Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 14
30 Tíminn Laugardagur 30. nóvember 1991 Vöruhús KÁ, sem fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Timamynd: G.E. Vöruhús KA hélt upp á 10 ára verslunarafmæli sitt á dögunum og í tilefni af því ræddi Tíminn við Sigurð Kristjánsson kaupfélagsstjóra, sem óttast ekki samkeppnina að sunnan eða að utan: Fólk verslar heima ef kröfum þess er mætt Þann 13. nóvember hélt Kaupfélag Árnesinga upp á það, að 10 ár eru liðin frá því að verslun hófst í „Rúsínubúðinni“ svokölluðu, eða Vöruhúsi KA á Selfossi. Með opnun Vöruhússins varð bylting í verslunarmálum á Selfossi. Rekstur KÁ er margvíslegur, en þar ber hæst matvöruverslunin, en eigi er langt síðan þrjú kaupfélög á Suð- urlandi og Vestmannaeyjum voru sameinuð undir nafni Kaupfélags Árnesinga. Siguröur Kristjánsson kaupfélagsstjóri Sigurður Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri sagði í samtali við Tím- ann, í tilefni af 10 ára afmæli vöruhússins, að það væri sér efst í huga á tímamótum hvað hefði orðið, ef þetta hús eða annað sambærilegt hefði ekki verið byggt fyrir 10 árum. Það mætti vera að verslunarvenjur Sunn- lendinga hefðu þróast með öðr- um hætti og jafnvel ekki eins far- sællega fyrir atvinnulíf í lands- hlutanum. Sigurður sagði að það mætti til sanns vegar færa, að húsið hefði verið byggt fullseint, þar sem byggingalánin urðu verð- tryggð með þeim snjóboltaein- kennum sem flestir þekkja. Á móti kom þó að aðallánin fengust til 20 ára, þannig að greiðslubyrð- in hefur dreifst mjög mikið. Veð- skuldir Kaupfélagsins voru hæst 19% af heildarveltu árið 1983, en á síðustu áramótum um 14,3% og í raun og veru nálægt 10% þegar skuldabréfaeign, aðallega vegna sölu á gamla kaupfélagshúsinu, er tekin inn í dæmið. „Auðvitað var byggingin býsna byltingar- kennd á sínum tíma. Menn geta borið saman gamla kaupfélags- húsið og svo Vöruhúsið, en það er mikill munur á stærð þessara bygginga. Vöruhúsið er að vissu leyti barn þessa tíma, því menn voru ákaflega bjartsýnir í sam- bandi við húsbyggingar. Síðan hafa skapast önnur skilyrði, fjár- magn orðið dýrara og í dag leggja menn ekki í eins stóra hluti. Ef ég væri spurður að því hvort kaupfé- lagið myndi leggja aftur út bygg- ingu sambærilega við Vöruhúsið, myndi ég líklega svara því neit- andi,“ sagði Sigurður. Vextir of háir Vöruhús KÁ er stórmarkaður sem byggir rekstur sinn talsvert á eigin innflutningi og var verslun- in með fast að helming af vöru- sölu kaupfélagsins á síðasta ári. Jafnframt sagði Sigurður, að þeir gætu venjulega gert upp rekstur Vöruhússins með stolti. Árið 1990 var rekstrarafgangur upp í sam- eiginlegan kostnað og vexti um 43 milljónir, eða um tvöfalt hærri en árið áður. Eftir 9 mánuði árið 1991 sýna bókhaldstölur að Vöru- húsið hefur enn bætt stöðu sína lítillega upp í sameiginlegan kostnað og vexti. „Fólk getur spurt, þegar þannig gengur, hvort ekki verði létt mál að bæta launin í komandi kjarasamningum. Svarið verður því miður afdráttar- laust neitandi. Vextir hafa verið allt að 10-12% yfir verðbólgu — svokallaðir raunvextir — og það er tvöfalt það, sem eðlilegt má telja og atvinnurekstur yfirleitt í þessu landi getur með nokkru móti þolað. Mér sýnist að heildar- vextir KÁ á þessu ári hafi aukist um nálægt 30% frá sama tímabili árið 1990 og einhver af stærri kaupfélögunum hafa gefið upp um 40% hjá sér. Þetta hljómar lygilega, en það er ekki síður lygi- legt hversu erfiðlega gengur að ráða bót á þessu þjóðfélagsmeini, nú þegar verðbólgan hefur látið undan síga. Sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði íþyngir versluninni mjög mikið, svo og ranglátt aðstöðugjald sem leggst jafnt á verslunareiningar, hvort sem þær skila hagnaði eða ekki, og svo mætti fleira telja. Mér sýnist að stjórnvöld þurfi eitthvað að taka til hendinni og þau eru víst ekki öfundsverð í sínum vanda,“ sagði Sigurður. Varðandi títtnefndar verslunar- ferðir til útlanda, sagði Sigurður að sér fyndist ánægjulegt ef fólk getur lyft sér upp og skroppið jafnvel til útlanda, og það væri líklega meira í tísku nú heldur en oft áður. Hann sagðist halda, að það þjálfaði tilfinningu fólks fyrir vörugæðum og vöruverði, að kynnast sem flestum verslunum, innanlands sem utan, og það væri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.