Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 4
Tíminn 4 30. nóvember 1991 64 manna sveitarfélag leggur í tveggja milljóna króna málaferli og tapar þeim: Thors og Dagsbrún vinna mála- ferli við Skorradalshrepp korradalshreppur í Borgarfirði hefur tapað máli í Hæstarétti gegn Verka- mannafélaginu Dagsbrún og erfingjum Hauks Thors, sem höfðað var vegna kaupa Dagsbrúnar á sumarbústaðalandi af erfingjum Hauks Thors. Kostn- aður Skorradalshrepps vegna málaferlanna er vel á aðra milljón króna. S Málavextir eru þeir að árið 1944 keypti Haukur Thors jarðirnar Hvamm og Stálpastaði í Skorradal. Haukur gaf síðar Skógrækt ríkisins Stálpastaði og leigði Skógræktinni Hvamm endurgjaldslaust til næstu aldamóta, ef frá er skilinn um 18 hektara spilda í landi Hvamms þar sem hann byggði sumarbústað. Árið 1988 ákváðu erfmgjar Hauks að selja þennan jarðarpart og tókust samningar milli þeirra og Dagsbrún- ar. Hreppnum var boðinn forkaups- réttur að jörðinni svo sem lög gera ráð fyrir. Hreppsnefnd taldi að salan bryti í bága við jarðalög m.a. á þeirri forsendu að með sölunni væri verið að rýra mjög gæði jarðarinnar og þess vegna nýtti hann sér ekki for- kaupsréttinn. Málið fór fyrir jarðanefnd Borgar- fjarðarsýslu og staðfesti hún sjónar- mið hreppsnefndar. Þaðan var mál- inu vísað til landbúnaðarráðuneytis- ins sem féllst ekki á að með sölunni hefðu jarðalög verið brotin. Skorra- dalshreppur höfðaði þá mál sem hann tapaði í héraði. Hreppurinn áfrýjaði til Hæstaréttar, en tapaði þar málinu aftur. Umrædd landspilda hefur ekki verið nýtt til landbúnaöar í áratugi og á þeirri forsendu telur Hæstiréttur að ákvæði jarðalaga eigi ekki við í máli þessu. Hæstiréttur telur að skóg- rækt, sem hefur verið stunduð á spildunni síðustu áratugi, falli ekki undir landbúnað í hefðbundinni merkingu þess orðs. Eftir að landbúnaðarráðuneytið felldi sinn úrskurð tilkynnti hrepps- nefnd að hún hygðist nýta sér for- kaupsrétt sinn. Þá var hins vegar lið- inn langt á þriðja mánuð frá því að henni barst forkaupsréttartilboðið, en samkvæmt lögum fellur forkaups- réttur niður eftir 4 vikur. Landbún- aðarráðuneytið taldi að hreppurinn hefði þar með misst af forkaupsrétti. Hæstiréttur er sömu skoðunar. Tveir dómarar í Hæstarétti skiluðu hins vegar séráliti og töldu að eftir að ráðuneytið felldi sinn úrskurð hefði hreppurinn öðlast endurnýjaðan for- kaupsrétt. Skorradalshreppur var dæmdur til að greiða erfingjum Hauks Thors 250 þúsund krónur í málsvamarlaun og Dagsbrún sömu upphæð. í héraði var hreppnum gert að greiða 350 þúsund til erfmgja Hauks Thors í málsvarnarlaun og Dagsbrún sömu upphæð. Þá er ótalin greiðsla hreppsins til lögmanns síns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Samtals er um að ræða kostnað vel á aðra miilj- ón króna. Ljóst er að þessi dómur er mikið áfall fyrir Skorradalshrepp. Fyrsta desember í fyrra voru íbúar í sveitarfélaginu 64. -EÓ Starfsmenn Landakots undrandi á kaupum Landspítala og Borgarspít- ala á kviðsjám og segja að eitt tæki dugi fyrir alla þrjá spítalana. Jóhannes Pálmason framkv.stjóri Borgarspítala er ósammála og segir: Ekki tvöföldun á tækjabúnaði Óánægja ríkir á Landakotsspítaia meö þá ákvörðun stjómenda Land- og Borgarspítala að festa kaup á svokölluðum kviðsjám og telja menn þar á bæ, að tækið sem Landakotsspítala var gefið fyrir um tveimur mánuðum síðan anni alveg þörfinni fyrir slíkt tæki, en það er aöallega notað til aö fjarlægja gall- blöðmr og fleiri kviðarholsaðgerðir án þess að skera þurfi upp. Jóhannes Pálmason framkvæmdar- stjóri Borgarspítalans er ekki sam- mála þessari skoðun og segir þetta vera eitt af þeim tækjum sem allir spítalar verði að eignast og hér sé ekki um tvöföldun, eða þreföldun á tækjabúnaði að ræða. Fyrir einum og hálfum mánuði var Landakotsspítaia gefið slíkt tæki og telja menn á þeim bæ að ekki sé þörf fyrir fleiri tæki af þessari gerð og tækið á Landakoti anni öllum þeim aðgerðum sem krefjast slíks tækja- búnaðar. Að sögn Hönnu Birgisdóttur hjúkr- unarforstjóra á svæfmgadeild Landakots þá kostar slíkt tæki um 3 milljónir króna án ails aukabúnaðar. Hanna segir að ef marka má fjölda gallblöðmaðgerða á íslandi þá má ætla að þær séu um 400, eða um tvær á dag, ef miðaö er við 200 skurðdaga á ári og því geti einn spít- ali alveg annað. Hanna sagði í sam- tali við Tímann að um 25 aðgerðir hefðu verið framkvæmdar á þeim eina og hálfum mánuði sem tækið hefði verið fyrir hendi og hefðu þær gengið vonum framar. Ef talað væri eingöngu um gallblöðrutökur þá dygði tækið á Landakoti fyllilega. Hanna telur að forgangsröð varð- andi tækjakaup sé dálítið einkenni- leg og segir að spítalarnir tveir hefðu betur keypt önnur tæki sem vantaði kannski meira, heldur en að vera að festa kaup á áhaldi sem er til fyrir. Á sparnaðartímum í heiibrigð- iskerfinu og í ljósi umræðna um sameiningu heilbrigðisstofnana hefði fremur mátt athuga hvort ekki mætti byrja á einhverskonar sam- vinnu sem hlyti að vera fýrsta skref- ið. Tíminn hafði samband við Jóhann- es Pálmason, framkvæmdarstjóra Borgarspítalans og sagði hann að kviðspeglun væri einföld aðgerð og hefði hún ekkert með tvöföldun á tækjabúnaöi að gera. Kviðsjá væri einfalt skurðlækningaáhald, sem að sparaði framkvæmd holskurðar og stytti legu um margar vikur. Sjúk- lingur gæti, ef allt færi að óskum, farið heim eftir örfáa daga og farið að vinna mun fyrr. Því væri tækið arðbært fýrir þjóðfélagið og sparaði gífurlega peninga. Jóhannes sagði að áhaldið væri dæmi um framþró- un og hefði ekkert með tvöföldun á tækjabúnaði að gera. „Það er bara sjálfsagt að spítalinn eigi þennan grundvallarbúnað. Þetta er tiltölu- lega ný tækni og bætir þjónustu þessa spítala mikið.“ Spítalarnir þrír væru með bráðaþjónustu og sjúk- lingar sem leggjast inn á Borgar-, Landakots- eða Landspítala eiga rétt á því að fá hliðstæða þjónustu og ekki lakari en annars staðar. Þetta kostaði sáralítið í heildarrekstrar- kostnaði ríkisspítalana og því væri tækið sjálfsögð viðbót við annars þokkalegan tækjabúnað sagði Jó- hannes Pálmason. Hann sagði enn- fremur að tækið sem um ræðir hefði ekki kostað nema um eina og hálfa milljón og það væri ekki há upphæð í rekstri Borgarspítalans sem velti um 3 milljörðum og Landsspítalinn 5.5 milljörðum. -PS Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, afhendir Markúsi Emi An- tonssyni, borgarstjóra, fyrsta bindi af nýrri sögu Reykjavíkur. Tfmamynd: Aml BJama Ný ritröð um sögu Reykjavíkur: „BÆRINN VAKNAR“ Út er komið fyrsta bindið í nýrri fimm binda ritröð um sögu Reykja- víkur. „Bærinn vaknar" er undirtitill og er fyrri hluti sögu bæjarins frá 1870 til 1940. Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, skráir þennan hluta. Það var árið 1981 sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að rétt væri að rita sögu borgarinnar. Haustið 1985 voru sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bern- harðsson ráðnir til verksins. Tveim- ur árum síðar bættist enn einn sagn- fræðingur Þorleifur Óskarsson í hópinn. Hann tekur fyrir tímabilið frá uphafi til ársins 1870. Guðjón sem fyrr segir þaðan og til ársins 1940. Eggert Þór svo það sem eftir er frá 1940. Á síðastliðnu ári gerðu svo höfund- ar verksins, Reykjavíkurborg og Bókaútgáfan Iðunn með sér samn- ing um að sú síðast nefnda skyldi gefa bækurnar út. Bókin sem nú birtist er fyrri hluti sögunnar frá 1870 til 1940. Síðari hluti þeirrar sögu kemur næstur, þá tvö bindi frá Eggert Þór Bernharðssyni um sög- una frá 1940 og fram til dagsins í dag, eða svo gott sem. Að síðustu er svo eitt bindi frá Þorleifi Óskarssyni um upphafið og söguna fram til 1870. Að leiðarljósi var haft að saga þessi mætti við alþýðuhæfi án þess þó slegið væri af kröfum þeim sem fræðin gera. Reynt er að segja sög- una frá sjónarhóli bæjarbúa sjálfra, ekki stofnana borgarinnar „...og má því kalla hana hversdagssögu," eins og Guðjón Friðriksson kemst að orði í þessu fyrsta bindi. -aá. FRETTAYFIRLIT: ZAGREB - Júgóslavneski herinn hóf brottflutning frá Za- greb, höfuðborg Króatíu I gær. Þá var samþykkt að leyfa friðarsveítum Sameinuðu þjóðanna að skerast í leikinn. JERÚSALEM - Friðarviðræðunefnd Sameinuðu þjóðanna hélt af stað áleiðist til Washington í gær. Nefndin fór fyrst til Amman í Jórdaníu til viðræðna við þarlenda ráðamenn en verður komin til Washington fyrir 4. desember, en þá hefjast friðarviðræður Miðausturlanda í annað sinn á skömmum tíma. JÓHANNESARBORG - Fyrstu viðræöur hvltra og svartra i Suður-Afríku hófust í gær. Hvíti minnihlutinn er andvígur því að svarti meirihlutinn öðlist meiri völd. LOME • Hermenn í Vestur- Afríkulýðveldinu Togo tilkynntu í gær, að þeir hefðu steypt Joseph Kokou Koffigoh, forsæt- isráðherra af stóli og tekiö viö völdum f landinu. BAGHDAD • Saddam Hussein hefúr kvartað yfir því að ír- akarfái ekki að eiga sín hættulegustu vopn í friöi fyrir vest- urlöndum á meðan Israelar fái aö eiga kjarnorkuvopn. DILI, Austur-Timor - Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar og kaþólsku kirkjunnar eru byrjaðar að yfirheyra embættis- menn vegna herskipunar sem leiddi til mikils blóðbaðs í Austu- Timor þann 12. nóvember. BANGKOK • Rauðu khmerarnir segja að þrátt fyrir lætin sem urðu þegar leiðtogar þeirra sneru aftur til Kambódíu ætli þeir að standa við sitt til að borgarastrlðið I Kambódíu taki einhvern enda. Þeir ætla að senda sína fuiltrúa á fund- inn sem veröur haldinn á Thailandi í næstu viku. BRETLAND • Breska rikisstjórnin hefur lagt fram tillögur um að þeir sem stunda glannaakstur á stolnum bílum fái haröa refsingu fyrir athæfið. Þetta ergerttil að stemma stigu við glannaakstri en hann hefur aukist mjög að undanförnu. Lagt er tii að refsing fyrir glannaakstur geti orðið allt að fimm ára fangelsisdómur og svipting á ökuleyfi fyrir lífstíð. I Bret- landi horfi til hreinna vandræða vegna þessa glannaaksturs en svo vlrðlst sem eitthvað æði hafi gripið um sig meðai unglinga. Þeir stela bllum og keyra síðan á ofsahraða eftir tjölförnum götum. Þetta skapar mikla hættu, bæði fyrir ak- andi og vegfarendur. Nokkrir vegfarendur hafa látist f kjölfar þessa. (lagatillögunum er gert ráð fyrir að hámarksrefsing sé fimm ár ef glannaökumaður veldur tjóni eða meiðslum, einnig verða fjársektir háar og ökuleyfissvipting fyrir Iffstfð. Kenneth Baker, innanrfkisráðherra, segir að þessi lög eigi að ná yfir bæði ökumann, og farþega ef þeir eru með f för. MANILLA - Tvær konur sem komu frá Hong Kong voru handteknar á flugveilinum í Maniila í gær eftir að 10 kg af amfetamfn! að verðmæti 33 mitljónir fannst í farangri þeirra. Konurnar segja að þær hafi fengið farangurinn á Kai Tak flugveilinum f Hong Kong og að þær hefðu átt að láta fólk sem tæki á móti þeim I Manilla fá hann. Lögregian segir aö konurnar verði ákærðar fyrir ólöglegan innfiutning á hættu- legum fíkniefnum til Filipseyja. Lagt hefur verið hald á mun meira af fíkniefnum f Hong Kong á þessu ári, eða um 800% meira, en á sama tíma i fýrra. Lögreglan í Hong Kong telur að glæpahringur í Kína ffamleiði fíkniefniö á rannsóknarstof- um til útfiutnings og það fari f gegnum Hong Kong til Fiiips- eyja, Japan og sennilega Bandarfkjanna. Sautján farjregar sem komu í tveimur hópum frá Hong Kong voru handteknir á flugvellinum f Manilla f lok ágúst eftir að 65 kg af amfetam- íni fannst hjá þeim. Það var falið i þurmnjófkurdósum, í súkkulaði og sælgætisumbúðum. Fikinefnaiögreglan í Man- iila segir þaö sé stærsti farmurinn til þessa. Amfetamín verk- arörvandi á miðtaugakerfið, slævirþreytu og hungurog hef- ur lengi verið notað sem örvandi iyf og megrunarlyf. Notkun þess fylgir ávanaáhætta og getur valdið geðveiki. Það er að- eins leyft f örfáum tilvikum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.