Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. nóvember 1991 SAMVINNUMAL ekkert verra í daglega lífinu að hafa svolítið gaman af því að versla. Verslanir, sem væru óað- laðandi og heldur leiðinlegar, væru hvort sem er ekki komnar til að vera. í samkeppni við Reykjavík Varðandi harðnandi samkeppni sagði Sigurður að kaupfélagið stæði í mestri samkeppni við höf- uðborgarsvæðið. Auðvitað drægi það eitthvað fólk til sín, en þegar fólk hefði svalað forvitni sinni, kæmi það oft í ljós að best væri að versla heima, og sagðist Sigurður ekki hafa neina minnimáttar- kennd gagnvart verslunum í Reykjavík og þeir reyndu einfald- lega að gera Vöruhúsið þannig úr garði að það stæðist kröfur jafnvel vandlátustu viðskiptavina. Þá þekktu þeir vel hversu ánægðir höfuðborgarbúar væru á sumrin, þegar þeir versluðu í Vöruhúsinu og keyptu þá mun ódýrari sérvöru í Vöruhúsi KÁ heldur en í margri sérversluninni í Reykjavík. ,Aftur á móti átti ég síður von á þeirri yfirlýsingu frá ánægðum viðskiptavini Vöruhússins, búsett- um í Reykjavík, sem vildi gjaman segja mér þá sögu sína, að eftir ut- anlandsferð hefði verið farið beint á Selfoss til þess að fata sig upp. Bara eitt dæmi af þessu tagi er nægileg staðfesting á því að Vöru- húsið hefur starfað til þess að ná árangri og tekist það. Þar verður unnið vel í framtíðinni og byggt á þeim trausta grunni reynslunnar sem fyrir er. Við ætlum okkur stóran hlut í jólaversluninni í ár. Að þessu sinni byrjum við snemma með jólaafslætti, 10% af- slætti í fatadeild og leikfangadeild, ásamt jólatilboðum og félags- mannatilboðum í nær öllum deildum. Þá verður ýmislegt skemmtilegt að gerast, svo sem tískusýningar, kórsöngur, lúðra- sveit og jólasveinar, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður bygginga- vörudeildin, sem er á tveimur hæðum, tilbúin að taka þátt í leiknum með vöruúrval sem er nú í hámarki. Þá er ótalið að í brölti bónus-verslana hefur KÁ nánast frá upphafi þeirra hér á landi, ver- ið með bónusdeild í Vöruhúsi KÁ og sérstaka bónusverslun í Vest- mannaeyjum. Þessar búðir nefnd- um við af okkar lítillæti Betri-bón- us. Það er meiningin að þessar búðir standi undir nafni í jóla- versluninni og það er ekki verra að fá að hafa slíka búð með í verð- könnunum, þar sem verslanir KÁ eru bornar saman við bónusbúð eins og nýlega gerðist hér á heimavelli," sagði Sigurður. Sunnlenskt stórveldi Árið byrjaði vel hjá KÁ, en vorið var fyrirtækinu erfitt og óhappa- samt. Kjötvinnsla og brauðgerð KÁ brann til kaldra kola í aprfi og varð þar stórtjón. Endurbygging kjötvinnslunnar stendur enn yfir, en vonir standa til þess að sá rekst- ur verði mun arðvænlegri með stórbættri aðstöðu til aukinnar og fjölbreyttari framleiðslu. Starfslið kjötvinnslunnar hefur sýnt það við erfiðar aðstæður eftir brunann að það hefur ekki brugðist viðskipta- vinum, sem óttuðust mjög að nú myndi kjöt frá Kjötvinnslu KÁ hverfa úr verslunum KÁ. Þá hefur á þessu ári ekkert verið sparað til að keyra upp framleiðslu og sölu frá Trésmiðju KÁ og hafa Penninn í Hallarmúla og Metró í Mjódd ver- ið fengin til liðs við trésmiðjunna til að selja vörur hennar. Penninn selur skrifstofuinnréttingar frá fornu fari, KONTRA og nýju lín- una frá því í sumar, sem nefnist FLETTA og er ákaflega vel tekið, svo og KAM- eldhús-innréttingum sem Metró selur. Þá er 3K-búðin í Reykjavík sameign KÁ og Kaupfé- lags Rangæinga og býður hún sem fyrr fjölbreytt úrval af innfluttum húsgögnum. Þá rekur KÁ einnig bifreiðasmiðjur, sem selja talsvert af hinum landsþekktu sturtuvögn- um og mykjudreifúrum, bæði kastdreifurum og dæludreifurum. Á yfirstandandi ári hafa aukist mjög bfiayfirbyggingar. Einnig rekur KÁ þvottahús, Selfoss apó- tek og flutningadeildir, bæði í Ár- nessýslu og V-Skaftafellssýslu, og að sögn Sigurðar ganga þessir þættir vel. En KÁ rekur ekki eingöngu Vöru- hús KÁ Fyrirtækið rekur bensín- stöð og varahlutaverslun á Sel- fossi, 5 matvöruverslanir og blandaðar verslanir í Ámessýslu utan Selfoss, á Eyrarbakka, Stokkseyri, Laugarvatni, Hvera- gerði og í Þorlákshöfn. Einnig rek- ur KÁ þrjár verslanir í Vík í Mýr- dal: Víkurmarkað, Pakkhús og Víkurskála. Á Kirkjubæjarklaustri er tiltölulega nýleg stór og mynd- arleg verslun og einnig Skaftár- skáli, sem er í góðum höndum heimamanna. í Vestmannaeyjum er samkeppni eins og hún gerist hörðust, og segir Sigurður að það sé ekkert nema gott um b' * áð segja, enþar rekur fyrirtæKi.. ,uat- vöruverslun, söluskála og bónus- búð. „Sameining Kaupfélags Skaftfellinga, Kaupfélags Vest- mannaeyja og Kaupfélags Ámes- inga leiddi til lækkunar á vöm- verði í Vestmannaeyjum. Við breyttum minni matvömverslun- inni í bónus-búð og er söluaukn- ingin þar á árinu orðin 30-40%. í undirbúningi er að taka pakka- matvöm og hreinlætisvöm til toll- unar í Vestmannaeyjum, beint er- lendis frá, til að reyna að lækka vömverð enn frekar og efla þá starfsemi sem fyrir er,“ sagði Sig- urður Kristjánsson. Þá rekur KÁ myndarlega byggingavömverslun í Vestmannaeyjum, sem kölluð er Húsey. Eitt kaupfélag fyrir ísland „Ég gæti trúað því að einhvem tíma verði eitt kaupfélag á íslandi, því það yrði sjálfsagt hagkvæmast. Hins vegar vill fólkið það ekki og það em engar forsendur fyrir því að sinni. Kemur þar sérstaklega til að enginn aðili virðist tilbúinn til þess að koma í stað kaupfélaganna á landsbyggðinni í því hlutverki að skapa atvinnu og veita þjónustu í þeim mæli að byggð megi haldast og jafnvel eflast. Aftur á móti er líklegt til árangurs að kaupfélög í ákveðnum landshlutum leiti sam- starfs til þess að vinna að farsælli þróun t.d. ákveðinna kjördæma. Þáttur kaupfélaganna er með þeim hætti að þar er ekkert sérstakt, sem er svo byltingarkennt eins og skipulagsbreytingarnar hjá Sam- bandinu í Reykjavík. Nýju sam- vinnulögin koma þó til með að gefa kaupfélögunum lítið eitt ann- að andlit, m.a. með heimildum til þess að gefa út samvinnuhlutabréf á B- deild stofnsjóðs. Ég hef á öðr- um vettvangi lýst áhyggjum yfir því, sem ég nefni útþynningu sam- vinnustarfs í sambandi við nýja aðila sem koma væntanlega fram í dagsljósið í samvinnuhlutafélög- unum. Ef til vill eru þetta aðeins eðlileg og íhaldssöm sjónarmið manns, sem er kominn á sextugs- aldurinn og hefur starfað þrjátíu ár í samvinnuhreyfingunni. Ég vona að Sambandið nái góðu landi með þessar breytingar og það skapist nýr grundvöllur til að sækja fram á ný. Það er mikið bú- ið að gera og margt af því gott, en það hafa vera skiptar skoðanir á þessum breytingum og ekki er hægt að segja endanlega til um ágæti þeirra fyrr en þeim er lokið," sagði Sigurður Kristjánsson að lokum. Tíminn 31 MINNING Bernódus Orn Finnbogason Fæddur 14. apríl 1975 Dáinn 2. nóvember 1991 Lífið er eins og fljót, sem rennur sína leið til sjávar. í því eru flúðir og hyljir, það eru gleði og sorgir. En svo allt í einu, einmitt þegar það streymir lygnt og tært, þá þurrkast það upp og renn- ur nú skyndilega upp í móti. Ein- hvemveginn svona er helst að lýsa tilfinningunum sem gripu okkur 2. nóv. s.l. þegar sorgarfréttin barst okkur. Nágranninn okkar ljúfi, Ágúst Helgi, og frændinn og vinurinn kæri, Bernódus Öm, báðir dánir, horfnir yfir móðuna miklu. Hörmulegt slys á Óshlíð, Bolunga- vík einu sinni enn á svo skömmum tíma verið slegin af hrammi sorgar- innar. Auðvitað neitar sálin í okkur að trúa slíkum ógnarfréttum, en smátt og smátt áttum við okkur. Fram í hugann koma myndir minning- anna. Minningar um sannan og góðan dreng sem „kom, sá og sigr- aði“ hjörtu allra sem hann kynntist með því einu að vera hann sjálfur. Lífsgleði og atorka einkenndi Berna og við munum hann brosandi við störf, alltaf eitthvað að gera. Helst þó að koma einhverju tækinu í gang. Mátulega óhreinn, en ljóm- andi af áhuga og gleði þess, sem hefur markmið. Það er okkur gleði í sorg að vita að svona hrein og góð sál getur ekki annað en átt góða heimkomu. Smátt og smátt fellur fljót lífsins í sinn farveg, en ávallt verður á því stór bugða þar sem það um tíma rann upp í móti. Við kveðj- um ástkæran frænda og góðan vin með sárum söknuði, en við hugs- um með gleði til endurfunda við hann í einhverri hinna mörgu vist- arvera í húsi föðurins, þegar okkar stundaglas er útrunnið. Megi góður Guð gefa öllum ástvin- unum styrk í sorg. Fjölskyldan Hjallastræti 26 í dag, 30. nóvember, kl. 14, verður haldin í Hólskirkju í Bolungarvík minningarathöfn um Bemódus Finnbogason, sem fórst af slysför- um þegar bifreið, sem hann var far- þegi í, lenti út af veginum um Ós- hlíð aðfaranótt 2. nóvember s.l. Bernódus heitinn var sonur hjón- anna Finnboga Bernódussonar, vél- smiðs og framkvæmdastjóra Vél- smiðjunnar Mjölnis í Bolungarvík, og Árndísar Hjartardóttur skrif- stofumanns. Finnbogi er sonur Bernódusar bónda í Tungu í Bol- ungarvík Finnbogasonar fræði- manns Bernódussonar. Arndís er dóttir Hjartar heitins bónda í Fagrahvammi við Skutulsfjörð Sturlaugssonar að Snartartungu í Bitru. Bemódus ólst upp ásamt systmm sínum, sem eru fjórar, þrjár eldri en hann og ein yngri, hjá foreldmnum að Holtabrún 21 í Bolungarvík. Til þess var tekið, að mjög ungur sýndi hann áhuga á vélum og tækjum, og fór hann því snemma að hjálpa til í vélsmiðjunni, sem er fjölskyldufyr- irtæki. Hann lauk grunnskólanámi s.I. vor í Reykjanesskóla við ísa- fjarðardjúp. Nú í septemberbyrjun settist Bernódus í Menntaskólann á fsa- firði til náms á vélstjórnarbraut. Hefði allt gengið eins og gera mátti ráð fyrir, hefði hann lokið vélavarð- arprófi nú um jólin, væntanlega með góðum einkunnum, þvf að honum gekk prýðilega að læra. Jafnframt var hann kominn á námssamning í vélsmíði hjá vél- smiðju fjölskyldu sinnar, því að áhugann á vélunum vantaði ekki. Þannig hafði Bernódus nýlega markað sér braut í lífinu. En þá var tekið í taumana. Slysfarirnar gera ekki boð á undan sér. Landsmenn hafa fengið að kenna á þeim nú í þessum nóvem- bermánuði. Fólk stendur eðlilega orðvana frammi fyrir hinum óhugnanlegu staðreyndum. Ungum og efnilegum nemanda Menntaskólans á ísafirði hefur með hörmulegum hætti verið kippt burtu af sjónarsviðinu. Skólinn sendir foreldrum Bernódusar Finn- bogasonar, systrum hans og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hans. Björn Teitsson Guðmundur Einarsson í dag fer fram frá Hólskirkju í Bol- ungarvík minningarathöfn um Bernódus örn Finnbogason, ungan mann sem fórst í bflslysi á Óshlíð- arvegi að morgni laugardagsins 2. nóvember s.l. Því fylgir ætíð sársauki þegar frétt- ir berast af sviplegu fráfalli. Þó verður það átakanlegra þess yngri sem mennirnir eru. Það mun hafa verið á árinu 1984 að ég sá þennan unga svein fyrst. Þá lá leið mín í fyrsta sinn á heimili hans að Holtabrún 21 vestur á Bol- ungarvík. Þetta var síðla sumars og strákur að heyja frammi í Túngu þegar ég kom. Hann var þá, eins og oft þegar leið mín lá á Bolungarvík, að aðstoða alnafna sinn og afa í bú- skapnum í Tungu. Atvikin höguðu því þannig að ég átti á næstu árum eftir að koma alloft vestur í Bolung- arvík. Dvaldi ég þá um lengri og skemmri tíma á heimili foreldra Bernódusar, vina minna þeirra Finnboga Bernódussonar og Arn- dísar Hjartardóttur. Ekki komst maður hjá því að fylgj- ast náið með heimilisfólkinu, sem voru dæturnar þrjár: Guðrún Berný, Elísabet og Ingibjörg, ásamt Bernódusi. Seinna kom svo Arndís yngri. Fyrir mig var það sérstaklega eftirtektarvert hve samhent þessi fjölskylda var, hvort sem var í leik eða starfi. Væntumþykja systranna um „litla bróður" var ætíð mikil og samband foreldra og barna á þessu heimili var svo óþvingað, að í raun voru börnin ætíð sem jafningjar fullorðna fólksins. Þetta leiddi ósjálfrátt til þess að önnur börn sóttu mikið inn á heimilið og sýnd- ist mér þau ætíð vera þar aufúsu- gestir. Við þessar aðstæður, sem eru því miður alltof sjaldgæfar á heim- ilum í dag, ólst Bernódus upp. Bernódus var vinsæll meðal jafn- aldra sinna og var ætíð hópur af jafnöldrum hans í námunda við hann þegar hann átti frítíma. Bern- ódus fylgdist vel með því sem í kringum hann var, og eru mér minnisstæðar margar stundir þeg- ar við Finnbogi faðir hans og Bern- ódus vorum að ræða málin, kannski ekki á mjög háfleygan hátt, heldur með þeirri glettni sem fylgdi oft orðum þeirra feðga. Nú að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þess- um unga manni. Minning um myndarlegan ungan mann sem var oftast með glettnisglampa í augum. Sérlega hjálpsamur ungur maður og næmur fyrir því sem var að ger- ast í kringum hann. Þannig mun hann geymast í huga mér. Elsku Dísa og Finnbogi, systurnar, afinn og amman í Bolungarvík, ykkar missir er mikill. Megi blessun guðs styrkja ykkur. Jón Kr. Kristinsson ídauðans faðm nú fallið er og folt og kalt þar sefur það bam, ó guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefur, ó faðir lít í líkn til mín, og lát þú blessuð orðin þín mér létta sviðann sára, er sárra faer mér tára. (Helgi Hálfdánarson) Enn fjölgar hörmulegum slysum, og maður spyr sjálfan sig: Hefur al- mættið ekki tekið nóg, á sviplegan hátt, frá Bolungarvík? Laugardag- inn 2. nóvember heyrist í fréttum frá hörmulegu slysi í Óshlíðinni, ungur maður kemst lífs af, en tveggja er saknað. Síðar þann dag staðfestist helkaldur sannleikurinn, að vinur okkar er annar þeirra sem saknað er. Kunningsskapur okkar við Bem- ódus örn Finnbogason hófst haust- ið 1989 er hann settist á skólabekk í Héraðsskólanum í Reykjanesi. Fljótlega kom í Ijós að þar var dug- mikill og laghentur drengur, sem var ákveðinn í hvað hann ætlaði sér í framtíðinni og hvikaði aldrei frá áhuga sínum á því sem tengdist vél- smíði. Það var sama hvað Bernódus tók að sér, allt var gert af mikilli gleði og áhuga. í maí s.I. þegar við kvöddumst á tröppunum í Reykjanesi og horfð- um á eftir Bernódusi ásamt skólafé- lögum sínum ganga niður að bryggju um borð í Fagranesið, þá var hann léttur á fæti með prófskír- teinið sitt í farteskinu og eggjafötu í hendinni, „mávsegg" sem hann hafði tínt úti í Borgarey og ætlaði að færa pabba sínum þegar heim kæmi. Framtíðin virtist blasa við þessu unga, glæsilega fólki, en nú höfum við enn verið minnt á að enginn ræður sínum næturstað. Nú hefur einn úr þessum hópi, ungur piltur, verið kallaður til æðri staða, og söknuðurinn er mikill, þó sérstaklega hjá foreldrum Bemód- usar, þeim Finnboga Bernódussyni og Arndísi Hjartardóttur, og systr- um hans. Þið hafið misst svo mikið, en minningarnar tekur enginn frá ykkur, minningar um góðan dreng. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, og megi góð- ur guð styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tfmum. Einnig send- um við öllum þeim, sem eiga um sárt að binda vegna þessa hræðilega slyss, hugheilar kveðjur. í hugum okkar vakir minningin um einlæg- an og góðan vin. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Bernódusi, og biðjum honum guðs blessunar í nýjum heimkynnum, þar sem við trúum að honum hafi verið ætlað æðra hlutverk. Mín sál, því örugg sértu og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og vemdar efalaust. Hann mun þig miskunn krgna, þú mæðist litla hríð, þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Bj. Halld.) Þorkell Ingimarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.