Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.11.1991, Blaðsíða 10
26 Tíminn Laugardagur 30. nóvember 1991 Gísli Kristjánsson skólastjóri, Hvolsvelli Fæddur 1. september 1933 Diinn 21. nóvember 1991 Gísli skólastjóri er látinn. Hann lést á Landakotsspítala 21. nóvember sl. eftir stutta legu þar. Það var í ágústmánuði 1990, skömmu áður en skóli átti að hefjast, að í ljós kom að Gísli var með alvarlegan sjúkdóm og gekkst hann þá undir aðgerð og hefur barist hetjulegri baráttu við sjúkdóminn sfðan. Gísli var skólastjóri Hvolsskóla í tæpa tvo áratugi, eða frá 1972, og stöndum við Hvolshreppingar í þakkarskuld við hann fyrir hans góðu stjóm á Hvolsskóla í svo langan tíma. Einnig stjómaði hann ung- lingavinnu hjá hreppnum um margra ára skeið og var þannig sívinnandi með bömum og unglingum. Gísli var góður félagi bamanna og fór oftast með þeim út í frítímum og tók þátt í leikjum þeirra, sem mun fremur fátítt um skólastjórn- endur. Það kunnu nemendur og foreldr- ar vel að meta. Gísla var mjög annt um skólann sinn. Hann var mikill uppalandi og bera unglingamir hér þess glöggt vitni. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna með Gísla f skólanefnd Hvols- skóla í allmörg ár og kynnast starfi hans í skólanum. Hann naut trausts og virð- ingar nemenda, skólanefndarmanna og allra sem kynntust honum. Samstarf skólanefndar og Gísla var með miklum ágætum og reyndi fremur lítið á nefnd- ina, vegna þess að allt gekk svo vel hjá honum í skólastarfmu. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Císla mjög gott samstarf við skóla- nefnd og sveitarfélagið. Guðrúnu og fjölskyldu sendum við Hvolshreppingar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum góöan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Ágúst Ingi Ólafsson Nú er hann Gísli skóló, eins og við kölluðum hann, horfmn til feðra sinna. Við krakkamir úr ‘77 árganginum minn- umst hans á sérstakan hátt. Hann var virkur þátttakandi í lífi okkar í Barna- skólanum á Hvolsvelli á árunum 1983- 1989. Ekki liöu þær frímínútur sem Gísli var ekki með okkur úti í fótbolta. Hann var eini kennarinn sem alltaf kom út. Sama var hvort það var sól og blíða eða þrumur og eldingar. Það var sama hvort völlurinn var þurr eða að maður óð snjó- inn eða lá í pollunum, alltaf kom Gísli út. Við munum öll eftir því að þegar við vor- um í 6. bekk og fórum til Vestmannaeyja í skólaferðalag. Við vorum átta klukku- tíma á leiðinni frá Þorlákshöfn til Vest- mannaeyja. Alveg erum við viss um að Gísli var sá, sem hafði mestar áhyggjum- ar af okkur. Hann lést aðfaranótt föstudagsins 22. nóvember s.l. á Landakotsspítala. Það voru kennarar í Gagnfræðaskólanum sem fluttu okkur þessi sorgartíðindi morguninn eftir, og það er alveg víst að ekkert okkar var með hugann við náms- efnið þennan dag. Öll söknum við hans og við vonum að trúin styrki Guðrúnu konu hans á þessum sorgarstundum. Guð blessi minningu hans. Nemendur í árgangi ‘77, Hvolsskóla Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, — dauðinn sœtur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og þrotni, veit ég, að gegmast handan stoerri undur, þótt stórtré vor í bgljum jarðar brotni, bíður vor allra ’ um síðir Edenslundur. (JJ. Smári) Svo segir Jakob Jóhannesson Smári yfirkennari. Hvað er okkur meiri sann- leikur? Ef við viljum kallast kristin, og trúum því er Frelsarinn boðar okkur, hvað bíður okkar þá handan móðunnar miklu? Hann hefur boðið okkur að leita til sín í lífi og dauða. Hann kvaðst aldrei munu yfirgefa okkur, vera með okkur allt tii enda veraldarinnar. Megi það vera systur minni og bömum, já okkur öllum í þessari stóm fjölskyldu, huggun er við sjáum á eftir Gísla kveðja að sinni. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju 30/11. Við, sem tengdumst og þekktum Gísla, minnumst hans sem hæggerðs og ákaflega ljúfs; þannig kom hann mér fyr- ir sjónir. Hann var í samræðum orðvar, en glettinn á stundum og undir niðri mátti sjá að þar var einstakt ljúfmenni. Ég held ég hafi kynnst Gfsla best þegar hann kenndi mér í Iðnskólanum í Borg- arnesi 1954-1956. Þá fann ég sem oft, hvaða mann hann hafði að geyma. Það skal játað að við Gísli bjuggum aldrei í nábýli síðan við áttum heima í Borgar- nesi forðum daga og kynntist ég honum því kannski ekki eins náið og sum hin systkini mín, en fjölskyldan hefur samt að sjálfsögðu verið samheldin í gleði og á sorgarstundum. En mesti styrkur okkar er sá að með Guðs hjálp getum við hald- ið hópinn og stutt hvort annað á stund- um sem þessari, þó okkur finnist við ótrúlega vanmáttug og lítil þegar sorgin ber að dyrum. Ég hefi oft sagt hve mikið við höfum skaparanum að þakka. Við systkinin, sem fæddumst tólf, erum öll á lífi við bestu heilsu og höfum átt miklu bamaláni að fagna. Þama höfum við að sjálfsögðu öngvu um ráðið, þessu hefur ráðið sá einn er okkur skóp; honum ber okkur einum að þakka. Við afkomendur Orms Ormssonar og Helgu Kristmundardóttur komum saman á æskuslóðum okkar systkina síðastliðið sumar, vestur á Snæ- fellsnesi þar sem veðurguðimir skörtuðu því fegursta veðri sem kemur þar um slóðir. Þar vorum við saman komin 115 afkomendur og makar. Þá var upplýst að af 163 afkomendum pabba og mömmu hafði aðeins einn af- komandi látist, eitt tengdabam okkar systkina og eitt tengdabam foreldra okk- ar. Gísli er annað tengdabamið sem kveður. Sorgin gleymir engum, segir Tómas Guðmundsson, og nú hefur hún kvatt dyra er við kveðjum einn úr hópnum, Gísla Kristjánsson, næst yngsta tengda- bamið. Okkur ber samt mikið að þakka algóð- um Guði: fyrir samveru þessara ástvina sem famir eru á undan okkur, fyrir góða heilsu stórrar fjölskyldu, fyrir mikla vel- gengni okkar allra og fyrir lífið sem hann gaf. Gunna mín, þú mátt treysta því að öll fjölskyldan hugsar sérstaklega til þín og þinna með þeirri hlýju sem okkur er unnt að gefa; við munum þá hetjulund og þá fyrirmynd sem þú ert okkur. En huggun er það í harmi að þegar slíkan vágest ber að dymm, sem Gísli þurfti að berjast gegn, er dauðinn svo sannarlega líkn í þrauL Gísli fæddist á ólafsfirði þann 1/9 1933. Hann lauk venjulegu bamaskóla- námi þar og lauk svo gagnfræða- og landsprófi frá Héraðsskólanum í Reyk- holti í Borgarfirði. Síðar lá leið hans í Kennaraskólann, þaðan sem hann lauk prófi 1954. Hann hóf kennslu í Borgar- nesi og þar lágu saman leiðir Guðrúnar systur minnar og hans. Þau byrjuðu bú- skap í Borgamesi. Þau eignuðust þrjú böm, sem öll em gift og eiga böm: Krist- ínu Helgu, soninn Ásgeir, og Jóhönnu Lovísu. Seinna lauk Gísli prófi frá handa- vinnudeild Kennaraskólans. Eftir kennslu í Borgamesi árin 1954-1965 gerðist Gísli yfirkennari við skólann að Laugagerði í Eyjahreppi á Snæfellsnesi. Hann gegndi þeim starfa í nokkur ár. Ár- ið 1970 fluttust þau svo að Hvolsvelli þar sem Gísli var ráðinn yfirkennari og síðan skólastjóri við bamaskólann þar. Því staríi gegndi hann meðan heilsan leyfði. Á síðasta ári varð Gísli var þess meins sem hann hefur nú orðið að lúta fyrir, en nákominn sagði mér að Gísli hefði orðið sjúkdómsins var fyrir 2-3 ámm. Gísla var ekki gjamt að kvarta um sína hagi, og eftir að sjúkdómurinn ágerðist sýndi hann eindæma æðmleysi, þó auðvitað væri alltaf lifað í voninni þar til yfir lauk. Lífið er sem stundaglas, rennur stundum hratt, stundum hægt en alltaf sömu leið. Það er það eina sem við vitum ömgglega. Það er stór ástvinahópur sem kveður Gísla að sinni. Við treystum því að við megum að lyktum öll hittast við stól hins Allsvaldandi, þar sem ríkir hinn eilífi friður, og þar sem enginn fær okkur aðskilið. Að endingu biðjum við algóðan Guð að styrkja systur okkar, böm, tengda- böm og bamaböm. Megum við ávallt hafa í minni sálmavers frænda okkar, herra Sigurbjöms Einarssonar biskups, þar sem hann segir: Ég tigna kœrleiks kraftinn hljóða, Kristur, sem birtist oss í þér. Þú hefur foður hjartað góða, himnanna ríki opnað mér. Ég tilbið undur elsku þinnar, upphafog takmark veru minnar. Karl Ormsson raftækjavörður Jarðsungið verður frá Háteigskirkju, Reykjavík, kl. 10.30 laugardaginn 30/11. Gísli verður lagður til hinstu hvílu á Stórólfshvoli, Rangárvöllum, sama dag. Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavfk 29. nóvember tll 5. desember er I Garðsapöteki og Lyfjabúöinni Iðunnl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl- una frá kl. 22.00 að kvöldi tll kl. 9.00 að morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar f sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröun Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrí: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keffavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaoyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum ki. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeima, simi 28586. Læknavakt fyrir Roykjavik, Seltjamames og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virica daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og heigidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráöleggingar og tlmapantanir i sima 21230. Borgarspítallnn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu enjgefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvomdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kf. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Garðabær: Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfiöröur Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavfk: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráögjöf I sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga Öldrunaríækningadeild Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspltalinn I Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Ketill Þórisson í dag hringdi bróðir minn frá íslandi til þess að segja mér að Ketill í Baldurs- heimi væri látinn. Hann hefði orðið bráðkvaddur í morgun. Svo einkennilega vildi til að ég var einmitt að skrifa hon- um mína árlegu jólakveðju. Ég geri hana nú að hinstu kveðju til þessa góða vinar míns frá bamæsku okkar beggja. Ketill var fæddur 8. des. 1920 í Baldurs- heimi í Mývatnssveit, sonur hjónanna Þuríðar Sigurðardóttur og Þóris Torfa- sonar bónda þar. Hann ólst upp í Bald- ursheimi og dvaldist þar alla ævi, að undanskildum skólaárum sínum á Al- þýðuskólanum á Laugum í Reykjadal, eins og hann þá hét, og síðar á búnaðar- skóla á Hvanneyri. Nú kynnu ýmsir að ætla, að við þessar aðstæður hafi maðurinn orðið heimaln- ingur, jafnvel „kotungur". 'mö var nú eitthvað annað. Öll uppvax :ir sín bjó Ketill við sagnabrunn fortíö..i og einnig við þann lifandi áhuga á nútíð og fram- tíð, sem lætur sér ekkert mannlegt óvið- komandi. Hann hugsaði því á breiðari og hærri heimsvísu en margur sem víðar fer og hefur um það hátt. Ketill í Bald- ursheimi var góðum gáfum gæddur. Hann var afbragðs námsmaður, víðles- inn í íslenskum bókmenntum bæði eldri og yngri og ekki sniðgekk hann heldur Baldursheimi þýdd erlend bókmenntarit. Hann var sjó- fróður um atburði tengda fortíð og nú- tíð. Hann taldi það skyldu sérhvers heil- brigðs og hugsandi manns að afla sér þekkingar á málefnum og mynda sér skoðanir um þau. llann gerði það sjálfur ótæpilega og lá ekki á þeim hver sem í hlut átti. Hann iðkaði ekki ræðu- mennsku, en fórst hún vel úr hendi ef til hennar var gripið. Ketill hafði ótvíræða leikhæfileika. Þeir, sem sáu hann á sviði, munu löngum minnast hans, t.d. í hlutverki Lenna í Mýs og menn, séra Sigvalda í Maður og kona og Kranz yfirdómara í Ævintýri á gönguför, svo helstu hlutverk séu nefnd, að ógleymdri jómfrúnni ungu í óprent- aðri sjálfsaminni óperu — Latra Plata — fyrir u.þ.b. 35 árum. Ketill í Baldursheimi var ungmennafé- lagi eins og þeir gerast bestir, enda alinn upp við þá lífsskoðun, að samvinna og samstarf um landsins — og raunar heimsins — gæði væri vænlegri vegur til gæfu og gengis en samkeppni um þau, þar sem eins dauði er annars brauð. Hann var einnig löngum virkur þátttak- andi í störfum og stjóm Búnaðarfélags Mývetninga. Hann var söngvinn og radd- maður góður, eins og hann átti kyn til beggja megin frá, og var frá unga aldri þátttakandi í öllum þeim kórum, sem stofnað var til í Mývatnssveit og reyndar víða í Suður-Þingeyjarsýslu. Ketill var ekki „hversdagsmaður", hvorki í útliti né skaphöfn. Hann var stórgerður, líklega nánast stórófríður, en með slíkum persónuleikablæ, að kostur varö en ekki lýti. í háttsemi hans og tali vógu salt hávær grófleiki annars vegar og hins vegar hárfín viðkvæmni og næm- leiki. Þessi samsetning minnir í ýmsu á Egil Skallagrímsson. Katli var ekki tregt tungu að hræra, fremur en Agli, eftir að hann var kominn af stað og það var ekki logn í kringum Ketil fremur en Egil. Við Ketill höfum þekkst síöan við vor- um böm, eins og gerist um nágranna. Við leik og störf bæði sem skólasystkin, ungmennafélagar, í leikstarfsemi og söng. En sterkustu og dýpstu rætur okk- ar vinfengis liggja í Baldursheimsskólan- um sem ég kalla svo. Þangað fór ég í mína fyrstu skólagöngu og við nemend- ur nutum þar ögunar og aðbúnaðar af þeirri rausn hjartans og kærleikans að við búum að því síðan. Mér er bæði Ijúft og skylt að minnast þess, að þetta aðbún- aðarlögmál ríkti á þeim skólaheimilum farskólans, sem ég hef haft einhver kynni af. Fyrsta skólagangan er þannig tengd sérstakri tilverugleði þar sem kannarinn var elexír andans og Þura í Baldursheimi og gömlu konumar þar einskonar móðir jörð. Það er ekki undrunarefni, þótt þar yxu upp litríkir kvistir eins og Ketill í Baldursheimi. Nú þegar ég lýk þessum fáu fátæku kveðjuorðum til Ketils veit ég að ég hugsa þau og mæli einnig fyrir munn allra frænda hans og vina á Gautlöndum, með þökk fyrir langa og skemmtilega samferð á lífsins vegi. Stödd í Amsterdam, 21. nóv. 1991. Ásgerður Jónsdóttir Hafnarbúðir: Aila daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Gronsásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshaalið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspltali: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítall Hafnarflrði: Alla daga kl. 15-16 oo 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Kefiavíkuríæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrí - sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Neyöarsími lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkviliö og sjukrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvL lið og sjúkrabifreíð sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö sími 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 22222. Isafjörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.