna þess að við erum enn ekki farin að skammta fólk, má búast við að úr öskustó gjaldþrotanna rísi viðunandi lífskostir fyrir lands- menn. En margt fleira þarf til, vegna þess að búið er stórt. Við sjáum fyrir okkur útflutning á vatni í vaxandi mæli og útflutn- ing á rafmagni, sem er mikið mál, þótt stóriðja hér innan- lands gefi mikið meira af sér er rafmagnssöluna eina. Verkefni vítt um ___________heim____________ Þótt stirðlega gangi í atvinnu- lífinu og stórmálin smjúgi úr greipum okkar eitt af öðru, höld- um við siðum okkar og venjum og er það þakkarvert. Jólabóka- vertíðin er hafin, áhættusamur gleðigjafi, þar sem margir eru kallaðir en með misjöfnum ár- angri. Útgáfa bóka hefur tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum. Nú eru sumar þeirra orðnir hreinir skrautmunir og augnayndi, en aðrar með svo gleiðan texta að nægt hefði helmingur bókar undir frásögn- ina. Þá koma út bækur sem eru prentaðar og frágengnar í fjörr- um löndum. Nú lesa börn mynd- skreytt ævintýri, sem prentuð eru í Hong Kong, eða þá kjörbók sem prentuð er í Brasilíu. ís- lensku bókaútgáfunni hefur nefnilega aldrei verið markaður bás. Þróun hennar er mikið merkilegri en helftin af því þýdda þrýstilofti, sem verið er að gefa út í útlöndum við mikla takta og lof í íslenskum fjölmiðl- um. Þegar á heildina er litið, stendur bókaútgáfan með mikl- um blóma og margt eigulegra gripa kemur út fyrir jólin. Þótt því hafi verið haldið fram hér í blaðinu, að þeir gömlu þorpsidjótar hafi í seinni tíð tek- ið sér bólfestu á auglýsingastof- um, bera kápumyndir bóka þess ekki merki. Þær eru yfirleitt fal- legar og vel heppnaðar, og til þess fallnar að gleðja augað. Ævilausir menn á bókum Sjaldan eða aldrei mun hafa komið út annað eins magn af ævisögum og minningum hvers konar en einmitt núna. f bæk- lingnum íslensk bókatíðindi 1991 teljast þær fjörutíu og er þó ekki allra getið þar. Þarna kennir margra grasa og sumra forvitni- legra. Fróðleikur hefur alltaf þótt mikilsverður, og þótt ýmsir yngri menn, sem eru um það bil að frelsa heiminn með gítaráslætti, kalli fróðleikinn neftóbaksfræði, gerir það engum neitt. En sér- kennilegast við ævisagnaritun hérlendis er að sumir þeirra, sem skrifa eða skrifað er um, hafa ekki haft tíma til að eignast neina ævi. Oft er þetta fólk á miðjum aldri og þaðan af yngra, án þess að vitað sé að það hafi lifað sér- stöku hetjulífi. Nú kemur út ævi- saga manns, sem sérhæfir sig í að ákveða hvort menn eigi að ganga í sauðalitunum eða bláu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.