Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. nóvember 1991 Tíminn 7 Kíkt á kápur ævisagna og minninga í bókaverslun. Tímamynd Áml BJama eða rauðbrúnu. Ævisaga Errós er komin og er sest í metsölustell- ingar. Ómar Ragnarsson er kom- inn með fyrsta bindi. Þau gætu orðið tíu. Sigurður Helgason (Loftleiðir-Flugleiðir) er með ævisögu. Kristján Eldjám hefur verið bókfestur. Hið sama er að segja um Jónas Jónasson og Áma Tryggvason. Allrakvikindalíkinn Laddi á ævisögubók. Einnig María Þorsteinsdóttir, stórfræg- ur ritstjóri Sovéttíðinda og mál- vinur Erichs Honecker. Hún styður nú Kvennalistann. Sam- kvæmt því heitir bókin Skilmál- amir hennar Maríu. Áreiðanlega forvitnileg bók. Tvær aðrar bæk- ur af baráttuliðinu em Ég vona, eftir Raísu Gorbatsjov, og Gegn ofurvaldi, ævisaga Boris Jeltsín. En þetta em engir vinir Maríu. Margs er að minnast Framsóknarmenn em áberandi margir í ævisöguflokknum. Fyrstan skal telja Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku, sem skrifaði minningar Eysteins. Þá er komin saga Jónasar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriksson sagn- fræðing. Kjartan Stefánsson hef- ur skrifað bókina Staðið í ströngu, æviminningar Erlends Einarssonar, fyrrverandi for- stjóra SÍS. Og Stefán Jasonarson (Stjas) hefur skrifað bókina Alltaf glaðbeittur, og em það orð að sönnu. Allir hafa þessir menn komið við sögu lands og þjóðar með marvíslegum hætti. Þeir sem lifandi em, sem em allir ut- an Jónas frá Hriflu, em líka komnir á þann aldur að eðlilegt er að þeir hafi frá einhverju að segja. Þeir hafa ekki kosið að beita sömu aðferð og Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörður, ritstjóri og þingmaður, sem skrifaði ævisögu sína og lagði henni við stjóra á Þjóðskjalasafni í nokkra áratugi áður en mátti gefa hana út. Ekki sást á henni útkominni að ástæða hefði verið til að geyma hana lengi í hand- riti. Og ævisögur verða til af ýms- um ástæðum. Ein sú sérkenni- legasta birtist í formála fyrir Minningum séra Magnúsar Jóns- sonar, prests í Vallanesi. Þau hjón vom orðin öldmð, en konan var það lasin að hann mátti ekki frá henni víkja. Honum leiddist að hafa ekkert fyrir stafni. Því fór hann að hripa niður minningar sínar. Úr þessari varðstöðu yfir veikri konu hans urðu tvö stór bindi minninga, sem Ljóðhús gaf síðan út. Er þar nokkuð sagt frá Bjarna Jónssyni frá Vogi, ein- hverjum mesta „menningar- sjarmör" íslendinga á fyrstu tug- um aldarinnar, en hann var bróð- ir Magnúsar. Að minnast og _________kynnast___________ Fleira forvitnilegt er að sjá í bæklingnum um jólabækumar í ár. Segir þar á einum stað í kynn- ingu á bók Benedikts Gröndals sendiherra, Örlög íslands, að þetta sé einkar aðgengileg bók „um magnað tímabil sem hinir eldri minnast en hinir yngri vilja kynnast". Það em orð að sönnu. Fróðleikur, eða neftóbaksfræðin, em fyrir unga sem aldna jafnt. Það fer bara eftir því hvort menn em forvitnir eða ekki. Ein slík forvitnileg bók er Þjóðlíf og þjóð- hættir eftir Guðmund L. Frið- finnsson, skáldbónda á Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði. Hér er um sérstaklega vandaða útgáfu að ræða með 260 myndum. Þarna er sagt frá vinnuháttum, sem ekki sjást lengur og munu aldrei sjást framar nema sem sýningaratriði á minningar- stundum, þar sem saga þjóðar- innar verður rifjuð upp með ein- um eða öðmm hætti. Guðmund- ur er kunnur rithöfundur og eft- ir hann liggja margar bækur. Þetta verk hans, sem er mikið að vöxtum, er einstakt fyrir margra hluta sakir og minnir um margt á þjóðlífshætti Jónasar á Hrafna- gili — er að minnsta kosti sömu ættar. Þjóðminjavörður skrifar formála, sem er nokkur vitnis- burður um eðli bókarinnar og gildi. Þótt okkur beri hratt áfram í þróun og verkkunnáttu og end- astingumst stundum á hlaupum um kargaþýfi efnahagsmála, vak- ir enn með okkur löngun til að forvitnast um og geyma í minni þá tíma, þegar hér var allt með öðrum brag. Ævisögur og minn- ingar eru hluti af þeirri geymd, sem okkur er svo mikils virði til að átta okkur á svona stöku sinn- um, og þá helst fyrir jólin, hvað- an við komum og upp úr hvaða jarðvegi við erum runnin. Þjóðlíf Guðmundar á Egilsá er svo enn hreinræktaðri bókarkostur um liðna tíð, nánast sérfræðirit, sem verður þeim mun sjaldgæfara að sjá sem við höldum lengra inn í bandalögin og markaðssetning- una. En rætur okkar eru þama. Þeim fækkar hins vegar óðum sem kunna einhver skil á þessum rótum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.